Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002
11
Utlönd
Ariel Sharon segir fyrsta hluta aðgerðanna á Vesturbakkanum lokið:
Herlið flutt brott frá
Nablus og Ramallah
ísraelar luku í gær brottflutningi
hersveita sinna frá bæjunum Nablus
og mestum hluta Ramallah á Vestur-
bakkanum og tilkynnti Ariel Sharon,
forsætisráðherra ísraels, skömmu síð-
ar að fyrsta hluta aðgerðanna, sem
ísraelar köliuðu „Vamarskjöldinn",
væri lokið. Hann sagði einnig að að-
gerðum gegn palestínskum hryðju-
verkamönnum væri þó hvergi lokið
og að herlið myndi áfram sitja um að-
alstöðvar Yassers Arafats í Ramallah
og um Fæðingarkirkjuna í Betlehem
þar til Palestínumenn hefðu gengið að
kröfum ísraelsmanna um að afhenda
eftirlýsta hryðjuverkamenn.
„Við höfum lokið tilteknum hluta
aðgerðanna með tilætluðum árangri
og höfum því dregið herliðið til baka
frá Nablus og mestum hluta
Ramallah. í næsta skrefi munum við
leggja áherslu á að útiloka hryðju-
verkamenn frá því að komast inn í
israelskar byggðir," sagði Sharon og
vísaði þar til áætlana ísraela um að
Á útleið frá Ramallah
Brottflutnirígi ísraeiskra hersveita frá
bæjunum Nablus og mestum hluta
Ramallah lauk í gær.
koma á hlutlausum öryggissvæðum
kringum sjálfstjómarsvæði Palestínu-
manna.
Talsmenn ísraelska hersins sögðu í
gær að umsátrinu um bækistöðvar
Arafats yrði haldið áfram þar tO hann
afhenti þrjá meinta hryðjuverkamenn
sem grunaðir eru um aðild að morð-
inu á harðlínuráðherranum Rehavam
Zeevi og þann fjórða sem grunaður er
um að hafa skipulagt vopnasmyglið
frá íran en Arafat hefur boðist til að
leiða þá fyrir palestínskan rétt en
neitað að framselja þá til Israels.
Heyrst hefur að herinn undirbúi nú
innrás í bækistöðvamar tii að hafa
hendur í hári meintra morðingja ráð-
herrans.
Á vikulegum ríkisstjómarfundi í
gær þakkaði Sharon öllum þeim sem
komið hafa að aðgerðunum á Vestur-
bakkanum sem hófust 29. mars sl. og
sagði að þær heföu aðeins verið liður
í viðleitni þeirra til að verja líf sitt og
tilveru Ísraelsríkis.
Þá var það ákveðið á ríkisstjómar-
fundinum að loka á öll samskipti við
Terje Roed-Larsen, sendinefndarfull-
trúa SÞ í Mið-Austurlöndum, en yflr-
lýsingar hans eftir heimsókn í Jenin-
flóttamannabúðirnar munu hafa farið
fyrir brjóstið á ísraelskum stjómvöld-
um.
Larsen lýsti því sem hann varð
vitni að í búðunum sem „grimmdar-
legum hryllingi" og það hefði verið
ómannúðlegt af ísraelsmönnum að
hleypa alþjóðlegum hjálparliðum ekki
inn í búðimar fyrr en ellefu dögum
eftir að aðgerðum lauk. „Ég hef skip-
að ríkisstjóm minni að loka á öll sam-
skipti við Roed-Larsen,“ sagði Sharon
eftir fundinn í gær. Hann hét því þó
að rannsóknamefnd Samemuðu þjóð-
anna, sem fær það hlutverk að rann-
saka atburðina í Jenin, fái fullan
stuðning ríkisstjómarinnar, en mót-
mælti því um leið að þau Roed-Lar-
sen, Peter Hanson og Mary Robinson,
mannréttindafulltrúi SÞ, kæmu ná-
lægt rannsókninni en öll hafa þau
gagnrýnt ísraelsmenn fyrir grimmd-
arverkin í Jenin.
Sprengjuótti á Filippseyjum.
Fjórtán létust í
sprengingum á
Filippseyjum
Að minnsta kosti fjórtán manns
létu lífið og um fimmtiu særðust í
tveimur aðskildum sprengjutilræðum
í General Santos-borg í suðurhluta á
FOippseyja í gær. Sprengjumar
sprungu með nokkurra mínútna mOli-
bOi og sprakk sú fyrri, sem komið
hafði verið fyrir i farartæki utan við
stórmarkað, um þrjúleytið að staðar-
tíma. Seinni sprengjan sprakk í miðju
íbúðarhverfi á fjölfarinni götu og var
henni kastað úr bifreið að hópi fólks.
Ekki er ljóst hver stóð fyrir
sprengjutOræðunum en öfgahópar
aðskilnaðasinna og múslímska Ábu
Sayyaf-hreyfmgin liggja undir grun.
REUTERSMYND
Jenin er rústir einar
íbúar Jenin-flóttamannabúöanna vinna aö því aö bjarga því sem bjargaö verö-
ur úr rústum búöanna eftir aö ísraelar drógu herliö sitt út afsvæöinu um
helgina. Þeir haida þó enn til streitu umsátri sínu um bækistöövar Arafats í
Ramallah og um Fæðingarkirkjun á Betlehem.
Heróínfundur í þvottahúsum í Kaupmannahöfn
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur
lagt hald á mikið magn af heróíni sem
fannst í þvottahúsum í Kaupmanna-
höfn. Þetta er stærsti heróínfundur í
Kaupmannahöfh tO þessa. AOt fund-
ust 16,3 kg og er söluverðmæti þess
um 250 mOljónir króna.
Við leit á einkaheimOum þar hafa
fundist háar peningaupphæðir og
skotfæri en ekki byssur. Eitriö fannst
þegar viðgerðarmenn þurftu að kom-
ast inn í skápa vegna viðgerða á
þvottavélum og þar var efnið, brún-
leitt, pakkað vandlega inn, innan um
þvottaefni.
Liðlega þrítugur Jógóslavi, sem
hafði eftirlit með þvottahúsunum, hef-
ur verið handtekinn en hann er talinn
tengjast skipulögðum samtökum.
Ekki er talið að eigandi þvottahús-
anna sé viðriðinn málið. Lítið hefur
verið um heróín á markaði í Kaup-
mannahöfn síðustu misseri vegna
þess að stríðið í Afganistan lokaöi
hefðbundnum smygUeiðum en um
90% efnisins eru talin koma frá
Afganistan. -GG
^ Lagerúala
q íþrótta-og fótboltaskóm
Póstsendum
flSTUnD
Tilvalin
sumargjöf
Diadora-fótboltaskór
Margar geröirí barna- og ,
fullorðinsstœrðum Diadora-iþrottaskor
Verð frá kr. 1.000 Margar 9erðir 1 ba[na'09
fulloröinsstœröum
Verð frá kr. 900
Háaleitisbraut 68 • Sími 568 4240
LOKSINS ERUM VIÐ KOMNIR Á NETIÐ, SKOÐIÐ SÖLUSKRÁNA Á:
www.bilasolur.is u Okkur vantar bíla á skrána okkar, núna takk fyrir! B í , fBÍLÁSMJNNj
öldur ehf. L A S A L A
OPIÐ VIRKA DAGA 10-12 OG 13-18, LAUGARDAGA 10-14
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
461 3020-461 3019