Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 25
37 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 33V Tilvera Bíógagnrýní Aðgát skal höfð í nærveru sálar Regnboginn - La pianiste: ýir ★ ★ Sif Gunnarsdöttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. nærri fimm ára dvöl á íslandi en Smári kveðst enn vera á byrjunar- reit í rússneskunni. „Það er sami glundroðinn sem ríkir í þessu og öðru. Hluti námsins getur falist í vídeóglápi, tónlistarhlustun og svo daglegum samræðum. Ekki má heldur gleyma bóka- og blaða- lestri og upplýsingar um heims- málin og menninguna fáum við í gegnum Netið, eins oft og við vilj- um,“ segir hann. „Mikilvægast er þó að við höfum tíma hvort fyrir annað, eflaust mun meiri en ef við stunduðum venjulega daglauna- vinnu,“ bætir Nína við. Tvisvar í viku kemur póstbátur- inn til Æðeyjar ef veður leyfir og færir þeim Smára og Nínu allt sem þau vanhagar um, að þeirra sögn. „ísfirðingar þjónusta okkur vel, bæði fyrirtæki og vinir og vandamenn sem við eigum i landi,“ segir Smári. Milli Æðeyjar og ísafjarðar er 40 til 70 mínútna sigling, eftir veðri og því hvort báturinn kemur við í Vigur sem póstbáturinn þjónustar líka. Stundinn fá þau hjón til sín gesti sem stoppa þá ýmist hálfa eða eina viku en sjálf segjast þau helst ekki fara nema tvisvar á ári á milli, út í Æðey á haustin og svo til ísafjarðar á vorin. „Við höfum skroppið svona fjórum til fimm sinnum upp á land þessa fjóra vet- ur sem við höfum dvalið hér. Þær ferðir tengjast alþingiskosningum, menningarviðburðum og Rúss- landsferð," segir Smári brosandi. Frelsiö það besta Áður en þau hjón eru kvödd eru þau krafin sagna um hvað þeim þyki best við Æðey og hvað verst? „Byrjum á vondu fréttunum," seg- ir Nína. „Norðaustanáttin með frosti á of greiða leið til okkar í 130 ára gamalt timburhúsið." „Svo þykja okkur hundarnir leiðinlegir og það eru hross i eyjunni, einum fárra staða hér á landi sem gæti svo auðveldlega verið laus við þann ófögnuð," heldur Smári áfram upptalningimni. Þá eru það kostimir: „Það besta er frelsið til að láta eins og maður vill, hvenær sem maður vill, án þess að þurfa að taka tillit til annars fólks en hvort annars,“ segir Nína. „Já, og að þurfa ekki að eiga og reka bíl,“ bætir Smári við. „Svo er það allt plássið sem við höfum og tíminn sem við höfum." -Gun. röndina kvíðum við fyrir vorinu, því þá fer að vera minna pláss fyr- ir sálina!" Þau hjón eru samt ekki eina lífsmarkið í Æðey yfir veturinn því þar er heilmikið skepnuhald. Tugur af hundum, rúmlega annað eins af hrossum, fimm nautgripir og rúmir fjórir tugir sauðfjár. „Við höfum stundum líkt bú- skapnum héma við Húsdýragarð- inn. Við önnumst um þessi dýr fyrir Æðeyjarbóndann og njótum góðs af þeim,“ segir Smári. Sjálf eiga þau hjón svo 17 hænsn, gæf og falleg, sem skipta um húsbænd- ur á sumrin. Atvinna, frítími og nám I einum graut Veðurathuganirnar eru annað aðalstarf þeirra Smára og Nínu. Þau senda Veðurstofu Islands skýrslu fimm sinnum á dag en segja stöðina í Æðey vera þægi- lega, með fríi frá kl. sex á kvöldin til sex á morgnana. Fleira hafa þau að sýsla. Til dæmis sjá þau um að halda norðurljósaathugun- arvél gangandi og einnig fylgjast þau með vitanum á eyjunni. En er eitthvað eftir af deginum, þegar skyldustörfunum er lokið? „Já, sem betur fer því við höfum meira en nóg við allan safarika frítíma lífsins að gera,“ segir Nína hlæj- andi. „Hjá okkur flækjast atvinna, frítími og nám saman í einn hrærigraut sem ógjömingur er að ílokka nákvæmlega í sundur.