Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 z>v Fréttir Sjálfstœdismenn kynntu stefhuskrá sína fyrir komandi borgarstjómar- kosningar í síðustu viku. Andstœðingar flokksins hafa gagnrýnt að í henni felist að gera eigi alltfýrir atla án þess að tilgreint sé hvemig það verði gert, hvað það muni kosta og hvaðan fjármunimir eigi að koma. Brýnt að hverfa frá stefnu aðgerðaleysis - segir fjármögnun stefnunnar einkum hvíla á fjölgun íbúa, breyttri forgangsröðun og hagræðingu Nafn: Björn Bjarnason Aldur: 57 ára Heimlli: Reykjavík Staöa: Borgarstjóraefni Sjálfstæöisflokksins Efni: Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar sem kynnt var í síöustu viku - Þiö talið um að eyða biðlistum við leikskóla. Er til einhvers konar framkvæmdaáætlun um hvernig það verður gert, til dæmis um hvað þurfi að byggja marga nýja leik- skóla? „Við setjum okkur skýr markmið í þessu efni og ætlum okkur að standa við þau. Hér í Reykjavík á að veita þjónustu á þessu sviði sem stenst samanburö viö nágranna okkar og við eigum að ná því marki eins fljótt og kostur er. Við munum eyða biðlistun- um, fyrst fyrir tveggja ára böm á næstu mánuðum og síðan 18 mánaða. Ef nauðsynlegt reynist munum við endurskoða áætlanir sem gera ráð fyr- ir 520 nýjum leikskólaplássum á næstu þremur árum. I þessu efhi vilj- um við einnig eiga samstarf við einka- aðila en þeir standa víða vel að rekstri leikskóla." - Þið heitið þvi að afnema hol- ræsagjaldið. Hvað verður borgar- sjóður af miklum tekjum vegna þessa? - Holræsagjaldið er núna 860 millj- ónir króna á ári. Viö ætlum ekki aö strika það út með einu pennastriki heldur í áföngum á kjörtímabilinu.“ - Þið ætlið að lækka fasteigna- skatta eldri borgara og öryrkja. Hvað kostar það? - Það kostar á bilinu 200 til 250 milljónir króna á ári, sem er innan við 1% af skatttekjum borgarinnar en bætir verulega hag hópsins sem á hlut að máli og hvetur fólk til að nýta eig- ið húsnæði til búsetu lengur en ella væri. Hagræði af því verður seint Olafur Teitur Guönason blaöamaöur metið til fjár.“ - Þið heitið þvi að tryggja næg bílastæði í miðborginni en líka að afnema stöðugjöld þegar lagt er í skamman tíma. Orkar ekki tvímæl- is að kippa burt megintekjulind- inni fyrir þessum framkvæmdum sem þið loflð? „Varðandi bílastæðin í miöborg- inni þá er það staðreynd að ekki hef- ur verið reist eitt einasta bilastæða- hús síðustu átta ár, eða síðan R-list- inn kom til valda. Hann lagði upp með þá stefnu að menn ættu helst að vera fótgangandi, í almenningsvagni eða á hjóli þegar þeir nálgast miðbæinn. Varðandi kostnaðinn þá sé ég þetta ekki fyrir mér sem óvinnandi verk. Ég er þeirrar skoðunar að lækkun eða niðurfelling ósanngjamra gjalda vegna einkabílsins í miðborginni eigi eftir að auka tekjur borgarinnar vegna aukinna umsvifa á öðrum svið- um. Við erum ekki sammála því að af- skrifa miðborgina sem verslunar- svæði. Spuming þin á vissulega rétt á sér en þaö er auðvelt að sameina þessi sjónarmið og mjög brýnt að hverfa frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið, sem er að gera ekki neitt.