Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 13 :dv Utlönd Colin Powell boðar til friðarráðstefnu í sumar Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á blaða- mannafundi í Washington í gær að friðarráðstefha vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs væri í undirbún- ingi og líklegt að hún yrði haldin ein- hvers staðar í Evrópu á næstu mán- uðum. Powell beindi máli sínu til Arafats og sagði að þerta yrði síðasta tækifærið sem hann fengi til friðar- viðræðna og það yrði hann að nota til að tryggja þjóð sinni öryggi og frið til frambúðar. Nokkrum stundum síðar réðust ísraelskar hersveitir á um fimmtíu skriðdrekum inn í bæinn Nablus, að þeirra sögn til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Tóku þær yfir nokkrar byggingar í norður- og vest- urhluta bæjarins og féll einn palest- inskur lögreglumaður þegar til skot- bardaga kom í upphafl innrásarinnar, auk þess sem nokkrir meintir hryðju- verkamenn voru handteknir. Að sögn talsmanna hersins munu hersveitirnar yfirgefa bæinn um leið og aðgerðum er lokið, en á undanförn- Powell boðar til frlðarráðstefnu Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bobaöi ígær til fribarrábstefnu vegna deilunnar fyrir botni Mlbjarbarhafs, eftir að hafa fundab meb svoköllubu fjóreyki, sem auk hans sjálfs er skipab Igor Ivanov, utanríkisrábherra Rússlands, Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóra SÞ, og þeim Javier Solana, utanríkismálastjóra ESB, og Josep Pique, utanríkisráðherra Spánar. um dögum hafa verið gerðar skyndi- innrásir i nokkra af þeim bæjum á Vesturbakkanum sem herteknir voru í aðgerðum ísraelsmanna í apríl. Yasser Arafat, sem losnaði úr um- sátri ísraelsmanna í bækistöðvum sínum í Ramallah í gær, lét það verða eitt sitt fyrsta verk að heimsækja sjúkrahús í bænum, þar sem hann bað fyrir þeim sem fallið höfðu í inn- rás og aðgerðum Israesmanna í bæn- um. Arafat var fagnað af íbúum bæj- arins og kölluðu börn sem stóðu i röð- um við göturnar: „Við munum fórna lífinu fyrir þig." Arafat fordæmdi aðgerðir ísraels- manna við Fæðingarkirkjuna i Bet- lehem í sínu fyrsta ávarpi til þjóðar sinnar eftir að hann losnaði úr prís- undinni og ákallaði um leið alþjóða- samfélagið til hjálpar við lausn deil- unnar sem staðið hefur í fjórar vikur. Til skotbardaga kom við kirkjuna í gær og féll þar einn Palestínumaður auk þess sem að minnsta kosti tveir særðust illa. Ástandið í kirkjunni fer dagversn- andi, en í gær komust nokkrir með- limir erlendra friðarhópa inn í kirkj- una með matvæli handa þeim 200 manna sem enn þá hafast þar við, en þrjátíu þeirra munu eftirlýstir hryðju- verkamenn sem Israelsmenn vilja framselda áður en til greina komi að aflétta umsátrinu. Bill Clinton Dreymir hann um ab verba konungur kjaftaþáttanna í sjónvarpi vestra? Clinton spáir í að stjórna viðtals- þætti í sjónvarpi Sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkj- unum mega ef til vill eiga von á því að Bill Clinton, fyrrum forseti, birt- ist á skjánum fyrr en síðar sem srjórnandi viðtalsþáttar. Forsetinn fyrrverandi hitti í vik- unni hátt setta stjórnendur NBC- sjónvarpsstöðvarinnar á skrifstofu vinar síns, sjónvarpsframleiðand- ans Harrys Thomasons. Einhver skoðanamunur