Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 Menning _____________DV Umsjón: Sigtryggur Magnason Blitz. Skyseat. eignast eintak. Síðasti stóliinn seldist á 300.000 krónur. Góður arður það fyrir þann sem keypti hann á 60.000 krónur fyrir örfáum árum. Hönnunin á þeim stól er óumdeild. Hún er frábær - tré í stórum, þykkum bitum á móti rauðlökkuðum mjóum járnstöngum. Hefðin á móti hinu nýja. Gamalt og þungt á móti nýjum léttleika - samt vinnur það sam- an. Eins konar dans, eitthvað rómantískt - virkar. Fleiri gripir á sýningunni eru unnir í sama anda og þessi stóll. Þar er reynt að endurtaka þennan „rétta“ ballans en það tekst ekki alveg Skylark. Föstudaginn 5. apríl var opnuð sýn- ing á verkum Sigurðar Gústafssonar arkitekts í Víkurskóla, Hamravík 10, Grafarvogi. Heimilisfang sýningarinn- ar gæti komið spánskt fyrir sjónir enda ekki um hefðbundið sýningar- svæði að ræða. Það verður enginn svikinn af því að aka eftir fallegri sjáv- arsíðunni upp í Víkurskóla til þess að kynna sér nýja borgarhluta Reykjavík- ur um leið og púlsinn er tekinn á nýrri íslenskri hönnun. Víkurskóli er nýr barnaskóli í Graf- arvogi sem verið er að byggja eftir verðlaunateikningu Sigurðar. Bygg- ingin er mjög tilkomumikil og efnisval fjölbreytilegt og flott. Formin eru stór - mjúkir og massífir fletir vinna með fínlegri einingum. Allt situr þetta vel I einstaklega fallegu landslagi Víkur- hverfisins. í forgrunni sýningarsvæðisins eru tveir bátar/sófar, en af þeim dregur sýningin nafn sitt, Ferð án fyrirheits. Sófamir tveir eru unnir úr eðalefnum. Mahóní, stál og leður sitja SEmnfær- andi ofan á hlunnunum eins og bátar sem dregnir hafa verið á land. í sófun- um gefur að líta þetta fagmannlega handverk sem maður sér alltof sjaldan núorðið - þama hefur verið hlúð að hverju smáatriði. Hönnuðurinn líkir sófunum við báta og það á vel viö um formið og grind- ina. Hins vegar fara þessir bátar hvorki lönd né strönd (enda kannski ekki beint ætlað það) - það vantar allan léttleika í þessa gripi. Þeir eru of þunglamalegir og massífir. Tangó Athyglin beinist að Tangóstólnum. Þetta er án efa þekktasta hönnun Sigurðar. Stóllinn sem sænska fyrirtækið Kallemo hefur látið framleiða í einungis 100 eintökum er orðinn safngripur í „lifanda lifi“. Lista- og hönnunar- söfn víðs vegar um heiminn keppast við að - samt næstum því. Stóllinn Blitz, eða Elding, er það sem kallað er hægindastóll. Hann vekur minn- ingar um heimsfrægan arkitekt enda meðvitað hjá hönnuði. Fal- leg hönnun, þægOegt að sitja í stólnum. Þessir tveir stólar, Tangó og Blitz, eiga á einhvem hátt saman. Þeir eru báðir klassa- gripir. De stijl Á þessari sýningu sýnir Sigurð- ur okkur einnig eintök úr „linu“ sem hægt er að setja saman án þess að nota verkfæri. Gert Rit- veld dúkkar upp í hugann. Þessi húsgögn eru hugvitssamlega gerð, auk þess að líkjast meira skúlptúrum en önnur húsgögn á sýningunni. StóOinn Skylark er gott dæmi um þetta, lipur og létt- ur þar sem lltil fínleg smáatriði setja svip sinn á annars einfold form. Stóllinn Skyseat er vel heppnuð samsetning efnis og forma í strangri umgjörð kubbs. Síðast ber að telja stólinn Rock’n’RoU sem er ótrúlega þægi- legur stóU þrátt fyrir nokkuð kaldranalegt út- lit. Ruggustól fyrir skallapoppara kaUaði Sig- urður stólinn. ÖUum er þessum húsgögnum það sameigin- legt að þurfa umhverfi þar sem hátt er tU lofts og vítt tU veggja. Þrátt fyrir að það sé tU staðar í Víkurskóla þá hefðu þessir gripir, sem flestir eru ein- hvers staðar á mUli þess að vera listhandverk og framleiðsluhönnun, sómt sér mun betur í hefðbundnum sýningarsal, t.d. í Hafnarhús- inu. Það er tilhlökkunarefni að fylgjast með hönnun Sigurðar í framtíðinni. Ásrún Kristjánsdóttir Ruggustóll fyrir skallapoppara Rock'n’Roll Ruggustóll fyrir skallapoppara. Tangó Á sínum tíma var stóllinn Tangó framleiddur í eitt hundraö eintökum og kostaöi 60 þúsund krónur. í dag þarfaö greiöa 300 þúsund fyrir gripinn. mannsgaman Um soveska og sveitta hálsa Ferðalög eru margskonar. Og viðkomustað- imir alskonar. Fór þetta árið austur tU Moskvu. Og það var sumar, sá einn mesti meginlandshiti sem sveitamaður af íslandi sækir heim. í þann tíð var landið í austri að opnast og fólk á bökkum árinnar dulu að verða sér úti um svolítið frelsi. Jafnvel svo að menn og konur mættu reka veitingastaði. Og það þótti stökk inn í blessaða framtíðina. Bjó á stærsta hóteli í heimi, steinklumpin- um Rossía við Rauða torgið sjálft. Hafði kom- ið mér fyrir í einu þessara sex þúsund her- bergja sem þar var hægt að haUa sér tU svefns. Fór man ég fyrsta daginn út á of- boðstórar svalir á annarri hæð og hugðist anda að mér sumrinu í Sovét. Þar sat margt manna og virtist í fljótu bragði vera að ainda að sér sama andrúminu og ég var að leita eft- ir. Sá að fáir stólar voru auðir og settist vand- ræðalega í einn þeirra úti viö handriðið. Brosti lauslega tU næsta fólks sem voru kon- ur, miklar og ítarlegar konur með meiri brjóst en ég þorði aö horfa á. Þær töluðu tung- um og staðnæmdust viö stirða ensku, enda auðveldast að ná tU mín á þeirri tungunni. Og spurðu hvaðan ég væri og hlógu að svarinu. Tók eftir því að þær störðu á flúrað bindi mitt. Einblíndu á það. Ein þeirra sagði það vera óþarfa, sumrin í Moskvu væru heitari en svo að menn væri að hnýta skyrtuna á sér upp í háls. Og sú hin sama gerði sér lítið fyr- ir og losaði um vandaða windsor-hnútinn minn og tók af mér bindið. Þær hlógu aUar og enn meira þegar bindið flaug út af svölunum. Mér sámaði svolítið, enda Boss-bindi að fara fyrir lítiö í fjarlægum heimi. En sat samt sem fastast inni í þessu undarlega andrúmi. Daginn eftir gekk ég framhjá dyraverðinum í anddyri Hótels Rossía. Og viti menn, hann var með bindið mitt um hálsinn. Seinna sama dag kom ég tU baka. Þá var nýr vörður tekinn við vaktinni. Hann var líka með bindið mitt. Og þannig gekk það næstu daga. Bindið mitt skipti bara um hálsa. Sveitta og sovéska hálsa. Og gerir kannski enn. -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.