Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 9 DV Fréttir Flugfélagið breytir fyrirvaralaust sumaráætlun vestur á firði: Verið að eyðileggja margra ára uppbyggingarstarf - segja ferðaþjónustuaðilar - áætlun ekki haggað, segja Flugfélagsmenn DV-MYND HKR. Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar Hafsteinn Ingólfsson, Guörún Kristjana Kristjánsdóttir (Kiddý) og sonur þeirra, Stefán Þór, gera út tvo stóra farþegabáta frá ísafirði. Þau segjast eiga mikið undir aö áætlunarflug Flugfélagsins riðlist ekki frá því sem verið hefur undanfarin ár. Mikil óánægja er meðal rekstrar- aðila í ferðaþjónustu vegna breyt- inga á tímaáætlun í flugi Flugfélags íslands til ísafjarðar í sumar. Hefur fluginu verið flýtt verulega, bæði á morgnana og á kvöldin, frá því sem verið hefur. Dæmi eru um að áætl- anir sem feröaþjónustuaðilar hafi verið að byggja upp síðustu ár riðlist algjörlega. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, sem rekur ásamt eiginmanni sín- um, Hafsteini Ingólfssyni, Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ehf., segir þessa breytingu á áætlun Flugfé- lagsins mjög alvarlegt mál. „Það er búið að byggja upp ýmsa ferðamöguleika hér við Djúp á und- anfomum árum sem miða við flug til og frá ísaflrði. Með breyttri áætl- un, sér í lagi á kvöldvélinni, riðlast þetta allt saman. Farþegar sem sigla t.d. með okkur inn í Vigur ná ekki kvöldvélinni. Þetta skiptir miklu Ferðamenn í Vigri Breytingar á áætlunarflugi eru taldar geta skaðaö ferðaþjónustu vestra. máli, ekki síst hvað varðar útlend- inga sem koma hingað vestur í eins dags ferðir. Það er bókstaflega verið að eyðileggja margra ára uppbygg- ingarstarf í greininni." Kiddý segist hafa rætt þetta við Flugfélagsmenn en þar reki hún sig á vegg. Þeir séu ófáanlegir til að taka tillit til sjónar- miða ferðaþjónustunnar. Inga Rósa Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags íslands í Reykjavík, segir að breytt áætlun Flugfélagsins hafi komiö þeim veru- lega á óvart. Hún segir að þau bjóði upp á gönguferðir m.a. um Horn- strandir og SnæfjaOaströnd. Við höfum stillt inn á það að ferðum lyki þannig að fólk gæti náð kvöld- flugi frá ísafrrði og það er nú útilok- aö.“ Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, hjá Vesturferðum á ísafirði, segir breyt- ingamar, sérstaklega á kvöldflug- inu í sumar hafa komið mönnum í opna skjöldu. „Þetta kemur sér illa fyrir dagsferðafarþega sem koma við í Vigur og ná ekki kvöldfluginu suður samkvæmt nýju áætluninni." Kvöldflugið hefur undanfarin sumur verið frá ísaflrði kl. 19.40 en verður samkvæmt nýju áætluninni kl. 17.20. Sigríður segir málið baga- legt í ljósi þess að Flugfélagið er eitt á markaðnum í fluginu vestur. Þá sé slæmt að fá að vita af slíkri breyt- ingu svona seint, þar sem ferðaþjón- ustuaðilar em fyrir löngu búnir að gefa út sínar áætlanir miðað við flugáætlunina í fyrra. Ámi Gunnarsson, sölu- og mark- aðsstjóri Flugfélags íslands, segir að ekki standi til að breyta útgeflnni sumaráætlun félagsins. Hann viður- kennir að þeir hafi orðið varir við nokkra gagnrýni vegna þessa. „Við teljum hins vegar að í þessari tíma- setningu felist ákveðin tækifæri. Við höfum verið að fækka vélum hjá okkur og munar þar um heila ATR-vél sem við vorum með í leigu. Við getum því ekki sett upp jafn rúma áætlun og á undanfomum árum.“ Ámi segir að suma daga muni Flugfélagið þó geta boðið upp á kvöldflug i leiguflugi, en ekki sem áætlunarflug. -HKr. Brú í Hrútafirði: Nýr kokkur tók við eftir áramótin Enn sér ekki fyrir endann á deilu- málum í kringum fyrrverandi veit- ingamann í veitingaskálanum Brú í Hrútafirði sem rekinn var fyrir ára- mót. Skýrt skal tekið fram að málið tengist á engan hátt núverandi veit- ingamanni sem hóf þar störf í byrjun janúar. Hann segist þó hafa orðið fyrir því að lenda á milli tannanna á fólki vegna umræðu um mál forvera síns. Er nú reynt að lægja öldur í sveitinni en íbúar hafa skipst í tvær fylkingar í málinu. í DV á laugardag var greint frá því að tvær kærur hefðu borist vegna lík- amsárásar Bjama Rafiis Ingvasonar á stjómarformann Kaupfélags Hrútflrð- inga og heilbrigðisfúlltrúann í Skaga- firði. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu á Hólmavík fyrir helgi var síðar- nefnda málið sagt frágengið en það er mun eldra. Það mun þó ekki vera rétt, því heilbrigðisfulltrúinn, Sigurjón Þórðarson, sem kærði fyrrverandi veitingamann í júlí 2000, segist ekki vita til að málinu sé lokið. Það mun hafa snúist um að veitingamaðurinn reyndi að koma í veg fyrir lögbundið eftirlit og sló þá m.a. myndavél úr höndum heilbrigðisfúlltrúans og hafði í hótunum við hann. -HKr. Smáauglýsingar DV 550 5000 IC.US Úrslit verða tilkynnt í helgarblaði DV, laugardaginn 16. mars næstkomandi. ICEIAND rumlegasta bónorðið Baðstu hennar á undarlegum stað? Baðst þú hans kannski á óvenjulegum tíma? Bað hann þín með furðulegum hætti? Kanntu skemmtilega sögu af frumlegu bónorði? Taktu þátt í Brúðkaupsleik DV á Brúðkaupssýningunni Já í Smáralind helgina 8.-10. mars. Skrifaðu bónorðssöguna niður, komdu við f DV-básnum í Smáratind og settu hana f brúðkaupskassann, merkta „Brúðkaupsteikur DV” og þú gætir unnið mat og dekur íBláa lóninu ásamt gistingu á Suðurnesjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.