Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 15
14 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 27 Útgáfufólag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aösto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagíö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða tyrir myndbirtingar af þeim. Nýtt líf í baráttuna Skoðanakönnunin sem DV birtir í dag um fylgi lista í Reykjavík flytur tíðindi. Talsvert dregur saman með stóru fylkingunum sem berjast um völdin í höfuðborginni. Sam- kvæmt könnuninni er R-listinn með 51,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 44,3 prósent. Frjálslyndi flokkurinn fær 3,7 prósenta fylgi og er talsvert frá þvi að koma manni að. Aðrir mælast litt. Þetta er breyting frá síðustu könnun DV sem birt var 4. mars sl. Þá var fylgi R-listans 56,9 prósent en D-listans 39,5 prósent. Miðað við þá könnun hefði R-listinn fengið 9 borgarfulltrúa kjörna á móti 6 fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins. Könnunin nú gefur R-listanum 8 borgarfulltrúa og Sjálfstæðisflokknum 7. Það er sama staða og er í borg- arstjórn Reykjavíkur eftir síðustu kosningar. Fylgi R-list- ans er sterkt meðal kvenna en þó sækir Sjálfstæðisflokk- urinn nokkuð á meðal kvenna miðað við síðustu könnun. Þá nýtur Sjálfstæðisflokkurinn nú meira fylgis karla en R-listinn. Þessi skoðanakönnun mun hleypa nýju lífi i kosninga- baráttuna í Reykjavik. Hún hefur verið daufleg fram til þessa þótt aðeins sé rúmur mánuður til kosninga. Þar hef- ur miklu ráðið að allar undangengnar skoðanakannanir hafa sýnt mikinn mun á fylgi R-listans og Sjálfstæðis- flokksins. Meginlínur í þeim skoðanakönnunum hafa ver- ið þær að fylgi R-listans hefur legið nær 60 prósentum og fylgi Sjálfstæðisflokkins nær 40 prósentum. Það hefur ver- ið meiri munur en svo aö spenna hafi fylgt baráttunni. Margt kann að ráða því að niðurstaða skoðanakönnun- ar DV nú sýnir breytingu á fylgi flokkanna. Menn hafa raunar gefið sér það að saman drægi þegar nálgaðist kosn- ingar og þá miðað við gang mála í undanfömum tvennum borgarstjórnarkosningum. Þá má teljast líklegt að yfir- burðastaðan hafi gert R-listafólk værukært. Staðan væri svo örugg að best væri að gera sem minnst. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Þá má og benda á það að R-list- inn hefur enn ekki kynnt stefnu sína formlega. Listinn ætlar sér það með sumarkomunni síðar í vikunni. Hugs- anlegt er að kjósendum i höfuðborginni þyki listinn nokk- uð seint á ferð með stefnuskrá sína. Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft tima til að hamra á sínum stefnumálum og kynna sitt fólk. Það hef- ur skilað árangri, sé mið tekið af skoðanakönnuninni sem DV tók síðdegis í gær. Augljóst er að fylgisaukning, eins og sú sem könnunin sýnir, er Birni Bjarnasyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og hans mönnum hvatning til þess að herða enn róðurinn. Flokkurinn hefur átt á brattann að sækja alla kosningabaráttuna. Staðan hefur breyst. Hvert prósentustig sem vinnst gefur aukna von. Að sama skapi er þessi skoðanakönnun viðvörun fyrir R-listann. Staða hans er að sönnu betri en Sjálfstæðis- flokksins en