Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
Fréttir I>V
Forystumenn í stjórnmálum um niðurstöðu lögreglunnar:
Umfangsmeira en
nokkurn grunaði
DV leitaði í gærkvöld viðbragða for-
ystumanna úr íslenskum stjómmálum
við niðurstöðu ríkislögreglustjóra í
máli Áma Johnsens og eftirmálum
þess. Spurt var hvort ætla mætti af
umfangi þess að spillingin væri víð-
tækari í þjóðfélaginu en almennt er
talið. Hvorki náðist í formann né vara-
formann Sjálfstæðisilokksins.
„Þetta er verulega vont mál og hefur
undið upp á sig meira en mig hefði órað
fyrir,“ segir Guðni Ágústsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins. Guðni tel-
ur hins vegar ekki að niðurstaðan um
fjölda brota og grunaðra manna eigi að
gefa almenningi tilefni til að draga víð-
tækar ályktanir um spiilingu i þjóðfé-
laginu. „Það hvarflar ekki að mér að
mönnum detti það í hug,“ segir Guðni.
„Þetta er einstakt mál og ég hef enga trú
á því að það grasseri spilling í kerfinu.
Það kemur öllum mönnum í opna
skjöldu að svona lagað skuli hafa getað
þrifist svona lengi,“ segir Guðni og bæt-
ir við að þetta sé mikill mannlegur
harmleikur.
Guðni Margrét
Ágústsson. Frímannsdóttir.
„Ég vil trúa því að þetta sé ekki
dæmigert fyrir það sem er að gerast í ís-
lensku þjóðfélagi og ég hef enga ástæðu
til að ætla að fleiri mál hliðstæð þessu
geti komið upp,“ segir Margrét Fri-
mannsdóttir, varaformaður Samfylking-
arinnar. „Hins vegar hefur það komið
mér á óvart hve mörg mál hafa komið
upp á undanfómum vikum og mánuð-
um sem má á einn eða annan hátt
tengja spillingu. Annars vegar má
hugsa sér að eftirlitskerfið sé farið að
virka, maður vill gjaman trúa þvi. En á
móti kemur að það er ekki eftirlitskerf-
Tólf grunaðir um lögbrot í máli Árna Johnsens:
Fyrsta mútumál
alþingismanns
Rannsókn efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjórans á málum Áma
Johnsens, fyrrverandi alþingis-
manns, og annarra aðila sem þeim
tengjast er lokið. Niðurstaða rann-
sóknarinnar er að ætluö refsiverð
háttsemi hafl átt sér stað í þrjátíu og
tveimur tilvikum. Sjötíu og fjórir ein-
staklingar voru yfirheyrðir og hafa
tólf þeirra fengið réttarstöðu sakaðra
manna. Það þýðir með öðram orðum
að tólf menn era grunaðir um lögbrot
og hafa sem slíkir notið þess réttar
að svara ekki spumingum um refsi-
verða hegðun sem þeim er gefin að
sök. Þessa réttarstöðu geta menn öðl-
ast hvort sem er við upphaf rann-
sóknar eða hvenær sem lögreglan tel-
ur að framvinda rannsóknarinnar
gefi tilefni til og grunsemdir vakna
um sekt viðkomandi.
Meðal þeirra brota sem ríkislög-
reglustjóri telur að hafi verið framin
era brot sem varða við ákvæði laga
um mútur. Örsjaldan hefur reynt á
ákvæði laga um mútur og þetta er í
fyrsta sinn sem rannsókn lögreglu
leiðir í ljós grunsemdir um að
þingmaður hafi gerst brotlegur við
þau. Ríkislögreglustjóri telur að tvær
lagagreinar um mútur hafi verið
brotnar. Annars vegar 109. grein, þar
sem segir að hver sem gefúr, lofar eða
býður opinberum starfsmanni gjöf eða
annan ávinning til að fá hann tO að
gera eitthvað eða láta eitthvað ógert
sem tengist opinberum skyldum hans
skuli sæta fangelsi allt að þremur
árum eða sektum ef málsbætur era
fyrir hendi. í öðra lagi er um að ræða
128. grein, en þar segir að opinber
starfsmaður, sem heimtar eða lætur
lofa sér eða öðrum gjöfúm eða öðrum
ávinningi, sem hann á ekki tilkall til í
sambandi við framkvæmd starfa síns,
skuli sæta fangelsi allt að sex árum,
eða sektum ef málsbætur era.
