Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 Tilvera I>V lí f iö E f I I R V I N N II Kvöldstund meö Kaldalóns Þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friögeir Valdimarsson og Jónas Ingimundarson flytja hina geysivinsælu tónleika „Kvöldstund með Kaldalóns" í Grindavíkurkirkju í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Sigvaldi Kaldalóns var Grindvíkingur og er því vel við hæfi að flytja lögin hans þar. Fundir ■ GRUNNATRKH BYGGINGARLIST- AR I dag, kl. 15.00 hefst námskeið um byggingarlist sem Listasafn Reykjavíkur gengst fyrir í samvinnu við hönnunardeild Listaháskóla ís- lands. Umsjón meö því hefur Pétur H. Ármannsson arkitekt. Námskeiö- ið er haldið í Fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Tryggva- götu 17, á fimmtudögum kl. 15.00- 17.00 frá deginum í dag til 7. mars 2002. ■ RITHÖFUNPAR í NORRÆNA HUSINU Rithöfundarnir Kari Aronpuro, Mikael Torfason, Eva Runefelt og Ole Korneliussen hitta íslenska bokmenntaunnendur í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Allir hafa þeir verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Noröurlandaráðs í ár og eru á hringferö um Norðurlöndin 1 tilefni 50 ara afmælis ráðsins og 40 ára afmælis bókmenntaverðlaunanna. ■ ER RÉTTLÆTANLEGT AÐ EINRÆKTA MENN? Brvndís Valsdóttir, MA í heimspeki, heldur fyrirlestur sem hún nefnir Er réttlætanlegt að einrækta menn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og hefst hann kl. 20. Að horium loknum mun Vilhjálmur Árnason prófessor bregðast við erindinu. Samkoman er haldin á vegum Siðfræöistofnunar HÍ. ■ MÁLÞING UM OFFITU Fræðslunefnd Náttúrulækninga- félags íslands stendur fyrir málþingi um offitu á Hótel Loftleiöum í kvöld. Þaö hefst kl. 20. Frummælendur verða Laufey Steingrímsdóttir, formaöur Manneldisráös, Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræöingur Heilsustofnunar NLfí og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri ÍSÍ og félagi í OA samtökunum. Málþingið er öllum opið. Klassík ■ LINGUR jPIANOLEIKARI MÉÐ SINFONIUNNI Utskriftartónleikar á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Háskólabíól kl. 19.30. Einleikari er Árnl Björn Árna- son sem vakið hefur mikla athygli og mikils er vænst af. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Leikhús________________________ ■ BOÐORÐIN 9 í kvöld sýnir Boig- arleikhúsiö leikritið Boðorðin 9 eftir Olaf Hauk Símonarson. Leikrit um nútímafólk í kröppum dansi. Sýning- in hefst klukkan 20. ■ CYRANO Hann er hetja sem ekk- ert fær stöövað nema nefið, þetta risastóra nef sem meinar honum að ná ástum hinnar fögru Roxönnu. Sýningin hefst í kvöld kl. 20 og sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins. Með aöalhlutverk fer Stefán Karl Stefánsson. ■ JÓN GNARR í sýningunni sem er á fjölum nýja sviðsins í Borgarleik- húsinu fjallar Jón m.a. um ýmsar umbreytingar í lífi sínu, samskipti kynjanna og fallega fólkið. í Æðey á veturna og Landmannalaugum á sumrin: Nóg við frítíma lífsins að gera - segja listamennirnir Smári og Nína Þeir sem fylgjast meö veðurlýs- ingum taka eftir að oft er hvasst í Æðey á ísafjarðardjúpi. Það viður- kenna þau Ómar Smári Kristins- son og Nína ívanova sem stunda veðurathuganir þar yfir veturinn. „Æðey er bölvað rokrassgat,“ seg- ir Smári. „Þegar norðaustanáttin er ríkjandi er oftar en ekki ís- landsmet dagsins í vindhraða í Æðey. Sem betur fer eru mann- virkin hér orðin vön þessu og standa það af sér. Stöku sinnum þurfum við þó að binda eða negla eitthvað niður. Mest bitnar þetta á samgöngunum. Ef gestir álpast til okkar í janúar eða febrúar þurfa þeir að vera við öllu búnir.