Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 37 ÐV Tilvera DV-MYNDIR OLGEIR Nemendur og leikendur Flosi Ólafsson, fyrir miöri mynd, ásamt aöstoöarfólki og ungum leikurum. Lftagle&l Mikiö var vandaö til búninga sem eru hinir skrautlegustu. Danskur söngleikur um goðin settur upp í Reykholtsdal: Sakleysið og leik- gleðin í fyrirrúmi - segir Flosi Ólafsson, leikstjóri og þýðandi Kleppjárnsreykjaskóli, grunn- skóli í Reykholtsdal í Borgarfiröi, heldur upp á fertugsafmæli skólans með ef til vill svolítið óhefðbundn- um en sannarlega veglegum hætti um þessar mundir. Nemendur og kennarar skólans hafa ráðist í það stórvirki að setja upp söngleik, sem þýddur var úr dönsku af þessu til- efni, Æsi og þursa. Við þetta njóta þeir dyggrar aðstoðar Leikdeildar Umf. Reykdæla sem býr yfir ríkri reynslu á sviði áhugamannaleiklist- ar og ekki síður hins góðkunna Flosa Ólafssonar, leikara og leik- stjóra. Flosa má auðvitað alveg eins og ekki síður kynna til sögunnar sem rithöfund, leikskáld, þýðanda, skemmtikraft og hestamann - og, eins og alþjóð veit, þá er stutt í prakkarann þótt leikarinn sé „löngu kominn á eftirlaun". Flosi og eiginkona hans, Lilja, fluttu búferlum úr Reykjavík og upp í Borgarfjörð árið 1989 og settust að í Reykholtsdal. Flosi á að verulegu leyti ættir að rekja í Borgarfjörð. Föðuramma Flosa, Guðlaug Þórólfs- dóttir, var Borgfirðingur og sömu- leiðis móðurafi hans, Oddur Bjarna- son, einn af Hælsbræðrum, en það má geta þess að Oddur var fæddur á Hömrum í Reykholtsdal, næsta bæ við Kleppjámsreyki, þar sem skól- inn fertugi er. í móðurættina er Flosi af Bergsætt og presthögna- kyni. Danskur söngleikur Flosi og Lilja búa aö Bergi í Reyk- holtsdal en eftir að þau fluttust þangað hefur býliö löngum verið nefnt Stóra-Aðalberg og í hlaðvarp- anum hjá þeim, hinum megin þjóð- vegarins, er félagsheimili Reyk- dæla, Logaland, en þar verður söng- leikurinn Æsir og þursar frumsýnd- ur 7. mars nk. Æsir og þursar er þýðing Flosa Ólafssonar á dönskum söngleik, De nordiske guder, eftir Bent Kvæmdrup og er byggt á norrænu goðafræðinni. Leikritið fjallar um það þegar Freyr læðist upp i hásæti Óðins, Hliðskjálf, þar sem hann sér yflr allan heiminn. Afleiðingar þess eru ósætti milli guða og þursa og hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar í för með sér. Guðlaugur Óskarsson, skólastjóri Kleppjámsreykjaskóla, sá söngleik- inn í Danmörku og fékk þá hug- myndina að því að setja hann upp i tilefni af afmæli skólans og fór þess á leit við Flosa að hann þýddi söng- leikinn og vélaði hann að auki til að setja þetta upp líka, eins og Flosi orðar það, en DV leit við á æfingu á Ásum og þursum á dögunum. Merkileg lífsreynsia Þrátt fyrir langan feril á leik- sviðinu er þetta í fyrsta sinn sem Flosi vinnur með börnum. „Þetta er einhver merkilegasta lífs- reynsla sem ég hef farið í gegnum á ævi minni! Það er gersamlega heillandi að vinna með bömun- um, mjög ólíkt því sem maður á að venjast. Þama situr sakleysið og leikgleðin í fyrirrúmi," segir hann hátíðlega. Um það hvemig gangi að stýra hópnum svarar Flosi af sinni al- kunnu hógværð að það þýði ekki annað en spyrja að leikslokum en prakkarinn á erfitt með að sitja á sér: „Hvað er sagt um þá sem slasast? „Líður vel eftir atvikum", er það ekki?