hann tapar talsverðu fylgi frá síðustu könn- un DV. í því sambandi er rétt að minna á viðbrögð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra við marskönn- un DV. Miðað við góðu útkomuna sem listinn fékk þá sagði borgarstjóri að því væri ekki að neita að góður upp- taktur gæfi fólki loft undir vængina. Það væri þó full ástæða til að gjalda varhug við of mikilli bjartsýni. Við vitum, sagði borgarstjóri, að veður skipast fljótt í lofti og staðan getur breyst mjög skyndilega. Þvi yrði að vinna vel til að halda forystunni. R-listinn heldur að sönnu forystunni en dregið hefur úr yfirburðunum. Borgarstjóri hlýtur því að spyrja sjálfan sig, sem og aðrir R-lista-frambjóðendur, hvort vel hafi verið unnið. Kosningabarátta er langhlaup fremur en spretthlaup. Hlaupið er að jafnast en enn er langt í enda- sprettinn. Jónas Haraldsson DV Skoðun Grænna hinum megin Eigum við að sækja um aðild að Evrópusamband- inu eða ekki er sú spuming sem brunnið hefur á vör- um þjóðarinnar undan- farna mánuði. Forystu- menn stjómmálaflokkanna hafa aliir tekið þátt í að reyna að svara henni og fleiri áhrifamenn þjóðar- innar og erlendir gestir hennar. Ummæli Carls Bildts Flestir gera sér grein fyrir því í dag að okkar sérstaða, gagnvart öðr- um ríkjum ESB, er hversu vægi sjáv- arútvegsins í íslensku efnahagslífi er mikið. Það vakti athygli á þemaráð- stefnu Norðurlandaráðs í síðustu viku þegar Carl BOdt, fyrrv. forsætis- ráðherra Svía, tók afstöðu í þessu máli fyrir okkur íslendinga. Hann segir aðstæður svo sérstakar á ís- landi að ekki frnnist hliðstæða hjá hinum ríkjum ESB. Þess vegna geti verið erfitt að sjá augljósan hag af því fyrir íslendinga að ganga í ESB, segir hann. Höfum það í huga að Carl Bildt er einn harðasti stuðn- ingsmaður ESB í Svíþjóð og hvetur mjög til inngöngu manna í ESB. Norð- Kristján Pálsson alþingismaOur Glannaleg afstaöa Samfylkingin gaf út sér- stakt rit „ísland í Evrópu“ fyrir nokkru. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að nú- verandi sjávarútvegsstefna ESB sé íslendingum hag- stæð!! Þetta er furðuleg nið- urstaða og þegar orð Carls Bildts eru höfö i huga er þetta mjög glannaleg afstaða með hagsmuni íslendinga í huga.Það var einmitt vegna sjávarútvegsins sem Norðmenn felidu aðild að ESB en norsk stjómvöld töldi sig hafa náð mjög góðum samningi á þvi sviði, norska þjóðin trúði því ekki. Það verður að gera ráð fyrir því að stjórnmálaöfl sem vilja telja sig ábyrg byrji á því að átta sig á hags- munum íslendinga í svo mikilvægu máli. Ekki er að sjá að svo sé og tals- menn aðildar íslands hafa ekki með trúverðugum hætti getað svarað þeirri spurningu hvemig íslenskt samfélag gæti þróast innan ESB. Samfylkingin gerir mikið úr því í bók sinni að áhrif okkar á stjórnkerf- ið í Bmssel gætu orðið veruleg við inngöngu og við stoppað mál á vinnslu- stigi ef við værum i ESB sem við getum ekki núna. Staðreyndin er nú sú að áhrif einstakra ríkja á gang mála innan ESB munu fara þverrandi og áhrif fá- mennra ríkja verða nánast engin. Áhrifin má mæla með ýmsu móti eins og með því hver áhrif okkar yrðu á Evrópuþinginu. Með stækkun ESB mun Evrópuþingmönnum fjölga í u.