“ Stemning Veturinn er meöal annars notaöur til listsköpunar. Bæði eru þau menntaðir mynd- listarmenn og taka árlega þátt í þremur til fjórum myndlistarsýn- ingum, eða halda þær sjálf. Því breytist risastórt íbúðarhúsið í Æðey í vinnustofur myndlistar- manna yfir veturinn. „Þetta eru auðvitað alger forréttindi," segir Smári. „Það er eins með listina og annað hjá okkur, það eru engin skýr mörk. Við leyfum okkur þann munað að fást við það sem hugurinn girnist í það og það skiptið. Fyrir vikið fær skapnað- urinn stundum á sig nokkuð létt- úðlegan blæ!“ Hann nefnir sem dæmi tölvuteiknimyndir, teikni- myndasögur, uppköst að litlum sögum eða hugmyndir að útliti á mannvirkjum og landslagi. „Þetta eru alls kyns ánægjulegar at- hafnir sem við lítum ekki á sem óþörf hliðar- spor,“ segir hann og bætir við: „Auk þess málum við slatta af litl- um fallegum myndum sem seljast." Fimm ferðir í land á fjórum vetrum Smári er ís- ienskur og Nína rússnesk. Þau segja mikinn tíma fara í að læra móðurmál hvort annars. Þar er Nína vel á veg komin, eftir Rútan í laugunum Þarna selja Smári og Nína helstu nauösynjavörur feröalangsins. Erika Kohut (Isabella Huppert) er píanókennari við tónlistarskólann í Vín. Hún er eftirsóttur kennari þó að hún sé ekki vel liðin vegna þess hve’rsu hörð hún er og hve óbilgjarn- ar og miklar væntingar hún gerir til nemenda sinna. Ekkert væl, engar til- fmningar nema í gegnum tónlistina á réttum stöðum. Hún krefst fullkomn- unar og virðist eiga innistæðu fyrir þeirri kröfu í krafti eigin verðleika. Mjög snemma í myndinni skynjum við þó að ekki er allt með felldu. Erika býr enn þá með móður sinni (Annie Girardot) og þær eru sjúklega háðar hvor annarri. Smám saman sjáum við að það er fleira en einkennilegt sam- band við móður sem pínir Eriku, inn- an í henni eru djöílar sem fá hana til að gera skelfilega hluti við sjáifa sig og þrá jafnvel enn verri meðferð frá hinu kyninu. Erika er bæld og kyn- hvöt hennar er tengd misþyrmingum, ótta og niðurlægingu. Framan af sér hún um að fullnægja þessum hvötum sjálf en þegar ungur og frakkur nem- andi hennar, Walter Klemmer, (Ben- oit Magimel) fer á fjörurnar við hana notar hún hann til að fá það sem hún a.m.k. heldur að hún vilji. Konan sem kúgar nemendur í skólastofunni þarf að láta kúga sig í svefnherberginu. Það er aldrei útskýrt hvað það er sem hefur gert hana eins bælda og hún er. Framarlega er sambandið við móðurina sem hefur pínt hana áfram í tónlistarnámi, en til einskis vegna þess að hún hefur aldrei orðið konsertpíanisti, eins og vonir stóðu til, heldur aðeins kennari sem pínir nemendur sína áfram af sama kappi. Undir niðri leynist svo grunur um að jafnvel enn skuggalegri hlutir leynist í barnæsku hennar sem hafa tvístrað sjálfsmynd hennar. Haneke leikstýrir þessu af næstum óþolandi nákvæmni og alveg tilfinn- ingalaust. Hann bara sýnir okkur þessa konu, þetta líf án þess að fegra neitt eða gefa okkur færi á að fmna til samúðar, hvorki með Eriku sjálfri né nemandanum sem hún „tælir". Fyrri hluti myndarinnar, þar sem við kynn- umst Eriku og hennar innri manni smám saman, er svo skelfilega áhrifa- mikill að mann hálfpartinn langar til að hlaupa út en á hinn bóginn