Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 22
34 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 Islendingaþættir DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 35 árp Sigríður Siguröardóttir, Hafnargötu 11, Bakkafirði. 80 ára Jóhannes G. Jóhannesson, Nönnugötu 6, Reykjavík. ?5 gra Guðfinna Jónsdóttir, Ásholti 36, Reykjavík. Hansína Þorkelsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Kristín L. Valdimarsdóttir, Hrauntungu 22, Kópavogi. 70 ár? Friðsemd Eiriksdóttir, Eyrarvegi 5, Selfossi, Hrefna Finnbogadóttir, Prestshúsum 2, Vík. Sara Stefánsdóttir, Miðstræti 26, Vestmannaeyjum. Sigrún J. Eyrbekk, Mímisvegi 26, Dalvik. 00 ére Elín Jóhannesdóttir, Hvassafelli 2, Borgarnesi. Ingi Steinn Ólafsson, Foldahrauni 39f, Vestmannaeyjum. Kristbergur Einarsson, Vestmannabraut 46b, Vestmannaeyjum. Ragnar Karlsson, Hringbraut 86, Reykjavík. Svandís Stefánsdóttir, Jörvabyggö 1, Akureyri. 50 ára Guðmundur Björnsson, Grænumýri 2, Seltjarnarnesi. Gunnþórunn Jónsdóttir, Skeiðarvogi 79, Reykjavik. Gylfi Þorbergsson, Blikahólum 4, Reykjavík. Hjördís Árnadóttir, Víðilundi 15, Garðabæ. Jón Steingrímsson, Efstahjalla 17, Kópavogi. Ragnhildur Guönadóttir, Skrúði, Kleppjárnsreykjum. Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir, Grænumörk 10, Hverageröi. Sævar Jónsson, Snjallsteinsstöðum II, Rangárvallasýslu. 40 ára Iris Hilmarsdóttir, Fornastekk 15, Reykjavík. Jóna Óskarsdóttir, Sólbrekku 24, Húsavík. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, Hringbraut 39, Reykjavík. Kristján Steingrímsson, Helluhrauni 11, Mývatnssveit. Ólafur Viöar Hauksson, Öldugötu 7, Dalvík. Rúnar Karl Jónsson, Arnarkletti 6, Borgarnesi. Siguröur Jónsson, Hesthömrum 16, Reykjavík. Skapti Hallgrimsson, Miðbraut 21, Seltjarnarnesi. Tómas Örn Sölvason, Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi. Þorleikur Jóhannesson, Lindarflöt 8, Garðabæ. Þóröur Grétar Andrésson, Fannafelli 8, Reykjavík. Gcður bíl&tjóri j er álltat ' í gcðum gír C ' - *»• Eins og þú vilt að hinir aki skalt þú og sjálfur aka Andlfii Jón Múli Árnason þulur og tónskáld • lt' Múli Árnason, þulur og tón- l.á , lést á gamla Landspítalan- . ir iö Hringbraut annan í pásk- u r 1.4. sl. Hann var kvaddur í S;. íum í Kópavogi og Listasafni K javogs á laugardaginn. í. arfsferill Jón Múli fæddist á Kirkjubóli á olbeinstanga í Vopnafirði 31.3. 1921 og ólst þar upp fyrstu árin en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur og síðan til Seyðis- fjarðar er hann var níu ára. Þau fluttu svo aftur til Reykjavíkur er Jón Múli var þrettán ára og hefur hann búið þar síðan. Hann varð stúdent frá MR 1940, lauk prófi í forspjallsvísindum og efnafræði frá HÍ 1941 og var við nám í trompetleik Hjá Albert Klahn og tónfræði hjá Karli O. Runólfssyni við Tónlistarskólann í Reykjavik og í söngtímum hjá Pétri Á. Jónssyni í tvo vetur. Jón var háseti á togurum, línu- veiðurum og mótorbátum 1937-43. Hann starfaði hjá RÚV á árunum 1946-86, fyrst á fréttastofu en var svo lengst af þulur, auk þess sem hann starfaði á leiklistardeild og var fulltrúi á tónlistardeild. Þá hafði Jón Múli umsjón með jass- þáttum í