Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 4
Fréttir
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002
DV
Fiskeldi Eyjafjarðar hyggur á stórframkvæmdir:
Stefnt að framleiðslu 10
milljón þorskseiða á ári
- mundi afkasta um 3 þúsund tonnum af þorski á ári
Þorskeldi í Eyjaflrði hefur tekið
nýja stefnu en stefnt er að því að að
byggja seiðaeldisstöð sem framleiðir
um 10 milljónir þorskseiða á ári.
Byggingarkostnaður er áætlaður
um 500 milljónir króna. Kostnaður
við sjókvíar, sem afkasta mundu
um 3.000 tonna framleiðslu á ári,
mundi vera um 150 milljónir króna
en framleiðsla fram að fyrstu slátr-
un mundi kosta um 6 til 800 milljón-
ir króna. Þetta kemur fram i
skýrslu sem Ólafur Halldórsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Fiskeldis Eyjafjarðar, hefur unnið
fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Ólaf-
ur tekur af allan vafa í skýrslimni
að ekki komi til framleiðsla á þorski
í Eyjafirði nema til komi stórfelld
framleiðsla á þorskseiðum - það sé
frumforsenda þess að framleiðsla á
þorski veröi stórfelld atvinnugrein
á íslandi í náinni framtíð.
í skýrslu Ólafs Halldórssonar er
lagt til aö Fiskey, eignarhaldsfélag í
eigu Fiskeldis Eyjafjarðar, sem m.a.
er í eigu Hafrannsóknastofnunar,
auk ýmissa stórra útgerða í íslensk-
um sjávarútvegi ásamt grísku eldis-
fyrirtæki og öðru bresku, sem sér-
hæft hefur sig í búnaöi til endurnýt-
ingar á sjó, stofhi nýtt alþjóðlegt fyr-
irtæki, OKEANOS, sem Fiskey eigi
um 50% hlut í. Stefnt er að því að
stofna fyrirtækið í sumar. fslend-
ingar byggja nú þegar á nokkurri
reynslu af fiskeldi, s.s. lúðueldi við
Eyjafjörð, klaki hjá Hafrannsókna-
stofnun og reynslu Stofnflsks af
kynbótum í flskeldi. Verði af þessu
Þorskeldi
Á döfinni er stórfellt eldi á
þorskseiöum
mun þorskseiðaframleiðsla íslend-
inga verða um fimmtungur þess
sem stefnt er að í Noregi. Ólafur tel-
ur vafalaust að íslendingar verði að
taka þátt í framleiðslu á þorski því
búast megi við að á næstu árum
muni aðrar þjóðir framleiða jafnvel
hundruð þúsunda tonna af þorski.
Útgerðarfélag Akureyringa hefur
verið með þorskeldi í kvíum við
austanverðan EyjaQörð og hefur
þorskurinn sem þar er alinn verið
veiddur í kör út af af Eyjafirði. Guð-
brandur Sigurðsson, forstjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa, segir að
ekki sé endilega víst að seiðaeldi
verði eingöngu notað sem undanfari
þorskeldisins í framtiðinni. Veiði á
þorski til eldis hafi reynst nokkuð
hagkvæm og eins geti veiöi á seið-
um, líkt og gert er við ísafjarðar-
djúp, verið spennandi kostur.
Guðbrandur segir það þó taka af
allan vafa um að þorskeldi eigi
mikla framtíð fyrir sér. -GG
Ögmundur Jónasson alþingismaður ríður á vaðið:
Ríkið kaupi íslending
- allbreið samstaða meðal þingmanna sem nær inn í ríkisstjórn
„Ég tel að athuga þurfi mjög
rækilega hvort ekki skuli losa nú-
verandi eiganda víkingaskipsins
íslendings undan skuldunum og
tryggja að skipið verði hér í land-
inu til framtíðar," sagði Ögmund-
ur Jónasson alþingismaður við DV
í gær. Hann hyggst opna umræðu
þessa efnis. Samkvæmt upplýsing-
um DV er stuðningur við þær hug-
myndir að skipið verði keypt hing-
að til lands hjá mörgum alþingis-
mönnum. Sá stuðningur nær alla
leið inn í ríkisstjóm.
