Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 6ræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangssræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ólögleg innrás? Innrás Samkeppnisstofnunar á skrifstofur oliufélag- anna skömmu fyrir síðustu jól var ólögleg, að mati Versl- unarráðs íslands. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, hefur bent á að ráðið sé ekki að taka afstöðu til þess hvort olíufélögin hafi brotið lög. í bréíi ráðsins til viðskiptaráð- herra, þar sem þess er óskað að fram fari sérstök athugun á aðgerðum Samkeppnisstofnunar, segir meðal annars: „... mjög alvarlegar brotalamir virðast hafa verið á fram- kvæmd aðgerðanna, sem ekki verða taldar samræmast úr- skurði héraðsdóms. Einnig virðist ákvæðum laga um með- ferð opinberra mála um leit og hald á munum ekki hafa verið hlýtt í veigamiklum atriðum.“ Hér er um alvarlegar athugasemdir - ásakanir - að ræða á hendur opinberum eftirlitsaðila. Ekki verður séð hvernig Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra og yf- irmaður samkeppnismála, kemst hjá þvi að láta kanna réttmæti þess sem Verslunarráð heldur fram. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan Samtök atvinnulífs- ins sendu frá sér harðorða greinargerð vegna samkeppn- islaga þar sem því var haldið fram að Alþingi hefði feng- ið rangar upplýsingar þegar lögunum var breytt árið 2000. Einnig var því haldið fram að réttaröryggi íslenskra fyr- irtækja væri ekki það sama og i öðrum löndum. Þannig hafa tvenn áhrifamikil samtök atvinnulífsins gengið fram opinberlega af miklum þunga og gagnrýnt samkeppnislögin, framkvæmd þeirra og Samkeppnisstofn- un. Það eitt og sér hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir við- skiptaráðherra og ríkisstjómina. Ekki er hægt að búa við það að opinber eftirlitsaðili - Samkeppnisstofnun - liggi undir gmn eða sé ásakaður um að fara ekki eftir reglum laga og gæta ekki að réttarstöðu þeirra sem eru til rann- sóknar hverju sinni. Hvort olíufélögin fóru að lögum er allt annað og sjálfstætt mál. Trúverðugleiki yfirvalda samkeppnismála hefur verið dreginn í efa og við því verður viðskiptaráðherra að bregðast. Á réttri leið Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnin eru á réttri leið í landbúnaðarmálum þó enn sé langt í að íslenskum landbúnaði verði búin heilbrigð umgjörð. Ákveðið hefur verið að fella niður svokallaða grænmetis- tolla en jafnframt verða teknar upp sérstakar beingreiðsl- ur til innlendra framleiðenda. íslenskur landbúnaður hefur í áratugi verið bundinn á klafa opinberrar miðstýringar og haftastefnu sem bændur jafnt sem neytendur hafa greitt fyrir dýru verði. Dugmikl- ir og útsjónarsamir bændur hafa ekki fengið að njóta sín, enda tryggir spillt kerfi meðalmennsku skussans. Á síð- ustu árum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar, ekki síst hjá „frjálsum bændum“ sem borið hafa gæfu til að standa að mestu utan við opinber afskipti og miðstýringu. Tónninn sem er sleginn með afnámi tolla á nokkrar teg- undir grænmetis er jákvæður og gefur vonir um að land- búnaðarráðherra með stuðningi ríkisstjórnarinnar taki enn stærri skref i átt að frjálsræði. „Baráttan snýst alltaf um að neytendur fái vöruna á