Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 Landið DV Hornfirðingar sjá byggðaáætlun Valgerðar í öðru ljósi en margir aðrir: Sjáum marga punkta sem hægt er að nota - segir Halldóra B. Jónsdóttir, formaður bæjarráðs í Hornafirði DV-MYND SIGURDUR HJÁLMARSSON F]öifygii Þaö er góö aðsókn aö gnægtaborði Þóru í Vík, fuglar á þakinu og snjó- skaflinn krökkur. Innfellda myndin er af Þóru Þorbergsdóttur. „Við erum ekki eins grimm út í þessa byggðaáætlun og víða hefur verið og við sjáum marga punkta í þessu sem hægt er að nota,“ sagði Halldóra B. Jónsdóttir, formaður bæjarráðs í Homafirði, í samtali við DV í gær. Byggðaáætlunin, sem Valgerður Sverrisdóttir iön- aðarráðherra lagði fram, kom til umræðu á fundi bæjar- stjórnar Horna- fjarðar. Halldóra sagði að sam- þykkt hefði verið ályktun á fundinum um skoðun bæjarstjórnar á þessari byggðaáætl- un. I henni er að finna ýmis sömu áhersluatriði og komu fram í álykt- un frá fundi bæjarráðs í nóvember á síðasta ári og má þar nefna eflingu sveitarstjómarstigsins og fækkun og stækkun sveitarfélaga, aukna áherslu á uppbyggingu framhalds- og símenntunar um land allt, sam- göngubætur og hvemig megi jafna aðstöðu fyrirtækja og íbúa í land- Halldóra B. Jónsdóttlr í ályktun bæjarráðs segir: „Bæj- arráð fagnar allri viðleitni sem beinist að styrkingu atvinnulífs og eflingu mannlífs á landsbyggðinni og telur mörg atriði jákvæð í fram- kominni byggðaáætlun. Bæjarráð fagnar þeim áformum að ríkissjóð- ur leggi 1000 milljónir kr. til ný- sköpunarverkefna á landsbyggðinni á árunum 2002-2005 og sérstaklega minnt á uppbyggingu aðstöðu fyrir frumkvöðlasetur í Nýheimum í Hornafirði, þannig að hér hafa nú DV-MYND EINAR ÓLAFSSON Gæöastjórnun í skólum Skólastjórnendur á Ströndum áttu góöan fund og fengu ágæta ráögjöf, ættaöa frá Skotlandi. Hér nærir mannskapurinn sig milli funda. Skólarnir á Ströndum: Stefna að öflugu sam- starfi í lögum um grunnskóla frá 1996 segir: Sérhver grunnskóli innleið- ir aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu og stjórnun- arhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Með þessi lög ráðuneytisins í farteskinu funduðu skólastjórar og kennarar grunnskólans á Hólma- vík, Drangsnesi og Broddanesi um sjálfsmat eða innra mat eins og sumir vilja kalla það. Eða eins og segir í Aðalnámskrá 1999: í sjálfs- mati skal koma fram stefna og markmið skóla, skilgreining á leiðum til þess að ná þeim, grein- ing á sterkum og veikum hliðum skólastarfs og áætlun um úrbætur. Var gerður góður rómur að framsetningu Þóru Bjarkar Jóns- dóttur frá skólaskrifstofu Skaga- fjarðar og Rúnars Sigþórssonar frá Háskólanum á Akureyri og ákveð- ið að þetta litla skref sem stigið var í liðinni viku yrði vísir að öfl- ugu samstarfi skólanna í Stranda- sýslu. -EÓ DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Jákvæöir Homfiröingar Hornfirðingar hafa ekki allt á hornum sér í garö verka Valgeröar Sverrisdóttur eins og gerst hefur annars staöar á landinu. Myndin sýnirgóöa veöriö í Hornafirði í síöustu viku, minnismerkiö á Óslandi, rétt utan viö bæinn, þar sem vel sést til skipaferöa. þegar verið skapaðar aðstæður til þátttöku í þessu verkefni." Tekið er undir áherslur um efl- ingu sveitarstjómarstigsins og flutning verkefna. Þessar tillögur falla vel að þeirri þróun sem átt hef- ur sér stað í Austur-Skaftafellssýslu með sameiningu sveitarfélaganna reynsluverkefnum og þjónustu- samningum og er mikill áhugi sveitastjórnarmanna á Hornafirði að halda áfram á þeirri braut. Af sérstökum tillögum til aðgerða lýsir bæjarráð áhuga sínum á þátt- töku í verkefhum, svo sem eflingu fiskeldis, en slíkt verkefni er í undir- búningi af hálfu áhugamanna heima í héraði. Áhugi er á verkefninu raf- rænt samfélag en í því hefur talsverð undirbúningsvinna farið fram undan- farin ár, einnig verkefninu aukið verðmæti sjávarfangs-líftækni. Skil- yrði til þátttöku í því eru góð. Þátt- taka í uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli verður áfram á verkefna- skrá. Bæjarráð Homafjarðar