þ.b. 1000 og af þeim fjölda verða 7 frá íslandi. Áhrif okkar á gang mál innan ESB gætu því orðið 0,7%. Tálsýn talsmanna ESB Carl Bildt, fv. forsœtisráðherra Svíþjóðar. - Seg- Ef miðað yrði við íbúa- ir aðstæður svo sérstakar á íslandi að ekki finn- ist hliðstœða hjá hinum ríkjum ESB. Þess vegna geti verið erfitt að sjá augljósan hag af því fyrir íslendinga að ganga í ESB, tölu væru áhrifin svo lítil að þau mældust ekki. Hvaða áhrif missum við svo frá okkur við inngöngu í ESB? Það liggur nokkuð Ijóst fyrir að við töpum yfirráðum okkar yfir langmikilvægustu at- vinnugrein landsmanna, fiskveiðun- um. Með núverandi fiskveiðistjóm- Gjafir eru yður gefnar Að mér setti kaldan hroll síðastlið- ið mánudagskvöld, þegar ég hlustaði á hérlendan ofsatrúarmann karpa í útvarpinu við einn af prestum þjóð- kirkjunnar og verja með innantómu málæði svívirðilegt athæfi ísraels- hers undir stjóm múgmorðingjans Aríels Sharons, sem vakiö hefur heimsbyggðinni meiri andsyggð en nokkur núlifandi einstaklingur, og er þó enginn hörgull á varmennum í veröld samtímans. Helsta röksemd ofsatrúarmannsins var sú, að Guð al- máttugur hefði í öndverðu gefið ísra- elum landið og því hefðu þeir fuilan rétt til að murka lífið úr þjóðinni sem byggði Palestínu frammá síð- ustu öld, jafnt konum og ómálga bömum sem fulltíða íbúum flótta- mannabúða til margra áratuga. Guðsgjöf? Þetta með gjafmildi Guðs er vert nánari íhugunar. Sænska skáldið og ritstjórinn Olof Lagercrantz segir á einum staö, að í flestum tilfellum byrjum við að lesa bækur með vit- neskju, sem okkur hefur áskotnast áðuren við hófum lesturinn, og sú vit- neskja muni móta hugmyndir okkar um það sem við erum að lesa. Og hann bætir við: „Ef þvi væri ekki al- mennt haldið fram, að kristindómur- inn sé trú kærleikans, mundum við með vissu lesa Biblíima sem bók um hatur og umburðarleysi.“ Hér hygg Siguröur A. Magnússon rithöfundur „Hafi Jahve gefið Israelum landið sem þeir fengu fyrír málamiðlun stórveldanna 1948 og lögðu undir sig 1967, þá eiga þeir ámóta tilkall til þess og við œttum til Noregs eða írlands, ef við alltíeinu ákvæðum að við vildum held- ur búa þar en hér.“ - Við landamæri ísraels og Palestínu. ég að skáldið hafi fyrst og fremst í huga Gamla testa- mentið, enda er guðshug- myndin í bókum þess harla frábrugðin myndinni sem Kristur dró upp af Föður sínum á himnum. Guð Gamla testamentis- ins var strangur, grimmur, refsiglaður, hefnigjarn og langrækinn. Sú guðshug- mynd er frumstæð og á ekki erindi við samtímann. Hafi Jahve gefið ísraelum landið sem þeir fengu fyrir málamiölun stórveldanna 1948 og lögðu undir sig 1967, þá eiga þeir ámóta tilkall til þess og við ætt- um til Noregs eða írlands, ef við alltíeinu ákvæðum að viö vildum heldur búa þar en hér. Ég hef alla tíð haft ríka samúð með Gyðingum, dáð þá fyrir fjölmarga af- burðamenn sem þeir hafa fært mann- kyninu á liðnum öldum, ekki síst tveimur þeim síðustu, og fundið til með þeim vegna þeirra ólýsanlegu þjáninga sem þeir máttu öldum sam- an þola af hendi kristinna nábýlis- manna og siðan í helfórinni alræmdu í seinna stríði, en ekkert af þessu af- sakar framferði ísraelsstjómar nú - og nota bene: ótöldum ísraelum of- býður það sem er að gerast, þó hér- lendir ofstækismenn láti sér vel líka og reyni að bera í bætifláka fyrir ódæðismennina Sem dæmi um hugarfar Sharons má hafa þá frétt írsks blaðamanns ný- lega, aö þegar verið var að undirbúa aðgerðirnar sem nú eru í fulium gangi, lét Sharon herforingja sína fara rækilega yfir áætlun þýsku her- foringjanna áðuren þeir hófust handa um að eyða gyðingahverfinu í Varsjá. Útvaldir? Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra, þegar þjóðir eða einstaklingar telja sig sérstaklega útvalda af æðri máttarvöldum. í Israel hefúr afleiðingin meðal margs annars orðið sú, að þar er riki sem byggir á ap- artheid nákvæmlega einsog Suður-Afríka undir stjórn hvíta minnihlutans. Gyðing- ar búa viö lýðræðisskipulag, en aðrir íbúar landsins verða að sæta meðferð annars eða þriðja flokks þegna í öllum greinum. Þannig er lýð- ræðisríkið ísrael í rauninni skripa- mynd, ef ekki annað verra. ísraelar telja sig útvalda. Þess- vegna sé þeim heimilt að fara sínu fram, myrða, pynda og limlesta, ef því sé að skipta, til að ná settum mark- miðum. Þeir eiga sér forvera í þessu óhrjálega hlutverki. Evrópsku land- nemamir í Amríku töldu sig líka út- valda og nefndu Bandaríkin Guðs eig- ið land. Til að ná settum markmiðum efndu þeir til mestu múgdrápa í ger- vallri mannkynssögunni, útrýmdu með köldu blóði hundruðum ef ekki þúsundum ættbálka af indjánkyni og nálega þurrkuðu út frumbyggja Norð- ur-Amríku. Til eru þeir sem treystast tihað verja indjánadrápin einsog nú er leitast við að verja fjöldamorðin í ísrael. Það verða þeir að eiga við sam- visku sína, en að leggja nafn Krists við þvílíkan máiflutning er andleg brenglun sem best er komin í umsjá sálfræðinga. Sigurður A. Magnússon unarkerfi gætam við einnig tapað öllum kvót- anum úr landi með sölu útgerðarfyrirtækja til annarra ESB-landa. Hvar sætum við þá, hver yrði staða okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar eftir slíkt? Ef ráð Samfylkingarinnar fá ein framgang gæti farið mjög illa fyrir okkur sem þjóð. Það er oft sagt að grasið sé grænna hinum megin við lækinn. Mér sýnist að sú tálsýn sé vandamál tals- manna ESB-aðildar. Nú- verandi staða okkar Is- lendinga er mjög vænleg eins og hún er nú innan Evrópu með EES-samn- ingnum og Schengen-aðild- inni. Þá samninga þarf að laga að breyttum aðstæð- um innan ESB sem er auð- sótt mál. Að öðru leyti njótum við þess að vera mitt á milli tveggja stór- velda, Bandaríkjanna og ESB, í góðri vinátta tii beggja handa. Kristján Pálsson Ummælí Þurfum að axla meiri byrðar „Ég hef á undanfómum árum haldið því fram, að gæsla öryggishagsmuna okkar íslendinga hafi breyst á þann veg, að við hljótum sjálf að axla meiri byrðar vegna þeirra en áður. At- burðimir 11. september styrktu mig í þeirri trú. Hvað sem við verðum að gera sjálf, getum við hins vegar aldrei gert neitt, sem kemur að styrkleika og öryggi í stað vamarsamningsins við Bandaríkin og þess að hafa bandarísk- an viöbúnað í landinu. Engin Evrópu- þjóð kemst hemaðarlega með tæmar, þar sem Bandaríkjamenn hafa hælana - vamarsamningur okkar við þá hefur auk þess það stórpólitíska gOdi, að hann gerir okkur kleift