Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002
DV
9
Fréttir
stræti og víðar um miðbæinn var þar
vissulega verið að gera endurbætui'
sem duga munu um ókomin ár. Sömu
sögu má segja af uppbyggingu húsa við
Tryggvagötu sem fengið hafa nýtt hlut-
verk sem menningarsetur, myndlistar
og bókmennta. Þar hefur að margra
mati verið unnið mjög þarft verkt og
til mikilla bóta í þeim tilgangi að efla
miðborgina. Hins vegar hefur hringl-
andaháttur varðandi umferð bíla í
miðbænum á umliðnum áratugum
verið ákaflega sérkennilegur. Þar er
enn og aftur komið inn á einlitan
skilning á orðinu vistvænn.
Fallegar hugmyndir
duga skammt
Hugmyndir sem sóttar eru til veður-
sælla miðborga Suður-Evrópu um að
bílar skyldu gerðir útlægu af götum
miðborga voru kokgleyptar og yfir-
færðar á íslenskan veruleika. Þannig
var Austurstrætinu t.d. lokað fyrir
bílaumferð á sinum tíma og helst átti
að loka öllum miðbænum fyrir ágangi
„blikkbeljunnar" svokölluðu. Fólk
skyldi ganga á fallega útfærðum hellu-
lögðum götum. Með slíku átti að
hleypa lífl í miðbæinn og gera hann
„huggulegan“ fyrir hinn almenna
borgara. Á teikniborðinu leit þetta
Qarska vel út og farið var í að hrinda
þessu í framkvæmd þrátt fyrir hávær
mótmæli kaupmanna. - Þeir sögðu ein-
faldlega að ef fólk gæti ekki komið til
þeirra á bílum þá hætti það að versla í
miðbænum. Þrátt fyrir rándýrar fram-
kvæmdir og göfug markmið ótal sér-
fræðinga með lokun miðbæjarins fyrir
bOaumferð kom í ljós að kaupmenn-
imir vom líklega þeir einu sem höfðu
rétt fyrir sér. Verslanir tóku að veslast
upp í bókstaflegri merkingu og kaup-
menn flýðu umvörpum. Reynt var að
klóra í bakkann eftir að skaðinn var
skeður og Austurstræti var opnað á ný
fyrir umferð. Þar virðist hins vegar
fátt annað geta þrifist í dag en kafii-
hús, pöbbar og súlustaðir.
Eftir afleita reynslu af lokun Aust-
urstrætis og síðan lokun Hafnarstræt-
is til austurs á nú einnig að opna bil-
um leið þar í gegn. Það var þó ekki
ákveðið fyrr en ljóst var að með lokun-
inni hafði orðið til „dauður“ botnlangi
við austanvert Hafnarstræti. Þar dafn-
aði eiturlyfjasala sem aldrei fyrr í
skúmaskotum á milli bygginga.
Þannig hefur fjölda dýrra lausna
verið hrundið í framkvæmd á umliðn-
um áratugum, sem þó hafa ekki komið
í veg fyrir að miðborgin tapaði frá sér
verslunum og þjónustufyrirtækjum.
Hugmyndirnar virðast oft á tíðum
hafa verið pijónaðar upp úr mjög ólík-
um álitum sérfræðinga frekar en heild-
stæðri áætlun og skilgreiningu á hvað
miðborg á í raun að vera. Á meðan
þetta er óljóst heldur miðbænum
áfram að hnigna í stað þess að vera lif-
andi þungamiðja höfuðborgar Islands.
DVWND GVA
Noröangarrinn er vandamál
Ekki hefur tekist með skipulagi miðbæjarins að girða fyrir þann vindstreng
sem gerir Lækjargötuna að veðurfarslega óvistlegustu verslunargötu á ís-
landi. Háreist byggð við Skúlagötu hefur þó meðvitað eða ómeðvitað oröið til
að brjóta upp vindstrenginn upp yfir Laugaveginn.
Bolli í Sautján áfram á Laugaveginum:
Hættur við að hætta
- ástæöan gjörbreyttar hugmyndir borgaryfirvalda
Ásgeir Bolli Kristinsson, eða Bolii í
Sautján eins og hann er tíðum kallað-
ur, er hættur við að leggja niður versl-
un sína Gallery 17 á Laugaveginum.
