Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Qupperneq 11
MIÐVKUDAGUR 6. MARS 2002
11
r>v
Fréttir
Eiríkur Tómasson um þá stöðu að dómþolar séu ekki lengur boðaðir í afplánun:
Óviðunandi og ekki í sam-
ræmi við mannréttindi
- en alvarlegast, mannréttindabrot, að vista gæslufanga með afplánunarföngum
Eiríkur Tómasson lagaprófessor
segir þaö algjörlega óviðundi ástand
í réttarríki eins og íslandi að dóm-
þolar verði að bíða fram á haust til
að verða boðaðir í afplánun eins og
Fangelsismálastofnun hefur boðað
vegna lokunar Hegningarhússins og
deildar á Litla-Hrauni vegna spam-
aðar. Þannig geti dómþolar ekki lok-
ið að gjalda keisaranum sem keisar-
ans er, jafnvel eftir langa og stranga
málsmeðferð hjá lögreglu, síðan
ákæruvaldi og einu til tveimur
dómstigum. Eirikur segir þetta
sennilega ekki brjóta i bága við
ákvæði mannréttindasáttmála, hins
vegar gildi lög um fymingu en slíkt
gerist ekki fyrr en eftir langan tíma.
Á hinn bóginn segir Eiríkur það
hreint og klárt mannréttindabrot að
saklaust fólk, það er þeir sem eru
grunaðir um afbrot og hafa verið
úrskurðaðir í gæsluvarðhald, skuli
vistað á Litla-Hrauni með afplánun-
arfóngum.
Réttur til hraða og sanngirni
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttarlögmaður bendir á að í dóms-
málum hérlendis hafi gjaman komið
fyrir að sakamenn hafi fengið vægari
dóma en ella ef mál þeirra hafi tekið
langan tíma. Raunar er það svo að í
sumum tilvikum hefur mönnum ekki
verið gerð refsing.
Eiríkur tekur undir þetta en segir
að þegar dómsmálum ljúki þá gildi
ekki sömu ákvæði um hina hrööu
málsmeðferð.
„Þannig er, til dæmis með mann-
réttindasáttmála Evrópu, þá er ein-
ungis átt við hraða málsmeðferð fyrir
lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum,"
segir Eiríkur. „Eftir að dómur er fall-
inn þá gildir ákvæðið ekki lengur.
Auðvitað eru það mannréttindi að af-
plánun verði lokið sem fyrst. En ég
held ég kannist ekki við neitt mann-
réttindaákvæði sem mælir fyrir um
að það skuli gerast með skjótum
hætti. Hins vegar er lagt bann við
vanvirðandi refsingum og það eru
fymingarákvæði í lögunum. En þar
er um nokkuð langan tíma aö ræöa,“
segir Eiríkur.
Enginn „afsláttur"
- Er ekki bagalegt, á árinu 2002, að
dómþolar þurfi að bíða jafnvel mun
meira en hálft ár eftir að fá að hefja
sína afplánun?
„Jú, mér fmnst þetta algjörlega
óviðunandi ástand i réttarríki," segir
Eiríkur.
- Gefur þetta tOefni tO að breyta
eða lagfæra lög í þessum efnum?
„Það má kannski segja aö aldrei
verði hægt að girða fyrir að þetta
komi fyrir, jafnvel mikd alda, ein
stök sem menn ráða engan veginn
við.“
- Er það þá ekki orðið íþyngjandi
fyrir aðra?
„Það er vissulega íþyngjandi fyrir
skattborgarana. En það má segja að
það séu mannréttindi að menn taki út
sína refsingu sem fyrst. Þannig að
þetta er óviðunandi ástand."
- Nú hafa margir dómar gengið í
málum þar sem málsmeðferð lög-
reglu/ákæruvalds tók of langan tima
þar sem sakbomingi var af þeirri
ástæðu jafnvel ekki gerð refsing eða
hún stytt?
„Já, það em mörg dæmi um það,
bæði hér hjá okkur og eins hefur
mannréttindadómstódinn beitt fram-
angreindri reglu.“
Okkur til vansa
- Er niðurstaðan þá að dómþolar fá
ekki „afslátt" af refsingu ef þeir þurfa
að bíða fram eftir ári eftir að fá pláss
hjá Fangelsismálastofnun?
„Nei, en það er víða pottur brotinn
Utla-Hraun
Þar verður einni deild lokað í sumar. Þar er rými fyrir 22 fanga.
Fangelsið á Skólavöröustíg
Boðað hefur verið að því verði tokaö. Heimildir DV herma að unnið sé að því
að koma í veg fyrir lokun í sumar. Þar eru 14-16 pláss fyrir fanga.
Sólveig
Pétursdóttlr.
Jón Steinar
Gunnlaugsson.
í þessum fangelsismálum. Það er al-
gjörlega óviðunandi að hér skuli ekki
vera td sérstakt gæsluvarðhaldsfang-
elsi. Það er mannréttindabrot. Það er
brot á mannréttindasáttmála Samein-
uðu þjóðanna um borgaraleg og
stjómmálaleg réttindi. Gæslufangar
eiga ekki að þurfa að una því að vera
í sama fangelsi og þeir sem hafa ver-
ið dæmdir. Það skeröir þeirra rétt-
indi. Á meðan maður er í gæsluvarð-
haldi hefur hann ekki verið dæmdur
sekur.
Það þarf því að hyggja að ýmsu.
Því miður hafa fangelsismál hér á
landi legið í láginni. Þetta er okkur tO
vansa," segir Eirikur Tómasson.
