Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 2002 Viðskipti_________________________________________________________________________________________________________X>V Umsjón: Vidskiptablaðið Samherji: Hagnaður tvofalt meiri en vænt ingar fjármálafyrirtækjanna Afkoma Samherja I fyrra varð tvöfalt betri en spár fjármálafyrir- tækjanna hljóðuðu upp á en sam- kvæmt óendurskoðuðu uppgjöri skilaði félagið 1279 milljóna króna hagnaði eftir skatta. Spár fjár- málafyrirtækjanna höfðu hljóðað upp á 688 milljónir króna að með- altali. Þorsetinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði í samtali við Viðskiptablaðið, sem kom út í gær, aö helsta ástæðan fyrir þess- um góða hagnaði hafi verið sú að allur rekstur samstæðunnar hafi gengið mjög vel og allar einingar staðið sig vel. „Við vorum lánsam- ir og það kom í rauninni ekkert neikvætt upp á í rekstrinum. Gengi krónunnar var okkur Skýrr tekur við tölvukerfi Pennans Penninn og Skýrr hafa gert með sér samning um rekstur tölvukerfa Pennans. Samkvæmt samningnum tekur Skýrr alla netþjóna Pennans í hýsingu og mun annast rekstur þeirra ásamt vöktun á víðneti og af- leysingar í notendaþjónustu. Penn- inn mun hafa aðgang að viðbragðs- þjónustu og þjónustuborði Skýrr all- an sólarhringinn sjö daga vikunnar. Penninn, sem fagnar 70 ára rekstr- arafmæli í ár, rekur verslanir, vöru- hús og skrifstofur á tíu stöðum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur á Akureyri. Þessar starfsstöðvar eru tengdar miðlægu tölvukerfi Penn- ans sem byggist á Navision Financi- als og fleiri kerfum. Auk þess að reka miðlægan tölvubúnað Pennans mun Skýrr vakta allt víðnet Penn- ans. Allar tengingar og búnaður sem verslanir Pennans nota til þess að sinna daglegri starfsemi verður undir ítarlegri vélrænni vöktun og eftirliti og brugðist verður við frá- vikum samkvæmt viðbragðsáætlun sem fyrirtækin koma sér saman um. Samningurinn tekur gildi 1. apríl næstkomandi og verður tím- inn þangað til notaður til undirbún- ings á flutningi tölvukerfis Pennans í vélasal Skýrr. UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðar verða boðn- ar upp við iögregtustöðina á Húsavík, fimmtudaginn 14. febr- úar 2002 kl. 14.00: PG-292 UG-500 Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Efri-Rot, V-Eyjafjallahreppi, eig. Sig- urjón Eyþór Einarsson, gerðarbeið- endur Landsbanki íslands hf., höf- uðst., Lánasjóður landbúnaðarins og Sýslumaðurinn á HvolsveUi, mánudag- inn 11. febrúar 2002 kl. 11.00. Geitasandur 8, Hellu, þingl. eig. Sig- urður K. Sveinbjörnsson, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. febrúar 2002 kl. 15.00. Hraunalda 1, Hellu, þingl. eig. Her- mann Ingason, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, mánudaginn 11. febrúar 2002 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN Á HVOLSVELLI einnig mjög hagstætt síðustu vik- urnar á árinu,“ sagði Þorsteinn Már. Aðspurður hvort ekki hefði ver- ið rétt að gefa út afkomuviðvörun vegna þess hve hagnaður fyrirtæk- Pólsk yfirvöld hafa lagt á tíma- bundið bann við innflutningi á öllu fiskimjöli i kjölfar þess að leifar af sýklalyfi, sem getur verið skaðlegt fólki, fannst nýlega í fóðri í Þýska- landi. Fóðrið hafði m.a. verið unnið úr fiskimjöli. Fram kemur á vefsíðu Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins að fyrir nokkru hafi komið í ljós að sýklalyfið chloramphenicol var að finna í fóðri sem flutt hafði verið frá Hollandi til nokkurra landa, þ.á m. Þýskalands. Var efnið rakið til rækju sem flutt hafði verið til Hollands frá Asiu, en hafði endað Seölabankinn segir að verðlagn- ing innfluttrar matvöru hafi þróast eðlilega á tímabilinu frá byrjun árs 1997 til dagsins í dag. Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórð- ungsriti bankans, sem kom út á föstudaginn. Bankinn hefur stað- fest með tölfræðiprófunum að leitni i erlendu verði og verði inn- fluttrar matvöru í erlendri mynt sé mjög svipuð. Mikil umræða hefur verið um hvort heildsalar og smá- salar hafi hagnast óeðlilega á geng- isbreytingum krónunnar á síðustu árum og ætti þessi niðurstaða bankans að vera vatn á myllu þeirra. Bankinn bendir þó á að verð innfluttu matvörunnar, reiknað í Greining íslandsbanka spáir því að verðbólgan yfir þetta ár verði 2,9%, eða tæplega þriðjungur þess sem hún var á síðasta ári. í Mark- aðsyfirliti Greiningar ÍSB segir að hjöðnun framleiðsluspennunnar og stööugri króna eigi þar stærstan hlut að máli. Þetta er minni verð- bólga en Greining spáði í janúar síð- astliðnum og er meginástæðan sú að nú er þess vænst að krónan haldi betur verðgildi sínu á árinu. „Við birtingu vísitölu neyslu- verðs í janúar jukust líkur á því að verðlag yröi yfir verölagsviðmiði kjarasamninga í maí næstkomandi isins var langt yfir spám fjármála- fyrirtækjanna sagði hann að fyrir- tækið hefði gefið út spá um hagn- að án afskrifta og fjármagnskostn- aðar og veltufé frá rekstri I lok nóvember sem hefði verið sem hluti af fiskúrgangi sem unn- inn var í fóðurverksmiðju í Þýska- landi. Þaðan var fóðri síðan dreift til ýmissa fóðurframleiðenda, bæði innan og utan Þýskalands. Þá hefur einnig komið í ljós að vegna mis- taka á rannsóknastofu í Hollandi var útflutningur á kálfakjöti, sem innihélt chloramphenicol, leyfður til Þýskalands, Frakklands og Aust- urríkis. Hafa hollensk yfirvöld þeg- ar beðist afsökunar á þessum mis- tökum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengjast en það er þó talið ólík- legt. Chloramphenicol er sýklalyf sem segir Seölabankinn erlendum gjaldmiðlum, sveiflist hins vegar mun meira en verðið erlendis. Bankinn segir að þessar sveiflur tengist að verulegu leyti tímatöfum í áhrifum gengisbreyt- inga á verð í íslenskum krónum. Þegar gengi krónunnar hækkaði á árinu 1999 og fram undir vor 2000 og að kjarasamningsbundnar hækk- anir yrðu meiri en núverandi samn- ingar kveða á um. Þessar auknu lík- ur ásamt væntingum um að verð- hækkanir á innflutningi verði meiri á næsta ári en þessu gera það að verkum að Greining ÍSB telur að verðbólgan fyrir næsta ár verði 2,8% og meiri en áður var spáð. Rætist spáin mun Seðlabankinn ekki ná verðbólgumarkmiði sínu á næsta ári,“ segir i Markaðsyfirliti Greiningar. Jafnframt segir að lengra virðist vera í næstu vaxtalækkun Seðla- banka Islands en Greining ÍSB hafi nokkurn veginn 1 samræmi við niðurstöðu ársins. „Við vorum að spá hagnaði fyrir afskriftir og fjár- magnsliði í kringum 3300 til 3400 milljónir sem er í góðu samræmi við niðurstöðutöluna." Samkvæmt bráðabirgðauppgjör- inu nema rekstrartekjur móðurfé- lagsins 12.755 milljónum króna og hagnaður án afskrifta og fjár- magnskostnaðar er 3.463 miiljónir króna. Fjármagnsliðir eru nei- kvæðir um 1.159 milljónir króna og afskriftir nema 984 milljónum króna. Veltufé frá rekstri er skv. uppgjörinu 3.023 milljónir króna. Ekki liggja fyrir áætluð áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga en í níu mánaða uppgjöri voru þau nei- kvæð um 167 milljónir króna, seg- ir í fréttinni. Fram kemur að end- urskoðað uppgjör félagsins verður birt í byrjun mars og að aðalfund- ur félagsins verður haldinn 11. apríl nk. er m.a. notað við alvarlegum sjúk- dómum, s.s. miltisbrandi og tauga- veiki, en einnig gegn matarsýking- um af völdum shigella-bakteríunn- ar. Talsmenn FAO hafa ítrekað að notkun lyfsins sé stranglega bönnuð í matvælaframleiðslu og hafa hvatt þjóðir til að koma i veg fyrir notk- unina. Haft var eftir starfsmanni FAO í Asíu að vitað væri að sumir rækjuframleiðendur í álfunni not- uðu lyfið til að halda skaðlegum umhverfisbakteríum í skefjum en taldi þó að notkun