“ - Þið ætlið að eyða biðlistxun eft- ir hjúkrunarrými fyrir eldri borg- ara. Nú greiðir rikið fyrir þennan rekstur og einnig stóran hluta stofnkostnaðarins. Eru ekki efiidir þessa loforðs algjörlega undir rík- isvaldinu komnar? „Að sjálfsögðu er hægt að líta svo á að þetta sé alfarið verkefni ríkisins. En mín reynsla er sú að þegar sveitar- félögin knýja á með hagsmuni sinna borgara að leiðarljósi sé auðveldara að fá ríkið til samstarfs. Við teljum ekki að það eigi að líta á þessi verk- efni með því hugarfari að þau séu af hendi ríkisins og borgin eigi þess vegna ekki að gera neitt. Frá 1987 tO 1994 ráðstöfúðu sjálfstæðismenn 3,6 milljörðum króna í þjónustustofnanir og hjúkrunarrými fýrir aldraða en á árunum 1995 til 2002 hefur R-listinn aöeins látið 600 milljónir króna renna til þessa málaflokks. Við ætlum að snúa af þessari aðgeröaleysisbraut með 250 milljóna króna framlagi á ári. Hér stöndum við enn frammi fyrir vali. Ég tel þetta skynsamlegra verk- efni en að verja til dæmis hundruðum milijóna króna til að grafa upp Víkur- kirkjugarð í því skyni að gera inn- gang að fomminjum við Aðalstræti eða kaupa Áburðarverksmiðjuna fyrir 300 til 400 milljóna króna yfirverð." - Fleira í stefiiuskránni kostar mikið fé. Hvemig ætlið þið að fara að þvi að fjármagna þetta? „Þegar litið er almennt á fjárhags- stöðu borgarinnar og þá stefhu okkar sjálfstæðismanna að setja Reykjavík í fýrsta sæti felst í því það markmið að fjölga borgarbúum og fyrirtækjum í borginni með því að bjóða nægar lóð- ir, styrkja þannig fjárhagsgrundvöll- inn og auka tekjur án hærri skatta. Við ætlum líka að hætta fjáraustri í Linu.net, sem hefur kostað borgarbúa nærri 2 milljarða króna, og setjum okkur það markmið að draga úr skrif- finnsku og fækka milliliðum." - í stefnuskránni talið þið einmitt um að draga megi úr skuldasöfhun með hagræðingu og spamaði. Mim það einkum koma fram í fækkun embættismanna? „Það hefur orðið mikil útþensla í ákveðnu stjórnstigi borgarinnar á undanfömum árum og það birtist borgarbúum þannig að það er miklu erfiðara að nálgast pólitíska stjóm- endur borgarinnar en áður og fá ákvarðanir sem stjómmálamenn verða að taka i stað þess að láta mál sigla á milli embættismanna og stjómstiga. Til marks um öfugþróun á þessu sviði má nefna að eftir að ákveðið var fyrir nokkrum missemm að einn staðarhaldari hætti forystu í Viðey hefur ferjumaður til eyjarinnar þurft að standa í bréfaskiptum og efiia til funda með fjórum eða fimm emb- ættismönnum ólíkra sviða i borgar- kerfínu til að ganga frá samningi um starfsemi sína! Alltof margir við- skiptavinir Reykjavíkurborgar hafa svipaða sögu að segja og ráðslag af þessu tagi kostar bæði tíma og pen- inga. Óánægja vegna þessa kemur meðal annars fram í mjög neikvæðu viðhorfi Reykvíkinga til félagslegrar þjónustu í borginni. Varðandi hag- ræðingu innan kerfisins nefnum við i stefnuskránni sem dæmi að fella mætti saman þjónustuverkefni vegna starfsemi annars vegar i leikskólun- um og hins vegar grunnskólunum.“ - Þið viljið afnema uppboð á lóð- um. Er ekki hins vegar eðlilegt að lóðir séu seldar hæstbjóðanda í stað þess að þeim sé úthlutað með aðferðum sem kunna að reynast hæpnar, eins og nýleg dæmi úr Garðabæ sýna? „Ef þú fylgir skömmtunarstefnu er kannski eðlilegt að selja lóðirncU1 hæstbjóðanda. En ef þú fylgir þeirri stefnu að lóðaframboöið haldi í við eftirspumina stendurðu ekki í þeim sporum að vera með skömmtunar- kerfi. Þetta er það sem við erum að boða. Að farið verði á sömu braut og þegar Grafarvogurinn var skipulagð- ur, að staðið verði af stórhug að skipulagningu íbúðarsvæða þannig að hægt verði að úthluta mörgum lóðum hveiju sinni. Ástæðan fyrir vandræð- unum er gríðarlegur lóðaskortur. Og uppboðin hafa hækkað íbúðaverðið svo mjög að eignimar sem reistar hafa verið ganga ekki út. En þau skilaboð hafa verið gefin - og það er hægt að finna þau ummæli frá stjóm- endum Reykjavíkurborgar - að það sé bara svo dýrt að taka á móti nýjum íbúum að það sé alveg eins gott að þeir flytjist í önnur sveitarfélög. Við ætlum ekki að hafa þá stefhu.