Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Qupperneq 2
FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 Fréttir DV 60% þjóðarinnar fá fjórðung vegafjárins - þessu þarf að breyta, segir Gunnar I. Birgisson „Ég tel allt of lítið fjármagn til framkvæmda í vegagerð fara inn á höfuðborgarsvæðið," segir Gunnar I. Birgisson al- þingismaður. Það sé alveg ljóst að þar sem flestir bílarnir eru þar sé umferðin líka mest. Hann vill að hlutfalli skipt- ingar fjármagns til vegafram- kvæmda á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis verði breytt frá því sem nú er. „Það eru margar götur hér á svæðinu ókláraðar og vegna þessar- ar miklu umferðar myndast víða miklar umferðarteppur. Ef þessu verður ekki breytt eru menn að kalla yfir sig stórvandamál í næstu framtíð.“ Gunnar segist eigi að síð- 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Vegaté hotuðborgarsvæöísins 1 millj. kr. m~ 664 y có 65B- T7T2T" 93S- 55S- S55- 94/ 1.126“ 1.147 Vegafé utan höfuðborgarsvæðis 3.161 3.357 4.250 3.962 3.218 2.682 2.743 3.097 3.638 3.955 4.014 Hlutfall höfuðborgarsvæöis 13% 14% 19% 15% 29% 26% 26% 22% 21% 28% 22% Gunnar I. Birgis- son. ur vera mjög mikill stuðningsmað- ur landsbyggðarinnar en með því að draga úr slysum og hörmungum af þeirra völdum á höfuðborgarsvæð- inu sparist gífurlega miklir íjár- munir á landsvísu. Hann bendir á að fjármagns til vegagerðar er m.a. aflað með þungaskatti á dísilbifreið- ar og sérstöku gjaldi á bensínbíla. Þannig eigi þeir sem nota vegina að greiða fyrir uppbyggingu og viðhald þeirra. í Reykjavík og nágranna- sveitarfélögum búi um 175 þúsund manns, eða 60% þjóðarinnar og á suðvesturhorninu sunnan Hval- flarðar búi um 70% landsmanna. Þvi sé eðlilegt að þetta fólki njóti framlags síns til vegamála í meira mæli en nú er. Ef litið er til talna Vegagerðar- innar um skiptingu vegafjár frá ár- inu 1991 kemur ýmislegt athyglis- vert í ljós. Þar kemur fram að hlut- ur höfuðborgarsvæðisins er ekki nema um 25% á ári í þessi ellefu ár sem liðin eru. Stærstur hluti vega- fjárins fari til vegagerðar utan um- ferðarþyngsta svæðisins. Rökin fyr- ir slíku hafa í gegnum tíðina verið að brýn nauðsyn sé til uppbygging- ar vegakerfisins um allt land. Það komi öllum landsmönnum til góða. Á mörgum stöðum hafi slíkt verið lykillinn að tilveru viðkomandi (A mölagi ársins 2000) byggða, jafnvel þó ekki sé alltaf hægt að reikna af því skjóttekinn þjóðhagslegan arð. Á þetta hafa fjöl- margir landsbyggðarþingmenn bent á umliðnum árum, þeirra á meðal Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra auk sérstakrar áherslu þing- manna Austurlands, Norðurlands og Vestfjarða. Varðandi forgangsröðun verkefna staldra menn þó við sláandi tölur tryggingafélaga um háa slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu. Með núverandi forgangsröðun telja margir að verið sé að taka þá áhættu að fórna lífi og limum fjöimargra vegfarenda að óþörfu. -HKr. Umræður á Alþingi íslendinga: Popúlískur bjána- háttur og fleipur Óvenjuleg uppákoma varð á Alþingi síðdegis þegar Ámi Mathiesen sjávarút- vegsráðherra gerði sérstaka athuga- semd við forseta vegna ummæla sem Mörður Ámason, þingmaður Samfylk- ingarinnar, lét falla um Áma og Gunn- ar Birgisson. Ummæli Marðar féllu sem athugasemd í fyrirspumartíma þar sem Gunnar hafði spurst fyrir um hve mik- ið hvalir ætu af sjávarfangi við landið. Þótti Merði sem tilgangur slíkra fyrir- spurna væri að hvetja