Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Qupperneq 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 X>V__________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Adalsteinsdóttir silja@dv.is Ekkert sem snertir þig fer mér úr minni: ég man líka 'eftir hárgreióslunni þinni hinn tólfta maí, ég man þaó nú aö nýju er fórstu hjá, þá fékk ég slíka glýju í augun eins og sá sem lengi starir í sólarljós og sér aö glóðin varir sem geislabaugur er hún eftir situr í augunum sem daufur gulur litur! Einu sinni voru öll leikrit í bundnu máli, eins og við þekkjum frá grisku harmleikjunum og leikrit- um Shakespeares, og í raun og veru er ekkert sjálf- sagðara. Að vísu talar fólk ekki venjulega í bundnu máli en leikskáldin voru heldur ekkert að reyna að herma eftir hversdagslegu tali manna. Bæði voru þau að semja skáldskap og svo er augljóslega mun auðveldara fyrir leikara að læra texta sem bund- inn er saman af hrynjandi, stuðlum og/eða rími - eins og vel má sjá á örstutta dæminu hér fyrir ofan úr ástarjátningu Cyranos frá Bergerac í þýðingu Kristjáns Ámasonar. Löng sambúð Jólaleikrit Þjóðleikhússins í vetur var Cyrano frá Bergerac, skoplegur hetjuleikur eftir Frakkann Edmond Rostand, samið í lok 19. aldar um Cyrano, hetjuna nefstóru sem uppi var á 17. öld, og sóttist, ásamt fríðleikspiltinum Christian, eftir ástum hinnar fógru Roxönu. Kristján Ámason, skáld og þýðandi, þýddi leik- ritið, sem allt er í bundnu máli, fyrir Þjóðleikhús- iö. Nú hefur það líka verið gefið út á bók hjá Máli og menningu til að betur megi njóta braglistarinn- ar, og þeim sem vilja fræðast um Cyrano er bent á skemmtilegan inngang Kristjáns að útgáfunni. Kristján þekkti lítið til verksins áður en hann sam- þykkti að þýða það fyrir Gísla Alfreðsson, þáver- andi þjóðleikhússtjóra. En hann fékk sannarlega tækifæri til að kynnast þvi náið, þvi þegar þaö komst loks á svið voru 17 ár frá því að hann hóf þýðingarvinnuna sem hann vann í áföngum. Leikritið tekur um það bO flmm tima í flutningi í heilu lagi, og Kristján vissi að yrði það leikið hér á landi þá yrði það stytt. „Ég hugsaði mér upphaf- lega að stytta það sjálfur,“ segir hann, „en svo varð úr að ég þýddi það allt eins og það lagði sig og þess vegna er mikils virði að fá textann út á bók. í sýn- ingunni var hann styttur um þriðjung og samt þótti sumum of langt!“ Reyndi á þolinmæðina Kristján hefur áður glímt við karla á borð við Goethe, Rimbaud, Rilke, Thomas Mann, Súskind og sjálfan Aristofanes með prýðilegum árangri - hvernig var að leysa þetta verkefni? „Ja, ég hafði lúmskt gaman af þessu,“ segir Kristján, „einkum þegar ég var farinn að sjá fyrir endann á því! Þetta er mikið verk og reyndi á þol- inmæðina. Ég hristi ekki svona lagað fram úr erminni. Leikritið er undir frönskum alexandrína- Kristján Árnason fékk að skylmast við skáldið og skylmingamanninn Cyrano frá Bergerac: Tragísk kómedía Hann yrkir til aö tjá sig. Og þó að þetta virðist vera tímaskekkja miðað við hvenær hinn sögulegi Cyrano var uppi þá er rétt að minna á að hann fór ekki troðnar slóðir. Hann var uppreisnarmaður, fríþenkjari, og loks upphafsmaður geimferðasagna - allur í þvi að skrifa um feröir til tunglsins eins og kemur reyndar fram i leikritinu þegar hann tef- ur fyrir vonbiðlinum De Guiche meöan verið er að gifta Roxönu og Christian. Cyrano hafði mikinn áhuga á vísindum og setti fram kenningar um það hvefnig mætti komast til tunglsins, hélt að hægt væíi að láta segulafl draga sig þangað.