Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 Fréttir I>V Hestamenn í Víðidal eru mjög uggandi vegna göngu- og hjólreiðagatna: Öryggi hundraða íbúa og hestamanna í hættu - göturnar lagðar eins vitlaust og mögulegt er, segir Gísli B. Björnsson Hestamenn í Víðidal eru mjög ugg- andi yfir malbikuðum göngu- og hjól- reiðastígum sem lagðir hafa verið víðs vegar yflr reiðstíga þeirra á svæðum í dalnum, við Rauðavatn og hjá Norðlinga- holti. Menn hafa fallið af baki og slasast, bæði í þessari og síðustu viku, sem talið er augljóst að hafi gerst vegna nýju stíganna og skilrúma í undirgöngum. Hestafólk varaði við slysahættu um leið og það sá með hvaða hætti nýju stigarnir áttu að liggja. „Þetta varðar öryggi hundraða höf- uðborgarbúa,“ segir Hálfdan Örlygs- son hestamaður og bendir á að fólk sé mest uggandi vegna skiptinga - „krossgatnamóta“ - þar sem hestagöt- ur og hinir nýju göngu- og hjólreiða- stígar skerast. „Menn voru búnir að vara við þessu fyrir löngu en það var ekkert leitað álits hjá hestamönnum - þeim sem vita hvemig hestar bregðast við svona umferð en fæstir vita að hross eru hræddari við reiðhjól og bama- vagna en bíla - „skríðandi hljóðið" sem tryllir mjög mörg hross. Þegar hestar kasta fólki af baki taka þeir gjarnan strikið heim í hest- hús. Þá fara þeir til dæmis fyrir horn í göngrnn sem nú em orðin helmingi þrengri en áður og þar gæti barn, hjól- reiðamaður, skokkari eða hestamaður komið á móti og oröið fyrir. Þá mega ný skilti sín lítils sem sett hafa verið upp út af nýju götunum. Hestar lesa ekki mikið á skilti, ekki mér vitandi," segir Hálfdan. „Platvinnubrögö og ruglskiptingaru Gísli B. Bjömsson, sem hefur verið með hesta í Víðidal í áratugi, segir að hann hafi gert athugasemdir við fram- kvæmdir gatnamálastjóra þegar í ágúst. „Það var ekkert hlustað á það sem við hestamenn vorum að segja fyrr en undir árslok og þá með pati með því að búa til ruglskiptingar. Göngu- og hjólreiðagöturnar era lagð- ar eins vitlaust og hægt er að hugsa sér,“ sagði Gísli við DV. Framkvæmdir hófust síðastliðið sumar, sem hestamenn segja skiljan- legt, en þá hafi hestamenn lítið sem ekkert verið á ferli á svæðinu. „Um leið og menn urðu svo varir við í hvað stefndi fóru þeir að gera mjög alvarlegar athugasemdir, meðal annars ég þegar ég kom úr fríi. Þá sá ég allt ruglið,“ segir Gísli. „Ég hafði samband við arkitektinn og skipulags- hönnuðinn en einnig verkfræðing sem bar ábyrgð, eftir því sem mér var DV-MYNDIR E.ÓL. Stórhætta í tvískiptum undirgöngum Fæstirgera sérgrein fyrir að hross eru hræddari við hjól og barnavagna en bíla. Þetta er nú samt raunin. Þegar hestamenn eru svo sjálfir hættir að geta mæst á reiðgötum vegna þrengsla sökum tvískiptra ganga er hættan orðin augljós. Auk þess skapast hætta á að hestar sem hafa fælst komi inn í göng og hlaupi á fóik. Blint horn viö Norðlingabraut Þegar hestamenn koma frá vinstri og hjólreiðamenn eða aðrir úr áttinni handan götunnar sjá vegfarendur ekki hverjir aðra. Auk þess kemur umferð úr tveimur öðrum áttum. Hestamenn eru farnir að kalla þetta „dauðahornið". Hætta á krossgötum skammt frá Bugðu Þegar hestamaðurinn fjær feryfir „stígamótin“ sér hann ekki hjólreiðamann- inn sem kemur frá hægri á myndinni, enda er hann að koma út úr skógi. Hrossið fælist í langflestum slíkra tilfella og mikil hætta skapast. sagt. Mér var svo vísað á einhvern mér augljóst að skilningur hans var Ólaf. Þegar ég ræddi við hann fannst ekki á þá leið að hann vissi um hvað hann væri að tala hvað varðar hesta og hestamenn. Síðast í ágúst var margt fólk búið að gera athugasemdir við fram- kvæmdirnar, m.a. voru bréf skrifuð til borgarinnar. En það virtist ekki vera mögulegt fyrir Fák að fá fund með borgarstjóra. Framkvæmdimar héldu svo áfram, það var ekkert hlust- að á það sem við vorum að segja en svo fóra borgarstarfsmenn að pata - gera einhverjar ruglskiptingar. Eitt dæmið er að á kafla eru hestagötur og göngu- og hjólreiðabrautir látnar krossast þrisvar sinnum," segir Gísli. í einskis þágu Þetta er í algjörri andstöðu við það inntak sem er í aðalskipulaginu. Ef við hestamenn höfum ekki sinnt því á sínum tíma að gera athugasemdir við þetta skipulag þá gerðum við það á meðan framkvæmdir stóðu yfir. Það getur ekki verið rétt að láta vitleys- una ganga áfram. Þetta verður aldrei til friðs fyrr en lögð verða ný göng og gatnaleiðirnar greinilega aðskddar. Ég hef talað við forystumenn hjólreiðamanna. Það