Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
Fréttir
DV
Uppljóstranir starfsmanna BYKO urðu upphaf að falli Árna Johnsens:
Alþingismaður
á vörubílspalli
- viku eftir að frétt DV birtist sagði alþingismaðurinn af sér
fátt annað talað í BYKO en alþingis-
manninn á vörubílspallinum. Brandar-
ar á borð við þann að Þjóðleikhúsið
hefði verið flutt til Eyja voru á hvers
manns vörum. Maðurinn sem tók til-
tektarseðilinn til handargagns geymdi
hann vandlega. Honum var stórlega
misboðið vegna þess sem hann varð
vitni að. Hann spurðist fyrir um það hjá
sölumanninum hvað ætti að gera í mál-
inu. Sá vissi ekki svarið en sagði að boð-
in hefðu borist yfírmönnum fyrirtækis-
ins sem væntanlega hefðu gert eitthvað.
Nokkrir dagar liðu þangað til hann fékk
það svar að málið væri allt byggt á mis-
skiiningi. En maðurinn með tiltektar-
seðilinn var ekki ánægður með málalok-
in. Hann taldi víst að um þjófnað væri
að ræða og hann íhugaði hvemig hægt
væri að upplýsa málið. Hann taldi lík-
legast að DV myndi fara i málið ef hann
næði sambandi við blaðamann þar.
Tvisvar ók hann að höfuðstöðvum
blaðsins við Þverholt 11 og lagði bifreið-
inni í bílastæði. I bæði skiptin brast
honum kjarkur og hann hugsaði með
sér að aldrei yrði sögð frétt af þjófóttum
alþingismanni. Þama væri einfaldlega
of stór fiskur á ferð til að hægt væri að
landa honum. Nokkrir starfsmenn
BYKO ákváðu að senda DV fréttaskot
en þeir höfðu ekki kjark til að láta nafn
sitt með. Málið var lauslega kannað en
ekki fékkst staðfesting þess að afbrot
hefði verið framið. Þann 10. júlí, átta
dögum eftir úttektina, var allt með kyrr-
um klörum að öðra leyti en því að á
gólfinu í BYKO héldu sögumar áfram
að ganga milii manna. Þá spurðist út að
þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Ámi
Johnsen hefði tekið út vörur í nafhi
Þjóðleikhússins. Það sama hefði gerst í
mánuðinum á undan þegar hann hefði
Reynir
Traustason
ritstjórnarfulltrúi
Innlent fréttaljós
Starfsmenn BYKO í Breiddinni í
Kópavogi áttu ekki von á neinum stórat-
burðum í byrjun júlímánuöar síðasta
sumar. 2. júlí var eins og aðrir sumar-
dagar og viðskiptavinir streymdu að til
að kaupa efni í sumarbústaði, sólpalla
eða hvaðeina sem tilheyrði árstíðinni og
sumarfríi að fást við. Það vakti enga sér-
staka athygli þegar alþingismaðurinn
Ámi Johnsen birtist til að sækja bygg-
ingarefni. Hann var þekktur af atorku
og mönnum kom ekki óvart þegar hann
birtist í eigin persónu til að sækja grind-
arefni, einangrunarefni og fleira sem
pantað hafði verið símleiðis í nafni leik-
munageymslu Þjóðleikhússins.
Afgreiðslumennimir í skýli 3 tóku til
byggingarefnið samkvæmt tiltektarseðli
sem sölumaður hafði útfyllt og merktu
Þjóðleikhúsinu. Efninu var komið á
vörabíl frá Vörabílastöðinni Þrótti. Al-
þingismaðurinn sagði mönnum til og
síðan vippaði hann sér upp á pallinn.
Starfsmennimir horfðu á hann án undr-
unar. Þeim var eins og öðrum lands-
mönnum kunnugt um að Ámi var dugn-
aðarforkur sem stóð ekki aðgerðalaus
hjá þar sem verk var að vinna. Þá var
vitað að hann var formaður byggingar-
nefndar Þjóðleikhússins og var sem slík-
ur að vasast í ýmsum málum.