Nauðsynlegt að finna lausn
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra hefur lýst því yfir að
stefnt sé aö því að reisa gæsluvarð-
haldsfangelsi á höfuðborgarsvæð-
inu. Hún sagði við DV í gær að
hún telji að dómþolar á hinn bóg-
inn eigi að geta tekið út afplánun
eins fljótt og verða má. „Þetta er
mikilvægt atriði
og nauðsynlegt
að við finnum
lausn á þessu
sem fyrst,“ sagði
hún og benti á
að verið væri að
skoða hvemig
hægt væri að
grípa til vægari
aðgerða.
Samkvæmt
heimddum DV hefur það verið
rætt að halda Hegningarhúsinu
opnu en loka einni dedd á Litla-
Hrauni.
Ottar Sveinsson
blaðamaður
Innlent fréttaljós
„Það er ljóst að í ríkisrekstrin-
um er víða við erfiðleika að etja,“
segir ráðherra. „í fangelsismálum
hafa viðfangsefnin aukist mikið,
meðal annars vegna þeirra sem
hafa verið handsamaðir og dæmd-
ir fyrir brot á flkniefnalöggjöfinni.
Þetta er auðvitað þróun, það er
þekkt að sveiflur verði með meiri
fiölda fanga í fangelsum landsins.
Þama er líka um að ræða gæslu-
varðhaldsfanga sem þarf að vista.
Því miöur er ekki búið að reisa
nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi á höf-
uðborgarsvæðinu sem ég tel brýnt
að verði gert. Það er mjög mikil-
vægt að menn geti afþlánað sinn
dóm eins fljótt og hægt er þannig
að þeir geti hafið nýtt líf.“
- Er það hreinlega mögulegt án
stóráfalla að boða ekki fanga í af-
plánun í hálft ár?
„Nei, þess vegna er ég að bregð-
ast við þessu máli. Ég hef kynnt
það sérstaklega í fjármálaráðu-
neytinu þar sem það er í skoðun.“
244 ára fangelsi
En hvers vegna er svo komið að
Fangelsismálastofnun fór 46 mOlj-
ónir króna fram úr heimildum?
Ein af meginástæðunum er sú að
um 70 prósent af útgjöldum stofn-
unarinnar er launakostnaður en
hann jókst mjög á síðasta ári
vegna kjarasamninga og sértekjur
skiluðu sér ekki eins og skyldi.
Einnig er ástæðan sú að meðal-
talstala fanga var rúmlega 120 á síð-
asta ári og hafði því aukist um 15 því
um 106 fangar voru í fangelsum
landsins dag hvem að meðaltali árið
áður. Þau mál sem Fangelsismála-
stofnun tók tO fullnustu á síðasta ári
varðaði einstaklinga sem hlutu sam-
tals 244,4 ára fangelsi miðað við 202
ár árið áður og 142 ár árið 1999. Þarna
er greinOeg fjölgun á ferð.
Eins og fram hefur komið eykst
hlutfaO erlendra brotamanna á ís-
landi - ekki síst i tengslum við fikni-
efnamál og dómar sem kveðnir hafa
verið upp í þehn málaflokki hafa
þyngst. Svo örfá dæmi séu tekin er
Hollendingur að afplána 9 ára dóm,
Austurríkismaöur 12 ár og Breti er að
afplána 7 ára dóm - aOir fyrir flkni-
efnamál. Þrír austantjaldsmenn taka
út styttri dóma fyrir auðgunarbrot og
Nígeríumaður fyrir peningaþvætti
þannig að flóra afbrotamanna stækk-
ar inni á LiOa-Hrauni. Annað dæmi
tO viðbótar þessu er að þónokkrir
sitja inni í fangelsum landsins, ís-
lendingar, með langa manndráps-
dóma á bakinu. Aðeins þetta ætti að
gefa einhverja mynd af því mynstri
sem hefur verið að skapast í ís-
lenskum afbrotaheimi - fleiri fang-
ar með langtímadóma í fangelsum
þar sem kröfur samfélagsins verða
æ meiri. Og gleymum því ekki að
síðustu tvö og hálft ár hafa 8 mann-
dráp verið framin hér á landi þar
sem fikniefni voru tengd ofbeldinu í
4 skipti. I tveimur þessara mála eiga
þungir dómar eftir að ganga, jafnvel
upp á samtals meira en 30 fangelsis-
ár.
Suzuki Baleno Wagon,
ssk., skr. 6/99, ek. 26 þús.
Verð kr. 1270 þús.
Suzuki Baleno G, 4 d., bsk.,
skr. 7/97, ek. 51 þús.
Verð kr. 740 þús.
Subaru Legacy st. 2,0, ssk.,
skr. 5/97, ék. 94 þús.
Verð kr. 1270 þús.
Suzuki Jimmy JLX, 4x4,
skr. 6/99, ek. 49 þús.
Verð kr. 1040 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.,
skr. 3/99, ek. 44 þús.
Verð kr. 1290 þús.
Suzuki Vitara JLX, 3d„ ssk.,
skr. 2/96, ek. 92 þús.
Verð kr. 790 þús.
Suzuki Wagon R+, 5 d., 4x4,
skr. 5/00, ek. 8 þús.
Verð kr. 1140 þús.
Suzuki Swift GX 5 d. bsk.,
skr. 9/96, ek. 63 þús.
Verð kr. 530 þús.
VW Polo, 3 d„ ssk.,
skr. 1/99, ek. 79 þús.
Verð kr. 790 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---✓///-------------
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100