Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 9 DV Fréttir % m i Tillögur til eflingar atvinnulífi Vestfirðingar hafa samið og kynnt sína eigin „Vestfírsku byggðaáætiunu. Vestfirðingar kynna „Vestfirska byggðaáætlun“: 84 tillögur til efl- ingar atvinnulífi „Við höfum lagt gríðarlega vinnu í þetta verk. Þegar drög að byggðaá- ætlun ráðherra kom út í febrúar fannst okkur vanta í hana áherslur fyrir Vestfirði en þess í stað var ein- blint á Eyjafjarðar- og höfuðborgar- svæðin. Við vildum sjá okkar hlut meiri. Það sló okkur t.d. að sjá í áætlun ráðherra þau orð að „ekki sé ráðlegt að gera ráð fyrir að fólki fjölgi á Vestfjörðum“, segir Halidór Halldórsson, bæjarstjóri á tsafirði, en Vestfirðingar hafa samið og kynnt sína eigin „Vestfirsku byggðaáætlun". Halldór segir að í stað þess að fara að þrasa yfir áætlun ráðherr- ans hafi menn ákveðið að semja sína eigin áætlun. „Það eru 12 sveit- arfélög sem standa að þessari áætl- un og meginmunur á henni og áætl- un ráðherra er auðvitað sá að okk- ar áætlun fjallar um Vestfirði. Við leggjum áherslu á sjávarútveg og landbúnað sem frumgreinar í at- vinnulífinu og leggjum áherslu á ísafjörð sem byggðakjarna. Við leggjum fram 84 tUlögur að verkefn- um,“ segir Halldór. í töllögunum er m.a. kveðið á um að sjávarútvegur á Vestfjörðum fái notið nálægðar við fiskimiðin, heils- árssamgöngur verði milli byggða- kjama á Vestfiörðum, átak verði gert í málefnum ferðaþjónustunnar, rannsóknarmiðstöð í þorskeldi verði á Vestfiörðum, miðstöð rækju- rannsókna verði hjá Hafrannsókna- stofnun á ísafirði, kennsla í tón- mennt á háskólastigi verði tekin upp, Menntaskólinn á Ísafirði verði móðurskóli fyrir sjómanna- og stýri- mannanám og áfram mætti telja. Byggðaáætlunin hefur þegar ver- ið kynnt Alþingi, ráðherrum og þingmönnum kjördæmisins sérstak- lega, og segist Halldór Halldórsson binda vonir við að áætlunin muni verða til góðs fyrir atvinnu- og bú- setuþróun á Vestfiörðum. -gkí Samband íslenskra sveitarfélaga: Búsetuskilyrði standist sam- keppni við útlönd Fulltrúaráðsfundur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hefur lagt til að unnið verði að framgangi byggðamála með það að markmiði að búsetuskilyrði í landinu verði sem fiölbreytOegust og standist á hverjum tíma samkeppni um fólk við nálæg lönd og byggð dreifist sem víðast um landið. Fundurinn samþykkti í þessu sambandi 12 tillögur og kennir þar ýmissa grasa. M.a. er lagt til að samkeppnisgeta höfuðborgarsvæð- isins gagnvart útlöndum verði tryggð og að í öllum landshlutum verði byggð upp öflug þjónustu- og vaxtarsvæði. Sveitarstjórnar-, byggða-, skipulags- og byggingarmál verði sameinuð í eitt ráðuneyti og byggð verði upp öflug þjónustu- og vaxtarsvæði í Eyjafirði og í öðrum landhlutum einnig. Þá er lagt til að sveitarfélög verði stækkuð og efld. Endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga verði hraðað og samstarfsverk- efnum verði fækkað. Þá verði skattalegum aðgerðum beitt til að hafa áhrif á byggðaþróun og fiár- veitingar til samgangna verði aukn- ar, svo nokkrar af tilögunum séu nefndar. -gk Ríkið ver 80 milljónum til vetnisrannsókna Ríkið hyggst verja 80 milljónum króna í ár til að kanna vetnisvæð- ingu bifreiða og skipa. Þetta kemur fram í svari iðn- aðarráðherra við fyrirspurn Rann- veigar Guð- mundsdóttur þingmanns um fiármögnun vetn- isrannsókna. Rannveig spurði enn fremur hvemig aðOd rík- isins að rann- sóknum vegna hugsanlegrar vetnisframleiðslu hérlendis væri háttað og kemur fram i svörum Valgerðar Sverr- isdóttur að ríkið komi fyrst og fremst að vetnis- rannsóknum með aðOd að fyrirtækinu VistOrku. VistOrka á 51% hlut í íslenskri NýOrku sem annast framkvæmd þeirra vetnisverkefna sem iðnaðar- ráðuneytið tengist. Einnig hefur iðnaðarráðuneytið lýst yfir stuðn- ingi við rannsóknar- og þróunar- verkefni sem miða að því að nýta vetni sem orkugjafa framtíðarinn- ar. „Slík yfirlýsing hefur ekki haft í för með sér beinar fiárhagslegar skuldbindingar en er engu að síður afar verðmæt fyrir aOa íslenska að- ila sem vilja stuðla að framgangi málsins eða koma að þvi með ein- hverjum hætti. Óbeinn stuðningur ráðuneytisins við íslenska NýOrku hefur t.d. styrkt stöðu fyrirtækisins mjög í samskiptum við erlend stór- fyrirtæki og ekki síst við Evrópu- sambandið. Utanríkisþjónustan hefur einnig verið vel vakandi yfir málinu og sendiráð Islands, t.d. í Belgíu, Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum, hafa veitt ómælda aðstoð sem ekki er hægt að verð- meta,“ segir í svari ráðherra. -BÞ ■______l jTn BLmwwmbm—■JMBML—BBHb—Jfc—JK——Ji Lyftarar fyrir vöruhús VÉLAVERf Láginnla 7 Reykjavík sími 5882Ó00 Dalsbraut 1 Akureyri sími 4614007 Esso-stöðinni Reykjavíkurvegi Hfj. • Kaupvangsstræti Akureyri • Hafnargötu Keflavík • Varnarstöðinni Keflavíkurflugvelli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.