Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 15 :dv Menning Vandaður Walton Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í gærkveldi voru feikilega vel sóttir. Ein- hver hafði orð á því að þarna væru komnir flestir þeir sem einhvern tíma hefðu verið orðaðir við sellóleik. Einleik- ari kvöldsins var Erling Blöndal Bengtsson, danski en íslensk-ættaði sellóleikarinn sem hefur fyrir löngu eignast hér stóran hóp aðdáenda. Auk þess að geta hlýtt á leik hans í forvitnilegu verki var svo gullmoli á dagskrá sem alltaf trekkir vel. Sjöunda sinfónía Beethovens er eitt- hvert glæsilegasta verk sinn- ar tegundar og nánast mann- réttindi að fá tækifæri til að heyra hana í lifandi Qutningi öðru hvoru. En tónleikarnir hófust á óperuforleik og er illskiJjan- legt hvers vegna þetta verk var sett inn i þessa dagskrá. Óberonforleikurinn eftir Carl Maria von Weber er ekki ólagleg tónsmíð á köflum en vekur engan áhuga, kveikir enga neista í hugskotinu. Frábær hornleikur í upphafi vakti von um innlifun sem rættist ekki. Jafnvel grunn- hrynur var óþægilega óná- kvæmur á einstaka stað. En til þess að vera alveg heiðar- legur þá verður víst að viður- kennast að fiestir biðu jú með öndina í hálsin- um eftir einleikaranum. tónlist Og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Sellóið söng í höndum Erlings Blöndal sem aldrei fyrr. Konsertinn eftir William Walton varð í höndum hans ein syngjandi björt lýrík - gegn- sæ en sterk. Þetta er frábær tónsmíð og fyrsti kaflinn hrein snilld. Strengirnir hafa þar róm- antískt yfirbragð en einstök blásturshljóðfæri eru á köflum látin svara eða syngjast á við strengjastef í stuttum en töfrandi innskotum. Hljómsveitin lék af öryggi þrátt fyrir einstaka viðkvæm „unison" augnablik. Annar kaflinn er aðeins kaldari og kannski tónlístarlega meira „töff' en sá fyrsti, en hefur ekki alveg þetta gullskin sem er svo ómetanlegt í fyrsta kaflanum. Fögnuður gesta var mikill eftir flutninginn og gavotta eftir J.S. Bach þökkuð ákaft líka. Margir hefðu viljað heyra fleiri DVA1YND HARI Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari Sellóiö söng í höndum bans sem aldrei fyrr. Konsertinn eftir William Walton varð í höndum hans ein syngandi björt lýrík - gegnsæ en sterk. aukalög en sýníngin verður jú að halda áfram, ekki satt! Stjórnandinn á tónleikunum, Zuohuang Chen, skilaði eftir hlé til áhorfenda dálítið grófri en samt einkennilega sannfærandi sin- fóníu nr. 7 eftir Beethoven. Reyndar byrjaði þetta ekki alveg nógu vel. Pinulítil hrynræn ónákvæmni og alveg flatt ákall frá flautum og fiðlum lofaði ekki endilega góðu. Þegar við bættust sérkennileg hlutföll i styrk muli hJjóð- færa og hljóðfærahópa, eins og í lok fyrsta kafla, var skiljanlegt að tortryggni litaði inn- an hlustirnar. Margt reyndist þó svo vel mót- að í öðrum kaflanum að annað gleymdist. Alltof sterkur flautuleikur á undan fúghetto- hlutanum er t.d. eitthvað sem verður að fyrir- gefast þegar á heildina er litið. Flettingar voru óvenjulega áberandi þetta kvöld og það gerðist líka i þessu verki. Þriðji kaflinn var vel leik- inn og þar mátti heyra og sjá, eins og oft áður, það vægi sem stjórnandinn gaf bössunum. Persónulega áherslu sem kom vel út. Túlkun- in á síðasta kaflanum minnti á lýsingar af frakka tónskáldsins. Hann var grár og úr grófu