Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 35 DV Tilvera Æsmssm Shaquille O’Neal þrítugur Einn besti körfu- boltamaður í banda- ríska körfuboltan- um, Shaquille O’Neal, sem leikur með Los Angeles Lakers, verður þrí- tugur í dag. O’Neal, sem ungur vakti at- hygli fyrir hæfileika sína, hætti námi i háskólanum í Louisiana til að geta farið i atvinnumennskuna en tók síð- ar próf utanskóla í stjómmálafræð- um. Hann lék í nokkur ár mcð Or- lando en skipti siðan yfir til Los Ang- eles og hefur verið yfirburðamaður í NBA-körfunni undanfarin ár. Tviburarnlr (2 Gildir fyrir fímmtudaginn 7. mars Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): I Þú kynnist einhveijum mjög spennandi á næstunni og á sá eða sú eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Það verður mikið um að vera í kvöld. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Óvæntir atburðir eiga Isér stað í dag. Þú færð einhverja ósk þína uppfyllta, verið getur að gamall draumur sé loks að rætast. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: . Vinur þinn sýnir þér skilningsleysi sem | fær þig til að reiðast. Hafðu stjóm á tilfinningum þínum og ræddu málið við vin þinn. Nautið (20. april-20. maí): Þú ert eitthvað eirðar- laus þessa dagana og átt í erfiðleikum með að finna þér skemmti- legverkefni. Fjölskyldan er afar samhent í dag. Tvíburarnir (21, maí-21. iúní): Þér gengur vel í vinn- “■unni og færð mikla hvatningu. Kvöldið verður rólegt í hópi goðra vina. Þú ert sáttur við allt og alla. Krábbinn (22. iúni-22. íúid: Fjármálin valda þér | nokkrum áhyggjum en ' verulegar líkur eru á að þau muni fara batnandi á næstúnni. Ekki er óliklegt að brátt dragi til tíðinda í ástarlifinu. Liónið (23. iúlí- 22. áeúst): ■ Þú gerir einhverjum greiða sem viðkom- andi verður afar ánægður með. Þetta veldur skemmtilegri uppákomu sem þú átt eftir að minnast lengi. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Þú færð óvæntar frétt- ir sem hafa áhrif á .fjölskyldu þína. Ferðalag verður til úmræðu og von er á frekari fréttxun sem snerta það. Vogin (23. sept.-23. okt.): S Eitthvað sem hefur farið úrskeiðis hjá vini \ f þínum hefur truflandi r f áhrif á þig og áform þín. Þú þarft því að skipuleggja hlutina upp á nýtt. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.i: Kólk treystir á þig og leitar ráða hjá þér um (ihugmyndir og útfærslu þeirra. Þú þarft að sýna skilning og þolinmæði. Happatölur þinar eru 9, 17 og 33. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): _Þú ert orðinn þreyttur rá venjubundnum verk- ' efnum og ert fremur !§| eirðarlaus. Þú ættir að breyta til og fara að gera eitthvað alveg nýtt. Stelngeitin (22. des.-19. ian.l: Þú ert að skipuleggja ferðalag og hlakkar afar mikið til. Það er í mörg hom að líta og töluverður tími fer í að ræða við fólk. Charles Lindberg-verðlaun fyrir frumumeðferð veitt í fyrsta sinn í Bandaríkjunum: Frumkvöðull heiðraður - margt spennandi að gerast á sviði frumumeðferðar sem gefur von um betri lækningar, segir Bernhard Pálsson í síðasta mánuði tók íslenskur vísindamaður, Bernhard Pálsson, við sérstakri viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf á sviði frumumeð- ferðar úr höndum sonarsonar Charles Lindbergs, þess sama og varð fyrstur manna tU að fljúga yfir Atlantshafið. Tilefnið er að hjá læknaháskólanum í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum er verið að koma upp alþjóðlegum vettvangi sem kenndur er við Lindberg. Þetta á að verða árlegur viðburður, þar sem vísindamenn á sviði frumumeðferð- ar og lífefnaverkfræði hittast og ráða ráðum sínum. Á þessu þingi verður síðan hápunkturinn sá að heiðra einhvem sem skarað hefur fram úr á þessu sviði með verðlaun- um sem kennd eru við Lindberg annars vegar og franska lækninn og visindamanninn Carrel hins vegar, sem á fyrri hluta síðustu aldar vann mikið brautryðjendastarf á sviði æðatenginga og læknisfræðirann- sókna. - Málþingið sem fór fram á dögun- um þar vestra var stofnþing þessa framtaks og af því tilefni var nokkrum af virtustu fræðimönnum á þessu sviði boðið að koma til að halda fyrirlestra og jafnframt voru Heiðraöur Hér má sjá Bernhard (t.v.) taka við Lindberg-Carrel verðlaununum úr hendi Lindbergs, sonarsonar Charles Lindbergs, sem fyrstur flaug yfir Atlantshafið. nokkrir þeirra sæmdir heiðursverð- laununum sem kennd eru við þá Lindberg og Carrel. Að sjálfsögðu áttu íslendingar sinn fulltrúa í þeim hópi, téðan Bemhard Pálsson. Kunnur vísindamaður Bemhard er löngu orðinn heims- kunnur vísindamaður á sínu sviði og býr og starfar í Bandaríkjunum þar sem hann er prófessor við Uni- versity of Califomia í San Diego. Hann er upphaflega úr Aratúninu í Garðabænum, sonur Ernu Arnar