“ Nefið er sögulegt - Er ekki biturt að svona sniUingur skuli aðal- lega vera frægur fyrir stórt nef og misheppnaðar ástir? „Það er vissulega gráglettni örlaganna en gefur persónunni þó vissa dýpt,“ segir Kristján. „Styrk- urinn er aðallega á yfirborðinu því hann ber þenn- an sársauka undir niðri. Ástarsagan er þó komin frá Rostand sjálfum. Hinn sögulegi Cyrano átti að vísu frænku en ekki er vitað um samband af þessu tagi milli þeirra. En hann var með nef, óeðlilega stórt, og það er sagt að hann hafi háð fleiri en eitt einvígi til að verja sinn komplex! Úr ævi þessa sögulega einstaklings býr Rostand til klassíska kómedíu þar sem Cyrano fær hlutverk slungna þrælsins, milliliðarins sem kemur elskendunum saman. Verkið verður líka tragískt af því að elskendumir ná ekki að njótast þó að þeir séu pússaðir saman, en á vissan hátt má segja að Cyra- no og Roxana nái saman eitt andartak í lokin þannig að Rostand bregður þá enn út af formúl- unni.“ - Heldurðu að Cyrano fylgi þér áfram? „Já, ætli það ekki?“ segir Kristján í hálfgerðum spumartóni. „Mér finnst gaman að hafa fengið aö skylmast við hann. Því auðvitað var þetta bardagi - sem lauk þó þannig að hvorugur særðist illa.“ -SA hætti, byggðum á brag sem Fomgrikkir notuðu í leikritum sínum, en Frakkamir bæta við rími. Ég held riminu en hef línumar einum braglið styttri, eins og í stakhendu." - Áttirðu ekki á hættu að festast í bragarhættin- um - fara að hugsa í hrynjandi hans og rími? „Jú, ekki var laust við það,“ Kristján og hlær. „En maður fékk lika vissa útrás fyrir bragþörfina við þettá verk. Ég hef alltaf haft gaman af leikrit- um í bundnu máli, alveg frá þvi ég komst í tæri við þýðingar Matthíasar Jochumssonar á Man- freð Byrons og Brandi Ibsens á unga aldri. Ég var sjálfúr farinn að semja leikrit í bundnu máli þegar ég var unglingur og dytti ekki í hug að semja leikrit öðruvísi! En það er auð- vitað timaskekkja - og mörgum finnst Cyrano vera tímaskekkja. En hann var það líka þegar verkið var skrifað, verk- iö stakk alveg i stúf við raunsæisleikrit- in sem vora þá að hasla sér völl. Og það átti að vera timaskekkja, höfundurinn vildi endurvekja kltissískan tíma Sólkonungsins í Frakklandi og Cyrano er góður fulltrúi hans og þeirra dyggða sem þá vom hafðar í heiðri - hreysti, orðfimi, tryggðar, ástar og sæmdar, sjálfstæðis og einurðar. Hann á einmitt þess vegna erindi við nútímann, að minnsta kosti finnst mér full ástæða til að halda þessum dyggðum á loft þó að þær þyki hallærisleg- ar á okkar dögum." Orölistin merkari en sálfræðin - Hvemig finnst þér leikritið eftir alla þessa vinnu? Óx það eða minnkaði í huga þínum? „Það var upp og niður. Leikritið hefur ytri glæsi- leika sem er heillandi,“ segir Kristján. „Orðlistin er merkari en sálfræðin sem kannski er svolítið einfold. En hún gengur samt alveg upp, firmst mér. Þetta er leikrit um mann sem er vígfimur bæði sem skylmingamaður og skáld og orðsnilldin er mikil í textanum sem líka er músíkalskur, það er hægt að leika á setningamar eins og músík, kasta þeim á milli sín. Bundna formið gerir þær líka meitlaðri og hafi maður vald á því þá smjúga þær betur inn í eyru áhorfenda en óbundið mál.“ Heldurðu að sálfræðin sé svo eirifold? Mér fannst Christian, heimski elskhuginri, svo spennandi persóna þegar ég las leik- ritið. Einvígi þeirra Cyranos í orðum á þeirra fyrstá fundi, þegar Christian kem- ur nefi Cyranos að i hverri setningu og gerir hann vitstola af reiði, henti til þess að Christian væri verulega snjall náungi og spuming hvort hann er ekki bara lesblindur og eigi þess vegna svona erfitt með að skrifa Roxönu bréf? Þeir em kannski báðir margræðari en við fyrstu sýn, félagamir," segir Kristján, „og einmitt þessar orðahnippingar em kostur leikrits- ins og skemmtun