Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 16
28 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 Skoðun dv Líföndun - tækni gegn spennu Anda til fulls, lifa tll fulls Viö þaO kemst orkuflæöi líkamans af staO. Spurning dagsins Áttu gæiudýr? Snorrl Rafnsson nemi: Já, ég á hamstra. Garðar Stefánsson nemi: Já, ég á hund, þaö er svolítil vinna sem fylgir því. Ásgerður Kristófersdóttlr neml: Já, ég á hund sem heitir Týra. Svava Guðrún Brynjólfsdóttir símadama: Nei, en mig langar í hund. Margrét Rúnarsdóttir, 12 ára: Já, ég á páfagauk sem heitir Mosi. Hann er svolítiö vitlaus og syngur meö sjónvarpinu. Rut Rúnarsdóttir nemi: Já, ég á franskan, dvergvaxinn kött í Frakklandi sem heitir Perla og er eins árs. Ég hef verið beðin að svara því hvað lífóndun er. Lífondun er einfold tækni þar sem við einbeit- um okkur að önd- uninni til að losa um spennu og stiflur sem hafa myndast í líkama okkar. Þessi spenna getur verið í formi vöðvabólgu eða hvers konar sársauka. Hún getur líka verið and- legur eða líkamlegur dofi; eitthvað sem við fmnum ekki fyrir. Eða kvíði, streita, andvörp, fóbía, sorg, fíkn, skortur á sjálfstrausti, tóm- leiki. i stuttu máli, allt milli himins og jarðar. Að anda til fulls er að lifa til fulls. Við það kemst orkuflæði líkamans af stað og lífið sjálft tekur við. Lik- aminn reynir að finna leiðir til að losa um spennu eða orkuhöft sem halda aftur af náttúrlegu flæði lifs- ins innra með okkur. í lífondun lær- um við að sættast við það í okkur sjálfum sem hefur dvalið í skuggan- um, hvort sem það er gleði eða sorg, og um leið getum við sleppt því og þá er meira pláss fyrir lífið sjálft, hér og nú. Það að lifa til fulls krefst þess að við séum tilbúin að finna fyrir lífinu hvaðan sem vindurinn blæs. Öndunin er lykilþáttm- í því að tengjast okkur sjálfum og finna innri kyrrð. Ég vil ekki gefa þá mynd að lífondun sé einhver stóri sannleik- ur, svarið við öllum okkar spurn- Ingibjörg Sigursteinsdóttir á Akureyri skrifar: Mig langar til að andmæla þeim skrifum sem birtust í DV 4. apríl sl. Ingvi Ingvason skrifaði ágæta grein um hina „svokölluðu" Norrænu og Seyðisfjörð, og hvað það væri nú grábölvað að þurfa að aka um lang- an og slæman veg, aUa leið austur á land, til þess að komast í siglingu með skipinu. Þaö vill nú svo til að ég hef lagt þessi ósköp á mig, og það margsinn- is - að aka alla þess leið austur, bæði frá Reykjavík og frá Akureyri, og þykir það ekkert stórmál. Nátt- úrufegurðin er slík og andrúmsloft- ið það laust við mengun að svona ferð er hreinlega afslappandi. Tala nú ekki um hvað það er ánægjulegt að sjá gamla íslenska smábæjarstíl- inn sem er ágæt tilbreyting frá ný- tisku glerkubbunum sem byggðir „Svörin búa innra með okk- ur sjálfum, við vitum það allt. Við viljum stundum festast í því að reyna að bœta okkur, gera betur, gera meira, eignast meira og í öllu því vill gleymast að njóta ferðarinnar og útsýnisins. “ ingum. Svörin búa innra með okkur sjálfum, við vitum það allt. Við vilj- um stundum festast í því að reyna að bæta okkur, gera betur, gera meira, eignast meira og í öllu því vUl gleymast að njóta ferðarinnar „Lái mér hver sem vill þótt ég spyrji: Hvers vegna í ósköpunum œttu allir aðrir en þeir sem eru svo lánsam- ir að búa á Suðurlandinu að keyra langtum lengri vegalengd en þeir þurfa í dag, hugnist þeim að skreppa til Evrópu?