Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 Fréttir DV Skoðanakönnun DV um fylgi framboðslista í Reykjavík: D-listinn með 44,3% en R-listinn 51,4% - staðan 7-8 - D-listinn með meirihluta meðal karlkyns kjósenda D-listi Sjálfstæðisflokksins hef- ur saxað mjög á forskot það sem R- listi Reykjavikurlistans hefur haft i skoðanakönnunum DV á þessu ári. Ef kosið yrði nú fengi D-list- inn 7 borgarfulltrúa en R-listinn 8. Athygli vekur að D-listinn hefur nokkurt forskot á R-listann ef ein- ungis er horft til afstöðu karlkyns kjósenda. F-listinn nær ekki inn manni. Þetta eru helstu niðurstöð- ur skoðanakönnunar DV sem gerð var í gærkvöld. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt á milli kynja. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjórnarkosningar færu fram núna? Þegar niðurstöður alls úrtaksins eru skoðaðar er niðurstaðan sú að 36,2 prósent sögðust mundu kjósa D-lista Sjálfstæðisflokksins, 42 pró- sent R-lista Reykjavíkurlistans, 3 prósent F-lista Frjálslynda flokks- ins og 0,5 prósent önnur framboð. Óákveðnir voru 13,3 prósent en 5 prósent neituðu að svara, þ.e. sam- tals 18,3 prósent. í könnun DV í mars voru 12 prósent óákveðin en 5,7 prósent neituðu að svara - sam- tals 17,7 prósent. Munurinn milli kannananna er ekki marktækur. DV-MYND ÍVAR Beygt af leiö Rann á sendibílinn án þess aö skemma hann að ráöi. Bílvelta við Sæbraut: Lagði sig utan í sendibíl Bill valt si. laúgardagskvöld eftir að hafa snöggbeygt af Sæbrautinni inn að Nýju sendibílastöðinni við Knarrarvog. Hann lenti á flagg- stöng, braut hana og rann síðan á hliðinni nokkra metra uns hann lenti pent á hlið sendibíls án þess að skemma hann að ráði. Ökumaður- inn var settur í kraga og fluttur burt í sjúkrabíl en um meiðsl hans er ekki vitað. -Gun Svalbarðsströnd: Harkaleg bílvelta Mjög alvarlegt umferðaróhapp varð á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, á móts við Svalbarðseyri, í gærmorgun. Karimaður sem þar var á ferð í jeppabifreið missti stjóm á bifreið- inni. Sjónarvottur að óhappinu sagð- ist hafa séð bifeiðina takast á loft, eft- ir að hafa rekist á barð utan vegar, og hafi bifreiðin farið marga hringi í loft- inu áður en hún skall til jarðar um 20 metra frá barðinu. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, slasaðist talsvert alvarlega. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Bif- reiðin er gjörónýt. -gk Björn Bjarnason. Kjartan Magnússon. Þegar einung- is er horft til þeirra sem af- stöðu tóku í könnuninni sögðust 44,3 pró- sent mundu kjósa D-listann, 51,4 prósent R- listann, 3,7 pró- sent F-listann og 0,6 prósent önn- ur framboð. D- listinn bætir við sig 4,8 prósentu- stigum frá því í könnun DV í mars, R-listinn tapar 5,5 pró- sentustigum en F-listinn bætir við sig 1,1 pró- sentustigi. Meirihluti meðal karla Þegar niður- stöðurnar eru greindar eftir kynjum kemur i ljós að 49 pró- sent karla sögð- ust mundu kjósa Steinunn Valdís D-listann, 46,7 Óskarsdóttir. prósent R-list- ann og 3,5 prósent F-listann. Þetta er nokkur breyting frá könnun DV í mars síðastliðnum þegar D-list- inn mældist með 44,6 prósenta fylgi meðal karlkyns kjósenda en R-listinn 51,6 prósent. D-listinn bætir við sig 5,1 pró- sentustigi meðal kvenkyns kjós- enda en 39 prósent þeirra sögðust mundu kjósa R-listann. R-listinn tapar hins vegar 6 prósentustiga fylgi meða kvenkyns kjósenda en 56,7 prósent þeirra sögðust mundu kjósa R-listann. Ekki er marktækur kynjamunur á stuðningsmönnum F-listans. Átta - sjö Þegar fjöldi borgarfulltrúa er reiknaður út frá fjölda greiddra at- kvæða í könnun DV fengi R-listinn 8 borgarfulltrúa á móti 7 fulltrúum D-listans. í könnun DV í mars var staðan 9-6, R-listanum í hag. Sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unar DV í gærkvöld eru borgar- fulltrúar D-listans eftirtaldir: Björn Bjamason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, Hanna Birna Kristjánsdótt- ir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kjartan Magnússon og Gisli Mart- einn Baldursson. Borgarfulltrúar R-listans eru: Árni Þór Sigurðs- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Hanna Birna Kristjánsdóttir. Guðlaugur Þór Þórðarson. Gísli Marteinn Baldursson. Ami Þór Sigurðsson. Alfreð Þorsteinsson. Stefán Jón Hafstein. Anna Björk Kristlnsdóttir. Vilhelmsdóttir. Dagur B. Eggertsson. Fylgi listanna f Reykjavik 21 apríl 2002 Þeir sem tóku afstööu 3,7% 0,6% Karlar 3.5% 0,8% 44,3% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. R-listi ■H D-listi F-listi ■■ Aörir Konur 3.9% °-4% 51,4% 