Þingmaður klagaður
En svo rak menn í rogastans þegar
þingmaðurinn hófst handa við að breyta
merkingum. Merkingamar sem gerðu
ráð fyrir að efnið færi í leikhúsið viku
og alþingismaðurinn merkti sjálfum sér
efnið: „Ámi Johnsen, Vestmannaeyj-
um“ var hin nýja merking, Menn pískr-
uðu sín í milli um það hvað væri að ger-
ast fyrir augum þeirra. Venjan var sú
að þeir sem tóku við vöra kvittuðu á
þar til gert eyðublað. Þegar afgreiðslu-
maður bað Áma Johnsen að kvitta
benti hann á bílstjórann. Sá vék sér
undan því: „Láttu helvítið kvitta sjálf-
an,“ sagði hann við sölumanninn án
þess þó að þingmaðurinn heyrði. Og
Ámi Johnsen kvittaði fyrir móttökuna
og hirðusamur starfsmaður
stakk á sig tiltektar-
seðlinum svo
lítið bar á.
Ámi John-
sen sagði
bíl-
stjór-
anum
að aka
vör-
unni á
flutn-
ingamið-
stöð og síð-
an hurfu
þeir á brott
BYKO-
mennim-
ir
Fyrsta fréttln
Föstudaginn 13. júlí fór allt á annan
endann þegar DV sagöi frá viöskipt-
um Árna Johnsens alþingismanns í
byggingavörudeild BYKO. Reikningur-
inn var sendur á Þjóöleikhúsiö en
vörurnar fóru til Eyja.
tekið út byggingarefni til einkanota en
sent reikninginn á Þjóðleikhúsið.
Kennitölum svissað
Þá loksins fór eitthvað að gerast. DV
hringdi í sölumanninn sem afgreiddi
þingmanninn og hann sagði sögu sína
umbúðalaust og að reikningurinn hefði
farið frá sér á kennitölu Þjóðleikhúss-
ins. Fleiri staðfestu sögu sölumannsins
og lýstu atburðum í portinu.
Yfirmenn BYKO þrættu aftur á móti
hver um annan þveran þegar blaðið
hafði samband við þá og sögðu að um
væri að ræða tómt þvaður. Forstöðu-
maður byggingadeildar BYKO og fjár-
málastjóri fyrirtækisins vora sammála
um að ekkert hefði gerst i þá vera sem
blaðið taldi sig hafa hebnildir fyrir. Stef-
i Baldursson þjóðleikhússtjóri tók í
sama streng og hann bauð DV að
kikja í bókhaldið hjá BYKO. Þar
kæmist blaðamaður að því að
viðskipti Þjóðleikhússins frá
áramótum næmu aðeins rétt
rúmlega 50 þúsund krónum.
DV samþykkti að skoða bók-
haldið í samráði við Þjóð-
leikhússtjóra og yfirmenn
BYKO. En þá kom babb í
bátinn þvi blaðið óskaði
eftir að fá að sjá sögu
reikninga sem útgefhir
höfðu verið á Þjóðleik-
húsið. Boðið um opið
bókhald var snarlega
afturkallað. Heimildar-
maður blaðins af gólfinu í
BYKO hafði nefnilega upplýst
Falllnn
Sléttri viku eftir aö fréttir af úttekt-
um í BYKO birtust tilkynnti Árni
Johnsen um væntanlega afsögn
sína.
stóðu undrandi eftir og litu hver á ann-
an.
Seinna sama dag kom eitt vitnanna
úr portinu til sölumannsins og sagði
honum af því sem hann varð vitni að.
Sölumaðurinn horfði hissa á manninn
og sá granur læddist að honum að ekki
væri allt með felldu. Hann bókaði við-
skiptin eins og Ámi hafði sagt fyrir um
og tiltektarseðillinn varð að reikningi
undir kennitölu Þjóðleikhússins. En
hann lét ekki nægja að bóka vörumar
og upphæðir heldur lét hann fylgja með
athugasemd um að vörumar hefðu
líklega farið til Eyja en ekki í
Þjóðleikhúsið, Lindargötu 7,
eins og pöntunin gerði ráð
fyrir. Upphæð reiknings-
ins var á aðra milljón
króna.
Jafnframt fylgdi sölu-
maðurinn eftir athuga-
semd sinni með því að
láta yfirmann vita af
grunsemdum sínum og
því sem hann sá ger-
ast í portinu.
Næstu dag-
ana var
um
Vbnast til að þurfa
ekld að segja af sér
Erfiö helgl
Árni Johnsen sagöi ástandið vera
grábölvaö en hann myndi ekki segja
af sér.
Sönnunargagniö
Tiltektarseöillinn sem komiö var á
ritstjórn DV.
að svissað hefði verið kennitölum og
óskað var eftir að sjá söguna frá upp-
hafi. Reikningar sem lögðu af stað á
kennitölu Þjóðleikhússins vora nú
komnir á nafn þingmannsins.