“ eru í dag og eiga víst að kallast hús. Enn fremur get ég ekki séð hvem- ig hægt yrði að troða öllum sam- göngum á Suðurlandið eingöngu, það búa jú fleiri á klakanum en bara Sunnlendingar. Síðast er ég vissi, þá var nú afgangurinn af land- inu enn þá í byggð. Seyðisfjörður, líkt og aðrir litlir og útsýnisins. Við erum oft í lítilli tengingu við hvað þaö er sem veitir okkur gleði. Hvað er það sem nærir okkur og fyllir okkur af lífsþrótti og löngun til að skapa og prófa nýja hluti? Við getinn verið svo bundin af því hvað okkur ætti að finnast skemmtilegt og endum oft á að skapa okkur líf sem lítur bara vel út utan frá en veitir okkur enga gleði eða fyllingu. Lífondun hefur reynst mér vel sem leið til að hrista upp í mér þegar ég tapa áttum, losa um það sem stopp- ar innra með mér og verður að vöðvabólgu eða líkamlegum sárs- auka ef ég veiti því ekki athygli, og til að læra að njóta þess að anda og vera til. bæir, má ekki við því að missa ferða- mannatekjurnar sem af því skapast augljóslega að hafa ferjuna Norrænu þar. Þótt ekki sé verið að tala um einhverjar svimandi upphæðir, þá munar um hverja krónu eins og menn vita. Þá má líka benda á að alltaf er verið að bæta veginn þang- að austur, og reynt að klístra mal- biki á það sem eftir er af leiðinni. Lái mér hver sem vill þótt ég spyrji; Hvers vegna í ósköpunum ættu allir aðrir en þeir sem eru svo lánsamir að búa á Suðurlandinu að keyra langtum lengri vegalengd en þeir þurfa í dag, hugnist þeim að skreppa til Evrópu? Ef hugsað er, þótt ekki sé nema örlítið lengra en nef manns nær, þá kemur upp úr kafinu aö þetta er stórkostleg hugmynd í alla staði - að hafa þetta nákvæmlega eins og það er í dag. Ávextir frá ísrael? Palestína fær sinn skerf. VG og við- skiptabannið Einar Kristjánsson skrifar: Ja, nú er það svart, maður, unglið- ar í Vinstri græna flokknum vilja setja „viðskiptabann" á ísrael. Ekki er nú svo mikil verslun héðan við það land. Og þó. Dálítið er keypt þaðan af ávöxtum tímabundið ár hvert og svo niðursuða ávaxta að einhverju marki. Þetta slagorð VG minnir mann á þeg- ar Steingrímur J., formaður VG, stóð í pontu á Alþingi með ávaxtadós frá Suður-Affíku i hendi og spurði: Er ekki nóg komið? Vildi að íslendingar hættu öllum viðskiptum við S-Afriku. En hvað þýddi það? Atvinnuleysi fyr- ir þá svörtu í S-Afríku, og máttu þeir þó ekki við miklu eins og efnahagsá- standiðð var þar þá. Sama er um ísra- ela. Þeir kaupa talsvert af ávöxtum af Palestínumönnum til að vinna og selja úr landi. Þetta vegur þungt í at- vinnu margra Palestínumanna. Vilja Vinstri grænir að Palestínumenn missi lika vinnu sína og afkomumögu- leika? Þeir hafa aldrei verið séðir í fjármálum, þeir á vinstri kantinum, halda að allt geti komið á færibandi ffá ríkinu, þ.e. skattborgurunum. En það er öðru nær. Hópuppsagnir lækna Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Læknar víðs vegar á landinu segja nú upp störfum sínum. Auðvitað er hér ekkert annað á ferð en hópupp- sagnir og um leið árás gegn sjúkling- um hér á landi. Ég bendi á atvik sem skeði hér fyrir nokkrum árum. Þá til- kynntu flugmenn að þeir ætluðu að fara í verkfall. Þá sagði þáverandi for- sætisráðherra, Steingrímur Her- mannsson, að það kæmi ekki til greina að ísland yrði sambandslaust við umheiminn og að hann myndi koma því svo fyrir að ráðinn yrði fjöldi erlendra flugmanna til starfa. Ekkert varð af verkfallinu. Er ekki ráð að stjómvöld beiti nú sama ráðinu - að ráða erlenda lækna hingað til lands? Get ekki séð neinn mun á lækn- isþjónustu, hvaðan sem hún kemur. Afkastamikil velölskip En „ryksugun“ gæti þýtt ördeyöu á miöunum. Skoðanakönnun um ESB Kristinn Sigurðsson skrifar: Hvemig stendur á því að ekki er gerð viðamikil og marktæk skoðana- könnun um kosti og galla aðildar ís- lendinga að ESB? Ef fólk veit það ekki enn þá era ókostimir þessir: 1. Við verðum að borga 12 milljarða króna í sjóði bandalagsins. 