“ bætir hann við og hlær sínum einstaka hrossahlátri. Ögn alvarlegri bætir hann við: „Mér fmnst að til hafi tekist furðu vel og þó finnst mér einkanlega ástæða til að geta þess að búningamir era al- veg stórkostlegir. Það hefur ekki sést jafn heillandi litadýrð á leik- sviði á íslandi fyrr eða síðar!“ Fetað í fótspor Wagners Það fer ekki á milli mála að mik- il vinna hefur verið lögð í leikmuni og búninga. Þar hafa margir nem- endur lagt hönd á plóginn en um- sjón með þessum þætti hefur verið i höndum Elísabetar Halldórsdóttur, Guðrúnar Þórðardóttur og Sveins Víkings. Við búningaliönnunina voru guðimir aðgreindir með því að hver fjölskylda fékk sinn lit. Þessir skrautlegu búningar eru uppistaðan í sviðsmynd verksins. Ólaf- ur Flosa- son og Pét- ur Hjalte- sted sáu a útsetn- ingar og upptökur á tónlistinni Leikstjorinn lel&beinlr Fiosi Ólafsson, sem ei þýöandi söngleiksins og leikstjóri, sést hér leiðbeina einum nem- enda grunnskólans. sem tekin var upp á geisladisk í stúdíói Péturs. „Það má geta þess að hér er fetað í fótspor Ríkharðs Wagners með efnisval. Þetta er úr fomnorrænu goðafræðinni að efni til, um átökin milli góðs og ills og hinar spaugi- legu hliðar málsatvika í Ásgarði og Jötunheimum." Flosi lýsir vinn- unni með leikarahópnum þannig að hún hafi í rauninni verið nákvæm- lega eins og við mátti búast. „Þetta er mjög erfitt vegna þess að maður þarf að taka ýmsa hluti frá grunni sem annars eru byggðir á reynslu, þekkingu eða kunnáttu. Þetta eru litlir krakkar sem eru með mismun- andi einbeitingarhæfileika," segir Flosi og prakkarinn situr á sér. „Maður verður að spyrja að leikslokum en að mínum dómi er það alveg undravert hvað hefur ver- ið hægt að gera úr þessu.“ Leikarar tæplega sextíu Um eitt hundrað manns koma að sýningunni í heild, en leikararnir em um 60 talsins og allir nemendur á Kleppjárnsreykjum. „Állir sem vettlingi geta valdið era í þessu. Þetta er í sambandi við 40 ára afmæli skólans og það var ákveðið að gera þarna stórátak sem á sér liklega engin fordæmi í allri íslenskri skólasögu, að ryðja upp stórum söngleik um Æsi og þursa úr goða-. fræðinni. Ég á eft- ir að sjá einhverja feta í þessi fótspor. Þetta er stórmerki- legt átak hjá Gulla skólastjóra," lýsir Flosi yfir og segir að lokum: „Eiginlega fannst mér í upphafi að þetta væri varla vinnandi vegur en það hefur tekist og verð- ur frumsýnt á morgun, fimmtudaginn 7. mars.“ -OHR wmý.'. m •'í 8iff m má 1 SS \ jfivwrm ww MIÓV. 6. MARS. ! Z^UG. 9. IV IARS Baab Uídalín BUTTERCUP Breiðinni FlM 7 ENGLAR Dægurlagahljómsv. & PLAST Sjallanum Akureyri Stefáns Henryssonar Uídalín PAPAR Höllinni | rCIS i „ cl. MARS ÍRAFÁR Sjáuarperlunni BUFF Uídalín BUFF Uídaiín . BSG -V Kaffi Reykjauík BSG íijorg.- ' Kaffi Reykjauík HUNANG Players HUNANG Players ^ . w w v/. p r o fWSl !, 1X mnKíi. PÁlt RÓS. ÍStórsýningin Af íífi 6 Sáf) Hollmni WSIÐNfS Uidalin PftPAR Kaffi Reykjasík HfttFl i HUQRU Players • SSSól f|r R S, Sjallanum KftRMft Sjáxarperlunstí MIDNfS Uidalin PftPftR Kaili Reykjavík HÁlfT í HUORti Players : aflfc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.