Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 Fréttir DV Miðborgin sem sefur á daginn og vakir á nóttunni: Verslanir og þjónustufyrirtæki hafa lagt á fló - og nú er veitingastöðum farið að fækka líka Flótti verslana og þjónustufyrir- tækja - ofbeldi, sóöaskapur og hnign- un eru orð sem mjög oft heyrast í um- ræðunni um miðborg Reykjavíkur. Sú umræða er engin ný bóla, heldur hafa svipuð orð verið viðhöíð um þetta svæði um áratugaskeið. Skýrsla Þró- unarfélags miðborgarinnar frá i haust staðfestir reyndar þennan orðróm að hluta og sýnir vel hnignun miðborgar- innar hvað verslun varðar siðustu árin. Verslunum hefur fækkaö stöðugt í miðborginni frá 1996. í Kvosinni hefúr þeim fækkað úr 67 árið 1996 í 35 í sept- ember 2001. Á Laugavegi og Banka- stræti hefur verslunum fækkað úr 191 árið 1996 í 166 árið 2001. Á Skólavörðu- stíg er staðan óbreytt á milli þessara ára, eða 48 verslanir, þó um tíma hafi þær farið allt upp í 50 árið 2000 og fæst- ar orðið 46 árið 1998. Á Hverfisgötu voru 30 verslanir 1996 en voru orðnar 24 í september 2001. f hliðargötum mið- bæjarins hefur verslunum hins vegar lítils háttar fjölgað, eða úr 36 árið 1996 í 42 í september 2001. Samsetning verslana og þjónustu á svæðinu hefúr breyst mjög á umliðn- um áratugum. Verslunum fækkar en veitingastöðum hefur fjölgað fram undir síðasta ár. Það er því ekki laust við að nokkurt sannleikskom sé falið í því þegar talað er um að miðbærinn sofi á daginn en vakni ekki tO lífsins fýrr en með öldurhúsagestum á nótt- unni. Þar kann þó líka að vera breyt- ing í aðsigi. Veitingastóðum fækkar um fjóröung í úttekt Landmats á starfseminni í miðbænum kemur fram að veitinga- húsum er nú einnig farið að fækka í miðborginni eftir að hafa sprottið upp eins og gorkúlur á umliðnum árum. 200 150 100- 50 VERSLUNUM F/EKKAR Laugavegur og Bankastrœti Kvosln 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Sorglegar staðreyndir Tölur Þróunarfélags miöborgarinnar og Landmats sína glögglega fækkun verslana og fyrirtækja í miöbænum. Frá árinu 2000 til 2001 hefur veitinga- húsum fækkað úr 80 í 61, eða um hvorki meira né minna en 24%. Þá hef- ur smásöluverslunum samkvæmt könnum Landmats fækkað á milli þessara ára úr 43 í 36, eða um 16%. Það sem flokkað er undir viðskipti og at- vinnulíf hefur dregist saman um 5%, ráðgjöf og þjónusta um 2%, opinber þjónusta um 9%, afþreying um 15%, en í öðrum óskilgreindum geirum hefur hins vegar fjölgað um 23%. Hörður Kristjánsson blaðamaöur Fátt um skýringar Fáar skýringar eru gefnar á marg- umræddu ástandi, en ef litið er yfir at- burði liðinna áratuga virðast aðgerðir til að endurvekja miðbæinn oftast hafa verið ákaflega ólánlegar. Má segja að einn helsti stórviðburðurinn til góðs i þeim efnum hafi verið uppbygging Torfunnar á áthmda og níunda ára- tugnum. Eflaust var þá leitun að mið- borg i víðri veröld sem státaði af hrör- legri byggingum en þar mátti sjá. Að gera illa brunna og að margra mati hálfónýta fúahjalla að virðulegum byggingum með sögu var vissulega stórvirki. Samt má þó eflaust finna marga sem dauðsjá eftir að tækifærið hafi ekki verið notað til að setja jarð- ýtu á allt „draslið". Vistvæn miðborg - hvað er það? Hugtakið vistvæn miðborg hefur ákaflega óræða merkingu þegar rætt er um miðborg Reykjavíkur. Menn