Ríkisútvarpinu frá 1945 og nánast samfellt til starfsloka 1995 og kynnti jafnan í útvarpi tónleika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands frá stofnun hennar 1950-90. Jón Múli er í hópi ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og ásamt Jónasi, bróður sínum, höfundur ýmissa söngleikja og gamanþátta, s.s. Deleríum búbónis, sem sýndur var í Iðnó 1961 og tiu árum síðar í Þjóðleikhúsinu, sem og í Færeyj- um, og Jámhaussins sem var há- tíðarsýning Þjóðleikhússins í til- efni fimmtán ára afmælis þess 1965. Þá samdi hann sönglögin í Rjúkandi ráði, 1959, og Allra meina bót, 1961, auk þess sem hann hefur samið fjölda annarra vinsælla dægurlaga. Jón söng með ýmsum kórum, var einn af stofnendum Lúðra- sveitar verkalýðsins og blés þar í trompet í tvo áratugi, var i Nor- djazz-ráði 1974-78, i Útvarpsráði 1978-82, var endurskoðandi Jazzvakningar um árabil, einn af stofnendum Jazzklúbbs Reykja- víkur, sat á BSRB-þingi 1958 fyrir starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, æfði hnefaleika í frístundum og lauk dómaraprófi í iþróttinni. Bækur eftir Jón Múla eru Djass, 1985; Þjóðsögur Jóns Múla Árna- sonar, I. bindi, 1996, II. bindi 1998, og III. bindi 2000; Söngdansar Jóns Múla, 1. hefti 1995, og 2. hefti 1996. Þá skrifaði hann vikulega pistla í Þjóðviljann um árabO. Sjötugur Fjölskylda Jón Múli var kvæntur 1947-50 Þórunni Scheving Thorsteinsson, f. 7.10. 1924. Dóttir þeirra er Hólmfríður, f. 6.8. 1947, búsett í Reykjavík, í sambúð með Gesti Jensen og er sonur hennar Jón Múli Franklínsson, í sambúð með Ingólfi Þór Péturs- syni. Jón Múli var kvæntur 1954—69 Guðrúnu Jónu Thorsteinsson, f. 25.3. 1926. Dætur Jóns og Guðrúnar eru Ragn- heiður Gyða, f. 15.1. 1957, dagskrárgerð- armaðm- á menning- ardeild RÚV, en dóttir hennar er Guðrún Valgerður Ragnheiðardóttir; Oddrún Vala, f. 3.10. 1962, fulltrúi á Fréttastofu útvarps. Eiginkona Jóns frá 9.1. 1974 er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, f. 28.5.1941, þulur. Foreldrar hennar eru Pétur Pétursson þulur og k.h., Ingibjörg Bima Jónsdóttir hús- móðir. Dóttir Jóns og Ragnheiðar er Sólveig Anna, f. 29.5. 1975, húsett í St. Paul i Minnesota, gift Magnúsi Sveini Helgasyni sem þar sundar nám og eru böm þeirra Jón Múli og Guðný Margrét. Systkini Jóns Múla: Valgerður, f. 8.12. 1918, d. 4.2. 1999, húsmóðir og verkakona í Reykjavík; Jónas, f. 28.5. 1923, d. 5.4. 1998, blaðamað- ur, kennari, alþm. og skáld; Guð- ríður, f. 26.5. 1925, d. 21.10. 1988, húsmóðir í Reykjavík; Ragnheið- ur, f. 26.5. 1925, húsmóðir í Was- hington DC. Foreldrar Jóns Múla voru Ámi Jónsson frá Múla, f. 24.8. 1891, d. 2.4. 1947, alþm. i Reykjavík, og k.h., Ragnheiður Jónasdóttir, f. 16.11. 1892, d. 27.11. 