þýðandans þó að þær séu líka erf- iðar. Maður þýðir aldrei brandara af þessu tagi beint heldur verður að búa til orðaleiki í stað orða- leikja. Þá fyllist maður sköpunargleði. Svo vom prýðilegar einræður inn á milli eins og þegar Cyra- no hafriar því að verða hirðskáld með langri ræðu þar sem hann boðar sjálfstæði og frelsi listamanns- ins. Hann yrkir ekki til að fá frama - Aö tileinka’, eins og tíökast, valdamönnum verk sín, svo aö blíökast á ásýnd þeirra megi mæröarbrosiö og hœtti’ aö vera hörkulegt ogfrosiö. Nei takk... Aö Ijóð manns verði fyrir borgun birt í bókmenntariti sem er mikils virt. Nei takk! Hafi maöur vald a hinu bundna formi þá smjúga setningarnar betur inn í eyru áhorfenda en óbundiö mál.“ DV-mynd Pietur Ferðastyrkir Norræna ráðherranefridin veitir ferðastyrki til frjálsra fé- lagasamtaka á árinu 2002. Alls er upphæðin 310.000 danskar krónur sem skiptist á milli ís- lands, Grænlands og Færeyja. íslendingar hafa til umráða 138.000 danskar krónur eða um það bil 50 styrki. Umsækjendur skulu sækja skriflega um styrk- inn til Norræna hússins í Reykjavík. ítarlegar upplýsing- ar þurfa að fylgja umsókninni um tilefrii og tilgang ráðstefn- unnar eða fundarins. Styrkur- inn er greiddur að ferð lokinni og þarf að skila frumriti af far- seðli og dagskrá fundar eða ráð- stefnu. Umsóknir berist til Margrétar Guðmundsdóttur fyrir 15. maí, 15. ágúst og 15. október, ef pen- ingamir endast svo lengi. Sjá nánar á vefsetrunum www.nor- den.org og www.nordice.is. Prag - hjarta Evrópu 4. apríl hefst námskeið um Prag í Endurmenntunarstofnun Háskólans. Kennari er Alena F. Anderlova arkitekt. Markmiðið er að blanda saman á lifandi hátt ömámskeiði í tékknesku og fræðslu um menningu og sögu Tékklands með sérstakri áherslu á höfuðborgina Prag. Prag hefur frá upphafi verið í miðju evrópskrar menningar og í miðju átaka í álfunni. Miklar og merkilegar menningarminjar urðu til þar í aldanna rás og verður fjallað um byggingar- sögu og byggingarstíla. Tékkar eiga rika bókmenntahefð enda lifðu og störfuðu i Tékklandi rit- höfundar eins og Comenius, Kafka og Kundera. Aðrir þættir úr menningarsögu og menning- arlífi verða einnig reifaðir, s.s. myndlist, kvikmyndir, leiklist, nytjalist og tónlist. Tungumálið er lykillinn að skilningi annarra þjóða og fá þátttakendur almennt yfirlit um uppruna, þróun, skyldleika og aðaleinkenni tékkneskrar tungu auk kennslu í grunnatriðum málsins með áherslu á orða- forða sem nýtist á ferðalögum. Kennsla fer fram á íslensku. í veldi Vatnajökuls 17. april hefst námskeiðið í veldi Vatnajökuls - þjóðgarður elds og ísa - ísland fyrir ís- lenska ferðamenn í Endur- menntunarstofnun Háskólans. Kennarar em Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur, Nele Lienhopp, Sigrún Helgadóttir náttúrufræð- ingur og Magnús Tumi Guð- mundsson, dósent við HÍ. Á námskeiðinu verður velt upp spumingunum hvað þjóð- garður sé, hvort ástæða sé til að stofria risaþjóðgarð á hálendi fs- lands - og þá hvar. Hver era einkenni og sérkenni svæðis- ins? Hvað þarf að vemda? Hvaða gagn er að þjóðgarði? Hve stór ætti hann að vera? Vemdar þjóðgarður auðlindir lands og sjávar? Hvaða atvinnu- tækifæri býðrn- slíkur þjóðgarð- ur upp á? Em virkjanir æskileg- ar i þjóðgarði og hvers vegna (ekki)? Hver gæti verið arðsemi þjóðgarðs í samanburði við virkjanir? Hverjar em alþjóð- legar skuldbindingar og skyldur íslendinga gagnvart gróðurfari, dýralífi og landslagsheildum? Áhersla verður lögð á samspil innrænna og útrænna afla sem mótað hafa þetta land og ekki finnst bein hliðstæða við í heim- inum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.