eyða gríðarlegum tíma, í borgarstjóm og víðar, í að velta vöngum yfir hvort pöbbar, súlustaðir eða kaffihús rúmist innan þessa hugtaks. Einnig hvaða teg- und verslana sé æskilegust á svo göf- ugum stað sem miðja höfúðborgar á að vera. Einn þáttur, sem jafnframt er þó trúlega sá augljósasti þegar rætt er um vistvæni miðbæjar, gleymist gjaman í þessari umræðu. Það er blessað veður- farið. Það er ákaflega lítið vistvænt við það að berjast í nístandi norðanáttinni um götur miðbæjarins með það helsta takmark að koma sér í skjól. Við slík- ar aðstæður fer harla lítið fyrir því að menn dvelji við fagurskreytta búðar- glugga eða setjist niöur á bekk undir bemm himni til að spjalla við kunn- inga og vini. Þetta er einmitt það atriði sem verslunarmiðstöðvamar í Kringlu og Smáralind hafa einna helst fram yfir miðbæ Reykjavíkur. Það er stað- reynd að fólkið sem ekki nennir að DV-MYND GVA Laugavegurinn í dag Erfitt viröist vera aö efla ímynd miöborgarinnar í líkingu viö það sem gerist erlendis. í staö þess aö fölk flykkist þangaö í verstunarerindum sækir þaö nú í skjóiiö i Kringlu, Smáralind og öörum „ veöursælum “ stööum. berjast við óblítt veðurfar í miðbænum leitar á þessa staði. Því er í raun furðu- legt til þess að vita að hugmyndir um að auka skjólsæld miðborgarinnar virðast lítinn sem engan Mjómgrunn hafa Motið á umliðnum áratugum. Má þar t.d. nefna hugmyndir Amar Sig- urðssonar arkitekts um yfirbyggðan Laugaveg sem enn hafa ekki orðið að verMeika. Eigi að síður var við endur- bætur götunnar gert ráð fyrir undir- stöðum undir slíkt glerþak. í kulda og trekki Norðanstrengurinn úr Hvalfirðin- um, sem mjög oft er ríkjandi á vetrum, næðir illilega um miðbæ Reykjavíkur. Þegar Laugavegi og Bankastræti slepp- ir ganga menn í raun inn í vindgöng eða trekt sem opnast í norður við Reykjavikurhöfn. Fyrir utan skemmur Ny hverfi honnuð i veðurlikani - glæný tækni, segir Haraldur Ólafsson veöurfræðingur Þótt vitað sé að veðurfar sé einn afdrifaríkasti þátturinn varðandi það hvort hverfí séu aðlaðandi eða ekki þá hafa veðurfræðingar ekki verið kallaðir til varðandi hönnun- armál miðbæjarins. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi veriö skoðað sér- staklega," segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Haraldur vakti einmitt mikla at- hygli fyrir nokkrum árum er hann kynnti hugmyndir sínar um hvern- ig breyta mætti veðri i nágrenni fjalla með skipulagðri ræktun trjáa. Hann hefur nú komið slíkum hug- myndum að við hönnun nýrra hverfa við Norðlingaholt og í Mos- fellsbæ. Þar er notað glænýtt veður- farslíkan í tölvu sem væntanlega verður einnig notað við hönnun nýja hverfisins við Úlfarsfell. Hann segist hafa mætt á fundi með arki- tektum þessara hverfa þar sem far- ið hafi verið yfir marga þætti, bæði er varðar vind og snjósöfnun. Norð- lingaholtið sé í raun fyrsta hverfið þar sem slíkt er reynt. „Þessi nýja tækni að reikna út áhrif vinds er alveg ný og þetta hef- ur ekki verið gert áður. Norðlinga- Haraldur Olafsson veðurfræðingur Þaö er alveg hægt að reikna út áhrif bygginga á veöurfariö þótt þaö sé flókiö. holtið og Mosfellsbær eru í raun fyrstu svæðin þar sem notaðir eru vindreikningar. Maður tekur þá töl- ur um dæmigerða vinda og setur þær inn í tölvulikan. Vandamál