leggur áherslu á að framkvæmd þeirra til- lagna sem gerðar eru og eftirfylgni með áætluninni sé þaö sem máli skiptir varðandi árangur. -JI Skátastarfsemi í Hornafirði endurvakin: Skátar vígðir í fund- arhúsinu í Lóni DV-MYNDIR JÚLlA IMSUND Frumbyggjar í fundarhúsi Skátarnir í Frumbyggjum ásamt foringjunum Stefáni Loga og Margréti Völu. Gamla fundarhúsið í Lóni fékk nýtt hlutverk á fóstudaginn þegar þar fór fram skátavígsla krakka í 4. til 7. bekk Hafnarskóla. Engin skátastarfsemi hefur verið á Höfn síðan 1993 þar til í haust að þrír ungir kennarar við Hafnar- og Heppuskóla hafa endurvakið skáta- félagið Frumbyggja og starfað með krökkunum í vetur. „Við erum með um 45 krakka í heildina í 9 flokkum og það er mik- ill áhugi hjá þeim,“ segir Stefán Logi Sigurðsson skátaforingi, „og við höfum skátafundi einu sinni í viku. Einu sinni í mánuði er útivist- ardagur og þá er ólmast úti í nokkra klukkutíma og farið í leiðangra eða útilegur og svo erum við farin að undirbúa þátttöku á Landsmóti skáta sem verður 16. júlí á Akur- eyri. Mikill kostnaður fylgir því að fara á landsmótið og það er búið að skipuleggja fjáröflunarleiðir með þátttöku krakkanna og aðstoð for- eldranna. Einnig styrkja Menning- arsjóður A-Skaftafellssýslu og bæj- arfélagið okkur,“ segir Stefán Logi. Þegar fréttaritari DV leit inn tU nývígðu skátanna, sem gistu eina nótt í fundarhúsinu, leyndi sér ekki að þar var óskaplega gaman og skátaforingjamir Stefán Logi og Margrét Vala Gylfadóttir höföu góða stjóm á sínu liði. Þriðji skáta- foringinn, Heiðbjört Kristjánsdóttir, var ekki á staðnum. -JI Gefið smáfuglunum: Með aragrúa fugla og eina mús í fæði „Já, það er margt á fóðrum þessa dagana," sagði Þóra Þorbergsdóttir í Vík í Mýrdal þegar fréttaritari DV tók þessa mynd í gærmorgun. Þóra segist alltaf gefa fuglunum einu sinni á dag þegar svona viðrar og stundum tvisvar ef það er mjög kalt í veðri. Þetta eru mest snjótittling- ar, nokkrir skógarþrestir og stund- um aUt upp í sex starrar. Svo er ég með eina mús á fóðrum, hún kemur á nóttunni og hirðir mola sem eftir eru, hún er með holu hér undir hús- veggnum hjá mér en hún var greini- lega ekkert farin að hreyfa sig í morgun, það var enn fennt fyrir hol- una,“ sagði Þóra. Ástæða er tU að hvetja almenning að fara að for- dæmi Þóru og gefa smáfuglunum í bjargarleysinu. -SKH Næsta landsmót UMFÍ: Bæjarstjórn óttast kostn- aðinn Frjálsíþróttasamband íslands hefur gengið i lið með Ungmennasambandi Skagfirðinga og styður það heUshugar að næsta Landsmót UMFÍ verði haldið á Sauðárkróki. Boltinn er hins vegar hjá sveitarstjóm Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem hefur ekki enn sem komið er tekið máliö tU formlegrar meðferðar. Svo virðist sem þar á bæ sé ekki mikUl áhugi fýrir landsmótinu. Gísli Sigurðsson fijálsiþróttafröm- uður segir að menn viðurkenni ekki áæUanir UMSS-manna um gerð frjáls- íþróttavaUarins, eina mannvirkisins sem vanti tU að halda landsmót. Hann eigi að kosta innan við 60 mUljónir og þar af komi 45 mUljónir frá ríkinu. ísafjarðarbær sagði sig frá því að halda landsmót. Ein gUd umsókn hefúr borist í landsmótið 2004, frá Kópavogs- bæ fyrir hönd UMSK. Skagfirðingar hafa lagt inn umsókn, en hún öðlast ekki gUdi fyrr en samþykkt liggur fyr- ir frá sveitarstjóm. Landsmótsstaður verður væntanlega ákveðinn á fundi UMFÍ seint í þessum mánuði. -ÞÁ DV-MYND JÚLÍA Gamll-Hali Hér veröur Þórbergssafn. Húsiö þarfnast mikilla viögeröa og er unn- iö aö undirbúningi þeirra. Þórbergssetur áHala Hafinn er á fuUu undirbúningur að stofnun Þórbergsseturs á Hala í Suður- sveit, æskuheimUi Þórbergs Þórðar- sonar. Þorbjörg Amórsdóttir á Hala segir að gert sé ráð fyrir að stofna sjálfseignarstofnun um setrið. Þama verður sýningaraðstaða ásamt aðstöðu fyrir fræðimenn sem þangað vUja koma. Þórbergssetur verður tU húsa í „Gamla-Hala“, húsinu sem Steinþór, bóndi á Hala, bróðir Þórbergs, byggði. Þar dvaldi Þórbergur gjarnan þegar hann kom því viö sín seinni ár. -JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.