Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 Tilvera I>V Flæði Kristín Þorkelsdóttir hefur opnað sýningu á nýjum vatnslitaverkum í Hafnarborg, menningar-og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningin nefnist Flæði og er ellefta einkasýning Kristínar. Náttúran er höfuðviðfangsefni hennar eða að minnsta kosti kveikjan að flestum verkanna. Leiklist ■ LYKILL UM HÁLSINN Leíkritið Lykill um hálsinn eftir Agnar Jón verður í Vesturporti í kvöld kl, 19. ■ LAXNESS í LISTAKLÚBBNtlM í kvöld verður stefnumót við aðstandendur Strompleiksins í Listaklúbbi Leikhússkjallarans. Leikin verða brot úr verkinu og umræður verða í umsjá Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Fundir og fyrirlestrar ■ LESANDINN í ÖNPVEGI Lesandinn í öndvegi er heiti námskeiðs sem hefst í dag á vegum Háskóla íslands og stendur frá 13-17. Kennari er Rachel Van Riel, stjórnandi fyrirtækisins Opening the Book ltd. Fyrirtækið aflar fjármagns og annarra miðla fyrir lestrarhesta og þjálfun og ráðgjöf til allra sem vinna með bækur og lestrarhæfni svo sem bókasafns-fræðinga, bóksala, útgefendur, listastofnanir og ráðuneyti. ■ MÁLSTOFA í FÉLAGSRÁÐGJÖF í dag kl. 12.05-13.00 heldur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi erindi í fundarherbergi félagsvísindadeild- ar í Odda. Það nefnist Aðlögun nýrra heimilismanna: Þróun og samanburður á störfum samskipta- fulltrúa á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. ■ POKTORSVÖRN í LÆKNISFRÆÐI í dag ver Hákon Hákonarson, læknir doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Islands. Hún nefnist „Altered transmembrane signalling and responsiveness of asthmatic sensitized airway smooth muscle” og fjallar um grunn- rannsóknir á astma. Vörnin fer fram í Hátíðarsal Háskóla íslands og hefst kl. 14.00. Sýningar ■ UÓSMYNPIR OO SKÚLPTÚRAR Ólöf Nordal hefur sett upp sýningu á ljósmyndum og skúlptúrum í gallerí hlemmur.is ■ HRINQPRQT í HAFNARBORO Leirlistamaðurinn Bjarni Sigurðs- son er með sýninguna Hringbrot í Hafnarborg í Hafnarfirði um þessar mundir. Þar eru vasar og alls kyns listaverk sem öll eiga það sameiginlegt að vera byggð á hringforminu. ■ UNDIR STIGANUM Sara María Skúladóttir er með sýningu undir stiganum í i8, Klapparstíg 33. ■ UÓSVÖRP í GALLERÍ FOLP Þorsteinn Helgason myndlistar- maður er með sýningu í baksal GaUerí Foldar, Rauðarárstíg 14-16. Hún nefnist Ljósvörp. Galleríið er opið daglega frá kl. 10-18. ■ HÓNNUN OG MÁLVERK Tvær sýningar hafa verið opnað- ar í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Á efri hæð sýnir Kristinn Páhnason og veltir fyrir sér hinu „einstaka" í listinni. Gulleik Lövskar er norskur húsgagnasmið- ur, hönnuður og innanhússarkitekt að mennt og á þessari fyrstu einka- sýningu sinni tekst hann á við að sameina nýjar tilraunir við gamla hefð í húsgagnasmíði. Djammað með Jarvis Dansflklar og djammboltar borg- arinnar fjölmenntu á Gaukinn um helgina þar sem tvíeykið Jarvis Cocker og Steve McKay úr popp- hljómsveitinni Pulp þeyttu skífur af alkunnri list. Með þeim í för voru tveir tónlistarhópar, All Seeing I og White Trash, sem heilluðu gesti með kraftmikiili og ögrandi rapp- og pönkblöndu með elektrónískum undirtóni. Ljósmyndari DV brá sér inn á Gaukinn þegar leikar stóðu sem hæst á laugardaginn og festi stemninguna á fllmu. Fjör á dansgólfinu Birgitta Haukdai, söngkona írafárs, geislaöi af gleöi á dansgöifinu eins og fleiri gestir í tónlistarveislu Jarvis Cockers og fétaga. DV-MYNDIR EINAR J. The Desperate Sound System Steve McKay og Jarvis Cocker stóöu vaktina á Gauki á Stöng um helgina og léku taktfasta danstónlist fyrir Reykvíkinga og nágranna. Reiöir ungir menn Allt ætlaöi aö veröa vitlaust á Gauknum þegar White Trash-flokkurinn frá Lundúnum steig á sviö, enda er sviösframkoma og tónlist sveitarinnar í senn kraftmikil og ögrandi. Vortískan