Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Page 13
13 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 ÐV Nótt efans Hún er tekin af Gestapo, hann fær einkennilega heimsókn Gunnar Eyjólfsson og Jóna Guörún Jónsdóttir í hlutverkum Sigmunds og Önnu Freud. DV-MYND HARI Franska leikskáldið Eric- Emmanuel Schmitt hefur vakið verðskuldaða athygli síðastliðinn áratug og fengu íslenskir leikhús- gestir fyrst að kynnast honum árið 1998 þegar Þjóðleikhúsið sviðsetti Abel Snorko býr einn. Sú sýning naut mikilla vinsælda enda afar skemmtilega skrifað verk, auk þess sem leikaramir tveir skiluðu sínu með glæsibrag. í Gestinum sem var frumsýndur á litla sviði Borgarleik- hússins í gær eru persónurnar helmingi fleiri og þar hafa ytri að- stæður meiri áhrif á framvinduna. í forgrunni eru samt sem áður tveir karlmenn og hið eiginlega umQöll- unarefni kristallast í samræðum þeirra. Þar er tekist á um eilífðar- spurningar varðandi tilvist Guðs og valfrelsi einstaklingsins og þar með áhrif hans á eigin örlög og annarra. Sögusvið leiksins er heimili Sig- munds Freud í Vín árið 1938. Austurríki hefur verið innlimað í Þriðja ríki Hitlers og nasistar eru farnir að vinna skipulega að útrýmingu gyð- inga. Freud nýtur þeirra forréttinda að vera heimsþekktur vísindamaður og getur komist úr landi með því að undirrita yfirlýsingu þess efnis að hann hafi ekkert upp á nasista að klaga. Það vefst þó fyrir honum enda neitar hann að horfast í augu við staðreyndirnar sem blasa við honum þar til Anna dóttir hans er færð til yfirheyrslu hjá Gestapó. Sama kvöld stendur skyndilega ókunnugur gestur inni á miðju gólfi sem veit ótrúlega mikið um fortíð Freuds og hugsanir. Hann virðist líka sjá framtíðina fyrir og viður- kennir loks fyrir trúleysingjanum Freud að hann sé sjálfur Guð. En hvernig á gesturinn að sanna að hann sé raunverulega Guð en ekki sjúklingur sem slapp af geðveikrahæli þetta kvöld eða jafnvel hreinn hugarburður? Og þarf hann yflrleitt að sanna það? Leiklist Þetta verk er hefðbundið að formi og útfærsla Þórs Tulinius leikstjóra og samstarfsfólks hans er í sama anda. Þungamiðjan eru aðalpersónurn- ar tvær og þar eru afbragðs leikarar í báðum hlutverkum. Gunnar Eyjólfsson skilar hlutverki Freuds með alkunnum bravúr því sálarkreppa þessa líkamlega þjáða en eldklára manns lét engan ósnortinn. Helst hefði hann mátt vera sparsamari á handahreyfingar sem hann nýtti til að undirstrika augljósar tilfinningar og viðbrögð. Gesturinn er á yfirborð- inu andstæða Freuds, rólegur og yf- irvegaður. En hann er líka dularfull- ur, ísmeygilegur, dapur og kátur og Ingvar E. Sigurðsson túlkaði þennan skemmtilega karakter af fullkomnu öryggi. í hlutverki Önnu var Jóna Guðrún Jónsdóttir og reiðin, stoltið og baráttuviljinn sem einkennir per- sónuna komst vel tii skila í meðför- um hennar, líkt og ást hennar á fóð- urnum. Kristján Franklín Magnús gerði sömuleiðis vel í hlutverki nas- istans, hrokafullur og ósvífinn til að byrja með en aum undirlægja þegar á reynir. Gesturinn er skemmtilegt verk sem skilur eftir áleitnar spurningar. Uppsetningin er ágætlega lukkuð og á eflaust eftir að styrkjast með hverri sýningu. 