Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 Fréttir I>V Mikil aukning í sölu notaðra bíla: Odýrir fólksbílar og jeppar vinsælastir - endurspeglar tekjuskiptinguna MikO og jöfn sala hefur verið í notuðum bilum að undanfórnu. Bílasalar sem DV ræddi við merkja verulega aukningu. Jafnvel um 50% nú í janúar síðastliönum, borið saman viö sama mánuð í fyrra. Þetta segja þeir rökrétta afleiðingu samdráttar í sölu nýrra bíla að und- anfomu. Viö þær kringumstæður aukist sala notaöra bíla alltaf. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Bíl- greinasambandinu voru 462 bílar skráðir nýir á götuna í síðasta mán- uði, samanborið við 643 í janúar 2001. Nýskráðir bílar allt árið í fyrra voru 7.248 en 13.569 árið 2000. „Salan að undanfornu hefur verið alveg frábær," sagði Guðlaugur Bimir Ásgeirsson hjá Bíll.is á Mal- arhöfða í Reykjavík. Hann segir það helgist bæði af einmuna góðri tíð að undanfórnu en einnig þvi að á sam- dráttartímum eins og nú vilji marg- ir eignast ódýrari bíla. Hann segir mesta eftirspurn vera eftir bílum á A bílasölu Salan að undanförnu hefur veriö alveg frábær, segir bílasali. Á sama tíma hefur sala nýrra bíla hruniö. verðbilinu 600 þúsund til tvær millj- ónir króna. Hjörleifur Gíslason er sölumaður hjá Höldi á Akureyri. Hann segir talsvert hafa verið að gera í bílasölu að undanfórnu, ekki sé óvarlegt að ætla að salan í janúar síðastliðnum hafi verið 30% meiri en hún var í sama mánuði fyrir ári. „Það er tals- verð eftirspurn eftir ódýrari bilum sem eru þá undir 600 þúsund krón- unum, til dæmis af krökkum sem eru að taka próf og ýmsum öðram raunar. Aftur á móti eru margir sem vilja losa sig við lánin og dýr- ari bílana sem þá eru kannski á verðbilinu 900 til 1.700 þúsund. En síðan er aftur talsverð eftirspum eftir dýrari jeppunum," segir Hjör- leifur. Hann segir þetta mynstur í bílaviöskiptum hafa orðið algengara að undanfomu og telur það með vissum hætti endurspegla aukinn tekjumun fólksins i landinu. -sbs Byggðaumræðu saknað á Alþingi Steingrímur J. Sigfússon kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í gærdag og gerði athugasemd við að ekki hafi verið kláruð umræða um byggðamál sem þó væri mjög mik- ilvægt í ljósi þess að byggðamál væru í miklum ólestri. Steingrím- ur sagöi að byggðaflótti væri mik- ill, engin byggðaáætlun lægi nú fyrir og Byggðastofnun væri nán- ast óstarfhæf samkvæmt fréttum fjölmiöla og þar væri ekki hægt að halda fundi vegna ósamkomulags. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra svaraði því tO að byggða- áætlun væri væntanleg á næstu dögum yrði ný áætlun afgreidd í ríkisstjórn til þingflokkanna. Hún benti á að dregið hefði úr byggða- flóttanum af landsbyggðinni á seinni árum. -BG Bólusetning gegn heilahimnubólgu: Hindrar hættu á faraldri - á að hefjast á síðari hluta ársins Stefnt er að því að bólusetning gegn heilahimnubólgu hér á landi hefjist á síðari hluta þessa árs. Að sögn Haraldar Briem, sóttvarnar- læknis hjá Landlæknisembættinu, mun slík bólusetning kosta mUlj- ónatugi til að byrja með, þar sem stefnt er að því að smám saman fái allir frá 3 mánaða til 18 ára aldurs hana. Þetta er sá hópur sem talinn er í mestri hættu og lögð er áhersla á að vernda. Því verður hafist handa við að „vinna upp“ alla þessa aldursárganga. Síðan mun bóluefn- ið fylgja ungbamabólusetningunni á