sem lægstu verði,“ sagði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, i samtali við DV síðastliðinn þriðjudag. Það er kominn tími til að bændur fái að uppskera eins og þeir sá til og neytendur njóti lægra verðs á matvöru og skattgreiðendur lægri skatta. Óli Björn Kárason 3>V Einhvers Það urðu óneitan- lega þáttaskil í stefnu- mótun í samgöngumál- um okkar þegar Al- þingi samþykkti í fyrsta skipti langtímaá- ætlun í vegamálum. At- rennur höfðu verið gerðar að þessu máli nokkrum sinnum áður, en aldrei hafði málinu verið lokið fyrr. Með samþykkt áætlunar- innar þann 2. júní 1998, lá stefna fyrir um hvert skyldi haldið, hverjar áherslurnar skyldu verða og að hverju stefnt. Allt skipti þetta miklu máli. Með þessari áætlunarsmíð tókst Alþingi að brjótast út úr ákveðnum ógöngum sem það var komið í. Menn settu sér tiltekin markmið um aðgerðir og að þeim hefur verið unnið siðan. En hver voru þessi markmið? - Jú, þau voru eftirtalin: Eðlileg markmið Ljúka hringveginum með bundnu slitlagi og vegum af honum til þétt- býlisstaða með 200 íbúa eða fleiri. Tengja saman byggðakjarna með fleiri en 1000 íbúa á hvorum stað þar sem fjarlægð á milli er innan við 80 km og framkvæmd- in leiðir til verulegrar stytting- ar. * Bundið slitlag á fjölfarnar ferðamannaleiðir. * Endurbyggja ófullnægjandi einbreiðar brýr á helstu flutn- ingaleiðum. * Breikka fjölfarna vegi til að auka öryggi og flutningsgetu. * Laga ófullnægjandi slit- lagskafla á vegum með mikilli umferð. * Breikka einbreiðar brýr á hringveginum. Nýjar forsendur til atvinnuþróunar Það er ljóst mál að þegar þessum markmiðum hefur verið náð verður staða okkar í samgöngumálum allt önnur en hún er í dag. Raunar finn- um við úti um landið hvernig hver áfanginn á fætur öðrum gjörbreytir ástandinu og skapar nýjar forsendur til atvinnuþróunar, sem áður voru óhugsandi. Nægir þar að nefna helsta vaxtarbroddinn í fiskvinnslu Einar K. Guð- finnsson alþingismaöur, fyrrv. form. samgöngunefnd- ar Alþingis staðar of í lagt? okkar Islendinga, útflutn- ing á ferskum unnum fisk- flökum. Fyrir nokkrum árum var óhugsandi að flytja slíkar afurðir út frá þeim stöðum sem fjarlæg- ari voru Keflavíkurflug- velli. Nú hafa samgöngu- bæturnar bókstaflega opn- að þessa leið. Og fróðlegt er að veita því athygli að vöxturinn í þessari fram- leiðslu er nú mestur á landsbyggðinni. Þola þessi verkefni lengri bið? Varla getur verið mikill ágreiningur i raun um að þau markmið sem við sett- um okkur árið 1998 voru eðlileg. Sumir myndu þó segja að þau væru ekki nægjanlega metnaðarfull, en þau voru hins vegar raunsæ og endurspegluðu þá fjármuni sem við höfð- um úr að spila til þessa mikilvæga málaflokks. Þess vegna hefur það verið næsta undarlegt að fylgjast með umræðu, og telja hann óeðlilega mik- inn. Eða hvað er það af of- angreindum markmiðum sem þolir sérstaklega bið, að mati þeirra sem gagn- rýna skiptingu vegafjárins? Er þetta ofrausn? Er það einhver ofrausn að ibúar norðanverðra eða sunnanverðra Vestfjarða komist á malbikuðmn veg- um inn á hringveginn? Telja menn að það geti beð- ið mörg ár í viðbót að heilu byggðasvæðin hafi heils árs samgönguleið á landi „Nœgir þar að nefna helsta vaxtarbrodainn inn á aðaiþjóðvegakerfið? í