1 leikskrá kemur fram að Björn Hlynur Haralds- son mun taka við af Ingvari eða skiptast á við hann í hlutverki Gestsins sem hljómar spenn- andi í ljósi frábærrar frammistöðu Björns í Englabörnunum sl. haust. Halldóra Friðjónsdóttir Þíbilja í samvinnu viö Leikfélag Reykjavíkur sýnir á litla sviöi Borgarleikhússins Gestinn eftir Eric-Emmanuel Schmitt. Þýöing: Kristján Þórður Hrafnsson. Hljóö: Bald- ur Már Arngrímsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Búning- ar: Stefanía Adolfsdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórs- son. Leikstjórn: Þór Tulinius Tónlist i Marta aldrei betri Á tónleikum tónlistarhátíðarirmar Norðurljósa í Háteigskirkju á þriðjudagskvöldið komu fram þau Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Snorri Öm Snorrason, gitar- og lútuleikari. Því miður féllu ekki margir fyrir þeirri freistingu að hlýða á flutning þeirra þetta kvöld, en þeir sem það gerðu fóru ríkari heim. Að hlýða á eldri einsöngsverk með bassalútu eða gítarundirleik kastar nefhilega alveg nýju ljósi á það sem á eftir fylgdi í sögunni og flestir þekkja kannski betur. Svona tónleikar verða til þess að hlust- unin breytist, víkkar og verður sveigjanlegri en áður. Hin grimma ást var yfirskrift tónleikanna, Amour, cmel amour, og jafnframt titillinn á einu verkinu á tónleikunum. Öll Qölluðu verkin um vald ástarinnar og endursagði Marta Guðrún textana bráðskemmti- lega. Þarna var að fmna bæði húmor og harm. Fyrri hluti tónleikanna var helgaður verkum frá 17. öld og segir það kannski eitthvað um efnisvalið að helming- ur þeirra er eftir óþekktan höfund. Þó að tónskáld í virtum stöðum hafi á þessum tima verið farin að merkja verk sín rækilega þá var tónlist enn samin eins og til almenningseignar. Hugmyndin um höfúnd- arrétt var í burðarliðnum. Hin nafnlausu 17. aldar tónskáld skrifuðu því á stundum fyrir ögn lægra sett fólk eða voru farandtónlistarfólk milli hirða. Kannski voru þetta bara konur! 18. aldar tónskáldin sem áttu verkin á síðari hluta tónleikanna höfðu hins vegar ekki gleymt að merkja þau, nafnkunn tónskáld öH, s.s. Mozart, Femando Sor og svo Mauro nokkur Giuliani. I verkum þeirra lék Snorri Öm á gítar en teorban hafði ráðið ríkjum í fymi hlutanum, stór lúta sem notuð var til undir- leiks frá miðri 16. öld. Marta og Snorri náðu að skapa einstaklega skemmtilega stemningu. Þó teorban hafi verið óþekk við Snorra í einleiksverkinu sem hann flutti fyrir hlé þá var tónn hennar almennt mjög fallegur og flutning- urinn öraggur. Hljómurinn var henni þó ekki alveg nógu hliðhollur því altari Háteigskirkju virðist taka dálitið til sín, einkum af tónum á lægra tónsviði. Gít- arleikurinn eftir hlé hljómaði skýrar og barst betur. Einleiksverkið eftir Sor, tilbrigði við Malborough eða Malbrouck-stefið sem við þekkjum við textann „For he’s a jolly good fellow" var einkennilega innihalds- laus tónsmíð en gerir tæknilegar kröfur. Sennilega eitthvað sem gítarsnillingurinn notaði á ferðum sin- um um alla Evrópu. Auðvitað stórsnjallt að gera til- brigði við eitthvað sem allir þekkja en pínulítið þreytt í dag. Marta Guðrún hefúr lengi unnið á sérstakan