46.7% ^ 49% 56,7% 39% Fylgi framboöa í Reykjavík 60 Kosningar '98 Könnun DV jan'02 _ Könnun DV mars '02 Könnun DV apríl '02 D-listi R-listi F-listi Aörir son, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Björk Vflhelmsdóttir,- Dagur B. Eggertsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. -hlh Skoðanakönnun DV: Þetta er áminning - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri „í sjálfu sér kemur þetta mér ekk- ert á óvart. Ég hef alltaf talið að draga myndi saman með fylkingunum þegar nær drægi kosningum," sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um niðurstöður nýrrar skoðanakönn- unar DV í gærkvöld á fylgi við fram- boðslista í borgarstjómarkosningun- um í vor. „Ég átti því von á því að það kæmi könnun í þessa veru. Ég tek könnun- um með fyrirvara en þær sýna alltaf ákveðna tilhneigingu. Ég lít svo á að þetta sé áminning til okkar að herða róðurinn og fara af fullum krafti í kosningabaráttuna eins og til stendur eftir sumardaginn fyrsta." „Þetta sýnir það sem við höfum fúndið á fúndum okkar í borginni á undanfómum dögum, að við höfúm mikinn hljómgrunn fyrir okkar stefnu," sagði Bjöm Bjamason, borgar- stjóraeftii D-listans. „Fyrir viku sögð- um við að við værum búin að snúa vöm í sókn og það staðfestist í þessari könnun. Við munum sækja áfram ótrauð á næstu vikum og stefhum að því að ná meirihluta í borginni." Meira fylgi hjá óákveðnum Ólafur F. Magnússon, efsti maður á F-lista: „Ég á erfltt með að trúa því að við höfum ekki aukið fylgið meira frá því í mars því að viö höf- um fundið fyrir vaxandi fylgi. Ég hef sterka trú á því að okkar mál- staður nái eyrum kjósenda. Hugsan- lega mælist hlutfailslega meira fylgi hjá okkur hjá þeim sem ekki tóku afstöðu en hjá stóru flokkunum þeg- ar að kjördegi kemur, ekki síst vegna áherslna okkar á velferðar- mál. -JSS/GG Brotist inn í Sögusetrið Sögusetrið á Hvolsvelli fékk heim- sókn óprúttinna aðila í fyrrinótt sem stálu tölvubúnaði og ýmsum fleiri tækjum. Einnig hurfu munir úr Kaupfélagssafninu sem er undir sama þaki. Bauð Pútín í heimsókn Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðið Vladimir Pútín, forseta Rúss- lands, að koma í op- inbera heimsókn til íslands. Þessu kom hann á ffamfæri í ræðu sem hann hélt við hátíðarkvöld- verð hjá Pútín í Kreml. Ólafur Ragn- ar sagði það þjóð sinni mikinn heiður að fá með slíkri heimsókn tækifæri til að styrkja samvinnu Rússlands og íslands enn frekar. Skuldugir skólar Raflðnaðarmenn skulda tæpan milljarð vegna skóla síns sem þó mun verða rekinn tU vors svo ástandið mun ekki hafa áhrif á frama þeirra nemenda sem þar eru nú. Endurskoð- endur vinna að lausn mála. Fyrrver- andi skólastjóri er grunaður um að hafa dregið sér fé og er það mál tU rannsóknar hjá lögreglu. Krían komin Fyrsta krian sást á landinu í gær austur í Homaflrði. Brynjúifur Brynj- ólfsson, sérlegur áhugamaður um fugla, sá þennan vorboða fyrstur þeg- ar hann var að mynda dvergmáf í Ós- landinu, sem er friðlýst svæði innan bæjarmarkanna. í Óslandinu er urm- uU af kríu á sumrin. í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs Ríkisstjómin hefur, að tUlögu for- sætisráðherra, tilnefnt Sigríði Rögnu Sigurðardóttur kennara í stjóm Þjóð- hátíðarsjóðs og er hún jafnframt for- maður sjóðstjómar. Ásamt henni sitja í stjóminni þau Birgir ísleifur Gunnarsson bankastjóri, Jónina Michaelsdóttir rithöfundur, Rannveig Edda Hálfdánardóttir ritari og Björn Teitsson, fv. skólameistari. Sjóðurinn hlúir að varðveislu og vemd verð- mæta lands og menningar. Sameiginleg fortíð og framtíð Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grimsson, vUl efna tU sýninga og ráð- stefna í Rússlandi sem helgaðar yrðu túlkun á þeim foma tíma þegar heims- mynd norðurslóða var samfeUd heUd. Hann telur löndin í norðrinu eiga sameiginleg verkefni að leysa á nýrri öld. Vilja rússneskan prest Ólafúr Ragnar, forseti vor, hitti Al- exei fl, patríarka rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar, og kom því á fram- færi við hann að sööiuður þeirrar kirkju á íslandi óskaði eftir prests- þjónustu. Fjallvegir opnast Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Vegagerðarinnar er orðið fært um HeUisheiði eystri og Öxi. Einnig er orðið fært fjórhjóladrifnum jepp- um í Mjóafjörð. -Gun Haldið til haga Við birtingu myndar af hjónunum Auði og HaUdóri KUj- an Laxness fyrir utan Gljúfrastein i blaðinu á laugardagnm láðist að geta ljósmyndar- ans sem var Unnur Guðjónsdóttir. Beðist er veivirðingar á þeim mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.