skipulagsfræðinganna hefur verið hingað til að þeir hafa fengið mæl- ingar frá veðurstöðvum sem eru langt í burtu. Veður er hins vegar svo staðbundið að þær mælingar hafa ekki fullnægt þeirri þörf sem er til staðar. Þar kemur tölvulíkan- ið til skjalanna. Það er almennt viðurkennt að trjágróður getur t.d. haft mikil áhrif á veðurfar. Þá er bæði um bein áhrif af skjólbeltinu sjálfu og líka veðuráhrif í töluverðri fjarlægð. Það bæði dregur úr vindi og lyftir honum líka. Trén í Hljómskálagarð- inum hafa t.d. ótrúlega mikil áhrif á sunnanáttina í miðbænum. Þó virð- ist þetta hafa meiri áhrif á strengi í fjallendi en jafnan vind á slétt- lendi.“ - Telur þú líklegt að hægt væri að hafa áhrif á veðurfar í miðbænum, t.d. með hönnun bygginga? „Já, það er alveg hægt. Það er þó ekki nándar nærri eins mikið svigrúm þar og í nýjum hverfum. Þetta er löngu hannað svæði og það er ekki víst að menn séu tilbúnir að ganga eins langt og þyrfti til að fylgja eftir veðurfars- sjónarmiðum. Það er samt alveg hægt að reikna út áhrif bygginga á veðurfar- ið þótt það sé flókið. Það er þó ekki fyrr en á síðustu misserum sem þetta hefúr í raun verið mögMegt," segir Haraldur Ólafsson. Hafskips hefur nær ekkert verið gert til að skipMeggja byggð á þessu svæði sem drepið gæti niður þennan vind- streng. Nýtt deiliskipulag miðbæjarins virðist duga þar skammt, því þar er ekki gert ráð fyrir að lokað verði fyrir þessa trekt með háreistum byggingum austur fyrir Ingólfsgarð. Athyglisverð- ustu tillögumar í þeim efnum gat þó að líta í DV í desember. Þar er um að ræða hugmyndir þeirra Guðjóns Magnússonar arkitekts og Bjöms Em- ilssonar kvikmyndagerðarmanns sem þeir hafa kallað „Nýhöfn“ í Reykjavík. Þeir félagar vonuðust til að hægt yrði að þróa þær hugmyndir í framhMdi af nýju deiliskipulagi. Þær hugmyndir njóta þeirrar sérstöðu að tengja höfn- ina með virkum hætti við byggð mið- bæjarins. Hús breyta veðurfari Þrátt fyrir að langt virðist í land að miðbær Reykjavíkur geti talist veður- fræðilega vistvænn, nema þá á Mbestu sumardögum, þá hefur ýmislegt verið gert meðvitað eða ómeðvitað til að breyta þar veðurfari. Sérstaklega varð- ar það svæðið ofan SkMagötu. Þar hafa á liðnum árum verið reistar háar bygg- ingar sem án efa brjóta upp stöðugan norðanstrenginn. Víst er að háreistar nýbyggingar á Eimskipslóðinni, neðan Lindargötu, sem nú stendur til að fara að byggja, munu þar einnig virka til bóta. Rök gegn slíkum byggingum er að það sé stflbrot að byggja háreista byggð sem umlyki lágreista miðborg. Þá hefur stóraukinn trjágróður í borginni verið mjög til bóta. Það er vís- indalega margsannað að hávaxinn gróður drepur niður vindstyrk. Jafn- vel hafa sérfræðingar á borð við Har- Md Ólafsson veðurfræðing komið fram með hugmyndir um að drepa megi nið- ur hættMeg veðurfyrirbæri eins og fjallabylgjur með skipMagðri rækfirn skóga. Víst er að í Reykjavik er orðinn til einhver stærsti skógur á íslandi sem gjörbreytt hefur veðurfari borgar- innar, en þar mætti örugglega gera enn betur. Ómaikvissar aögerðir Þegar litið er til annarra aðgerða í miðbænum, sem átt hafa að vera til úr- bóta, virðast þær oft á tíðum hafa ver- ið æöi fálmkenndar. Þó að í fyrrasum- ar hafi verið deilt á jarðrask í Austur-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.