“ - Þið talið um að Reykjavík hafi tapað forystuhlutverki sínu. Hvaða sveitarfélag er þá að þínu mati í forystu? „Þaö fer eftir mælikvarðanum. Ef miðað er við að íbúafjölgun á höfuð- borgarsvæðinu undanfarin átta ár hefur verið um 15% í heild, í Kópa- vogi hefur íbúum fjölgað um 40% en 10% í Reykjavík á sama tíma, þá er greinilegt að Kópavogur er S meiri sókn. Við sjáum líka hvemig Garða- bæ hefur tekist að laða til sín nýsköp- unar- og hugbúnaðarfyrirtæki. Á sama tima hefur Háskóli íslands frumkvæði að þekkingarþorpi í Vatnsmýrinni og ríkisstjómin hefur leitt undirbúnings- og þróunarstarf vegna ráðstefnumiöstöðvar og tónlist- arhúss. Listaháskólinn leitaði hér að nýrri aðstöðu og var boðið land á Miklatúni sem aldrei var raunhæft og verður aldrei raunhæft. Þannig að maður verður ekki var við að Reykja- víkurborg leggi sig í líma við að koma til móts við atvinnustarfsemi. Og nú er farið að tala um miðborg Reykja- víkur sem úreldingarvandamál og menn velta því fyrir sér að það sé sér- stök upplifun að koma í miðborgina af því að það sé ekkert að gerast þar í verslun og atvinnulífi." Sólargan; IMá'I 5JÍ173J/ÆJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólartag í kvöld 20.22 20.09 Sólarupprás á morgun 06.39 06.52 Siödeglsflóö 22.06 18.03 Árdegisflóö á morgun 10.32 06.29 SA-átt 8-15 metrar á sekúndu en lítið eitt hægari eftir því sem líöur á kvöldiö. Skúrir eöa él, en léttir til á Noröausturlandi. Hiti 0-8 stig. Suöaustanátt, víða 8-13 m/s og slydduél eöa skúrir. Skýjað með köfium og þurrt noröaustanlands. Fer aö rigna austan til. Hiti á bilinu 0-7 stig, svalast á Vestfjörðum. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur o Hiti 3“ tíi 8° tii v tu r Vindur; 8-13 ms Vindur: 10-15 Vindur: 8-13 Skúrir eöa SA-átt og S-ogSA-átt slydduél en rigning eöa meö slyddu léttskýjaö súld meö eöa snjóélum noröan- og köflum en en skýjaö austanlands. skýjaö norðanlands. noröanlands. Kólnar. t t t m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stlnningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI hálfskýjaö 3 BERGSSTAÐIR skýjaö 2 BOLUNGARVÍK úrkoma 2 EGILSSTAÐIR úrkoma 4 KIRKJUBÆJARKL haglél 2 KEFLAVÍK slydduél 2 RAUFARHÖFN skýjaö 4 REYKJAVÍK slydduél 2 STÓRHÖFDI skúr 4 BERGEN súld 7 HELSINKI léttskýjaö 0 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 6 ÓSLÖ rigning 6 STOKKHÖLMUR rigning 3 ÞÓRSHÖFN skúr 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 9 ALGARVE léttskýjaö 13 AMSTERDAM léttskýjaö 10 BARCEL0NA léttskýjaö 12 BERLÍN mistur 6 CHICAGO súld 2 DUBUN skýjaö 6 HAUFAX alskýjaö 5 FRANKFURT léttskýjaö 6 HAMBORG léttskýjað 6 JAN MAYEN súld 1 LONDON mistur 8 LÚXEMBORG Uéttskýjaö 9 MALL0RCA súld 13 MONTREAL skýjaö 3 NARSSARSSUAQ heiöskírt -10 NEW YORK léttskýjaö 7 ORLANDO hálfskýjaö 20 PARÍS skýjaö 7 VÍN skýjað 8 WASHINGTON hálfskýjað 2 WINNIPEG léttskýjaö -8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.