Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 23
35 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 DV Tilvera Myndgátan Krossgáta Lárétt: 1 dugleg, 4 ójafna, 7 heillaósk, 8 listi, 10 tröll, 12 þukl, 13 nabba, 14 gróða, 15 sjón, 16 org, 18 orku, 21 biskupshúfa, 22 band, 23 tíð. Lóðrétt: 1 vitur, 2 gramur, 3 hlykkjabraut, 4 griðungur, 5 suddi, 6 spil, 9 fuglar, 11 miða, 16 hrygning, 17 ker, 19 leyfi, 20 bruðli. Lausn neðst á síöunni. Skák Helgarmót á vegum Jóhanns Þóris Jónssonar var haldið á Hellissandi 1981. Mótið varð keppendum lengi í minni vegna sögulegar bílferðar vest- ur í vitlausu veðri. Meistari Benóný fór á kostum, kvaö vísur viö ferðafé- lagana og lyfti farkostinum úr verstu sköflunum af kunnum hetjuskap sín- um. Eitthvaö komum við aðrir við sögu en þaö er löngu gleymt. Þetta rifjast þó upp aftur núna þegar Eyjólf- ur Ármannsson er nýbúinn að slá inn skákimar frá mótinu. Lokastaðan varð þessi: 1. Jón L. Ámason 6,5. 2. Ágúst Sindri Karlsson 6. 3.-6. Dan Hansson, Helgi Ólafsson, Ásgeir Þór Ámason, Sævar Bjamason 5,5. 7.-8, Guðmundur Sigurjónsson, Gylfí Scheving 5. 9.-16. Torfi Ásgeirsson, Halldór Karlsson, Sturla Pétursson, Óli Valdimarsson, Benóný Benedikts- son, Sigurður Kristjánsson, Bjami Einarsson og Hilmar Viggósson 4,5. Ég veit að Kári Amórsson verður ekki hrifmn af þessum gjömingi mínum en svona er lífið. Menn geta ekki verið góðir í öllu! Hvítt: Benóný Benediktsson Svart: Kári Arnórsson Kóngsbragð. Helgarmót Hellissandi (3), 1981 1. e4 e5 2. f4 Rf6 3. Rc3 exf4 4. d4 Bb4 5. Bd3 Bxc3+ 6. bxc3 De7 7. De2 d6 8. Bxf4 Bg4 9. Rf3 d5 10. e5 Rh5 11. Be3 0-0 12. 0-0 Rc6 13. h3 Rg3 14. Df2 Rxfl 15. Hxfl Be6 Stöðumyndin! 16. Bxh7+! Kxh7 17. Rg5+ Kg8 18. Dh4 Hfe8 19. Dh7+ KÍ8 20. Dh8+ og mát 1-0 Bridge Þegar þetta spil kom fyrir í annarri umferð fslandsmóts i parat- vímenningi var algengast að spilað- ur væri grandsamningur á hendur NS, allt frá einu og upp í þrjú. Al- gengast var að suður væri sagnhafi eftir grandopnun. Á sumum borðum Umsjón: ísak Öm Sigurðsson ákvað norður að stökkva beina leið í þrjú grönd en sumir gáfu áskorun með þvi að segja tvö lauf (Stayman), heyra svarið tvo spaða og segja tvö grönd. Suður tók ýmist áskorun eða sagði pass. Austur gjafari og AV á hættu: ♦ 7 4* K104 ♦ K954 * D9752 4 K9854 4*D97 4 1083 * 43 4 ÁD62 «4 ÁG2 4 G2 * KG106 Þar sem norður gaf áskorun hafði vestur fengið viövörun um að spaðaút- spil gæti verið kostnaðarsamt. Útspil í spaða gaf sagnhafa tækifæri til þess að fría laufið og þá var aðeins eftir að finna hjartadrottninguna til að standa spilið. Fjórir sagnhafar fengu að standa 3 grönd eftir spaðaútspil en sumir fóru allt aö þvi þijá niður. Þar sem vestur fann aö spila út tigli spilaði austur, inni á tíguldrottningu, spaðagosa til baka. Þannig fékk vömin 7 slagi, 4 á spaða, 2 á tígul og laufás. Talan 150 í AV gaf 33 stig af 38 en talan 400 I NS gaf 35 stig af 38 í hina áttina. Lausn á krossgátu •IOS 02 ‘JJJ 61 ‘nure ii ‘joB 91 ‘jjoas XI ‘juofij 6 ‘Bjj 9 ‘}Qn 9 ‘jnuuBjJEcj p ‘BjjsnijBJjj g ‘jbs z ‘sia i :jjpjpo'i •jíujj és ‘SnBj ZZ ‘Jttjjui \z ‘SjjB 8i ‘jbjB 91 ‘uás gj ‘sqjb n ‘njoq gi ‘jBij zi ‘bsjj 01 ‘bjijs 8 ‘qbujb 1 ‘jsnq \ ‘>[SOA i ijjojb'j atvinna 550 5000 Borum, borum, borum göng Eigi alls fyrir löngu skrifaði ég um jarðgöng sem eiga víst að koma á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Allt í góðu með það í sjálfu sér, nema ég frétti af fundi nokkurra stjórnmála- manna fyrir austan nú fyrir nokkrum vikum. Þar var rætt um Fjarðabyggð að sjálfsögðu og að því er mér var tjáð var fjallað ítarlega um jarðgöng á milli Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar. Þegar ég, gamli