og Páls Vígkonarsonar, en hefur nú búið í Bandaríkjunum um langt ára- bil. Bemhard var einn af frum- kvöðlum þess að líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld var stofnað á sínum tíma og hann hefur tekið ríkan þátt í liftækniævintýrinu í Bandaríkjunum og verið þar frum- kvöðull á ýmsum sviðum. Miklir möguleikar Þegar DV hitti Bernhard að máli lá beint við að spyrja hann um þessa hátíð læknaháskólans í Suð- ur-Karólínu. Hann sagði það vera gott framtak að kalla saman fólk sem er að vinna á sviði frumumeð- ferðar, því þetta væri til þess að gera ung grein og menn hefðu gott af því að skiptast á skoðunum. Mik- ið af spennandi hlutum væri að ger- ast á þessu sviði og því um margt að ræða. í því sambandi nefnir hann rannsóknir, þar sem verið er að rækta stofnfrumur sem síðan er hægt að nota til að græða og byggja upp líkamsvefi sem hafi spillst eða eyðilagst. Þama væru t.d. að opnast möguleikar til þess hugsanlega að lækna hluti eins og brjóskeyðingu í Verölaunahafar Hér er Bernhard í hópi annarra verölaunahafa. tækinu. Þetta hefur nú fengið tals- verða klíníska prófun. Mergur hef- ur verið tekinn úr konum sem farið hafa í gegnum erfiða krabbameins- meðferð sem hefði skemmt merg þeirra. Mergurinn er síðan geymd- ur í tækinu í allt að 2 vikur og virk- ar síðan eðlilega eftir að hann er settur á ný í konurnar. Það er í raun verið að gera meira en að geyma merginn - hann er ekki kældur eða frystur heldur er hann í eðlilegri virkni og starf- semi á meðan hann er í tæk- inu,“ segir Bemhard. Hann segir að þetta tæki sé fyrir nokkru komið á markað þar vestra, en þróun þess og útbreiðsla hafi verið heldur hægari en menn hafi búist við. Komi þar bæði til að gagn- rýninni umræðu um þessar aðferðir skaut upp fyrir um tveimur árum, og svo ráði einföld markaðslögmál líka miklu. Þetta sé dýrt tæki og dýr meðferð og spurningin sé alltaf hvað tryggingar eru tilbúnar að borga. Hann er hins vegar ekki í vafa um að þessi þekking og sam- bærileg þekking á sviði frumumeð- ferðar eigi eftir að gjörbreyta lækn- isfræðinni. Merkileg blóðpumpa Bernhard var að lokum spurður að því hvemig stæði á því að viður- kenning á sviði frumumeðferðar væri kennd við flugkappann Lind- berg. Það sagði Bemhard ekkert skrýtið. Lindberg hafi nefnilega gert ýmislegt fleira en að fljúga yfir Atl- antshafið því ýmsar uppfinningar hans mörkuðu tímamót. Þannig hafi hann t.d. hannað og smíðað „bóðpumpu" eða gervihjarta, í kjöl- far þess aö mágkona hans, Elisabeth Morrow, dó úr einhvers konar hjartveiki. Þá sökkti hann sér niður í það hvers vegna ekki var hægt að hjálpa henni með hjartaskurðað- gerð og fólst vandinn í því að menn treystu sér ekki til að halda blóð- rásinni gangandi með fullkomlega eðlilegum hætti meðan á aðgerðinni stóð. Þessi pumpa Lindbergs varð mjög fræg og segir Bemhard það verðskuldaða frægð, því pumpan endurskapi í raun þá aflfræði sem finnst í líkamanum. Verðlauna- gripurinn sjálfur - Lindberg- Carrel verðlaunin - er einmitt útfærsla af þessari pumpu þar sem sett eru saman í eina figúru pumpan og Elísabeth þessi, sem dó úr hjart- veikinni og varð kveikjan að pælingum Lindbergs. -BG Frumkvööuliinn Bernhard Pálsson segir marga spennandi hluti vera að ger- ast í frumumeðferö og nýir möguleikar að opnast til lækninga á skemmdum vefjum. liðamótum og áhugaverðir hlutir væru að koma fram varðandi end- urbyggingu vefja eftir krabbameins- meðferð svo eitthvað væri nefnt. Áhugavert fólk Eins og áður segir voru margir helstu sérfræðingar Bandaríkjanna á sviði frumumeðferðar kallaðir til Suður-Karólínu og sumir þeirra heiðraðir. Spurður um það fólk sagði Bemhard að þar hafi vissu- lega verið merkilegir menn á ferð og nefnir sérstaklega Judah Folk- man frá Harvard sem er sérfræðing- ur í blóðstreymi til krabba- meinsæxla og er að vinna stór- merkilega hluti í þeim efnum. Bern- hard segir að það kæmi sér ekki á óvart þótt Folkman fengi nóbels- verðlaunin í læknisfræði innan nokkurra ára. Mergur í eðlilegri starfsemi Um framlagið sem Bernhard sjálf- ur var heiðraður fyrir sagði hann það vera svokallaðan „Flat-bed bior- eactor", sem væri tæki eða kerfi sem hægt væri að geyma í merg þannig að mergurinn viðhéldi sinni eðlilegu starfsemi. Þessi aðferð og þróun þessa tækis er raunar nokk- urra ára gömul þannig að góð reynsla er komin á það. „Það má segja að þetta hafi verið fyrsta kerfið, sem getur ræktað þessar mergfram- ur fyrir utan líkamann. Það mikilvægasta er að svokallaðar stofnfrum- ur mergsins, sem era í raun þær frumur sem endurskapa vefinn, ná ekki einvörðungu að viðhalda sér með eðlilegri starfsemi heldur hefur fiöldi þeirra aukist meðan þær * £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.