að standa utan við Evrópusambandið." Björn Bjarnason á heimasíöu sinni. Stellla Blómkvist eða Stephen King „íslenskum stjómmálamönnum er tamt að gripa til þjóðemisraka í umræð- um um smæstu mál. Ég heyrði Halldór Ásgrímsson segja að hinir háu skattar á útlendar bækur væm liður í að „vemda íslenska menningu og íslenska tungu“ - og því hljóti „allir að sjá að það er eðli- legt að það sé minni skattur á íslenskar bókmenntir en enskar bókmenntir". Allir? Ég er svo tregnæmur að ég fatta ekki rökin. Er þessi skattheimta þá ein- hvers konar neyslustýring - á að hafa mismunandi verð á íslenskum og út- lendum bókum til að maður neyðist til að lesa Hallgrím Helgason, Ólaf Jóhann eða Stellu Blómkvist fremur en Salman Rushdie, Gúnter Grass eða Stephen King? Eiga stjómvöld yfirleitt að skipta sér af því hvað fólk les?“ Egill Helgason í pisli á Strik.is Spurt og svarað Hver er Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ: Afstaðan sveifl- ast til og frá „Afstaðan sveiflast til eftir því hver spyr og hvemig er spurt. Hins vegar er hægt að draga þá meginályktun af þessum tveimur skoðanakönnun- um að helmingur þjóðarinnar að minnsta kosti og rúmlega það sé hlynntur því að aðild að Evrópusam- bandinu verði skoðuð áfram. Væntanlega er það vegna þess að íslendingar eigi frekar að fara þang- að inn en standa utan bandalagsins. Umræðan um þessi mál hefur verið mjög vaxandi að undanfómu og ég kvarta ekkert yfir því. Nauðsynlegt er að mál- in séu rædd og á dagskrá í nokkum tíma áður en fólk myndar sér galiharða skoðun á því hvort við eigum að vera innan eða utan bandalagsins." Bjami Harðarson, ritstjóri Sunnlenska: Skrifrœðisbáknið birtist „Evrópuvilji íslendinga er ekki mikill. Ég held að sá hluti þjóðarinn- ar sem gerir sér grein fyrir því hversu dýrt er að ganga í þetta apparat sé á móti inngöngu. Hinn helmingurinn á aðeins eftir að fatta um hvað málið snýst. Ef til viðræðna um inngöngu íslendinga kemur þá koma staðreyndir málsins upp á borðið og munu móta afstöðu þjóðarinnar á þann veg að meginþorri þjóðarinnar sér hag sinum best borgið utan ESB. Hins vegar verður áfram tekist á um Evrópumálin með svipuðum hætti og nú er gert. Ég held líka að andstæðingum aðildar eigi til lengri tíma litið eftir að gölga, samhliða þvi sem ESB á eftir að birtast heimsbyggðinni sem sósíaiískt skrifræðis- bákn - eins og við sjáum raunar nú þegar.“ Björgvin G. Sigurðsson, ^k framkvstj. Samfylkingar: f Meirihlutinn vill | * ' láta reyna á „Viðhorf landsmanna til Evr- ópusambandsins koma i ljós í báð- ^— um þessum könnunum. Á þeim er eðlismunur vegna þess hvernig spurt er. Það er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á aðildarumsókn. Það er kjami málsins. Við eigum að ganga til samninga við ESB og láta reyna á hvaða kostir okkur bjóðast. En þjóðin á bæði að hafa fyrsta og síðasta orðið - með því að fyrst verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort við eigum að sækja um aðild. Og ef af verður þá greiðir þjóðin at- kvæði um samninginn þegar hann liggur fyrir. Þetta er lýðræðislegt ferli og sýnir að ekkert er að óttast, eins og margir láta í veðri vaka.