“ Þau hjón segja þó þennan vetur hafa verið góðan. „Síðan við komum hingað fyrir fjórum árum er hver vetur búinn að vera mildari en sá á undan. Þetta endar með ósköp- um,“ segir Nína. Reka verslun í rútu á sumrin Smári er Rangæningur en Nína er frá Moskvu. Þau eru 34 ára, barnlaus og búa aðeins tvö í Æðey frá því í byrjun október fram yfir miðjan maí, þegar eigandi eyjunn- ar kemur með sína fjölskyldu til baka og dvelur yflr sumarið. „Þá yfirgefum við friðsældina hér og förum í mannfjöldann á fjöllum,“ segir Smári og útskýrir það nán- ar: „Við rekum litla verslun í Landmannalaugum. Búðin er rúta sem ekið er upp eftir á sumrin og svo aftur niður á flatlendið á haustin. Þar seljum við helstu nauðsynjavörur ferðalangsins og erum smám saman að auka upp- lýsingaþjónustu á svæðinu, með hag náttúrunnar og ferðamanns- ins i huga.“ Þarna segjast þau hitta hundruð manna á degi hverj- um, frá hinum ýmsu heimshorn- um. „Þetta fjölþjóðlega umhverfi er gott fyrir upprifjun á tungumál- um,“ segir Nína. Tveir nákvæmlega rétta talan! Þau telja gott fyrir sálirnar að komast í „einangrun" öðru hvoru. Þess vegna líður þeim vel í Æðey. „Sálir fólks eru auðvitað misjafn- ar,“ segir Smári. „Sumir yrðu ef- laust vitlausir af þessu Svo skipt- ir meginmáli með hverjum maður er í einangruninni. Hvorugt okkar viil vera hér aleitt. Munurinn á því að vera einn eða tveir er meiri en munurinn á því að vera þrír eða hundrað. í okkar tiifelli er tveir nákvæmlega rétta talan.“ Nína tekur undir það. „Við erum ekki bara hjón. Við erum líka bestu vinir og höfum verið í sex ár. Getum talað saman um hvað sem er og höfum gaman hvort af öðru. Eftir sumarvertíðina er það algjör sálubót að komast i þessa svokölluðu einangrun hér. í aðra Maður l'rfandi Einkennilegt líf og ljúf elli Á dögunum var ég ræðumaður á þorrablóti hjá eldri borgurum. Ræðumennska er nú ekki beinlínis mín deild en þegar ég var beðin um að segja einhver orð við eldri borg- ara þá gat ég ekki neitað. Ég hef alltaf haft svo ljúfa tilfinningu gagn- vart ellinni. Ég hef alltaf trúað því að ellin færði manni visku og ró. í dag er ég ekkert sérstaklega gömul. Mér finnst ég eiginlega ekki nógu gömul. Ég hlakka mikið til að verða eldri. Þá mun ég skilja allt það sem ég á í erfiðleikum með að skilja í dag. Ég hef þekkt fólk sem skelfist ell- ina. Því finnst hver afmælisdagur minna á að sá tími komi að hrörn- unin taki við. Ég hef séð nokkuð dapurleg dæmi um þessa hræðslu. Kona sem ég þekkti var í sambúð með manni sem var sextán árum yngri en hún. Hún var ákaflega upp- tekin af líkama sínum og útliti. Innst inni óttaðist hún að maðurinn ætti eftir að fara frá sér vegna þess að honum þætti hún vera of gömul. Svo brast sambúðin. Lán konunnar, held ég. Ef einhver elskar mann fyrst og fremst vegna þess að maður er ungur og sætur þá er það gervi- tilfinning sem maður getur vel ver- ið án. Það var sérlega góð tilfinning að sitja innan um gamalt fólk þessa kvöldstund á þorrablótinu. Vellíðan og gleði i loftinu og mikil sátt. Ég fór að hugsa um það hversu ein- kennilegt lífið er og hlutskipti mannanna misjafnt. Og þá varð ég allt i einu döpur. Það fá ekki allir að eldast og þroskast. Ég átti kunn- ingja sem svipti sig lífi tvítugur af því honum fannst lifið óbærileg þjáning. Kunningjakona mín lést úr krabbameini rúmlega þrítug frá eig- inmanni og ungum syni og annar vinur lést úr krabbameini rúmlega fertugur. Sjálfur veit maður ekkert hvað um mann á eftir að verða. En meðan maður lifir verður maður bara að taka því sem lífið réttir manni, því súra með því sæta. Og ég hef fyrir löngu lofað sjálfri mér því „Ég hef alltaf haft svo Ijúfa tilfinningu gagn- vart ellinni. Ég hef alltaf trúað því að ellin fcerði manni visku og ró. í dag er ég ekkert sérstaklega gömul. Mér finnst ég eig- inlega ekki nógu gömul. Ég hlakka mikið til að verða eldri. Þá mun ég skilja allt það sem ég á í erfiðleikum með að skilja ídag.“ að ef ég viti að ég sé að fara að deyja þá muni ég ekki verða hrædd. Lífið er „bara“ þroskaleið og svo hverfur maður eitthvað annað. Og þar sem ég sat þama innan um gamla fólkið komst ég að þeirri niðurstööu að lífið væri vissulega einkennilegt og óútreiknanlegt en samt svo merkilegt að það sé þess virði að því sé lifað og um það skrif- að. Ég ætla semsagt að halda áfram að skrifa dagbók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.