Gunnar Marel Eggertsson, skip-
stjóri og eigandi víkingaskipsins,
hefur unnið að því að reyna að
selja það eftir siglingu þess frá Is-
landi, sem vakti gríðarlega athygli
á sínum tíma. Hann setti það m.a.
á uppboð á bandarískum netmark-
aði fyrir skömmu. Hann setti þá 60
milljóna króna lágmarksverð á
skipið. Það hefur verið í geymslu í
Westbrook, um 80 mílur frá New
York, en þar hefur það verið síðan
haustið 2000.
ögmundur sagðist mjög eindreg-
ið á því að ekki ætti að láta mann
sem stóð fyrir því framtaki sem all-
ir hefðu dáðst að meðan það hefði
verið í kastljósum fjölmiðlanna
kikna nú undan skuldum sem
Islendlngur undir þöndum seglum
Sigling skipsins til Ameríku áriö 2000 vakti mikla athygli víöa um lönd.
hann heföi orðið að taka á sínar
herðar.
„Mér finnst að það hljóti að vera
ríkið eða einhverjir opinberir aðilar
sem komi þarna við sögu,“ sagði Ög-
mundur, „og hugsanlega einnig ein-
hverjir aðilar í ferðaþjónustu.
Kanna þarf hvort hægt væri að
mynda eitthvert félag um skipið.
Viö megum ekki láta það gerast að
allir landsmenn fagni framtakinu,
fullir aðdáunar, meðan á því stend-
ur, en láti einstaklinginn síðan ein-
an um skuldimar og erfiðleikana
þegar búð er að slökkva á kastljós-
um myndavélanna.
Mér fmnst hvíla ábyrgö á þjóðfé-
laginu aö hlaupa þama undir bagga
en láta eiganda skipsins ekki einan
um þetta vegna þess að þetta var
gert á vegum okkar allra,“ sagði Ög-
mundur enn fremur.
Gunnar Marel sagði við DV í
gærkvöld að eitt tilboð hefði borist í
skipið á netuppboðinu. Sá aðili
hefði hins vegar ekki látið heyra
meira frá sér þannig að hann liti
svo á að það tilboð væri úr sögunni.
Hann kvaðst ætla að setja skipiö í
útboð á netmarkaðinum í vikunni,
jafnvel í dag. Hann kvað orðið
áríðandi fyrir sig að losna út úr
þessu máli. -JSS
Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs afhentur:
Matreiðslumenn
hrepptu hnossið
Klúbbur matreiðslumeistara hlaut í
gær fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs
fyrir þá jákvæðu kynningu á landi og
þjóð sem íslenskir matreiðslumenn
hafa stuðlað að erlendis. Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra afhenti
Gissuri Guðmundssyni, formanni
Klúbbs matreiðslumeistara, bikarinn
á stórsýningunni Matur 2002. Ráð-
herrann sagði m.a. við það tækifæri
að áhersla íslenskra matreiðslu-
manna á úrvalshráefni og náttúruleg-
ar afurðir hefði opnað augu ótal-
margra fyrir hreinni og óspiHtri nátt-
úru íslands og dregið hingað til lands
Qölda heimsþekktra og virtra mat-
reiðslumanna og fréttamanna. Það
hefði síðan leitt af sér umfjöllun er-
lendis um ísland sem ákjósanlegan
áningarstað fyrir sælkera.