fiskvinnslu okkar íslendinga, útflutning á Finnst mönnum, í íjósi ferskum unnum fiskflokum. Fynr nokkrum slysa að ástæða sé tii þess árum var óhugsandi að flytja slíkar afurðir að fara hægar við að ryðja út frá þeim stöðum sem fjarlœgari voru bSf Er Keflavíkurflugvelli. Nú hafa samgöngubœt- það tiiræði við hagsmuni urnar bókstaflega opnað þessa leið. “ ibúa höfuðborgarsvæðisins sem hefur meðal annars farið fram á síðum þessa blaðs, þar sem reynt er að gera tortryggilegan hlut lands- byggðarinnar í vegafé landsmanna - að hringvegurinn svo- nefndi sé lagður bundnu slitlagi á þessum áratug? - Svari þessu hver fyrir sig. Einar K. Guðfinnsson Leitið og þér munuð ekki finna höfuðverki hans, skáldsög- unni Voyage au bout de la nuit (bókst. Ferð á enda næturinnar) sem er fyrir löngu orðið klassískt verk í evrópskum bókmentum. Víxlsporin eöa verkin? Það, að höfundur geti haft hárrétt fyrir sér í bók- menntum, en geti siðan skjátlast herfilega í pólítík rifiast upp fyrir mér nú, þegar hafin er nokkurs kon- ar herferð gegn Halldóri heitnum Laxness og þeirri óskhyggju hans og fiölmargra gáfaðra samtímamanna hans, að kommúnisminn myndi bæta heiminn. Það er dálitíð merki- legt að sjá hvernig þessi saga endur- tekur sig í mismunandi tilbrigðum milli landa og tímabila: Laxness og kommúnisminn, Gunnar Gunnars- son og nasisminn, Hamsun og nas- isminn, Maíakovskí og Stalín, Céline og gyðingahatrið o.s. frv. Alltaf skýtur upp kollinum þessi sama þráhyggja sem setur stjórn- málaskoðanir og víxlspor höfund- anna í forgrunninn og leitast þannig við að draga lífsstarf þeirra og lista- verk saman í rétta og slétta baráttu, en láta sem listræn afrek þeirra séu aukaatriði. Stórisannleikur Einu sinni sem oftar sat ég með góðum vini mínum yfir kaffibolla og vorum að ræða um fólk sem hefur mjög ákveðnar eða jafnvel öfgafullar skoðanir á öllum sköpuðum hlutum, hvort sem það er í stjórnmálum eða trúarbrögðum og þá sagði hann: „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem leita sannleikans, en er hins vegar skíthræddur við þá sem hafa fundið hann.“ Þetta á nokkuð vel við þá umræðu sem nú stendur yfir, því mér vitanlega er aðeins til ein leið til að misstíga sig aldrei: það er að vera alltaf kyrr á sama stað, bæði and- lega og líkamlega, að fyllast óbifandi sannfæringu á unga aldri og vera henni trúr fram i rauðan dauð- ann, hvað sem tautar og raular. En miklir listamenn eru leitandi sálir, fólk sem ratar af og til í ógöng- ur en lærir bara af þeim og stækkar af reynslunni. Þannig starfar skap- andi hugur, smám saman verður til sjóður þekkingar og reynslu sem sköpunargáfa og vinnuseini breyta í listaverk sem lifa svo lengi sem fólk kann að meta þau. Sleppum hækjunni Sennilega er ævisöguleg túlkun og nálgun listaverka, einkum bók- menntaverka, hvergi eins mikill plagsiður og hér á landi. Það er eins og fólki sé fyrirmunað að lesa bækur án þess að styðjast við hækju sem ýmist er smíðuð úr ævi höfundarins eða meintri fyrirmynd persónanna í skáldsöguni, nema hvort tveggja sé. Og oftar en ekki er póliktíkin mikil- vægur efniviður í þá hækju. Er kannski tími til að reyna að sleppa þessari hækju þannig að verk- in fái að njóta sín ein og óstudd? Þannig sæist betur, að þetta