2. Talið er að 10-12 milljónir atvinnuleysingja séu í ESB-löndunum, að viðbættum alls kyns óæskilegu fólki, m.a. fikni- efnaneytendum og fíkniefnasölum. Ör- uggt má telja að sökum Schengen-vit- leysunnar komi tugir þúsunda þessa fólks hingað til lands, án eftirlits. 3. Landhelgin yrði galopin. Dæmin frá Kanada sanna að „ryksugutogarar" frá ESB-löndunum myndu þurrka upp fiskimið okkar á einu ári. En Gallup ætti að geta leitt í ljós niðurstöður um kosti og galla aðOdar að ESB. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Garrí Ég er ekki ég Garri hefur fylgst með hvemig hver álitsgjaf- inn á fætur öðrum hefur komist að þeirri niður- stöðu að engin rök séu tU þess að veita deCODE 20 milljarða króna ríkisábyrgð. Þjóðhagsstofnun segir þannig líklegt að inngrip í markaðinn leiði tU lakari lífskjara þegar fram líða stundir. Og fleiri eru á sama máli. Þar á meðal er stjóm Verslunarráðs íslands. Stjóm þess ágæta ráðs hafnar þeirri hugmynd að veita einstöku fyrir- tæki ríkisábyrgð á lán. Áður þurfi að koma tU kynning á forsendum þess að slík ábyrgð sé nauðsynleg og hvemig veiting hennar faUi að stefnumörkun ríkisstjómarinnar fyrir almennan stuðning hennar við atvinnulífið. Almennan stuðning. Ef minnið svíkur ekki man Garri ekki betur en að þegar núverandi rík- isstjórn tók við völdum hafi verið gefnar út há- stemmdar yfirlýsingar um að nú skyldi sértæk- um aðgerðum í þágu einstakra fyrirtækja hætt. TUefnið var náttúrlega hóflaust sjóðasukk und- anfarinna ára en yfirlýsingin gaf engu að síður fyrirheit um að nú skyldu aUir jafnir, aðgerðir yrðu eftirleiðis almennar. Ekki sértækar. En þar sem kjósendur eru fljótir að gleyma og enginn venjulegur maður er nú á ferðinni sem hefur ekkert gagn af almennum aðgerðum varð að grípa tU sértækra aðgerða. Það hlýtur hver maður að sjá. Fylgjandi og andvígur Og það sér Vilhjálmur EgUsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðsins. Sá ágæti maður er einnig alþingismaður og enn fremur formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem tek- ur á móti öUum þessum álitum og fjaUar að auki um frumvarpið um ríkisábyrgðina. Vilhjálmur tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í ályktun stjómar Verslunarráðsins enda getur hann vart annað þar sem þaö eru herrar hans í Kringlunni sem hafa orðið. En Vilhjálmur styð- ur samt frumvarpið um ríkisábyrgðina handa Kára. „Enda er það stjómarmeirihlutinn sem stendur að því,“ segir Vilhjálmur við DV. Ég og ég Vilhjálmur EgUsson alþingismaður og VU- hjálmur EgUsson framkvæmdastjóri eru á önd- verðum meiði en um leið sammála. í Vilhjálmi kristaUast bæði andstaða og fylgi við frumvarpið um ríkisábyrgðina. Það fer eftir því hvor VU- hjálmur þaö er sem hefur orðið. Vilhjálmur veit vonandi hver hann er og hvað hann er að gera, hver stýrir orðum hans og æði. Ef Vilhjálm þrýt- ur rök í þessari stöðu getur hann aUtaf tekið orð skáldsins sér í munn sem sagði: Ég er ekki ég, ég er einhver annar. CiArri Guðrún Arnalds skrifar: Farþegasiglingar frá Seyðisfiröi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.