fyrsta ári. Þar sem fleiri en einn framleið- andi eru á slíku bóluefni fer verkið í útboð. Sá sem fær verkefnið þarf síðan um- þóttunartíma, því svo mikið magn þarf af bóluefni til að byrja með að einhvern tíma tekur að fram- leiða það. Haraldur sagði, að nú fyrst væri tiltækt nothæft bóluefni gegn umræddu afbrigði heilahimnu- bólgu. Hún væri viðvarandi sjúk- dómur hér á landi í talsvert hærri tíöni en þekktist hjá flestum öðrum þjóðum. Á síöasta ári hefðu greinst Haraldur Briem. tólf manns með það afbrigði sem nú yröi farið að bólusetja við. „Einn af hverjum tíu sem fá þessa veiki deyja, þrátt fyrir að öllum bestu lækningaaðferðum sé beitt,“ sagði Haraldur. „Það hlutfall hefur ekkert breyst síðasta áratuginn. Þessum sjúkdómi geta fylgt húð- blæðingar, sem valda drepi, auk þess sem geta orðið skaðar á mið- taugakerfi. En flestir ná sér sem á annað borð lifa þetta af.“ Haraldur sagði að umrædd bólu- setning væri mjög kostnaðarhag- kvæm. Faraldur gæti dunið yfir hér hvenær sem væri. Með bólusetning- um væri hægt að fyrirbyggja slíkt. -JSS Stórmarkaðastarfsfólk hækkaði í launum um 18% í fyrra: Laun hækka og vinnutími styttist - tvöfaldur árangur, segir hagfræðingur VR. Launakröfur kvenna minni en karla Laun kassafólks í stórmörkuðum hækkuðu að jafnaði um 18% á síðasta ári, á sama tima og laun annarra fé- laga í Verslunarmannafélagi Reykja- víkur og Verslunarmannafélagi Ákra- ness hækkuðu um aðeins 8%. Kemur þetta heim og saman við þá staðreynd að það vora laun lægstlaunaða fólksins í þessum félögum sem hækkuðu mest í fyrra. Launamunur milli kynjanna innan félaganna er nú 16%, en var tveimur prósentustigum meiri á árinu 2000. Karlar meta störf sín til 15% hærri launa en konur gera. Þetta er meðal helstu staðreynda sem fram koma i launakönnun félaganna fyrir síðasta ár en þær vora kynntar á blaðamannafundi í gær. Könnunin leiðir í ljós að meðal- laun félagsmanna hækkuðu í fyrra um 8% milli ára, í 239 þús. kr. á mán- uði. Kassafólkið í stórmörkuðunum, sem í gegnum tíðina hefur að sumu leyti þótt vera tákngervingar fyrir láglaunastéttimar, var sem fyrr segir sú stétt sem mestar launabætumar fékk. Hækkuðu meðaltalslaun þess á mánuði úr 136 þús. kr í 161 þús. kr., það er miðað viö yfirvinnu. Segja for- ystumenn VR og VA þetta vera ávöxt þeirrar baráttu sinnar síðustu ár að leggja meginkapp á lækkun lægstu launa. „Laun starfsfólks í stórmörkuðum hafa verið að hækka og vinnutími þess Launakönnun VR kynnt í gær Samkvæmt könnuninni hækkuöu laun kassafölks um 18% aö jafnaöi á síöasta ári. að styttast, þannig að segja má að við séum áð ná tvöfóldum árangri," sagði Gunnar Páll Pálsson, hagfræðingur og verðandi formaður VR, í samtali við DV. Hann segir kjarasamninga félags- ins við stóra verslunarkeðjumar sem gerðir vora skila þessum árangri, en meðal ákvæða þeirra voru að starfs- fólk á árlega kost á viðtali við yfir- mann um laun sín. „Það er kannski síst fólk í stórverslunum sem gerir kröfur um hærri laun og því sömdum við um þetta ákvæði. Að fólk geti rætt augliti til auglitis við yfirmanninn og beðið um launabætur," sagði Gunnar Páll. Hann segir að einnig hafi opnun Smáralindar haft áhrif á laun verslun- arfólks á síðasta ári, mikil þensla og launaskrið hafi ver- ið á markaðnum og það haft sín áhrif til hækkunar launa. Hvetja verður konur til dáða En fleira en