Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 5 r>v Fréttir Ráðherra tekur jákvætt í niðurgreiðslur á tattóveruðum geirvörtum: Húðflúr á leiðinni í heilbrigðiskerfið? Fyrirspurn um húöflúrsmeöferð Ásta Ragnheiður Jðhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi á dögunum fyrirspurn til heilbrigðisráöherra vegna kvenna sem hefðu misst brjóst eftir krabbamein. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, beindi á dög- unum fyrirspurn til heilbrigðisráð- herra vegna kvenna sem hefðu misst brjóst eftir krabbamein. Ásta sagði algengt að byggt væri upp nýtt brjóst hjá lýtalæknum í stað þess sem tekið væri og hluti af þeirri að- gerö væri að útbúa nýja geirvörtu á brjóstið. Læknar hefðu gert það á þann hátt að húð væri flutt af við- kvæmum stað á konunni og síðan grædd á brjóstið. Þetta væri mjög erfið og óþægileg aðgerð og kallaði á svæfmgu en víða erlendis væru menn famir að útbúa geirvörtu á brjóstið með húðflúrsmeðferð. í nokkrum tilvikum hefði húðflúr verið notað hér á landi við þessar kringumstæður en heilbrigðiskerfið tæki ekki þátt í kostnaði við þaö. Því spurði hún ráðherra hvort til stæði að heilbrigðiskerfið tæki þátt i kostnaði við slíka meðferð. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að erindi af þessum toga hefðu borist til Tryggingastofnunar sem sýnt hefði málinu fullan skiln- ing og talið það bæði mikilvægt og til hægðarauka að láta húðflúra vörtubauginn í stað þess að beita skurðaðgerð með húðflutningi. Hins vegar hefði Tryggingastofnun talið að fram til síðustu breytinga á al- mannatryggingalögunum hafi lögin ekki heimilað greiðslu af þessum toga þar sem meðferð hjá húðflúrur- |—^—I um hefði hvergi verið að fmna í "a heimildum al- y — mannatrygginga- m laga eða reglum w byggðum á þeim. „Hefur stofnunin því talið sér al- BWa—gerlega óheimilt Jón að taka þátt í slík- Kristjánsson. um kostnaði," sagði ráðherra. Jón benti á að húðflúrarar væru ekki heilbrigðisstétt og hefðu því ekki samninga við Tryggingastofn- un en tók jákvætt í breytingar sbr. eftirfarandi ummæli: „Ég hef hins vegar fullan skilning á þessu máli og ég hef því ákveöið að beina þessu erindi til hinnar nýstofn- uðu samninganefndar með ósk um að hún skoði þetta mál ofan í kjölinn og kanni möguleika á því hvort unnt er að tnæta þessum óskum. Ef slíkt er hægt þá kæmi það að minu viti helst til sem hluti af störfum lýtalæknis," sagði ráðherra. -BÞ •* Páskaferðalög: Ekki of hratt og beltin spennt Umferðarráð vill vekja fólk sem hyggur á ferðalög í kring um pásk- ana til umhugsunar. Mikil umferð verður þá á vegum landsins. Enn er allra veðra von á íslandi og því ástæða til að fólk fylgist vel með veðurspá og kynni sér færð á vegum á fyrirhuguðum ferðaleiðum. Upp- lýsingar um færð er að finna á textavarpi Sjónvarpsins, á síðum 170-188. Upplýsingar eru einnig til- tækar á heimasíðu Vegagerðarinn- ar, veg.is. Upplýsingasími Vega- gerðarinnar er 1777. Afar mikilvægt er að ökumenn virði hámarkshraðareglur en of mikill hraði er orsök margra alvar- legra umferðarslysa. Þá þarf að sýna varúð við framúrakstur. Mikil- vægt er að allir séu með bílbelti spennt. Ökumenn sem syfjar við stýrið eru hættulegir í umferðinni. Þeir eiga hafa ekki heitan blástur á miðstöð, hafa opna glugga og súran eða beiskan brjóstsykur tiltækan. Rúmlega fimmtung allra banaslysa má rekja til ölvunarakst- urs. Munið þvi: „Eftir einn ei aki neinn!