Af þessu er ljóst að hvorir tveggju
gerast brotlegir viö lög: opinber starfs-
maður sem þiggur mútur og hinn, sem
býður honum þær. Enn fremur er ljóst
að rannsókn ríkislögreglustjórans
bendir til að þessi brot hafi verið fram-
in. Önnur brot sem ríkislögreglustjóri
gerir grein fyrir í niðurstöðu sinni
varða við ákvæði laga um brot í opin-
beru starfi, fjárdrátt, fjársvik, umboðs-
svik og bókhald. Rétt er að árétt að það
er ríkissaksóknari sem ákveður hvort
ákært verður í málinu. -ÓTG
Steingrímur J. Sverrir
Sigfússon. Hermannsson.
ið sem á frumkvæði að því að mál eru
rannsökuð heldur eru það í flestum til-
vikum fjölmiöiar. Ég held að við þurfum
að setja skýrari reglur um stjómsýsl-
una, eins og Samfylkingin hefur lagt
til.“
,Jíg held að við eigum nú að varast
að draga allt of víðtækar ályktanir af
þessu máli þó að þetta virðist við
fyrstu sýn miklu umfangsmeira en það
leit í upphafi út fyrir að vera,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri hreyfmgarinnar - græns fram-
boðs. „Þetta er ekki endilega til marks
um að sambærilegir hlutir eigi sér
stað víðar heldur frekar um það
hversu djúptækt þetta tiltekna mál
var. Ég held enn í þá trú mína að al-
mennt sé íslenskt stjómkerfi og stjóm-
málamenn ekki spilltir. En auðvitað er
það ískyggilegt hve umfangsmikið
þetta virðist ætla að verða þegar spilin
era lögð á borðið."
„Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, segir að umfang
málsins sé meira en hann hafði vonað:
„Þetta er skelfilegt. Svo þykist stjóm-
sýslan enga ábyrgð bera og ríkisendur-
skoðandi reigir sig hvar sem upp
koma misfellumar og haim er búinn
að skrifa upp á árum saman. Það þyrfti
nú betri athugunar við. En ég vil ekki
hafa nein orð um þetta, þetta á eftir að
ganga sinn veg. En þessi snjóbolti hef-
ur vaxið sorglega mikið að því er
manni virðist." Sverrir óttast að niður-
staðan sé vísbending um að víða leyn-
ist spilling: „Það er mikil hætta á því
og enginn getur álasað fólki fyrir að
álykta á þann veg.“ -ÓTG
Hrelnsaö til
Saltausturinn situr frosinn á gluggum verslana og ekkert annað við því að
gera en að taka fram kúst sinn og sápu. Myndin er frá Laugavegi.
Samkeppnisyfirvöld með reglur um hugsanlegar sektir olíufélaganna
Sá fyrsti fær mestan afslátt
- sektarákvæði hljóða upp á allt að 40 milljónir eða meira samkvæmt lögum
Olíufélagið Esso getur gert sér vonir
um að fá lækkaðar þær hugsanlegu
sektir sem lagðar verða á fyrirtækið
vegna brota á samkeppnislögum svo
framarlega sem ákveðnum skilyrðum
sé fúllnægt. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í svarbréfi Samkeppnis-
stofnunar til Olíufélagsins við erindi
þess um samstarf við að upplýsa um
hugsanleg brot á samkeppnislögum. í
bréfmu kemur hins vegar einnig fram
að ekki komi til greina að fella niður
sektir ef meint brot era sönnuð og upp-
lýst er að stofnunin hefur undir hönd-
um margvísleg gögn sem benda til
margvíslegs ólöglegs samráðs félag-
anna.
Til að sektir fáist lækkaðar þarf 01-
iufélagið að koma með ný gögn sem
samkeppnisyfirvöld meta sem mikil-
væga viðbót við þau sönnunargögn
sem þau hafa þegar undir höndum og
yrðu nýju gögnin að stuðla beint að
því að upplýsa staðreyndir málsins.
Þá kemur fram að ákveðinn hvati er
fyrir fyrirtækin að ríða á vaðið um
upplýsingagjöf af þessu tagi því sektar-
afslátturinn er mestur fyrir þau fyrir-
tæki sem fyrst koma með nýjar upplýs-
ingar. Þannig gæti sá fýrsti fengið
30-50% afslátt og sá næsti i röðinni
gæti fengið allt að 20% afslátt. Við mat
á þessum afslætti yrði tekið tillit till
þess hvenær gögnin eru lögð fram,
hver samstarfsvilji fyrirtækisins væri
og hversu mikilvæg gögnin eru fyrir
rannsókn málsins. Nýjar upplýsingar
sem fást með þessum hætti munu ekki
virka til hækkunar sektarinnar.
Þessi viðbrögð Samkeppnisstofnun-
ar byggja á 52. gr. samkeppnislaga, en
þessum ákvæðum var einmitt breytt
við endurskoðun laganna árið 2000.