Hann segir að breyttar áherslur borg-
arinnar í skipulagi á svæðinu hafi snú-
ið dæminu við. Vænta megi skipulags-
aðgerða þegar á næstu mánuðum.
Bolli situr í miðbæjarstjóm Reykja-
víkurborgar og vakti því mikla athygli
er hann lét í veðri vaka fyrir stuttu að
hann hygðist leggja niður starfsemi
sina á Laugaveginum.
„Það hefur ýmislegt breyst núna á
allra síðustu dögum. Það hefur verið
fundað um þetta allt saman upp á nýtt.
Fyrir lágu drög að skipulagi Laugaveg-
arins og það er nú orðin skýr stefna að
byggja upp Laugaveginn og gera það
myndarlega. Hugsanlega verða friðuð
2-3 hús en mönnum veitt svigrúm til
uppbygginga.
Mögulegt verður
að koma þar fyrir
nýbyggingum upp
á 50 til 70 þúsund
fermetra. Þetta er
þvi allt annað en
fyrir lá fyrir að-
eins viku eða tiu
dögum.
Borgin er nú að
koma mjög mynd-
arlega að þessu. Það verða lækkuð öll
nýbyggingagjöld á Laugaveginum og
einnig bílastæðagjöld sem hafa verið
fjarskalega dýr. Það er komin skýr
stefna um hvað á að vernda og einnig
hvernig á að aðstoða þá sem vilja
byggja þarna upp.“
- Áttu von á að hægt verði að snúa
neikvæðri þróun við?
„Ég tel það. Laugavegurinn er góð
verslunargata, en húsin við hana eru
ekki nógu hentug. Þess vegna tóku
margar búðir sig upp og fóru í betra
húsnæði. Með þessari nýju uppbygg-
ingastefnu verður þetta allt öðruvísi.
Heildarmyndin er skýr og komin alveg
ný hugsun í þetta.“
Bolli segir að samkvæmt nýju hug-
myndunum eigi m.a. að byggja stórar
bílageymslur við götuna. Við norðan-
verðan Laugaveginn er stefnt að því að
byggja hátt og þétt til að verjast norð-
anvindinum. Við sunnanverða götuna
verði húsin hins vegar lágreistari til að
gatan geti notið sólarinnar. Þá á að
klára upptekt götunnar sjálfrar á næsta
ári. Hann segir að allt taki þetta ein-
hvem tíma, en vonast til að merki
breyttrar áherslu fari að sjást innan
tveggja til þriggja mánaða.
Bolli
Kristinsson.
Miðborgin er flutt í Kópavoginn
- segir framkvæmdastjóri SVÞ
„Reykjavík er búin að tapa mið-
borginni til Kópavogs, það verður
að horfast i augu við það,“ segir Sig-
urður Jónsson, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu.
Hann tekur undir það að aðgerðir
til að halda í verslanir hafi verið
ómarkvissar og fálmkenndar.
„Það er engin miðborg þama nið-
ur frá, það er bara þráhyggja. Versl-
unum er alltaf að fækka og í haust
hafði þeim fækkað um 22 í miðborg-
inni frá árinu áður, þar af um 10 við
Laugaveg. Það
virðist hafa vant-
að heildarsýnina
á það hvað ætti
að gera. Nú eru
þetta bara orðin
kaffihús og ein-
staka stjómsýslu-
byggingar.
Landsbankinn í
Austurstræti
stendur t.d. hálf-
tómur. Kannski e
Sigurður
Jónsson.
i við eftir að
sjá hann breytast í næturklúbb.
Einhvern veginn virðast menn
ekki hafa trú á að þessi þróun snú-
ist við. Miðborgin er flutt í Kópa-
vog. í miðbæ Reykjavíkur eru menn
hins vegar að reyna að bjarga því
sem eftir er, þ.e. Laugaveginum, og
virðast ekki ganga það allt of vel.“
Sigurður segir að sérfræðingar hafi
bent á að Laugavegur geti ekki orð-
ið alvöru verslunargata nema með
verulegum breytingum.