“ -hlh ioiumenn Fyrrum starfsmenn Bústólpa munu taka að sér að selja b'mgeyskum bænd- um fóður og áburð. Áburðar- og fóðursala í Þingeyjarsýslum: Geta sótt þjónustu til Húsavíkur Fyrirtækið Bústólpi á Akureyri hefur gert samstarfssamning við fyr- irtækið Údda á Húsavík, en að því standa fyrrum starfsmenn Bústólpa á Húsavík, um sölu fóðurs, áburðar og sáðvöru frá Bústólpa í Þingeyjar- sýslum. Með samningnum er áfram tryggt að þingeyskir bændur geta sótt þessa þjónustu til Húsavíkur. Lengst af annaðist Kaupfélag Þing- eyinga sölu fóðurvara í Þingeyjar- sýslum en eftir að það hætti rekstri færðist þessi þjónusta yfir til Bú- stólpa. Með þeim samningi sem Bú- stólpi hefur nú gert við starfsmenn sína á Húsavík verður sú breyting að frá og með 1. apríl nk. mun fyrir- tæki í þeirra eigu annast sölu þess- ara vara frá Bústólpa. Það þýðir með öðrum orðum að engin breyting verður á þjónustu hvað þetta varðar við þingeyska bændur. Undirbúningur vegna ráðherrafundar NATO: Fulltrúar 50 þjóða væntanlegir „Undirbúningi vegna fundarins miðar eðlilega og i sjálfu sér er ekki margt um hann að segja en verið er að ganga frá ýmsum útfærsluatrið- um,“ segir Benedikt Ásgeirsson hjá utanríkisáðuneytinu en hann hefur með að gera undirbúning vegna ráð- herrafundar Atlantshafsbandalags- ins sem fram fer í Reykjavík 14. og 15. maí nk. Benedikt segir að reiknað sé með um 750 þátttakendum á fundinn er- lendis frá en í fararbroddi þátttöku- þjóðanna verða að sjálfsögðu 19 ut- anríkisráðherrar aðildarþjóða NATO. í þeirra fylgd verða síðan ýmsir háttsettir embættismenn. Að auki er reiknað með um 250 frétta- og blaðamönnum og þeim fylgir sennilega lið um 140 tæknimanna þannig að fjölmiölafólkið og þeir sem því tengjast verða um 400 talsins. Flestir fundimir verða haldnir í Háskólabíói og þar verða einnig haldnir fréttamannafundir. Vinnu- aðstaða frétta- og blaðamanna verð- ur annars í Endurmenntunarstofn- un og hins vegar í Tæknigaröi. Benedikt Ásgeirsson segir að ár- lega séu haldnir tveir ráðherrafund- ir á vegum Atlantshafsbandalags- ins. Um sé að ræða vetrarfund, sem jafnan er haldinn í höfuðstöðvum NATO í Bmssel í Belgíu, og hins vegar vorfundur eins og sá sem nú verður haldinn í Reykjavík en sá fundur sé haldinn til skiptis í aðild- arríkjunum. Reyndar segir Bene- dikt að þótt talað sé um ráðherra- fund þá sé i raun um að ræða frmm fundi: hinn eiginlega ráðherrafund, fund sem tengist málefnum Rúss- lands, fund meö Evrópusamband- inu, fund í EVRO, Atlanshafsráð- inu, með 27 samstarfsþjóðum, og fund er varðar Úkraínu. Alls verða því um 50 ríki með fulltrúa sína í Reykjavík á þessum tima. -gk ~1 —7 4 HVERHSGATA BANKASTRÆTl laugavegur Traðarkot er góður kostur Framkvæmdir við endurnýjun neðri hluta Skólavörðustígs og hluta Bankastrætis standa yfir. Verslanir og þjónustu- stofnanir eru öllum opnar og er vinnusvæðið greiðfært gangandi vegfarendum en lokað fyrir bílaumferð. Bílahús og miðastæði eru í næsta nágrenni og mælum við með Traðarkoti við Hverfisgötu sem góðum kosti. Q Bílastæðasjóður ...svo í borg sé leggjandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.