hátt með rödd sína og hefur sennilega aldrei verið betri. Tónninn er hreinn, beinn og bjarthljómandi. Og nú er komið að stjörnugjöfinni. Þegar saman fer frábær söngur, jafn frábær hljóðfæraleikur og ekki bara hugvitsamleg heldur hrífandi tónsmíð þá er hægt að tala um að hápunkti hafi verið náð. Af þessum á þriðja tug verka sem flutt voru þetta kvöld þá báru tvö af. 0 mia Filli gradita eftir óþekktan höfúnd er mis- kunnarbæn, tær og hrein tjáning í mónðdískum stíl og flutningurinn ótrúlegur. Hitt var fyrsta Ijóðið af fimm eftir Giuliani, Abschied eða Kveðja, aftur í frá- bærum flutningi. í heildina var þetta fádæma notaleg stund, sérstæð og hrífandi. Sigfríður Bjömsdóttir Marta G. Halldórsdóttir og Snorri Orn Snorrason Flutningur þeirra á ástartjóöum frá 17. og 18. öld var sérstæöur og hrífandi. Holl áminning Tónlist Hrólfur Sæmundsson söngvari Tónleikarnir voru svo léttir og skemmtilegir að maöur steingleymdi ósigrinum í Svíþjóö. Ungur barítonsöngvari, Hrólfur Sæmundsson, hélt tónleika ásamt Richard Simm píanóleikara í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Á efnis- skránni voru lög sem sjaldheyrð era hérlendis, þar á meðal aría Ramiros úr óperunni L’heure Espagnole eftir Ravel og ýmis íslensk lög. Eitt at- hyglisverðasta atriði tónleikanna var lagaflokkur- inn Of Love and Death eftir Jón Þórarinsson við ljóð eftir Christinu G. Rosetti, sérlega hrífandi tónsmíð- ar með mögnuðum laglínum og hugvitsamlegum pí- anóleik sem skapar angurværa stemningu á mörk- um hins napurlega. Fyrsta atriðið á dagskránni var Áchzen und erbármlich Weinen úr þrettándu kantötu Jóhanns Sebastians Bach. Söngvarinn tilkynnti að þessi aría, sem er áminning um’að fást ekki um fallvaltleika heimsins heldur horfa til æðri gilda, væri við hæfi eftir vonbrigðin úr handboltanum. Setti það tóninn fyrir tónleikana sem vora yfirleitt svo léttir og skemmtilegir að maður steingleymdi ósigrinum í Sviþjóð. Túlkun Hrólfs var tilþrifamikil og oft krydduð alls konar ærslum, sérstaklega vora fimm „ljóðakorn" Atla Heimis Sveinssonar glæsilega flutt og lög Griegs opus 25 við ljóð Ibsens skáldleg og til- fmningarík. Aría Ravels var einnig fallega sungin. Helsti veikleiki Hrólfs er hve hrá rödd hans er ennþá, og er auðheyrt að hann á ýmislegt eftir ólært. Röddin er ójöfn, sérstaklega era efstu tónamir hljómlausir og suðandi, og textaframburður var ekki alltaf nægilega skýr á tónleikunum. Ennfremur háði taugaóstyrkur söngvaranum en það ætti að lag- ast með aukinni reynslu. Þetta er efnilegur listamað- ur sem getur náð langt með meiri þjálfun og námi. Richard Simm lék svo vel að unaður var á að hlýða. Hann náði silkimjúkum hljómi úr flyglinum og var leikur hans ávallt öruggur, nákvæmur og vandaður. Píanóparturinn í aríu Leporellos úr Don Giovanni eftir Mozart var sérlega áferðarfallegur og glansandi og hinar hröðu endurteknu nótur í Largo al factotum svo áreynslulaust spilaðar að píanóleik- arar í salnum hljóta að hafa fyllst öfund! Simm hef- ur verið minna áberandi sem meðleikari á tónleik- um íslenskra stórsöngvara en margir aðrir, og er svo sannarlega kominn tími til að það breytist. Ef einhver ætti