er ekki í þeirra þágu eða gangandi fólks að leggja þessar götur með þessum hætti. Borgin hefur því gert þetta í einskis þágu nema í því skyni að spara sér einhverja peninga - tjár- muni sem sparast ekki vegna þess að þetta þarf allt að taka upp aftur og breyta því - fyrir utan hið ómælda fjárhags- og tilfmningatjón sem verð- ur af slysum. -Ótt Sniglarnir efna til umfangsmikillar rannsóknar á mótorhjólaslysum: Lftil reynsla ökumanna hefur mikil áhrif Bifhjólasamtök lýðveldisins, Snigl- ar, hafa í samvinnu við Umferðarráð hrundið af stað stærstu umferðarslysa- rannsókn sem framkvæmd hefur verið á íslandi. Ætlunin er að skoða öll slys yfir heilan áratug, frá 1991-2000, alls rúmlega 700 slys. Að mati Sniglanna hefur ekki verið nóg að gert í rann- sóknum á þessum málum hérlendis. Niðurstöður rannsóknarinnar verða svo notaðar í jákvæðum tilgangi, m.a. til að hrinda af stað umferðarátaki, bæta kennslu o.s.frv. Áætlað er að kynna þær á vorfundi Sniglanna seinnihluta apríl. Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra rannsóknarinnar, voru það fyrst niðurstöður svipaðra rannsókna í Noregi sem hvöttu menn til að skoða sömu hluti hérlendis. „Mótorhjólasamfélagið hefur breyst mikið á síðasta áratug og staðalmynd- in er ekki lengur af tvitugum strák á keppnishjóli heldur frekar eldra fólki, en þar hefur orðið langmesta aukning- in að undanfómu. Fólk sem lærir á mótorhjól í dag er í flestum tilvikum eldra en þritugt, en það er einmitt það sem hefur efni á þvi að eiga og reka mótorhjól," segir Njáll. Niðurstöður norsku rannsóknarinn- ar frá 1999 benda til þess að aldurshóp- urinn 18-39 ára lendi meira en tvöfalt oftar í mótorhjólaslysum þar sem slys á fólki eru annars vegar, en þeir sem eru fertugir og eldri. Þetta sýnir það klár- lega að lítil reynsla öku- manna er stór þáttur hvað slysatiðnina varðar. „Annað at- hyglisvert sem kom út úr rannsóknun- um í Noregi og DV-MYND EÖJ Sniglarnir hrlnda af stað umferðarátaki Sniglarnir fjölmenntu í þáttinn Fótk hjá Sirrý i gærkvöldi til að sýna hversu breið- ur hópur keyrir mótorhjól í dag. við munum skoða hérna sérstaklega er að einstaka gerð- ir af hjólum með svokallaða „töff ímynd" lenda næst- um því þrisvar sinnum oftar í óhappi en aðrar gerðir með „góða ímynd" þrátt fyrir að hjólin með „góðu ímyndina" væra í fleiri tilfell- um kraftmeiri," segir Njáll Gunn- laugsson. -aþ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17,35 17,06 Sólarupprás á morgun 09,46 09,49 Síódegisflóö 15,03 19,36 Árdegisflóð á morgun 03,52 07,25 skýjað með köflum, en dálítil él við noröur- og austurströndina. Norðlægari og dálítil snjókoma eöa él um tíma á Norðurlandi í kvöld. Frost 2 til 15 stig, minnst allra syðst. ii/JÍ íi JJJUV^jJJ Hlýjast syðst Norðaustan 8-13 m/s vestanlands en hægari fyrir austan. Skýjað að mestu en dálítil él fyrir noröan. Frost 2 til 15 stig, minnst allra syðst. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur C'—N Hiti 0° tíl 6° o o Hiti 2° til 7° c> c Hiti 2” til 8” Vindur: 10-15 ”>/» Vindur: 8-13"»/* Vindur: 8-13 n>/9 * Noröaustan 10-15 m/s og víöa dálítil snjókoma eöa él en skýjaö meö köflum suövestanlands. Frost 0 tll 6 stig. kaldast til landslns. Norölæg átt, 8-13 m/s og skýjaö meö köflum en stöku él vlö ströndina. Frost vföa 2 til 7 stig. Austan- og noröaustanátt, víöa 8-13 m/s og él en hvassari viö suöurströndlna. Áfram kalt í veöri. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Alihvasst 13,9-17,1 Hvassvióri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárvlöri >= 32,7 emm i AKUREYRI skýjaö -7 BERGSSTAÐIR úrkomaí grennd -11 BOLUNGARVÍK snjókoma -4 EGILSSTAÐIR skýjaö -13 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö -4 KEFLAVÍK heiðskírt -6 RAUFARHÖFN alskýjað -6 REYKJAVÍK léttskýjaö -7 STÓRHÖFÐI alskýjað -2 BERGEN skýjaö 2 HELSINKI þoka 2 KAUPMANNAHÖFN skúr 5 ÓSLÓ skýjað 0 STOKKHÓLMUR þokumóöa 3 ÞÓRSHÖFN snjóél 4 ÞRÁNDHEIMUR skúr 0 ALGARVE heiðskírt 10 AMSTERDAM léttskýjaö 5 BARCELONA heiöskírt 8 BERLÍN rigning 6 CHICAGO hálfskýjað -1 DUBLIN rigning 7 HALIFAX heiðskírt -12 frankfurt skýjaö 2 HAMBORG rigning 7 JAN MAYEN súld -2 LONDON skýjaö 3 LÚXEMBORG skýjaö 2 MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG ■ti&ME léttskýjaö léttskýjaö alskýjaö alskýjaö skýjaö heiöskírt rigning rigning heiöskírt 9 -9 -1 4 18 1 2 4 -10 U»*nY'?iW-!JVI Í'HA yfWJItSTOFU IStANl*S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.