Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 10
10
Útlönd
FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002
I>V
Enn í haldi mannræningja
Lögregla í Pakistan gerír sér vonir
um aö komast á spor þeirra sem
rændu Daniel Peart blaöamanni.
Löggan á spori
ræningja blaða-
mannsins Pearls
Pakistanska lögreglan sagði í
morgun að hún væri komin á spor
þeirra sem rændu bandaríska blaða-
manninum Daniel Pearl fyrir rúm-
um hálfum mánuði.
Lögreglan hefur nafngreint Ah-
med Omar Saeed sjeik, betur þekk-
an sem sjeik Omar, sem einn
þriggja manna sem taldir eru hafa
lokkað Pearl í gildru. Sjeik Omar er
fæddur í Bretlandi.
„Við erum að reyna að hafa uppi
á honum. Ég geri mér vonir um að
við getum handtekið hann bráðum,"
sagði háttsettur lögregluforingi í
Karachi í sunnanverðu Pakistan við
fréttamann Reuters í morgun.
Mannræningjarnir hafa hótað að
drepa Pearl ef Bandaríkin sleppa
ekki föngum frá Afganistan.
Tauzin lofar að
ganga hart fram
Billy Tauzin, þingmaður rebúblik-
ana frá Louisiana-fylki, sem stýrir
orku- og verslunamefnd Bandaríkja-
þings, sem kemur að rannsókn En-
ron-gjaldþrotsins, segir að starfsfólk
sitt hafi komist yfir mikilvæg sönn-
unargögn sem sanni umfangsmikil
misferli stjórnenda Enron og lofar að
hart verði gengið fram i yfirheyrsl-
um yfir þeim vitnum úr hópi fyrrum
starfsmanna fyrirtækisins, sem leidd
verða fyrir nefndina á næstu dögum.
Tauzin segir að aðgerðir stjórn-
enda Enron síðustu mánuðina fyrir
gjaldþrotið hafi einkennst af blekk-
ingum þar sem fjármagn hafi verið
millifært milli tengdra fyrirtækja
með ólöglegum hætti til að fela tapið
af ýmsum vanhugsuðum áhættufjár-
festingum, aðallega til að bjarga eig-
in skinni.
Ariel Sharon hittir Bush Bandaríkjaforseta á fundi í dag:
Leggur áherslu á að
Arafat verði hunsaður
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, er nú á ferð í Bandaríkjunum
þar sem hann mun hitta Gorege W.
Bush forseta á fundi í dag. Þetta er
fjóröa heimsókn Sharons til Wash-
ington síðan hann kom til valda fyrir
ári síðan og eflaust sú mikilvægasta
vegna ástandsins heimafyrir. Talið er
að Sharon muni leggja hart að banda-
rískum stjómvöldum að kalla fulltrúa
Palestínumanna þegar til viðræðna og
að aðrir en Yasser Arafat verði þá
kallaðir til.
Benjamin Ben-Eliezer, utanríkis-
ráðherra ísraels, hitti Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á
fundi í gær og kom hann þessum
skilaboðum á framfæri við Powell.
Hann sagði að þar sem Arafat hefði ít-
rekað neitað að elta þá uppi sem
ábyrgir eru fyrir árásum á israelska
borgara, ætti að útiloka hann frá frið-
arviöræðum. „Bandaríkjamenn verða
að halda áfram að beita hann þrýst-
ingi og opna leiðina til að fá aðra for-
ystumenn Palestínumanna að samn-
ingaborðinu," sagði Ben-Eliezer.
Á sama tíma réðst palestínskur
byssumaður til atlögu í Hamra-land-
Við ofurefli að etja
Jaröýtur Israelsmanna hafa aö undan-
förnu jafnað híbýli Palestínumanna í
Austur-Jerúsalem viö jörðu.
nemabyggðinni á Vesturbakkanum
þar sem fjórir israelskir borgarar lágu
í valnum, þar á meðal mæðgur sem
teknar höfðu verið í gíslingu. Al-Aqsa
samtökin hafa þegar lýst ábyrgð á
árásinni og segja hana hefnd fyrir
morð ísraela á einum foringja sinna.
ísraelsmenn létu ekki standa á
hefndum og strax í morgun var gerð
eldflaugaárás á höfuðstöðvar palest-
ínumanna í bænum Nablus og munu
ellefu manns hafa slasast, flestir lög-
reglumenn.
