Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 20
32 ________________________FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 Tilvera i>v Elvissdóttir lét kærastann róa Stórleikar- inn Nicolas I Cage ku vera \ alveg í rusli I eftir að | kærasta hans, í Elvissdóttirin Lisa Marie ; Presley, gag } honum reisupassann á } dögunum. Og svona eins og } til að nudda , salti í sárið tók j Lisa saman við j gamla kærastann sinn John Osza- , jca. Nicolas og Lisa voru búin að } vera saman í níu mánuði og margir : voru famir að tala um að trúlofun ; væri á næsta leiti. „Hann hélt að allt væri í himna- ; lagi með sambandið og filaði það í ; botn. Hann varð því þrumu lostinn : þegar hún tilkynnti honum að hún ; vildi ekki vera með honum lengur,“ ! segir náinn vinur Nicolas. Að sjálfsögðu ætla þau Nikki og Lisa að vera áfram vinir, eins og það heitir svo fallega á svona stund- um. Hins vegar er óhætt að veðja að þau muni seint sjást saman sötra bolla af ilmandi kaffi. DV-MYNDIR EINAR J Borgarstjórahjónin Borgarstjórahjónin, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Hjörleifur Sveinbjörnsson, virtust ánægö meö það sem liöiö var af leikritinu. Búa saman og vinna saman Guöjón Pedersen, húsráöandi í Borgarleikhúsinu, er ómissandi á frumsýningum. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Katrínu Hail listdansstjóra, en /s- lenski dansflokkurinn deiiir einmitt húsnæöi meö Leikfélagi Reykjavíkur. Sposkir á svip Kristján Þórður Hrafnsson skáld á heiöurinn af því aö hafa komiö Gestinum yfir á kjarnyrta íslensku. Hér er hann ásamt höfundi verksins, Erich- Emmanuet Schmitt. Gestagangur í Borgarleikhúsinu Það var heldur betur gestkvæmt í Borgarleikhúsinu í gær þegar leik- hópurinn Þíbylja frumsýndi þar leik- ritið Gestinn eftir franska leikskáldið Góöir gestir Meðal góöra gesta á frumsýningu Gestsins var forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem hér ræöir viö leikskáldiö sjátft, Erich-Emmanuel Schmitt. og heimspekinginn Erich-Emmanuel Schmitt. Var Schmitt sjálfur heiðurs- gestur sýningarinnar en aðrir góðir gestir komu einkum úr röðum is- lenskra góðborgara og menningarvita eins og titt er á samkomum sem þess- um. Ljósmyndari DV heimsótti Borg- arleikhúsið í hléi og smellti nokkrum myndum af prúðbúnum frumsýning- argestum. Sívinsælir Spaöar Hér má sjá hljómsveitina Spaöa sem komin er meö heilmikiö af nýju efni, m.a. lagiö Obb bobb bobb þar sem Ijóömæianda mælist ekki ósvipaö Guöna Ágústssyni. S Arlegur dans- leikur Spaðanna fram undan - kaupakonan hans Gísla í Gröf segir sjálf frá sínum málum „Jú, við höfum verið að æfa óvenjumikið upp á síðkastið - svona miðað við Spaðana," sagði Sigurður Valgeirsson, trommuleikari hljóm- sveitarinnar Spaðanna, sem um helgina mun halda sinn árlega dans- leik, að þessu sinni í Þjóðleikhús- kjallaranum. Sigurður segir að hljómsveitin sé nú með talsvert af nýju efni sem sé að mestu, frum- samið. Spöðum hefur tekist að starfa undir yfirborðinu nánast óuppgötv- aðir í tæp tuttugu ár. Tónlist þeirra hefur ekki breyst mikið allan þenn- an tíma. Blandað er saman frum- sömdum lögum eftir ýmsa liðsmenn sveitarinnar og þjóðlögum ættuðum af Balkanskaga, Bretlandseyjum og jafnvel frá Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Að sögn Sigurðar hefur hljómsveitin nú lokið við að hljóð- rita tvö þessara nýju laga og er ann- að þeirra Reykjavíkurlag og hitt lag- ið „Obb bobb bobb“ þar sem ljóð- mælandi er ekki ósvipuð týpa og Guðni Ágústsson og er textinn nokkuð skondinn, að sögn Sigurðar. Af öðru nýju efni segir Sigurður að nefna megi lagið um Kaupakon- una hans Gísla í Gröf sem sé vissu- lega samið í tilefni af öðru lagi meö sama nafni sem Haukur Morthens flutti á árum áður. Munurinn sé hins vegar sá að í Spaðalaginu sé það kaupakonan sjálf sem segir sög- una en ekki sé eingöngu sagt frá henni í laginu. Um lagið sjálft segir Sigurður aðspurður að það sé ekki það sama og sungið var forðum en nokkur stæling á því hvað varðar takt og hljómfall. „Það er því óhætt að segja að það hafi orðið nokkur endunýjun á efnisskránni frá því síðast," segir Sigurður Valgeirsson. Þótt Spaðar hafi aldrei orðið frægastir í hópi íslenskra hljóm- sveita hafa þeir gjaman getað státað af þvi að vera ein mannflesta hljóm- sveitin og hafa á að skipa þjóðþekkt- um mönnum þó af öðrum vettvangi sé en tónlistinni. Um þessar mund- ir eru Spaðarnir átta. Aðalgeir Ara- son leikur á mandólín, Guðmundur Andri Thorsson syngur, Guðmund- ur Ingólfsson spilar á kontrabassa, Guðmundur Pálsson leikur á fiðlu, Gunnar Helgi Kristinsson á harm- oníku, Hjörtur Hjartarson spilar á rafmagnsgítar, klarínettu og þver- flautu, Magnús Haraldsson á kassagítar og Sigurður G. Valgeirs- son spilar á trommur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.