ullarefni. Hann var síður og á honum stórir vasar sem tónskáldið notaði undir skissubækur og samtalsbækur þegar hann hafði misst heyrn. Frakkinn var ekki hreinn og líkari tjaldi en yfirhöfn. En svona klæddist Beethoven og dálítið groddaleg túlkunin á verki hans virkaði allt í einu eins og minning um manninn. Á þessum tónleikum voru þannig dregnar skýrar og sterklegar línur, en líka fíngerðar og ómótstæðilega ljóðrænar. Frábær blanda. Sigfríður Björnsdóttir Sinfóníuhljómsveit íslands lék í Háskólablói: Carl Maria von Weber: Oberon, forleikur; William Walton: Selló- konsert. Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson; Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 7. Hljómsveltarstjðri: Zuohuang Chen. Leiklist Hið fullkomna jafnrétti? Björk Jakobsdóttir leik- kona var einn af stofnend- um Hafnarfjarðarleik- hússins Hermóðs og Háð- varar haustið 1995 og hef- ur starfað þar óslitið síð- an. Það kemur því varla á óvart að hún velji að sýna einþáttung sinn Sellófon í veitingasal leikhússins, enda kemur fram í leik- skrá að sýningin sé imnin í samvinnu við Hafnar- fjarðarleikhúsið. Björk á heiðurinn af textanum auk þess að leika eina hlutverkið en leikstjóri uppfærslunnar er Ágústa Skúladóttir. í blaðakynningu á ein- leik Bjarkar var þvi hald- ið fram að um væri að ræða nokkurs konar kvenkyns útfærslu á Hell- isbúanum. Fyrir fram hafði ég því gert mér í hugarlund að eitt megin- þema verksins væri sam- skipti kynjanna en svo er alls ekki. Leikritið er lýsing á „dæmigerðum" degi í lífi nútímakon- unnar Elínar sem reynir að samræma heimilis- hald, barnauppeldi og starfsframa með misjöfh- um árangri. Hún er að vísu gift en eiginmaður- inn Palli er svo gjörsamlega laus við alla ábyrgð að hann gæti allt eins búið úti í bæ. Hann er far- inn í vinnuna þegar Elín ræsir börnin (of seint) Björk Jakobsdóttir í sellófanumbúðum Leikritiö er lýsing á „dæmigerbum" degi í lífi nútímakonunnar Elínar. ansamari hliðar verks- ins sem er mjög skiljan- legt að teknu tilliti til textans. Ég er hins veg- ar ekki í vafa um að sýningin hefði orðið sterkari hefðu þær stöllur kafað örlítið dýpra og reynt að leggja meiri áherslu á örvænt- ingu Elínar og vanmátt. í Sellófon er því alloft haldið fram að það eina sem jafnréttisbarátta undangenginna áratuga hafi skilað konum sé aukið vinnuálag. Það er ekki nóg með að konur þurfi að sinna heimil- inu og fullri vinnu held- ur verða þær líka að eyða drjúgum tíma í út- litið. Hvílík örlög! Hvað varð um hugtakið frjálst val? Halldóra Friðjónsdóttir og hann er ekki enn kominn heim þegar hún gef- ur þeim kvöldmatinn (ónemdan rétt úr eldhúsi framleiðenda 1944) eða kemur þeim í háttinn. Vandamálin sem Elín þarf að kljást við í sínu daglega lífi eru vissulega kunnugleg og hnyttinn textinn féll í góðan jarðveg hjá frumsýningar- gestum síðastliðið þriðjudagskvöld. Þær Björk og Ágústa hafa valiö þá leið að undirstrika gam- P.S. Það hefði að ósekju mátt lesa leikskrána betur yfir þvi þar eru óþarflega margar villur. Hafnarfjarðarleikhúsio sýnir Sellófon eftir Björk Jakobs- dðttur. Hlljóömynd: Arndís Steinþórsdóttir. Lýslng: Björn Kristjánsson. Textílhönnun: Þórunn Eva Hallsdóttir. Búnlngar: Þórey Björk Halldórsdöttir. Lelkmynd: Guörún Öyahals. Lelkstjórl: Ágústa Skúladðttir. Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Erling Blöndal í Salnum Þeir sem ekki komust á Sinfóníutón- leika í gær til að hlýða á sellósnilling- inn Erling Blöndal Bengtsson fá annað tækifæri á sunnudagskvöldið því þá heldur hann einleikstónleika í Salnum í Kópavogi sem hefjast kl. 20. Á efnis- skrá eru fjögur meistarastykki tónbók- mennta heimsins fyrir selló: Sónata op. 25 nr. 3 (1923) eftir Paul Hindemith, Stef með tilbrigðum (c.1889) eftir Jean Sibelius, Svíta nr. 3 í C dúr (BWV1009) eftir J. S. Bach og Sónata op. 8 (1915) eftir Zoltán Kodály, sem mun vera eft- irlætisverk fjolmargra tónlistarunn- enda um allan heim. Rannveig og Gerrit Rannveig Friða Bragadóttir messósópran og Ger- rit Schuil píanóleik- ari enda Sunnudags- matinée Ýmis kl. 16 á sunnudaginn með glæsilegum tónleik- um. Á efnisskránni eru sönglög eftir Mozart, Schubert, Mahler og de Falla, og þrjú lög eftir Pál P. Pálsson við texta eftir Wilhelm Busch verða frum- flutt á tónleikunum. Maður með kvikmyndavél t kvöld kl. 20 verður kvikmyndin Maður með kvikmyndavél (1929) eftir sovéska kvikmyndaleiksfjórann Dziga Vertov sýnd í Bæjarbíói í Hafnatfirði á vegum Kvikmyndasafns íslands. Þar þvælist kvikmyndatökumaður um stórborg með myndavélina á öxlinni og myndar borgarlífið, fólkið við leik og störf, og á sama tíma fylgjumst við með því hvernig myndin sjálf verður til. Þessi sýning er hluti verkefnisins Ný tónlist - gamlar myndir þar sem ís- lenskir tónlistarmenn semja og flytja eigin tónlist við gamlar þöglar kvik- myndir, að þessu sinni nemendur í tónsmíðadeild Listaháskóla íslands, Anna S. Þorvaldsdóttir (selló), Gestur Guðnason (rafmagnsgitar) og Ólafur Björn Ólafsson (slagverk). Tónlistin er rytmísk og hrá og má helst likja við vérksmiðjurokk, vélrænir taktar og rafmágnaður hljómur. Enda fóru tón- skáldin í helstu verksmiðjur á höfuð- borgarsvæðinu til að hlusta á vélarnar meðan þau voru að undirbúa sig. Hollendingurinn kynntur Á morgun kl. 13 kynnir Reynir Axels- son óperuna Hollend- inginn fljúgandi í Norræna húsinu á vegum Richard Wagner félagsins og Félags háskóla- kvenna. Eins og kunnugt er verður óperan sýnd í Þjóðleikhúsinu dagana 11., 13., 20., 23., og 26. maí næstkom- andi sem samvinnuverkefni Listahá- tíðar, Þjóðleikhússins, íslensku óper- unnar og Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Titilhlutverkið verður sungið af breska söngvaranum Matfhew Best. Magnea Tómasdóttir mun syngja hlut- verk Sentu á fyrstu, fjórðu og fimmtu sýningu, en Antje Janssen á annarri og þriðju sýningu. Viðar Gunnarsson syngur Daland, Kolbeinn Ketilsson Erik, Snorri Wium stýrimanninn og Anna Sigríður Helgadóttir Mary. Enn er hægt að fá miða á sýningar. í Norræna húsinu verður einnig sýnd upptaka óperunnar frá Bayer- ische Staatsoper í Munchen árið 1991. Enskur skjátexti. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Opna galleríið Við minnum myndlistarmenn og áhugamenn um myndlist á að á morg- un verður í annað sinn staðið að „Opna galleríinu", nú að Þingholts- stræti 5. Það verður í einn dag opið öll- um starfandi myndlistarmönnum sem þar vilja sýna, sem og gestum og gang- andi sem það vifja skoða. Aðstandandi er félagið Viöhöfn, Laugavegi 25, sem hefur það að marki að sameina lista- menn um að vekja athygli á íslenskri samtimamyndlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.