Þá komst blaðið i samband við mann-
inn sem geymdi tiltektarseðilinn. Hann
sagði sína sögu en bætti þvi við að hann
byggist ekki við að blaðið fremur en
aðrir fjölmiðlar birti frétt um málið.
Hann sendi millilið með plaggið á rit-
stjómina og sönnunargagnið um upp-
hafsviðskiptin var komið í hendur rit-
stjómar. Fimmtudaginn 12. júlí var rit-
stjóm DV orðin sannfærð um að málið
væri þannig vaxið að það ætti erindi til
almennings. Daginn eftir, fostudaginn
13. júlí, birtist svo frétt um málið, sem
bar fyrirsögnina „Starfsmaður BYKO
klagaði þingmann". Fréttin hratt af stað
atburðarás sem á ekki sinn líka í stjóm-
málasögu Islands.
Neðar á sömu síðu, þennan örlaga-
ríka fóstudag, var frétt þar sem Ámi
Johnsen alþingismaður sagði að allt
þetta væri misskilningur en dálítið
klaufalegt.
Allt fór á annan endann við fréttina
og fjölmiðlar kepptust við að ræða við
Áma Johnsen um málið. Gísh S. Einars-
son fór fram á það á laugardeginum að
Ríkisendurskoðun kannaði málefni
byggingamefndar Þjóðleikhússins.
Erfið helgi
Helgin sem fór í garð varð Áma erfið
því hvert málið rak annað og fréttastofa
Útvarpsins króaði hann á endanum af.
Hann varð uppvís að því að taka út Óð-
alskansteina hjá BM-Vallá og dúk hjá
Garðheimum og láta skrifa hjá Þjóðleik-
húsinu. Um miðja viku tilkynnti hann
um afsögn sína sem formaður bygging-
amefhdar Þjóðleikhússins en það dugði
ekki til. Viku eftir að fyrsta frétt birtist
í DV, fóstudaginn 20 júlí, lýsti Ámi
Johnsen alþingismaður því yfir að hann
myndi segja af sér þingmennsku vegna
ávirðinganna. Hann er fyrsti alþingis-
maðurinn í sögu lýðveldisins sem segir
af sér vegna spillingarmála.
Sjö dagar
sumarið
2001
föstudagur 13. júií
PV birtir frétt um efniskaup
Arna í BYKO. Skrifað á
Þjóðleikhúsið.
Gísli S. Einarsson alþingis-
maður óskar eftif stjornsýslu-
úttekt á störfum Arna.
Laugardagur 14. júií
Ríkisútvarpið se^ir frá
steinakaupum Arna í
BYKO.
Skrifað á Þjóðleikhúsið.
Þingmaðurinn þrætir og
segir steinana vera i
geymslu.
sunnudagur 15. júií
Kantsteinarnir ú; BYKO finn-
ast við heimili Arna i Breið-
holti. Þingmaðurinn viður-
kennjr verknaðinn í samtali
við Utvarpið oq að hafa
logið að þjóðinni.
mánudagur 16. júlí
Davíð Oddsson seaist
rjiyndu hafa sagt ar sér í
Arna sporum.
Framkvæmdastjóri Fram-
kvæmdasýslu seair mennta-
málaráðuneytið nafa heimil-
að að Arni skrifaði upp á
reikninga.
þriðjudagur 17. júlí
BYKO léjtir leynd af við-
skiptum Arna í nafni Þjóð-
leikhússins. Tvær úttektir
Dúksmálið kemur gpp.
Bylgjan segir að Arni hafi
keypt jarðvegsdúk i Garð-
heimum og látið skrifa á
Þjóðleikhúsið.
Arni Johnsen sepir dúkinn
vera í geymslu í Reykjavík.
miövikudagur 18. júlí
Morgunblaðið upplýsir að
dúkurinn hafi al drei farið til
Eyja.
Bylgjan segir dúkinn vist
hafa farið til Eyja.
fimmtudagur 19. júlí
Morcjunblaðið birtir mynd
af duknum i geymslu í
Gufunesi.
DV upplýsir að dúkurinn
hafi fario til Eyja en verið
laumað til Reykjavikur. aftur.
Arni Johnsen tilkynnir Davíð
Oddssyni forsætisráðherra
að hann muni segja af sér
þingmennsku.
Starfsmaður Þjóðleikhús-
kjallarans sem aðstoðaði
Arna í dúksmálinu, látinn
hætta störfum.