til hvalveiða enda hefðu menn litlar áhyggjur af áti t.d. sjó- fúgla. Það sýndi að hér væri á ferðinni „popúlískur bjánaháttur" hjá fyrirspyrj- anda. Árni Mathiesen sagðist ekki muna eftir öðm eins orðbragði úr ræðu- stól Alþingis, þó vissulega hafi ýmislegt þessu líkt flogið honum í hug þegar þingmenn Samfylkingarinnar tjáðu sig úr ræðustóli, en hann hafl látið slikt ósagt. Mörður Ámason svaraði Áma fullum hálsi og sagði að orðnotkunin „popúlískur bjánaháttur" væri ekki digrari ummæli en það að Davíð Odds- son hefði sagt i umræðmn í íyrradag að þingmaður færi með „fleipur". Taldi Ámi það hins vegar íslenskufræðingum lítt til sóma að leggja að jöfnu „popúlísk- an bjánahátf ‘ og fleipur en Mörður, sem er íslenskufræðingur, sagði að fleipur þýddi að menn töluðu gegn huga sér og „popúlismi“ væri þekkt stjómmála- stefna og ekki væri stórmál þótt hann kallaði hana bjánahátt. -BG Valgerður bæjarstjóraefni VG „Mér fmnst vera verk að vinna og eftir sextán ára hlé frá pólitik finn ég löngun til að hafa víðtækari áhrif en ég hef í dag,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu. Hún mun leiða framboð VG til bæj- arstjómar á Akureyri og er bæjarstjóraefni. Hún segir raunhæft að VG fái þrjá fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. „Jafna þarf aðstöðumun þeirra sem hafa peninga og völd í dag og þeirra sem ekki hafa þau. Mér fmnst uggvæn- legt hvemig verið er að búa til undirmálshóp í þjóðfélag- inu,“ segir Valgerður sem segir stefnumál framboðsins taka mið af að jafna að- stöðumun og áhrif þegnanna. -sbs DV-MYND HARI Island veröi fyrirmyndarland í umferöaröryggismálum Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnti ásamt starfshópi nýja umferö- aröryggisáætlun í gær. í ðætluninni, sem nær til ársins 2012, er stefnt aö því aö banaslysum fækki um 40% fyrir lok tímabilsins. Þaö þýöir aö ekki slasist eöa látist í umferöarslysum fleiri en 120 á ári hverju. Starfshópurinn leggur til aö gerö veröi markviss framkvæmdaáætlun til næstu 11 ára. Ör- uggari hraöi ásamt notkun bílbelta er eitt af grundvallaratriöum þess aö markmiöiö náist aö mati starfshópsins. Umkvartanir Verslunarráðs vegna Samkeppnisstofnunar ræddar á Alþingi: Grímulaus hagsmunagæsla - segir Lúðvík Bergvinsson. Verið að vernda borgara, segir Vilhjálmur Egilsson Harðar umræður urðu undir liðn- um störf þingsins i gær þegar Lúð- vík Bergvinsson, þingmaður Sam- fylkingar, kvaddi sér hljóös og gerði að umtalsefni umkvörtun Verslun- arráðs til viðskiptaráðherra vegna framkvæmdar á húsleit Samkeppn- isstofnunar hjá olíufélögunum i des- ember síðastliðnum. Lúðvík krafði Valgerði Sverrisdóttur svara um það hvort hún hygðist verða við jafn grímulausri hagsmunagæslu Verslunarráðsins og pólitískum þrýstingi. Augljóst væri að þama byggi annaö og meira undir - því svo virtist sem í undirbúningi væri aðför að samkeppnislögum og grípa hafi átt fram fyrir hendumar á lög- reglu og dómstólum með því að fá ráðherra til að blanda sér í mikil- vægar brautryðj- andi aðgerðir stofnunarinnar. Valgerður Sverrisdóttir svaraði því til að verið væri aö fara yfir málið í ráðuneytinu og ekki augljóst hvort ráðuneyti ætti eða hefði heimild til að skipta sér af þessu. Hér væri um lögfræðilegt álitamál að ræða sem niðurstaða fengist í siðar í vikunni. Steingrimur J. Sigfússon varaði við því að ráðherra legði stein í götu stofnunarinnar fyrir hags- munaaðila úti í bæ og Guðmundur Vilhjálmur Egilsson. Lúövík