Þá bárust fréttir af því að palest-
ínskur drengur hefði verið skotinn til
bana á Gaza-svæðinu þar sem hann
fylgdist með aðgerðum ísraelsmanna.
Einnig bárust fréttir af því að pal-
estínskur sjálfsmorðsliði hefði verið
handtekinn með sprengju innanklæða
í strætisvagni í Jerúsalem og tveir
aðrir með sprengju nálægt bænum
Netanya.
Þá boðuðu ísraelar til blaðamanna-
fundar í gær þar sem þeir sýndu átta
Qassam-stýriflaugar, sem palestínskir
hryðjuverkamenn voru góðmaðir með
að þeirra sögn, en flaugunum er hægt
að skjóta á skotmörk í allt að tiu til
tólf kilómetra fjarðlægð að sögn tals-
manna ísraelshers.
REUTER-MYND
Prinsessan á leiö til Suöurskautslandsins
Anna Englandsprinsessa fylgist spennt meö Philip Beanland, flugmanni í nýsjálenska flughernum, við stjórnvöl C-130
Herkúles-flugvélar sem flutti prinsessuna til Suöurskautslandsins í morgun. Anna prinsessa er í þriggja daga heim-
sókn á þessu kaldasta, þurrasta og vindasamasta meginlandi jarðarkringlunnar þar sem þess er nú minnst aö eitt
hundraö ár eru liöin frá því að breski landkönnuðurinn Robert Scott kom til Suöurskautslandsins.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir á eftir-
_______farandi eignum:_____
Hellusund 6A, Reykjavík, þingl. eig.
Vilhjálmur Knudsen, gerðarbeiðend-
ur Ríkisfjárhirsla og Tollstjóraemb-
ættið, mánudaginn 11. febrúar 2002
kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um, sem hér segir:
Barmahlíð 14,0001,2ja herb. kjallara-
íbúð, þingl. eig. Ólafur Eggert Ólafs-
son, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóð-
ur, Landsbanki fslands hf. .höfuðst.,
Lýsing hf. og Lögreglustjóraskrifstofa,
mánudaginn 11. febrúar 2002 kl.
11.30.
Borgartún 29, 0102, 259,5 fm verk-
stæði á 2. hæð í bakhúsi m.m., Reykja-
vík, þingl. eig. Sólargluggatjöld ehf.,
gerðarbeiðandi Sparisjóður Kópa-
vogs, mánudaginn 11. febrúar 2002 kl.
10.00.
Brautarholt 24, 010301, 3. hæð,
Reykjavík, þingl. eig. Skeifan ehf.,
gerðarbeiðandi Landsbanki íslands
hf. ,höfuðst., mánudaginn 11. febrúar
2002 kl. 10.30.
Fífurimi 6, 0101, 3ja herb. íbúð nr. 1
frá vinstri á 1. hæð, Reykjavík, þingl.
eig. Súsanna Ósk Sims, gerðarbeið-
endur íbúðalánasjóður og Tollstjóra-
embættið, mánudaginn 11. febrúar
2002 kl. 13.30.
Laufengi 112, 0201, 4ra herb. íbúð,
Reykjavík, þingl. eig. Bryndís Gertrud
Hauksdóttir og Ólafur Gunnar Gunn-
arsson, gerðarbeiðandi fbúðalánasjóð-
ur, mánudaginn 11. febrúar 2002 kl.
14.30.
Svarthamrar 38,0101,3ja herb. íbúð á
I. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Soffía
Rut Jónsdóttir, gerðarbeiðendur AM
PRAXIS sf., íbúðalánasjóður og
Landsbanki íslands hf. ,höfuðst.,
mánudaginn 11. febrúar 2002 kl.
15.00.
Veghús 31,0904, íbúð á 9. hæð t.h. fyr-
ir miðju í vesturhorni, Reykjavík,
þingl. eig. Ólína Kathleen Ómarsdótt-
ir, gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður
og Veghús 31, húsfélag, mánudaginn
II. febrúar 2002 kl. 14.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK.
Skemmdir á McDonald’s dýrkeyptar:
Bændaforinginn
Bové í steininn
Æðsti dómstóll i
Frakklandi staðfesti í
gær dóm undirréttar
yfir franska bændafor-
ingjanum og hnatt-
væöingarfjandanum
José Bové og dæmdi
hann í þriggja mánaða
fangelsi fyrir að hafa
skemmt veitingahús
McDonald’s tO að mót-
mæla viðskiptahindr-
unum bandarískra
stjórnvalda.