var hár- rétt hjá Filippusi franska: sami höf- undurinn getur í senn haft kolrangt fyrir sér i stjórnmálum og hárrrétt fyrir sér í bókmenntum. - Og öfugt. Friðrik Rafnsson Friörik Rafnsson þýöandi Franski rithöfundurinn Philippe Sollers hefur löngum verið áberandi í bókmenntalífinu í heimalandi sínu, enda mjög hress og fiölmiðlavænn maður sem hefur gaman af því að stuða viðmælendur sína og áheyr- endur. Þannig var hann einu sinni sem oftar að taka þátt í umræðum í einhverjum kjaftaþættinum þegar hann setti fram þá fullyrðingu að listamenn gætu haft rétt fyrir sér í listum en rangt fyrir sér í pólitík. Þetta var í tengslum við enn einn darraðardansinn sem fór af stað í Frakklandi vegna þess að einn helsti höfundur þeirra, Louis-Ferdinand Céline, var á sínum tíma svæsinn gyðingahatari sem skrifaði hat- rammar greinar gegn gyðingum. En hann var engu að síður landvinn- ingamaður á sviði skáldsögunnar, af- burða höfundur eins og best sést á „Það er eins og fólki sé fyrirmunað að lesa bœkur án þess að styðjast við hœkju sem ýmist er smíðuð úr œvi höfundarins eða meintri fyrirmynd persónanna í skáldsöguni, nema hvort tveggja sé. “ - Lesið í Þjóðar- bókhlöðunni (myndin tengist ekki efni greinarinnar). Ummæli Björn er seigur „Björn Bjarnason fór ekki vel af stað i kosningabaráttunni í Reykjavík. Hann tap- aði á því að hafa ekki hugsað svör við aug- ljósum spurningum einsog því hvort hann ætlaði að hætta sem ráðherra. Ég missti út úr mér í viðtali að það væri álíka gáfulegt að nota fulltrúa ysta hægrisins í Sjálfstæðisflokknum til að ná í hina reykvísku miðju og beita Pat Buchanan til að höfða til demókrata í Bandaríkjunum. Björn er hins vegar seigur og er greinilega búinn að úthugsa strategíu. Hann er byrjaður að tefla. Það kom fram i drottningarviðtali Morgunblaðsins við hann. Reykjavíkurlistinn verður að vara sig á næstu vikum. Hann má ekki gleyma sér við að raða á lista, meðan Bjöm teflir skákina einn.“ Össur Skarphéöinsson á Samfylking.is Lifum viö fyrir vinnuna? „Lifum við bara til að vinna og eignast eitthvað? Er aðalmálið að flýta sér í gegnum alla bemskuna svo við getum farið að skaffa peninga og kaupa? Er ekki ágætt að hafa tíma í framhaldsskóla til að stunda félagslíf- ið, taka þátt í ýmsum klúbbum, ræðu- hópum og kaffihúsarölti, lesa og vera með í leiklist? Mér finnst tíminn sem fór í félagsmál í menntaskóla hafa nýst mér jafn vel í atvinnulífinu og hinar hefðbundnu kennslustundir, ef ekki betur. Á þessum árum vom margir í pólitik, sóttu fundi, voru í íþróttum og kepptu í ýmsum greinum fyrir hönd skólans. Ég hefði ekki vilj- að vera á svo mikilli hraðferð á leið út á vinnumarkaðinn að ég hefði ekki haft tíma í þetta.“ Sigríöur Arnardóttir á Strik.is Spurt og svarað Kemur til greina að stofna þjóðgarð á hálendinu norðan Va o Halldór Bjömsson, leiðsögumaður: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formadur Landvemdar: Jón Kristjánsson, þingmaður Austlendinga: Svœði regin- Hugmyndimar f ^ /3* Útiloka ekki aflanna „Seint fæ ég séð að þjóðgarð- ur og virkjun fari saman, en 1 hugmyndin er engu að síður ekki nýjar „Hugmyndir Samfyíkingarinnar um að tvinna saman þjóðgarð og virkjun eru ekki nýjar. Þetta hefur virkjun „Ég tel að það komi