1956, húsmóð- ir. Ætt Faðir Áma var Jón, alþm. í Múla í Aðaldal, bróðir Sigríðar, langömmu Sveins Skorra Hösk- uldssonar prófessors. Hálíbróðir Jóns, samfeðra, var Sigurður, skáld á Arnarvatni, faðir Málm- fríðar, íyrrv. alþm. og Arnheiðar íslenskufræðings. Jón var sonur Jóns, skálds á Helluvaði í Mý- vatnssveit, Hinrikssonar, b. í Heiðarbót í Reykjahverfi í Aðal- mmm dal, Hinrikssonar. Móðir Hinriks var Katrín Sigurðardóttir. Móðir Katrínar var Þórunn Jónsdóttir, ættfoður Harðabóndaættar, Jóns- sonar. Móðir Jóns í Múla var Friðrika Helgadóttir, ættfoður Skútastaðaættar, Ásmundssonar. Móðir Áma í Múla var Valgerður Jónsdóttir, þjóðfundarmanns á Lundarbrekku, Jónssonar, ættfoð- ur Reykjahlíðarættar, Þorsteins- sonar. Móðir Valgerðar var Krist- björg Kristjánsdóttir, b. á Illuga- stööum í Fnjóskadal, Jónssonar. Móðurbróðir Jóns var Helgi frá Brennu. Ragnheiður var dóttir Jónasar, steinsmiðs í Reykjavík, Guðbrandssonar, sjómanns í Reykjavík, Guðnasonar, b. í Reyn- isholti i Mýrdal, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Guðný Jónsdóttir, b. á Höfðabrekku í Mýrdal, Jónssonar, sýslumanns i Holti í Mýrdal, Sigurðssonar. Móðir Jóns var Kristín Eyvinds- dóttir „duggusmiðs" Jónssonar, langafa Jóns í Dúðu, langafa Magnúsar Kjarans stórkaup-' manns, foður Birgis Kjarans alþm. Móðir Guðnýjar var Guð- rún Þorsteinsdóttir, systir Niku- lásar, langafa Elínar, langömmu Jóns Sveinbjömssonar prófessors. Móðir Jónasar var Ragnheiður Pálsdóttir, timburmanns í Reykja- vík, Guðnasonar sem var ættaður úr Húnavatnssýslunni. Móðir Ragnheiðar var Guðriður Jóns- dóttir, sjómanns í Reykjavík, Ingi- mundarsonar. Ellert Siguröur Svavarsson plötu- og ketilsmiöur og fyrrv. leigubílstjóri þuiwn UMFERÐAR Á RAÐ www.umferd.is Ellert Sigurður Svavarsson, plötu- og ketilsmiður og fyrrv. leigubílstjóri, til heimilis að Hóla- braut 8, Hafnarfirði, er sjötugur i dag. Starfsferill Ellert er fæddur að Holtsmúla í Staðarhreppi i Skagafirði en ólst upp í Ármúla í sama firði. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Sauðárkróki og lærði síðar plötu- og ketilsmíði í Stálsmiðjunni í Reykjavík og lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein. Ellert vann í Stálsmiðjunni í fimmtán ár og starfaði enn fremur við skipasmíðar og viðgerðir hjá Stálvík, Vélsmiðju Hafnarfjaröar og í álverinu í Straumsvík. Hann stundaði leigubílaakstur á Bíla- stöð Hafnarfjarðar og síðan hjá Hreyfli um skeið þar til hann hætti störfum. Fjölskylda Ellert kvæntist 10.8. 1958 Berg- þóm Valgeirsdóttur, f. 10.8. 1938, húsmóður. Foreldrar hennar: Val- geir Sigurjónsson, f. 4.7. 1916, nú látinn, múrari, og Hansína Jóns- dóttir, f. 4.8.1916, d. 22.6. 1989, hús- móðir, en þau bjuggu lengst af á Öldugötu 29 í Hafnarfirði. Börn Ellerts og Bergþóru: Svav- ar, f. 20.4. 1956, prentari, kvæntur Gunni Baldursdóttur kennara og eiga þau þrjú böm; Valgeir, f. 30.7. 1957, starfsmaður hjá Ora hf.; Sig- ríður, f. 8.12. 1962, nemi, gift Rún- ari Gíslasyni og eiga þau tvö böm; Hansína, f. 19.4. 1964, nemi, og á hún þrjú böm. Systkini Ellerts: Hörður, látinn; Ingibjörg, látin; Hallfríður, f. 25.4. 1938, gift Benedikt Friðbjömssyni, þau eru búsett á Svalbarðseyri og eiga sjö böm; Jóhanna, f. 4.11. 1940, sambýlismaður hennar er Bjöm Þór Haraldsson, þau era bú- sett á Hofsósi, Jóhanna á fimm böm frá fyrra hjónabandi; Guð- rún, f. 4.11. 1940, hún er búsett á Sauðárkróki og á tvö börn; Lilja, f. 13.8. 1944, gift Geir Sigurðssyni, þau era búsett í Kópavogi og eiga fimm böm; Jónas, f. 17.2. 1948, kvæntur Jóhönnu Haraldsdóttur, þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjár dætur; Svava, f. 14.9. 