“ Bjöm Ingi Hrafhsson, skrifststj. þingflokks Framsóknarfl.: Mikill áhugi en skiptar skoðanir „Raunverulegur vilji íslendinga í þessum málum stendur til þess að láta frekar til sín taka í samfélagi Evrópuþjóða - enda er svo margt líkt með þjóðum álfúnn- ar og margt sameiginlegt í menningu þeirra til að byggja á. Ég fæ ekki betur heyrt en almenningur hafi mikinn áhuga á Evrópumálum þótt vissulega séu skoöanir um ágæti aðildar mjög skiptar. Mitt mat er að þessi umræða eigi enn eftir að vaxa og verði í rauninni eitt helsta álita- efhið í pólitískri umræðu hér á landi á næstu árum. Bæði fylgismenn aðildar og andstæðingar hafa fært fram giid rök fyrir sinu máli - og það er skylda okkar að í kjölfar- ið verði kostir og gallar aðildar vegnir og metnir og kom- ist að niðurstöðu. Annað er óhjákvæmilegt." Stöðvum sölu Stein- ullarverksmiðjunnar Skv. nýrri skoöanakönnun sem gerö var fyrir LÍÚ eru 36% landsmanna hiynnt inngöngu í ESB. í könnun fyrir Samtök iönaðarins í febrúar sögöust 52% aöspurðra vilja ganga í sambandiö. SteinuUarverksmiðjan á Sauðárkróki hefúr nú um nokkurt skeið verið einn helsti bakhjarl byggðarlags- ins í atvinnumálum. Sam- kvæmt ársreikningum fyrir árið 2001 kemur fram að fjöldi árstarfa er 46. Meðal iaunagreiðslur á starf fyrir utan launatengd gjöld eru 3,2 miljónir. Eignastaða fyr- irtækisins er afar góð og sömuleiðis rekstraraíkom- an. Fyrirtækið gat lagt í stofnbúnað tæpar 200 miij- ónir á sl. ári og samtímis greitt niður áhvílandi lán og greitt út arð. Eignarhald SteinuHarinnar skipt- ist nú þannig: Ríkissjóöur á 30,11%, ParocGroup í Finnlandi 7,68%, Sveit- arfélagið Skagafjörður á 23,98%, Byko og Húsasmiöjan 12,38%, Kaupfélag Skagfirðinga 4,92% og aðrir 0,93%. Vissulega eru blikur á lofti í rekstr- inum, t.d. vegna stefnu stjórnvalda í landsbyggðarmálum, en flutnings- kostnaður fer ört hækkandi. Framtíð verksmiðjunnar á Sauðárkróki er því alls ekki sjálfgefm. Nú liggur fyrir Al- þingi lagafrumvarp sem felur í sér að Sveitarfélagið Skagafjörður og Ríkis- sjóður selji sína hluti í fyrirtækinu. Kaupendur verði fyrst og fremst Húsasmiöjan-Byko og Kaupfélag Skagflröinga. Til að meta áhrif þess- ara breytinga er nauðsynlegt að horfa á söguna. Skagfiröingar unnu saman Stofnun Steinullarverksmiöjunnar má rekja til ársins 1981 en þá lagði þáv. iðnaðarráðherra Hjörleifur Gutt- ormsson fram frumvarp til laga um steinullarverksmiðju á íslandi með allt að 40% eignarhlutdeild ríkisins sem eftir ítarlegar umræður var sam- þykkt sem lög frá Alþingi. En stað- setning verksmiðjunnar hafði þá ekki enn verið ákveðin. Ljóst var frá byij- un að fjarlægð frá markaðnum á suð- vestarhorninu og hár flutningskostn- aður yrði megin Akkilesarhæll Skaga- fjarðar í samkeppninni um staðsetn- ingu. I kjölfar þessarar lagasetningu fór í hönd mikið kapphlaup, en Skag- firðingar unnu vel heimavinnu sína. Hart var tekist á um staðsetningu verksmiðjunnar á Alþingi og víðar. Lyktir málsins urðu þær að Skagfirð- ingar, undir forysta Þorbjöms Árna- sonar, þáv. forseta bæjarstjómar Sauðárkróks, Haröar Ingimarssonar, form. bæjarráðs, og Þorsteins Þor- steinssonar bæjarstjóra urðu hlut- skarpastir og Steinullarverksmiðjan á Jón Bjarnason þingmaöur