til greina að skoða hugmyndir um þjóð- garð. Stofnun þjóðgarðs þarf mjög góð að mínu mati. Hálendið norðan Vatna- jökuls er víðáttumesta ósnortna víðernið í Evr- ópu og býr yfir geysilega miklum perlum i nátt- úrufari. Eyjabakkar, Dimmugljúfur, Kverkfiöll, Askja, Herðubreiðarlindir. Allar þessar einstöku náttúruperlur eru á þessu svæöi sem svo mjög heillar erlenda ferða- menn sem ég hef ferðast með hér um landið. Það má segja að þeim þyki að á þessu umrædda svæði sé að finna þessi helstu reginöfl íslands; isinn og eldinn.“ verið gert erlendis þar sem mönnum þykir sérstök ástæða til að vemda svæði þar sem framkvæmdir hafa þegar farið fram. Norðaustan Vatnajökuls höfum við aftur á móti sérstakt tækifæri enn þá. Ósnortin víðemi, fágætan hálendisgróður, jarðfræðiminjar og landslagsheildir, dýralíf og vatnsfóll sem hafa vemd- argildi á heimsmælikvarða. Virkjunarframkvæmdir rýra gildi þessa svæðis til stofnunar þjóðgarðs. Fyrir- ferðarmikil mannvirki eins og stíflur, vamargarðar og fleira munu setja svip sinn á landslagið. Ég hef efa- semdir um að þetta fari vel saman." ekki að mínum dómi að útiloka Kárahnjúka- virkjun, enda eru mörg dæmi fyrir mannvirkja- gerð í þjóðgörðum. Þegar liggja vegir um þetta svæði, annaðhvort uppbyggðir eða ruddar slóöir. Þessi vegagerð hefur opnað aðgengi að svæðinu og eru forsenda ferðamennsku á þvi. Þeir eru hins vegar lagðir vegna virkjunarrannsókna.Það má benda á að Landsvirkjun hefur þegar sett fram athyglis- verðar hugmyndir um þjóðgarð jafnhliða virkj- unarframkvæmdum. “ Skúli Bjöm Gunnarsson, forstöðumaður á Skriðuklaustri: Nýir mögu- leikar opnast „Ég tel að ef af virkjun verði þá eigi samhliða að koma á fót þjóðgarði á hálendinu norðan Vatnajökuls sem tengist þá við Vatnajökulsþjóð- garð. Með skipulagðri uppbyggingu á samgöngum og þjónustu myndu opnast nýir möguleikar í ferðaþjónustu og náttúruskoðun fyrir fleiri en nú njóta þess að fara um þetta svæði. Ég dreg í efa að fé fáist til slíkra verka ef fylgt verður hörðustu friðunarstefnu og vil frekar fá minni þjóðgarð með góðu aðgengi en stærri óað- gengilegan." Samfylkingin hefur á Alþingi lagt fram hugmynd um þetta, þaö er ef veröur af byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Skoðun Jón og Gunna keyptu í verkó Á níunda áratugnum réðu vinstri- menn í Kópavogi. Þeir sóttu fiárveit- ingar til ríkisvaldsins til að byggja verkamannabústaði í bænum. Þeir fengu allt fiármagnið fljótt og vel, með veði i þessum íbúðum sem íbú- arnir svo yfirtóku. í þá daga þótti það sérstök heppni að fá úthlutað nýrri íbúð í verkó. Venjulega voru lánin 80%, en sumir áttu kost á allt að 90% lánum til íbúðakaupanna. Á þessum árum ríkti mikil verðbólga i landinu. Um sama leyti áttu þeir sem stóðu í fasteignaviðskiptum að svara tilboði í fasteignir sínar á inn- an við sólarhring. íbúðaverð breytt- ist og hækkaði dag frá degi. Þegar verðbólgan keyrði svo úr hófi að allur almenningur, sem löngu var orðinn ónæmur fyrir verð- bólgubreytingum, kveinkaði sér, tóku nokkrir dugmiklir menn og konur sig saman og stofnuðu svo- kallaðan Sigtúns-hóp. Hópurinn mót- mælti stöðugt hækkandi verðbólgu og krafðist þess að ríkisstjórnin gerði nú eitthvað í málinu. Sem svo varð. Hægt og bítandi