Viðeigandi lagaákvæði segir sektir
geta numið frá 50 þús. kr. til 40 millj.
kr. eða meira en sektin skal þó ekki
vera hærri en sem nemur 10% af veltu
síðasta almanaksárs hjá hverju fyrir-
tæki. „Við ákvörðun fjárhæðar sektar
getur samkeppnisráð m.a. haft hlið-
sjón af samstarfsvilja hins brotlega fyr-
irtækis," segfr i lögunum. í greinar-
gerð með frumvarpinu kemur fram að
verið sé að miða viö tilkynningu frá
ESA um að fýrirtækjum verði umbun-
að ef þau gefa sig fram og upplýsa um
þátttöku sina í ólögmætu samráði og
afhenda sönnunargögn. „Sams konar
fyrirkomulag hefúr gilt í bandarískum
samkeppnisrétti frá árinu 1978. Hefúr
það skilað umtalsverðum árangri og
t.d. leitt til þess að fjöldi fyrirtækja hef-
ur tilkynnt bandarískum samkeppnis-
yfirvöldum um þátttöku sína í samráði
til að komast undan viðurlögum," seg-
ir í greinargerðinni.
Olís hefúr einnig óskað eftir fúndi
með Samkeppnisstofnun. -BG
EISIM
Afsökunarbréf
Össur Skarphéð-
insson, formaður
Samfylkingar, hefur
sent Jóhannesi
Jónssyni, stjómar-
manni Baugs, og
Jóni Scheving Thor-
steinssyni fram-
kvæmdastjóra af-
sökunarbréf vegna tölvubréfsins sem
hann sendi sömu mönnum á dögun-
um. í fyrra bréfinu gagnrýndi Össur,
sem kunnugt er, mjög harðlega upp-
sögn á samningi við ræstingarfyrir-
tæki bróður hans. Jóhannes Jónsson
segir innihald síðara bréfsins trúnað-
armál og málinu sé nú lokið.
Perlan óseljanleg
Engin formleg tilboð hafa borist í
Perluna þrátt fyrir að hún hafi verið
til sölu í fjóra mánuði. í fréttum RÚV
kom fram í gær að Perlan sé ekki til
sem fasteign í lagalegum skilningi.
Að mati sérfræðinga sé hún óseljan-
leg miðað við þau gögn sem liggja hjá
sýslumanni.
Byggt í Skuggahverfi
Fyrirhugað er að hefja framvæmd-
ir á svokölluðum Eimskipafélagsreit
í Skuggahverfi Reykjavíkur næst-
komandi haust. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri kynnti þetta
á fimdi með íbúum miðborgar á
mánudagskvöld. Borgarstjóri sagði
fyrirhugað að reistar yrðu 250 íbúðir
á svæðinu og áætlað að fólk gæti flutt
inn árið 2004.
Kaupmáttur rýrnar
Dagvinnulaun hækkuðu að meðal-
tali um 5,9% á fjórða ársfjórðungi
ársins 2001 miðað við sama tíma árs-
ins á undan. Á sama tíma hækkaði
vísitala neysluverðs inn 8,4% sem
þýðir að kaupmáttur rýmaði um
2,3%.« Launahækkun flestra starf-
stétta var á bilinu 4,4% til 8,2%. Laun
á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu
meira en laun á landsbyggðinni.
Þetta kemur fram i nýrri launakönn-
un kjararannsóknamefndar.
Árni í fyrsta sæti
Ámi Sigfússon
mun skipa fyrsta
sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokks til
bæjarstjómarkosn-
inga í Reykjanesbæ
í vor. Böðvar Jóns-
son skipar annað
sætið, Björk Guð-
jónsdóttir þriðja, Steinþór Jónsson
fjórða, Þorsteinn Erlingsson fimmta
og í sjötta sæti verður Sigríður Jóna
Jóhannesdóttir. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur fimm fulltrúa í bæjarstjóm
og myndar meirihluta með Fram-
sóknarflokki. Ellert Eiríksson, odd-
viti Sjálfstæðisflokks og núverandi
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, gaf ekki
kost á sér til endurkjörs.
Bilun í Flugleiðavél
Vökvaþrýstibúnaður bilaði í einni
af Boeing-þotum Flugleiða sem kom
til landsins frá Minneapolis fyrir síð-
ustu helgi. Að sögn talsmanns Flug-
leiða var ekki talin hætta á ferðum
og gekk lending með ágætum. Við-
gerð vélarinnar er lokið.
Andvigur uppstokkun
Formaður þing-
flokks Framsóknar-
flokksins, Kristinn
H. Gunnarsson, tal-
ui- vanda Landssím-
ans ekki verða leyst-
an með skipan nýrr-
ar stjómar. Kristinn
telur að fulltrúar
Framsóknarflokks í stjóm Símans,
Magnús Stefánsson og Jónína Bjart-
marz, beri ekki ábyrgð á þeim mis-
tökum sem helst hafa verið gagnrýnd
í rekstri fyrirtækisins.