Vinstrihreyf- ingahnnar - græns framboös á Noröuriandi vestra. Sauðárkróki varð að vem- leika. Náið samstarf og ein- hugur allra sveitarstjórnar- manna á Sauðárkróki og þá- verandi þingmanna kjör- dæmisins átti drjúgan hlut að farsæHi lokaafgreiðslu málsins. Nú er annar háttur á Við stofnun SteinuUar- verksmiðjunnar á sínum tima var það einörð sam- staða heimamanna, jafnt sveitarstjórnarmanna sem þingmanna kjördæmisins, sem réð úrslitum um að hún yrði staðsett á Sauðárkróki. Nú er annar háttur hafður á. LítiU meirihluti sveitarstjómar Skagafjarðar keyrir sölu SteinuUarinnar áfram. Nú er ekki kaUað tU þingmannafundar tU aö ræða með hvaða hætti megi tryggja stöðu þessa fyrirtækis í héraðinu. SöluferU SteinuUarinnar er smeygt bakdyramegin inn í ríkisstjórn og þaðan tU afgreiðslu Alþingis. Nú er vinnulagið með öðrum og dapurlegri hætti en í árdaga verksmiðjunnar. Hvem skyldi hafa órað fyrir því þá að það væra heimamenn sem fyndu sig knúna tU frumkvæðis í að svipta verksmiðjuna þeirri kjölfestu og því öryggi sem eignarhald ríkisins og sveitarfélagsins er. Það er dapurlegt að svo skuli kom- ið í fjárhagslegri verkskiptingu ríkis og sveitarfélaga að hvert sveitarfélag- ið af öðru er knúið tU að selja eigur sinar upp í rekstrarskuldir. Fram- koma ríkisins gagnvart einstökum sveitarfélögum, einkum út um hinar dreifðu byggðir, er alveg forkastanleg. En fyrir sveitarfélögin er hér aðeins um bráðbirgðaaðgerð að ræða, engin framtíðarlausn, þvert á móti era þau neydd tU að fórna bestu mjólkur- kúnni, einni af annarri. Það sér hver heUvita maður í hvert óefni slíkt ráðslag stefnir. Voru allir möguleikar kannaðir? Ef sveitarfélagið telur sig nauð- beygt tfl að selja sinn hlut í verk- smiðjunni hefði það átt að kanna aðra sölumöguleika. TU dæmis gat Stein- uUarverksmiðjan sjálf leyst tU sín hlut sveitarfélagsins aö hluta eða öUu leyti. Vegna góðrar eignastöðu gæti fyrirtækið fært niður hlutaféð og greitt það út til hluthafanna og þar með tU sveitarsjóðs Skagafjarðar Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að ríkissjóður kaupi út hlut sveitarfé- lagsins í SteinuUinni og tryggi óbreytta stöðu hennar. Það væri góð byggðaaðgerð af hálfú ríkisvaldsins ef á annað borð þarf að breyta eignar- haldi á fyrirtækinu. Kaupfélag Skag- firöinga er sett í þá erfiðu stöðu að þurfa að kaupa út hlut ríkisins í verk- smiðjunni tU að treysta stöðu hennar í heimabyggð. Þetta er öfugsnúin byggðaaögerð og ríkinu ekki tU sóma. Framtíðin ekki sjálfgefin Verði af fyrirhugaðri sölu SteinuUar- innar blasir sú hætta við að eignaraðU- arnir sæki fjármagn inn í verksmiðj- una, hækki arðsemiskröfuna og fram- tíð hennar á Sauðárkróki er stefnt í voða. Núverandi eignarhald verksmiðj- unnar hefur reynst henni farsælt. Framtíð hennar á Sauöárkróki er ekki sjálfgefm. Það eru hagsmunir Skagfirð- inga aö hætt verði við aUar söluhug- myndir á SteinuUarverksmiðjunni. Jón Bjamason „Verði af fyrírhugaðri sölu Steinullarínnar blasir sú hœtta við að eignaraðilamir sœki fjármagn inn í verk- srrtiðjuna, hœkki arðsemiskröfuna og framtíð hennar á Sauðárkróki er stefnt í voða.“ 1-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.