er ómögulegt að rífa sig frá þessu ógæfu- sama fólki. Seinni hlutinn, þar sem Klemmer lætur undan masókískum draumum Eriku, eru verr undir- byggðir og jaðra við að vera ótrúverð- ugir vegna of skyndilegrar persónu- leikabreytingar unga mannsins. Isabella Huppert er ógnvænlega góð í hlutverki Eriku. Hún er með andlit sem getur tjáð allan tilfinningaskal- ann nánast algjörlega svipbrigðalaust. Það er ekki skrýtið að hún skyldi vinna til verðlauna í Cannes. Móðir hennar er líka snilldarlega vel leikin af Annie Girardot og samband þeirra mæðgna það eftirminnilegasta í myndinni. Það er erfiðara fyrir Benoit Magimel að skína þar sem hlutverk hans er ekki nærri því eins heilsteypt frá hendi Haneke. Yfir nótt breytist hann úr efnilegum Schönberg- túlkanda í konuberjara. La Pianiste er ögrandi mynd um sjálfstortímingu og er borin fram á svo vægðarlausan hátt að áhorfendur voru hálflamaðir á eftir. Undir öllu hljómar svo dásamleg tónlist þeirra Schubert, Schumanns og Bach. Ekki fyrir viðkvæmar sálir en hinum gleymist hún seint. Leikstjóri: Michael Haneke. Handrit: Michael Haneke byggt á skáldsögunni Die Klavierspielerin eftir Elfriede Jelinek. Kvikmyndataka: Christian Berger. Aðal- hiutverk: Isabella Huppert, Benoit Magi- mel, Annie Girardot o.fl. Katazeta leggst í fyrirsætustörf Stjörnuleikkonan Catherine Zeta v. Jones og Douglas hefur skrifað undir fjögurra ára samning við snyrtivöru- fyrirtækið Elizabeth Arden um að kynna framleiöslu þess. „Catherine Zeta Jones er ímynd Elizabeth Arden holdi klædd. Still hennar er persónulegur og hún er bæði glæsileg og fáguð,“ segir Ron Rolleston, aðstoðarforstjóri snyrti- vörurisans. Katazeta er afskaplega stolt af samningnum sem hún skrifaði undir á dögunum. Ekkert hefur þó verið látið uppi um hversu mikið hún fær fyrir sinn snúð. „Ég hef lesið mikið um Elizabeth Arden. Hún hafði skýra framtíðar- sýn,“ segir leikkonan fagra. , Paul í hljómleika- ferð um Bandaríkin Fyrrum bítillinn Paul McCartney hefur ákveðiö að halda í tónleikaferð um Bandaríkin í vor, í fyrsta skipti i nærri tíu ár. Ætlunin er að halda flórtán tónleika og verða þeir fyrstu í Kalíforníu í byrjun apríl en þeir síð- ustu í New York. Paul lofar að sýna allar sínar bestu hliðar á tónleikaferðinni, sem hann kallar Drivin' USA og eru lög af nýjasta diski hans, Driving Rain, uppistaða efnisins, auk þess sem hann mun flytja valið efni frá 40 ára farsæl- um ferli, þar á meðal lög sem hann hefur ekki flutt á tónleikum áður. „Ég hlakka til ferðarinnar,“ sagði Paul sem mætir til leiks með nýja hljóm- sveit. Beyoncé Knowles alveg í rusli Örlagabarnasöngkonan Beyoncé Knowles er í rusli þessa dagana yfir fullyrðingum um að faðir hennar hafl sólundað milljónum dollara frá stúlknasveitinni frá Houston í Texas í kynsvail og eiturlyf. Þannig er að pabbi er líka umboðsmaður stúlkn- anna þriggja. Fyrrum viðskiptafélagi herra Knowles hefur sakað hann um að hafa ^ eytt nærri þremur milljörðum króna af fé stúlknanna á þennan vafasama hátt. Pabbi harðneitar allri sök. Hann viðurkennir hins vegar að hafa um tíma verið háður kynlífl og eitri og að hann hafl verið konu sinni ótrúr. „Beyoncé er í algjöru sjokki. Hún skilur ekki að faðir hennar hafl getað , svikið fjölskyldu sína á þennan hátt,“ segir náinn vinur Beyoncé við viku- blaðið Star.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.