Úrskurður dómstóls-
ins í gær þýðir að
sauðfjárbóndinn Bové
fær ekki fleiri tæki-
færi til að áfrýja dóm-
inum fyrir árásina á hálfbyggðan
veitingastaðinn í smábænum
Millau í sunnanverðu Frakklandi
árið 1999.
Dómaramir höfnuðu þeirri rök-
semdafærslu að aðgerðir Bovés og
annarra hefðu verið „lögleg og
nauösynleg" andspyrna
til að svara refsitollum
sem bandarisk stjómvöld
settu á Roquefort-myglu-
ostinn fræga, sem fram-
leiddur er í Millau, og á
aðrar landbúnaðarafru'ð-
ir.
Bandaríkjamenn gripu
til refsitollanna af því að
Evrópusambandið bann-
aði innflutning á kjöti af
hormónanautum frá
Bandaríkjunum.
Bové og um tvö hundr-
uð stuðningsmenn hans
söfnuðust saman við dóm-
húsiö í Millau og þar lýsti
hann því yfir að niður-
staðan hefði ekki komið sér á óvart.
„Ég er ekki hræddur við neitt,
ekki einu sinni við fangelsi. Við
munum halda baráttunni áfram,“
sagði Bové. Lögmaður hans sagðist
ætla með máliö fyrir Mannréttinda-
dómstólinn i Strasborg.
REUTER-MYND
Hvergi banginn
Bændaforinginn José
Bové tapaöi fyrír
rétti í gær.
Endurnýjunar er þörf
Poul Nyrup
Rasmussen, leiðtogi
danskra jafnaðar-
manna, viðurkenn-
ir í bréfi sem hann
hefur sent flokks-
deildunum að vandi
steðji nú að þessum
fyrrum stærsta
flokki Danmerkur. Hann segir þörf
á umbótum og endurnýjun í flokks-
forystunni.
Bjargað úr snjóflóði
Tugum manna sem lentu í snjó-
flóðum í fjallahéruðum Norður-
Afganistans hefur veriö bjargað af
íbúm nærliggjandi þorpa. Björgun-
arsveitir eru á leiðinni.
NATO verði áfram
Stjórnvöld í Makedóniu fóru fram
á það í gær að friðargæslusveitir
NATO yrðu þar lengur til að tryggja
friðinn við albanska skæruliða.
Irak enn í sigtinu
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að írak-
ar myndu ekki geta komið sér upp
gjöreyðingarvopnum á næstunni en
Bush forseti væri samt að íhuga
hernaðaraðgerðir gen þeim.
Lindh áfram í gæslu
Bandaríski talibaninn John
Walker Lindh verður í gæsluvarð-
haldi þar til réttað hefur verið yflr
honum. Lögmenn hans fóru fram á
að hann yrði settur í umsjá foður
síns.
Blair í Nígeríu
Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands,
er í opinberri heim-
í Nígeríu þar
sem hann hittir leið-
toga landsins í dag.
Efst á blaði viðræðn-
anna er frumkvæði Afríkuþjóða til
að koma þessari fátækustu álfu
heimsins út úr þeim ógöngum sem
hún er í.
Straw meö geimvörnum
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, lýsti í gær yfir stuðningi
sínum við geimvarnaáætlun Banda-
ríkjanna og sagði Rússum ekki stafa
nein hætta af.
Leiðtogar kallaöir fyrir
Slobodan Milosevic,
fyrrum Júgóslavíufor-
seti, ætlar að kalla
nokkra vestræna
þjóðaleiðtoga til að
bera vitni i réttarhöld-
unum yfir sér fyrir
stríðsglæpadómstól
Sameinuðu þjóðanna. Réttarhöldin
hefjast í næstu viku.
Áfall fyrir Bush í þinginu
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti varð fyrir nokkru áfalli í gær
þegar öldungadeild þingsins tókst
ekki að koma sér saman um aðgerð-
ir í efnahagsmálum. Það þýöir að
tillögur Bush til að örva efnahagslíf-
ið ná ekki fram að ganga.
Jospin fram úr Chirac
Lionel Jospin, forsætisráðherra
Frakklands, fór í gær fram úr
Jacques Chirac forseta í skoðana-
könnum sem gerð var vegna fyrir-
hugaðra forsetakosninga í vor.
Jospin myndi sigra Chirac í síðari
umferð kosninganna, ef marka má
niðurstöður könnunarinnar.