í Kringl- unni Áhugafólk um tísku, hönnun og hollan lífsstíl lagði leið sína í Kringluna í síðustu viku en þar fór fram fjölbreytt dagskrá undir yfirskriftinni Upplifún í Kringlunni. Meðal annars var boðið upp á snyrtivöru- kynningar, listsýningar, dans og tónlist. Á laugardaginn efiidu síðan nokkrar versl- anir í Kringlunni til glæsilegrar tískusýn- ingar þar sem glæsilegar fyrirsætur sýndu það sem þykir finast og flottast í klæðnaði um þessar mundir. Sérstakur heiðursgest- ur tískusýningarinnar var spænski há- tískuhönnuðurinn Estrelia G. en hún hyggst halda frumsýningu á nýjustu fata- línu sinni á íslandi og var stödd hér á landi til að kynna sér aðstæður. Það nýjasta í herratískunni Ungir og glæsilegir herramenn í flottum fötum. Showtime; ★ ★ Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. í lögguleik DVA1YNDIR EINAR J. Ásta og Estrella Ásta Kristjánsdóttir frá Eskimo models ásamt spænska hátískuhönnuöinum Estrellu G. sem var sér- stakur heiöursgestur sýningarinnar. Spáð í tískuna Fjöimargir áhorfendur voru á sýningunni og létu þeir sumir álit sitt á flíkunum í Ijós meö svipbrigöunum einum saman. Eftirminnilegasta setningin í Showtime er tvímælalaust sú þegar William Shatner, í hlutverki leikstjóra sem má muna sinn fífil fegri, segir um leik Roberts DeNiros: „Þetta er sá al- versti leikari sem ég hef nokkum tím- ann séð.“ Að vfsu segir hann þetta ekki um DeNiro sjálfan heldur persónuna sem hann leikur. Það er samt skemmti- leg kaldhæðni í þessari setningu sem beint er til eins besta kvikmyndaleik- ara sem uppi hefúr verið. Það er fleira sem kemur á óvart í þessari á stundum bráöskemmtilegu gamanmynd, meðal annars góður samleikur Eddies Murphys og Roberts DeNiros sem fyrir fram hefði mátt ætla að ættu fátt sam- eiginlegt. Þeir halda myndinni uppi sem á heildina litið er brokkgeng, með frekar slökum söguþræði sem þolir ekki margar dýfúr. Showtime er ein þeirra kvikmynda sem hafa góða byrjun, miðlungs miðkafla og slakan endi. I upphafi er virkilega skemmtOegt að fylgjast með því þegar súperlöggan Mitch Preston (Robert DeNiro) og viðvaningslöggan Trey Seliars (Eddie Murphy) eru kynntar til leiks og hvemig leiðir Olíkar löggur Haröjaxlinn Mitch Preston (Robert DeNiro) og félagi hans, Trey Sellers (Eddie vill frekar vera sjónvarpslögga en alvörulögga. þeirra liggja saman. Murphy, sem hef- ur kjaftinn á réttum stað, er ekki lengi að sjá út möguleika þeirra á frægð og frama sem hann þráir þegar þeir eru valdir til að vera lögreglur f „raunveru- leikasjónvarpi". Hann tekur málið í sínar hendur og leikur löggu frekar en vera lögga og er strax kominn í mikið uppáhald hjá framleiðanda þáttarins á meðan hinn stirðbusalegi DeNiro gerir allt sem hann á ekki að gera, enda neyddur til að taka þátt í þessu af yfir- manni sínum og er sífellt áhyggjuefni hjá sjónvarpsliðinu. Samstarfið slípast þó eftir því sem líður á myndina um leið og húmorinn verður slappari. Þá er einnig farið að gera meira úr spennuþættinum sem sögulega séð er ekki mikils virði. I lokin er svo allur kraftur horf- inn úr samleik þeirra Murphys og DeNiros og þeir orðnir perluvinir. Það er greinilegt að Eddie Murphy og Robert DeNiro hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Murphy hefur vinning- inn hvað varðar skemmt- anagildi myndarinnar og DeNiro þarf ekki að hafa mikið fyrir því að gera Preston að sannfærandi ofúrlöggu sem er meira ., . , fyrir að láta athafhir tala urp y), sem sínu májj en að fara eftir reglum sjónvarpsins. Þeir eru stjömumar og það lendir á öðrum leikurum aö vera að- eins til uppfyllingar. Lelkstjórl: Tom Dey. Handrit: Keith Shar- on, Alfred Gough og Miles Millar. Kvlk- myndataka: Thomas Kloss. Tónlist: Alan Silvestri. Aöalhlutverk: Robert DeNiro, Eddie Murphy, Rene Russo og William Shatner.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.