Fjölmiðlabikarinn er veittur fyrir
umfjöllun um ferðamál í víöasta skiln-
ingi. Hann var afhentur í fyrsta sinn
árið 1982 og meðal þeirra sem hafa
hlotið hann eru Sæmundur Guðvins-
son fyrir skrif um ferðamál, Haraldur
J. Hamar vegna útgáfu Iceland
Review, Sigurður Sigurðsson fyrir út-
gáfu ferðablaðsins Áfanga, Magnús
Magnússon fyrir umfjöllun um ísland
í Bretlandi, Ríkisútvarpið vegna
Stikluþátta Ómars Ragnarssonar, ör-
lygur Hálfdánarson vegna útgáfu
bóka um ísland, Flugleiðir fyrir mark-
aðsstarf sitt og síðast Gunnar Marel
Eggertsson, skipasmiður og skipstjóri
víkingaskipsins íslendings, sem árið
2000 sigldi til Vesturheims í tilefni
1000 ára afmælis landafundanna.
Klúbbur matreiðslumeistara er þrí-
tugur á þessu ári svo hann fær bikar-
inn í afmælisgjöf. -Gun.
Blkar tll kokka
Sturla Böövarsson samgönguráöherra afhendir fjölmiölabikarinn. Gissur Guömunds-
son, formaöur Klúbbs matreiöslumeistara, tók viö honum fyrir hönd klúbbsins.
DV-MYND SBS
Með haldlögö vopn
Hermann Karlsson lögreglumaöur
meö skammbyssurnar og hnífinn
sem lagt var hald á.
Akureyri:
Hald lagt á
vélbyssu og
fleiri vopn
Lögreglunni á Akureyri bárust
upplýsingar um það síðla aðfaranótt
laugardags að tveir ungir menn
væru að ota bareflum að fólki í mið-
bænum.
Piltamir tveir voru handteknir
og fundust á þeim kylfa og stór hníf-
ur. í framhaldinu þótti ástæða til
húsleitar heima hjá öörum þeirra
og þar fundust 3 stórir hnífar, 1
kylfa og tvö skotvopn - gömul
skammbyssa og vélbyssa. -gk
Leki kom að bát
í Kópavogshöfn
Leki kom að bátnum Stormi SH
þar sem báturinn var í höfninni í
Kópavogi á laugardag.
Lekans mun að vísu hafa orðið
vart á fóstudag en var þá talinn svo
lítill að ekki væri ástæða til að aðhaf-
ast neitt. Á laugardag var lekinn hins
vegar orðinn svo mikill að setja þurfti
dælur um borð i bátinn en talsverð
slagsíða var þá komin á hann.
Stormur er 70 tonna eikarbátur.
Talið er að skemmdimar, sem urðu á
honum, hafi ekki verið alvarlegar en
lekinn var þó svo mikill að sjór var
kominn upp á miðja vél. -gk
Fíkniefni á Akureyri:
3 handteknir á
flugvellinum
Þrír menn voru handteknir á Ak-
ureyrarflugvelli á laugardaginn en
þeir vora þá að sækja þangað flkni-
efni sem þeir höfðu fengið send með
flugi frá Reykjavík. Um var að ræða
nokkuð af hassi.
Þá var maður handtekinn á
skemmtistað í bænum en í fórum
hans fundust fíkniefni og var þar um
að ræða bæði kókaín og e-töflur. -gk
Rændu pitsusendil
Þrir menn með hettur á höfði veitt-
ust að pitsusendli við Vallarhús í Graf-
arvogi aðfaranótt laugardags.
Mennimir hótuðu sendlinum af-
henti hann þeim ekki peninga og fór
svo að þeir náðu af honum skiptimynt
sem hann var með á sér. Lögreglan
hafði hendur í hári eins mannanna
nokkru síðar og gat hann sagt til um
hverjir hefðu verið með honum í aðfór-
inni að sendlinum. -gk
A169 km hraða
á Garðvegi
Ungur maður, sem ók kraftmikilli
BMW-bifeið, var stöðvaður á 169 km
hraða á Garðvegi á Reykjanesi að-
faranótt laugardags en þama er 90
km hámarkshraði.
Ungi maðurinn gaf litlar skýring-
ar á þessum glannaakstri en akstur-
inn mun kosta hann þriggja mánaða
sviptingu ökuleyfis, 70 þúsund
króna sekt og fjóra refsipunkta. -gk