þess væri ekki al- geng. fylgdi krónuverðið ekki eftir og verð til neytenda reiknað í er- lendri mynt hækkaði. Þessi þróun snerist við þegar gengi krónunnar tók að lækka. Þá fylgdi hækkun innlendrar matvöru í krónum ekki fyllilega eftir gengishækkun er- lendra gjaldmiðla. Upp úr miðju ári í fyrra tók hins vegar verð mælt í erlendum gjaldmiðlum að hækka á sama tima og gengi krón- unnar hélt áfram að lækka, þ.e.a.s. verð í krónum hækkaði meira en sem nam gengishækkun erlendra gjaldmiöla. Mikil hækkun varð á verði inn- fluttrar matvöru í janúar sem ætla má að stafi af síðbúnum gengisá- hrifum. reiknað með. Til skemmri tíma séu aðgerðir bankans undir áhrifum af verðlagsviðmiði kjarasamninga og ljóst megi vera af orðum hans að bankinn vilji ekkert aðhafast sem geti grafið undan gengi krónunnar og þar með kjarasamningum. „Greining ÍSB er þó enn þeirrar skoðunar að bankinn muni lækka stýrivexti sína um 200 punkta yfir þetta ár. Bankinn muni vilja sjá skýr merki þess að úr verðbólgu sé að draga og í því ljósi kann að vera að bíða þurfi fram til loka fyrsta árs- fjórðungs eftir næstu vaxtalækkun bankans," segir í Markaðsyfirlitinu. HEILDARVIÐSKIPTI 3.354 m.kr. - Hlutabréf 1.469 m.kr. - Húsbréf 1.221. m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Delta 240 m.kr. © Pharmaco 226 m.kr. © SH 225 m.kr. MESTA HÆKKUN © Samherji 6,5% © Þorm. rammi-Sæberg 4,3% © Grandi 2,9% MESTA LÆKKUN ©SH 1,6% © Össur 1,0% © Delta 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.271 stig - Breyting © +0,69% Einkavæðingarnefnd: Segist ekki hafa slitið viðræðum við TDC í hádegis- fréttum RÚV í gær var þvi haldið fram að slitnað hefði upp úr viðræðum fram- kvæmda- nefndarinn- ar um einka- væðingu við TDC um kaup á 25% hlut í Lands- síma íslands hf. Einka- væðingarnefnd hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þessu er neit- að. í tilkynningunni kemur fram að PricewaterhouseCoopers, f.h. framkvæmdanefndar um einka- væðingu, sendi TDC bréf í gær þar sem fyrirtækinu var greint frá að á næsta viðræðufundi yrði farið yfir niðurstöðu ársreiknings 2001 og endurskoðaða rekstraráætlun 2002 en hvort tveggja verður tilbú- ið íljótlega. Jafnframt var TDC greint frá því að framkvæmda- nefnd um einkavæðingu áskildi sér rétt til að eiga viðræður við aðra aðila sem sýnt hafa sölunni áhuga að undanförnu. „Þvi er rangt að viðræðum við TDC hafi verið slitið af hálfu nefndarinnar. Þá er það miður að TDC virðist að undanfomu kjósa að bera nefnd- inni skilaboð í gegnum fjölmiðla. Nefndin mun á fundi síðar í vik- unni taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir í tilkynningu fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu. Fjársvik hjjá stærsta banka írlands Stærsti banki Irlands, AIB, tilkynnti í gærmorgun að grunur léki á að gjald- eyrismiðlari í útibúi bankans í Baltimore í Bandaríkjunum hefði stundað ólögleg viðskipti er kynnu að kosta bankann 750 milljónir banda- ríkjadala. Þetta kom fram i Morgun- punktum Kaupþings í gær. Tapið varð af röð heimildarlausra viðskipta með stóra gjaldeyrissamninga. Stjórnendur útibúsins hafa beðið alrikislögregluna bandarísku aðstoðar við rannsókn málsins, en gjaldeyrismiðlarinn hefur ekki mætt til starfa undanfarna daga sem kemur kannski ekki á óvart. Hlutabréf í AIB lækkuðu um 20% í við- skiptum í gæmorgun. 07. 02. 2002 kl. 9 KAUP SALA H-til Dollar 101,860 102,380 gálí Pund 143,920 144,650 í8*8 Kan. dollar 63,360 63,760 : 55 Dönsk kr. 11,9150 11,9810 EB Norsk kr 11,3320 11,3950 55 Sœnsk kr. 9,5980 9,6510 3 Sviss. franki 60,1600 60,4900 11 ♦ 1 Jap. yen 0,7614 0,7659 iÉ ECU 88,4529 88,9844 SDR 126,5700 127,3300 Pólland bannar fiskimjölsinnflutning Eðlileg þróun á matvöruverði íslandsbanki: Spáir 2,9% verðbólgu á árinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.