að vera þar i fararbroddi, þá er það harrn. Jónas Sen ________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Tilnefndir lesa Fjórir rithöf- undar sem til- nefndir era til Bókmenntaverð- launa Norður- landaráðs lesa upp í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Þetta era Kari Aron- puro (á mynd), rúmlega sextugt margverðlaunað finnskt ljóðskáld sem les úr ljóða- bókinni Pomo:n lumo, Mikael Torfason, tæplega þritugur íslending- ur, les úr skáldsög- unni Heimsins heimskasti pabbi, Eva Runefelt (á mynd), tæplega fimm- tug sænsk skáldkona, les úr ljóðabók- inni I djuret og Ole Komeliussen, hálfsextugur grænlenskur rithöfund- ur, les úr skáldsögunni Saltstotten. Verðlaunanefnd Norðurlandaráðs þingar á Islandi að þessu sinni og verð- ur tilkynnt á mánudaginn hver hlýtur hin eftirsóttu verðlaun. Á sunnudag- inn kl. 14 hefst I Norræna húsinu dag- skrá þar sem nefndarmenn allra land- anna segja frá stefhum og straumum í bókmenntum þjóða sinna. Böm og trú Skálholtsútgáf- an hefur gefið út nýja bók eftir sr. Sigurð Pálsson sem ber heitið Böm og trú - af sjónarhóli sálar- fræði, uppeldis- fræði og guðfræði. Þessi bók er hin fyrsta sinnar tegundar á íslensku. í bókinni er viðfangsefnið skoðað frá ólíkum sjónarhomum en alltaf út frá þeirri sannfæringu að í uppeldi sé ekkert til sem heitir hlutleysi, ekki heldur í trúarlegum efnum. Uppaland- inn er í öllum tilvikum áhrifavaldur. Rætt er um tengsl mannskilnings og uppeldis, spurt hvers eðlis trúhneigðin sé og ræddar kenningar sálfræðinga um rætur guðsmyndarinnar og um trúarþroska. Höfundur íhugar tengsl trúar og siðgæðis og segir frá kenning- um um siðgæðisþroska og siðgæðis- uppeldi. Ennfremur er rætt allítarlega um trúarlegt uppeldi og trúfræðslu á heimilum og í kirkjum og hlutverk leikskóla og grunnskóla í trúarlegu uppeldi og fræðslu. Þá er sérstakur kafli um guðlaust uppeldi. Bókin hentar vel sem kennslubók handa kennaranemum og nemendum í guðfræði og uppeldisgreinum í fram- halds- og háskólum, en einnig gagnast hún foreldrum og öllum sem annast um böm. Sr. Sigurður hefur einnig skrifað bækumar Böm og sorg og Böm og bænir og samið námsefni í kristnum fræðum. Hann er sóknar- prestur við Hallgrimskirkju í Reykja- vík. Sæmdarmenn Hugvísinda- stofhun Háskóla íslands hefur gefið út bókina Sæmd- armenn - Um heiður á þjóðveld- isöld. Greinarhöf- undar era Gunnar Karlsson, Helgi Þorláksson, Sól- borg Una Pálsdótt- ir, Sverrir Jakobsson og Torfi H. Tul- inius. Skilningur á hugmyndinni um heið- ur í íslenska þjóðveldinu (930-1262) hefur verið að breytast á síðustu árum. Hetjur íslendingasagna töldu skammarlegt að flýja, jafhvel þótt við ofurefli væri að etja; heiður þeirra bauð þeim að verja sig. Þetta virðist mörgum beinlínis óskynsamlegt: Hvers vegna þessi áhersla á heiður undir slíkum kringumstæðum? Oftast hefur þetta verið skýrt með því að heiður hafi verið tilfmningalegt og ein- staklingsbundið ástand, en í bókinni er hafl að leiðarljósi að heiður átti fé- lagslegar rætur og hafði félagslega merkingu en var ekki aðeins missterk tilfinning eða flögrandi hugmynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.