virðist vera á þvi hver hafi átt frumkvæðið að fundinum. Talskona Clintons segir hann hafa hlustað á tillögur sjónvarpsmanna en hann hefði ekki farið fram á eigin þátt. Blaðið Los Angeles Times hafði hins vegar eftir innanbúðarmönn- um að Clinton hefði farið fram á tæpa fimm milljarða króna á ári fyrir að stjórna eigin kjaftaþætti og að hann vildi feta í fótspor hinnar vinsælu Opruh Winfrey. REUTERSMYND Beöist fyrir í Hvíta húsinu George W. Bush Bandaríkjaforseti leiddi bænasamkomu í Hvíta hús/nu í Washington í gær í tilefni þess að vestra héldu menn upp á árlegan dag bænarinnar. Við það tækifæri sagði Bandaríkjaforseti að Bandaríkin væru land trúar- innar. Um tvö hundruö manns tóku þátt í bænahaldinu með forsetahjónunum. BALL A CHAMPION'S ALLTAF DANSLEIKIR UM HELGAR: 3. & 4. MAÍ Hestmannahelgi bæði kvöldin! Hljómsveitin Léttir Sprettir leika fyrir dansi. REUTERSMYND Skilríkln skoðuð ísraelskur hermaður gætir að skil- ríkjum myndatökumanns Reuters. Vont að vera blaðamaður á Vesturbakkanum Hvergi í heiminum er verra að vera blaða- og fréttamaður en á Vesturbakkanum, að mati alþjóð- legra samtaka sem standa vörð um blaðamenn (CPJ). Samtökin birta árlega lista yfir þá staði þar sem blaðamönnum eru settar hvað mestar skorður við störf sín og þar sem þeir eru taldir vera í mestri hættu. Listinn var birtur í morgun í tilefni þess að í dag er al- þjóðlegur dagur frelsis fjölmiðla. Ariel Sharon, forsætisráðherra israels, og stjórn hans sæta harðri gagnrýni fyrir að beita valdi til að koma í veg fyrir að fréttamenn geti fylgst með innrás ísraelska hersins í byggðir Palestínumanna á Vestur- bakkanum. Næstversti staðurinn fyrir blaða- menn er Kólumbía. Vill Sambands- flokkinn í stjórn Edmund Joensen, fyrrum formað- ur Sambandsflokksins og fyrrum lögmaður Færeyja, telur það vera andstætt vilja þjóðarinnar ef gamli flokkurinn hans verður ekki með 1 næstu landstjórn. Sambandsflokk- urinn fékk flest atkvæði í lögþings- kosningunum á þriðjudag. í viðtali við færeyska blaðið Sosi- alurin segir Joensen að núverandi landstjórn, undir forystu Anfinns Kailsbergs úr Fólkaflokkinum, eigi að fara frá til að hægt verði að finna annan meirihluta. Joensen telur heppilegt að Sam- bandsflokkurinn, Jafhaðarflokkur- inn og Fólkaflokkurinn myndi meirihlutastjórn. Sambandsflokkurinn og Jafhaðar- flokkurinn eru fylgjandi áframhald- andi veru í danska ríkjasam- bandinu og Joensen segir að sjálf- stæðisarmur Fólkaflokksins hafi veikst eftir kosningarnar. Tugir uppreisnar- manna drepnir Herinn í Nepal felldi að minnsta kosti 51 skæruliða úr röðum maóista í árás á vígi uppreisnar- manna í vesturhluta landsins, að því er stjórnvöld greindu frá í dag. Aðstoðarinnanrikisráðherra Nepals sagði Reuters-fréttastofunni að hermöimunum hefði verið send- ur liösauki og að beðið væri frekari fregna af átökunum. Skæruliðar hafa barist gegn srjórn Nepals undanfarin sex ár. [ BEINNIÁ BREIÐTJÖLDUM Laugardagurinn 4. maí Kl. 14.00 Arsenal - Chelsea FA. Cup Final Miðvikudagurinn 8. maí Kl. 19.00 Man.United - Arsenal Kl. 19.00 Liverpool - Blackburn ...þar sem meistararnir mœta! Stórhöfði 17 • www.champions.is • Textavarp 668 • Hádegishlaðborð virka daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.