tókst að ná tökum á verðbólgunni allri þjóðinni til heilla. Lánin uröu þeim ofviða En víkjum nú sögunni að henni Gunnu og honum Jóni sem fengu út- hlutað íbúð í verkó á þessum tíma. Þegar komið varð böndum á verðbólguna stóð al- mennt íbúðarverð í stað. Lánin ein höfðu hækkað. Þau urðu svo dýr að margir íbúða“eigendurnir“ sáu sig tilknúna að losa sig við þær. Þeir stóðu ekki lengur undir af- borgunum, vöxtum og verðbótum - þrátt fyrir lága vexti og langtíma- lán. Það varð ódýrara að leigja á almennum markaði, bera engar skyldur um fasteigna- gjöld, holræsagjöld, vatnsskatta, heimtaug- argjöld og hvað þetta heitir nú allt saman. Upphafleg eign horfin Þegar bærinn leysti til sín þessar félagslegu íbúðir kom á daginn að það fé sem upphaflega var eign þessa fólks var uppurið. Hvort heldur sem um 10% eða 20% eignarhlut var að ræða. Afskriftir, sögðu þeir hjá bænum. Bærinn leysti til sín ibúð- irnar og reyndi að selja nýj- um eigendum. Lánin voru bara orðin svo ofhoðslega há að ekki varð grundvöll- ur til að selja íbúðirnar, verðmæti eignarinnar stóð einfaldlega ekki undir veð- setningunni. Bærinn tók því til bragðs að leigja þess- ar íbúðir út. Og nú er það svo að Siggi og Stína sem leigja íbúðina á efri hæðinni greiða um 50 þús. kr. í leigu á mánuði með hússjóði, en Jón og Gunna sem enn þrauka á neðri hæðinni greiða ríflega 82 þús kr. á mánuði í afborganir, vexti og verð- bætur ásamt fasteignagjöldum og hússjóði. Eiga samt ekki neitt. Og svona er þetta enn. Kópavogur var ekki eina sveitarfé- lagið sem átti i vanda vegna þessa fé- lagslega húsnæðis sem drifið var upp á níunda áratugnum. En ónei. Flest sveitarfélögin sem réðust í þessar framkvæmdir hafa verið að sligast undan þessu oki. „Eigendurn- ir“ löngu búnir að gefast upp, ibúð- irnar standa auðar og tóm- ar vítt og breitt um landið. Kópavogur aflétti kvöðum Enn þá hefur Kópavogs- bær ekki aflétt þeirri kvöð að leysa til sín íbúðirnar á matsvirði. Fyrir góða 4 her- bergja íbúð, í fallegri og vel við haldinni blokk, féngjust u.þ.b. 8 milljónir sem ann- ars væri metin af almennri fasteignasölu á um 12 millj- ónir. íbúamir komast ekki neitt. Eiga ekki neitt. Og þessi ánauð stendur yfir enn. Hér er verk að vinna. Við verðum að aflétta þessari ánauð. Auðvitað á fólk rétt á því að selja íbúðir sínar á frjálsum markaði. Það á rétt á að fá hæsta mögulegt verð fyrir þær. Ef við ætlum að styðja fólk til sjálfs- hjálpar þá gerum við það ekki svona. Við eigum að styðja fólk til eðlilegr- ar eignarmyndunar með eðlilegri lánafyrirgreiðslu á venjulegum lána- kjörum. Sveitarfélögin eiga ekki að standa í íbúðarbyggingum. Ef fólk of- fiárfestir í fasteign þá ber það eitt ábyrgð á þvi. Og engum öðrum verð- ur um kennt. En vistabandið al- ræmda heyrir til löngu liöinni tíð. Jóhanna Thorsteinsson „Enn þá hefur Kópavogsbœr ekki aflétt þeirri kvöð að leysa til sín íbúðirnar á matsvirði. Fyrir góða 4 herbergja íbúð, í fallegri og vel við haldinni blokk, fengjust u.þ.b. 8 milljónir, sem annars vœri metin af almennri fasteignasölu á um 12 milljónir. íbúamir kom- ast ekki neitt. Eiga ekki neitt. Og þessi ánauð stendur yfir enn.“ Jöhanna Thorsteinsson ieikskóiastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.