laun- in ein vora könnuð í þeim spuminga- listum sem sendir vora út. Fólk var beðið um að svara nokkrum spuming- um um sjálft sig og þar kemur fram að félagsmenn telja sig upp til hópa harð- duglega og myndar- lega starfsmenn. telja sig Há- hærri Sérstaklega stjómendur myndarlega. vaxnir fá ___________ laun en aðrir. Þá telja konur sig betri starfskrafta en karla, en gera ekki sömu launakröfur. Þessi síðamefnda staðreynd segir Gunnar Páll að sé að vissu leyti ákveðin mótsögn og að huga þurfi að henni. Hvetja verði kon- ur til dáða og til þess að sækja á um þær launabætur sem þær telji sig vissulega eiga innistæðu fyrir. -sbs. DVWYND HARI Hótel Búðir rísa hratt Á þriðjudag var lokið við að reisa austustu álmuna á Hótel Búðum, tvær til viðbótar munu rísa á næst- unni. Að venju flögguðu starfsmenn og fognuðu þannig áfanganum. Þess má geta að í fárviörinu sem gekk yfir Staðarsveit um helgina slapp hótelið, hálfbyggt, nær alveg við skemmdir. Aöeins losnaði um und- irslátt í tveimur herbergjum. Victor Sveinsson hóteleigandi segir í samtali við DV að vel gangi miðað við tíðarfar. Og greinilega er vandað vel til við smíði hússins, það fékk eldskímina um helgina og stóðst allar raunir. Victor tjáði blað- inu að ekkert breytti fyrri áætlun- um, opnað verður i vor og þá á allt að vera tilbúið. Við húsbygginguna starfa nú sjö smiðir, fjórir úr Ólafsvík og þrír af höfuðborgarsvæðinu. Húseining- amar eru forsteyptar á Akranesi og fiuttar vestur þar sem þær eru sett- ar saman. Eftir er að reisa tvær álmur og hefja vinnu við innrétting- ar hússins. -PSJ Tveir handteknir - sá þriðji hljóp Lögreglan i Reykjavík handtók tvo pilta skammt frá lóð Vífilfells við Stuðlaháls i nótt. Piltarnir eru grunaðir um að hafa ætlað að brjót- ast inn. Öryggisvörður, sem átti leið hjá, hafði tilkynnt um grunsamleg- ar mannaferðir á lóðinni. Þegar lag- anna verði bar að garði sást til þriggja ungra manna í bifreið skammt frá. Lögregla stöðvaði bíl- inn, handtók tvo en sá þriðji komst undan á hlaupum. Tvímenningamir gistu fangageymslur og er þriöja mannsins leitað. -aþ Reykjavík: Árekstrahrina Alls urðu þrjátíu umferðaróhöpp í Reykjavík á síðasta sólarhring. Áð sögn lögreglu var í langflestum til- vikum um minni háttar árekstra að ræða. í nokkrum tilvikum þurftu menn að leita á slysadeild en ekki er talið að neinn hafi slasast alvar- lega. Snjórinn og skyndileg hálka í gær varð til þess að umferðin fór úr skorðum meö fyrrgreindum hætti. Þá voru þrír ökumenn teknir í mið- borginni í nótt, grunaðir um ölvun við akstur. -aþ Siglufjörður: Gasolía í höfnina Um 3000 lítrar af gasolíu fóru i sjóinn á Siglufirði um helgina eftir að bill ók á tank við smábátahöfn- ina í bænum. Átján tímar liðu hins vegar frá því skaðinn skeði þar til menn uppgötvuðu hvers kyns var. Þá var olían „... farin, gufuð upp og ekki ástæða til þess að gera neitt. Þetta var í óveðrinu sem gekk hér yfir um helgina og miklir straumar hér í höfninni," sagði Sigurður Helgi Sigurðsson yfirhafnarvörður í samtali við DV. Lögreglan kom og tók skýrslu vegna málsins og grannt hefur ver- ið fylgst með þróuninni. „Oft eru hreinsiefni vegna gasolíu svo eitruð að þau eru verri en olían sjálf,“ sagði hafnarvörðurinn, sem segir engra búsifja hafa orðið vart vegna þessa, svo sem fugladauða. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.