Bergvinsson. Ámi Stefánsson sagðist ekki trúa því eitt andartak að ráðherra yrði við þessari fráleitu ósk. Jóhanna Sigurðardóttir talaði á svipuðum nótum og kallaði beiðni Verslunar- ráðs aumkunarverða. Taldi hún það vaxandi að sjálfstæðismenn væru með ónot út í Samkeppnisstofnun og samkeppnislögin. Vilhjámur Eg- ilsson, formaður efnahags- og við- skiptanefndar, sem einnig er fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, sagði athyglisvert ef þingmenn Samfylk- ingar vildu ekki að ráðherra skoð- aði hvort pottur væri brotinn i þessu máli og lítið færi fyrir um- hyggju þeirra fyrir persónuvernd. Hann sagði tugi starfsmanna ljúka upp einum munni í gagnrýni á að þarna hafi verið teknar persónuleg- ar upplýsingar í blóra við lög. Hann sagði skýrt að lögreglumenn eigi að stjórna á vettvangi í svona tilfellum en það hafi ekki verið. Væru borg- arar beittir órétti ættu þingmenn og ráðherrar að taka upp málið, Sam- keppnisstofnun væri ekki hafin yfir lög. -BG A grænmetisvakt Alþýðusamband íslands ætlar að fylgjast vel með verði á grænmeti í verslunum á næst- unni. Beingreiðslur til grænmetisbænda og ftjáls innflutning- ur ýta undir sam- keppni, segir Gylfi Ambjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ. - RÚV greindi frá. Dqúgt af loðnu Alls er búið að tilkynna um rúm- lega 178 þúsund tonna loðnuafla á vertíðinni. Þrátt fyrir frekar slaka loðnuveiði í gær þá hefur töluvert magn borist á land síðustu daga og samkvæmt síðustu tilkynningu SF hafa 17.400 tonn bæst við aflann frá því í byrjun vikunnar. Eftirstöðvar kvótans eru nú tæplega 646 þúsund tonn auk kvóta sem erlend skip kom- ast ekki yfir að veiða. Byggt á Þingeyri Húsbyggingar teljast til tíðinda vestra, en i byrjun janúar hófust framkvæmdir við byggingu nýs 550 fermetra fiskvinnsluhúss á Þingeyri. Norðurborg ehf. er eigandi hússins en smíðin er í. höndum Sigmundar Þórðarsonar, húsasmíðameistara á Þingeyri. Áætlað er að ljúka verkinu á vordögum. - BB greindi frá. Brot og ekki brot Páll Hreinsson, prófessor í lögum við Háskóla fslands, telur að það standist jafnræðisákvæði stjómar- skrár að fólk eigi misjafnan rétt á fjárhagsaðstoð eftir því í hvaða sveit- arfélagi það býr.ÝHins vegar telur hann að sveitarfélög brjóti stjórnar- skrá ef þau hafa ekki sett sér reglur um fjárhagsaðstoð og þær mega ekki vera hyemig sem er. Vilja fresta inntökuprófum Stúdentar munu í dag aíhenda rektor Háskóla íslands, Páli Skúlasyni, und- irskriftalista þar sem farið er fram á að fresta fram- kvæmd inntöku- prófa í læknadeild Háskóla Islands. Undirbúningur læknadeildar er að mati stúdentanna sem eiga í hlut ónógur og ófullnægj- andi. - Mbl. greindi frá. Afföll aukast Affóll á húsbréfum hafa aukist eft- ir að Seðlabanki íslands tilkynnti sl. fóstudag að bankinn myndi ekki lækka vexti að sinni. í kjölfar til- kynningarinnar fóm affóll á nýjasta flokki húsbréfa upp í 11,12%, en þau voru 10,45% á fostudaginn. -HKr. f ókus riT*3 Á MORGUN Fatamógúll í Fókus á morg- un verður viðtal við fatamógúlinn Sölva Magnússon sem hefur oft verið kenndur við 17 en hefur nú fært sig um set. Einnig verða endalokum rokkútvarps á íslandi gerð skil og rætt við nokkra meðlimi Kristi- legra skólasamtaka sem líta lífið öðrum augum en margur annar. Loks kynnum við til leiks nýja skemmtanastjóra á Astro og athug- um hvað er í boði fyrir Valentínus- ardaginn. Fylgstu með Fókus á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.