DV-MYND E.ÓL
Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri í Brynju
Þaö voru hér að minnsta kosti fjórar járnvörubúðir í næsta nágrenni áður fyrr. Þá voru hér reyndar allt í kring fjöldinn
allur af verkstæðum og Völundur starfaði þá niðri á Skúlagötu. Nú er þetta allt farið og járnvöruverslanirnar fóru lika.
Hafa lifað af ýmsar byltingar við Laugaveginn rífa hálfa öld:
Fólkið vill ekki að við förum
- segir framkvæmdastjórinn í Brynju
Verslunin Brynja hefur á áttatíu
ára ferli lifað af ýmsar byltingar í
verslunarháttum við Laugaveginn í
Reykjavík. Þar ræður nú ríkjum
Brynjólfur H. Bjömsson, en faðir
hans, Bjöm Guðmundsson, keypti
verslunina árið 1953. í dag starfa þar
sjö manns og engan bilbug að flnna á
mönnum.
„Við stöndum enn, þótt hér hafi
fullt af jámvömbúðum hætt starf-
semi á liðnum áratugum. Við erum
eina búðin af þessum toga hér í mið-
bænum. Fólk vill ekki að við hætt-
um, enda væri ekki gott ef engin slík
búð væri hér á svæðinu. Það þyrfti
þá að fara út fyrir miðbæinn til að ná
í ýmsa hluti varðandi viðhald og við-
gerðir á húsum sínum.“
- Hefur samsetning verslana og
þjónustufyrirtækja ekki mikið verið
að breytast í miðbænum?
„Jú, það hefur verið að gerast og
veitingastöðum hefur mikið fjölgað.
Þetta á svo sem ágætlega saman í
miðbænum, bæði verslanir og veit-
ingastaðir. Það voru hér að minnsta
kosti fjórar jámvörubúðir í næsta
nágrenni áður fyrr. Þá voru hér
reyndar allt í kring fjöldinn allur af
verkstæðum og Völundur starfaði þá
niðri á Skúlagötu. Nú er þetta er allt
farið og jámvöruverslanirnar fóru
lika.“
- Hefur orðið einhver samdráttur
hjá ykkur?
„Nei, það fmnst mér ekki. Það hefur
verið að fjölga ibúum við Skúlagötuna
og fólk sækir áfram í Þingholtin. Þar er
viðhald á öllum þessum gömlu húsum
hér í kring. Við verðum varir við allt
þetta fólk hjá okkur. Svo er mikið ver-
ið að breyta til hér á Laugaveginum, ný
fyrirtæki koma inn fyrir önnur sem
fara. Það kallar á alls konar breytingar.
Svo emm við að selja töluvert út á land
líka. Við sinnum m.a. skólum mikið og
fólk hringir hingað og pantar vörur."
- Hvað með hugmyndir manna, m.a.
um að yfirbyggja Laugaveginn?
„Ég hef ekkert heyrt af því undanfar-
ið. Ég veit ekki hvað veldur, en það hef-
ur ekkert orðið meira úr því en þessi
tilraun sem gerð var hér hjá Vínber-
inu. Maður verður þó var við að veðr-
ið skiptir miklu máli. Þegar gott er veð-
ur eins og á „löngum laugardegi," þá
sækir fólk mikið hingað. Á góðum dög-
um er hér fuilt af fólki."
- Hvemig gengur að keppa í verði
við stóm byggingarvömverslanirnar?
„Mér sýnist við oft vera með hag-
stæðara verð. Þær eru ekkert ódýrari
þessar stóru og oft dýrari en við í ýms-
um verkfærum. Þá emm við með fullt
af vörum sem seljast ekki i miklu
magni og stóru búðirnar treysta sér því
ekki að vera með. Við flytjum líka
þónokkuð inn af vöram sjálfir."
- Þið eruð þá ekkert á fómm?
„Nei, enda segir fólkið hér í kring að
við megum ekki fara. Við erum fastur
punktur í tilverunni," segir Brynjólfur
H. Bjömsson, framkvæmdastjóri
Brynju.