Esk- firðingurinn, heyrði þetta ætl- aði ég ekki að trúa þessu. Ég segi nú ekki annað en þvílíkt bull ef þetta á að fara í fram- kvæmd. Ykkur til upplýsinga er akstursleiðin á milli Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar aðeins 12-15 mlnútur. Það þarf að fara upp smábrekku í Hólma- hálsinum og um það var víst eitthvað rætt á áðurnefndum fundi. Hugmyndin er að bora göng í gegnum Hólmatind og Reyðarfjarðarmegin verður far- ið í gegnum fjallið upp af Sóma- stöðum. Kunnugir segja mér að í ákveðinni átt komi skriður upp af Sómastöðum þannig að ef þið sem voruð á fundinum fræga vitið þetta ekki þá í guð- anna bænum kannið það. Fyrst menn eru á annað borð farnir að velta því fyrir sér að stytta leið um 5 mínútur eða svo þá er hér ein hugmynd að enn einum jarðgöngunum. Borum í gegn- um Lágafell á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Það myndi kannski stytta leiðina um heil- ar 45 sekúndur. Það væri til að kóróna þetta boræði f bormönn- um íslands. Takk fyrir veturinn. Umsjón: Gylfi Kristjánsson • Netfang: sandkom@dv.is Rósa Ingólfsdóttir, sú eina sanna, var í sjónvarpi á dögunum við annan mann að ræða um ímynd stjórnmála- manna og ým- islegt sem bet- ur mætti fara í framkomu þeirra. Rósa hefur skoðan- ir á öllum hlutum og liggur sjald- an á þeim. Þar kom í spjallinu að Gísli Marteinn Bald- ursson, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins i borginni, var nefndur tii sögunnar og átti Rósa varla orð til að lýsa hrifningu sinni á honum. Sagði Rósa hann mjög gefandi og hann væri örugglega góður í að vinna með geðveikum. Manni sem heyrði varð þá á orði að Gísli Marteinn stefndi einmitt að því með framboði sínu að fara að vinna á stað sem líkja mætti við geðveikra- hæli þegar sem mest gengi á ... Alkunna er að lögreglumenn og jafnvel sýslumenn landsins eru mjög ragir við að ræða það við fjöl- miðla sem bet- ur mætti fara í rekstri emb- ætta þeirra. Yfirleitt snúa þeir hlutir að því að emb- ættin sár- vanti fjár- magn svo hægt sé að halda uppi lögbundinni löggæslu og niðurstað- an verður sú að sleppa hlutum eins og eftirliti ýmiss konar. Menn ræða þetta oft sín á milli en ef fjölmiðlar vilja hafa eitthvað eftir þeim um málin er eins og þeir bíti í tungu sína. Ástæðan er einfóld. Menn segja að ef þeir séu með einhvem hávaða sé dómsmálaráðherra, Sól- veigu Pétursdóttur, að mæta en hún vilji ekki neina gagnrýni úr þessari átt... Þaö er algjör undantekning ef tæknimönnum Ríkissjónvarps- 1 ins tekst að koma frétta- timanum frá sér skamm- laust. Sífellt þarf að vera að byrja upp á nýtt á frétt- um eða þær skila sér alls ekki á rétt- um tíma, oft vantar hljóð og áfram mætti telja. Fréttaþulirn- ir lenda að sjálfsögðu i vandræðum vegna þessa og eru orðnir frægir fyrir það hversu slungnir þeir eru að bjarga sér út úr vandanum. Elln Hirst er þar fremst í flokki, en henni brá þó óneitanlega á dögun- um þegar hönd kom allt i einu og fór að róta í hári hennar, í beinni útsendingu. Þetta atriði hefur ör- ugglega ekki sést á neinni sjón- varpsstöð í heiminum ... Þaö er haft á orði norður á Akureyri að jafnréttisnefnd bæjar- ins hafi staðið sig vel á dögunum þegar hún veitti ákveðnu fyrirtæki í bænum verðlaun fyrir það sem mun hafa verið kallað jafnlauna- stefna. Eflaust eru mörg fyrirtæki í bænum sem reka þá sjálfsögðu stefnu að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu og hefðu átt þessi verðlaun skilið. Það á einnig við um fyrirtækið sem hlaut verðlaunin. Það sem ýmsum finnst hins vegar skemmtilegt er að í þessu fyrirtæki vinna tvær kon- ur, önnur er eigandi í fyrirtækinu og hin er iðnmeistari þar! Myndasögur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.