1950, gift Hinrik Jóhannessyni, þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga tvö böm. Foreldrar Ellerts: Svavar Ell- ertsson, f. 11.1. 1911, fyrram bóndi í Ármúla í Staðarhreppi í Skaga- firði, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 3.7. 1909, d. 26.9. 1987, húsmóðir, en þau bjuggu á Aöalgötu 13 á Sauðárkróki. wmmmmmm Jack Nicholson 65 ára Stórleikarinn Jack Nicholson á afmæli i dag. Nicholson á mjög óvenju- legar bernskuminningar. Faðir hans yfirgaf hann rétt eftir að hann fæddist og hann var látinn halda að amma hans væri móðir hans og móðir hans væri eldri systir. Þetta varð ekki upp- víst fyrr en tímaritið Time fór að graf- ast fyrir um fortíð hans eftir að hann varð frægur. Nicholson var búinn að leika mörg lítil hlutverk áður en eftir honum var tekið í Easy Rider. Upp frá því fór stjama hans hækkandi og hef- ur hann verið á toppnum í Hollywood í þrjá áratugi. Gildir fyrir þriðjudaginn 23. apríl Vatnsberinn (20. ian.-18. fehr.i: Ekki fresta þvi sem þú getur gert nú þegar. Varaðu þig á öllum seinkunum, bæði þeim sem koma þér illa og þeim sem kunna að valda öðrum óþægindum. Rskarnlr (19. febr.-20. marsl: Þér gengur ekki nógu vel að sannfæra fólk um að breytingar sem þú hefur hug á að gera muni ganga upp. Kvöldið verður ánægjulegt. Hrúturlnn (21. mars-19. apríl): Aðrir virðast ekki hafa mikinn áhuga á hugmyndum þínum. Bjartsýni þín gæti þó haft jákvæð áhrif. Forðastu kæruleysi. Nautlð (20. apríl-20. maí): Tilfinningamál veldur deilum á milli þín og persónu sem þú þekkir vel. Þú verður mikið á ferðinni seinni hluta dagsins. Happatölur þínar eru 2, 17 og 25. Tvíburarnir (21. mai-21. iúní): Þú finnur fyrir öfund í kringum þig. Það eru ekki allir jafnánægðir með frama þinn f ákveðnu máli. Þú kynnist ákveðinni persónu á nýjan hátt. Krabblnn (22. iúni-22. íúiíi: Þér leiðist að þurfa að sinna sömu skyldum alla daga og þú ættir að reyna eitthvað nýtt í dag. Leitaðu til annarra eftir hugmyndum. Uónlð (23. iúii- 22. áeústi: Þú ert bjartsýnn og þaö kemur sér vel í starfi þinu. Láttu það ekki angra þig þó að þú verðir fyrir töfiun. Happatölur þínar eru 4, 5 og 29. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Smávægilegt vandamál aVm kemur upp fyrri hluta '■•dagsins og þú þarft ' að fá hjálp annarra við að leysa það. Happatölur þínar eru 1, 7 og 19. Vogln (23. sept.-23. okt.): Þér gengur vel að fá fólk á þitt band í vinn- unni og hugmyndir þínar fá mikla athygli. Fjölskyldan kemur mikið við sögu í kvöld. Sporðdreki (24, okt,-21. nóv.l: 1 Vertu ákveðinn í !mm, kröfum þínum í máli sem þér er hugleikið, annars áttu á hættu að tapa því sem þú hefúr þegar unnið. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: Dagminn verðxu- hag- stæður á mörgum svið- lun en gættu þess að treysta ekki um of á heppnina, hún gæti brugðist. Happatölur þinar eru 8, 15 og 22. Stelngeitln (22. des.-19. ian.l: Þú gætir lent í þvi að fylgja öðrum eftir í dag í stað þess að sýna sjálfúr frumkvæði. Kvöldið verður ánægjulegt. Happatölur þínar eru 7, 26 og 35.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.