Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 27 DV Sport Þórir til Hauka Þórir Ólafsson, örvhentur hornamaður, gerði í gær samn- ing við deildar- og bikarmeistara Hauka um að leika með liðinu í handboltanum næstu vetur. Þórir er 23 ára og er uppalinn hjá Selfossi og á að baki einn landsleik undir stjórn Þorbjörns Jenssonar. Þórir skoraði 95 mörk fyrir Selfoss í vetur og nýtti 57,2% skota sinna en 27 markanna gerði hann úr hraða- upphlaupum. Haukar ætla Þóri það hlutverki að minnka álagið á Einari Erni Jónssyni en svo gæti þó líka farið að Einar Örn leiki erlendis næsta vetur. -ÓÓJ Taka Ragn- ar og Andr- és við Vík- ingi? Það lítur allt út fyrir það að Andrés Gunnlaugsson og Ragnar Hermannsson taki saman við kvennaliði Víkings í Essó-deild- inni. Samkvæmt heimildum DV- Sports er vilji hjá báðum aðilum, þar er að segja þeim Andrési og Ragnari annars vegar og stjórn handknattleiksdeildar Víkings hins vegar. Aðeins eigi eftir að serjast niður og ganga frá samn- ingi. -Ben 15 tillögur fyrir árs- þing KKÍ 42. ársþing KKÍ verður haldið á Sauðárkróki um helgina. Þing- setning verður kl. 10 á morgun og gert er ráð fyrir að þingstörfum ljúki upp úr hádegi á sunnudag. í dag verða almennar umræður, þar sem áleitin mál verða tekin til umfjöllunar. Alls liggja 15 tillögur fyrir þing- inu og vekja nokkrar mikla at- hygli. Þar má nefna tillögu um fækkun liða í úrvalsdeild, tvær breytingartillögur um fyrirtækja- bikar KKÍ (nýtt fyrirkomulag og nýjan leiktíma), tillaga um launa- þak á greiðslur til innlendra leik- manna og leikmanna frá Evrópu, tillaga um tímamörk á ráðningar „nýrra" erlendra leikmanna og tillögur um nýja leiktima á leikj- um, það er að færa leiki til kl. 19.00 eða 19.15. Það má því búast við spennandi ársþingi. -ÓÓJ Stærsta stund Guðjóns Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnustjórí Stoke, var harla sátt- ur við lifið þegar staðarblaðið í Stoke-on-Trent, The Sentinel, ræddi við hann eftir sigur Stoke á Cardiff á Ninian Park í undanúr- slitum umspils um sæti í 1. deild á miðvikudagskvöldið. „Þetta er stærsta stund mín sem knattspyrnustjóri. Við sigruðum mjög sterkt lið á úti- velli og ekki skemmir fyrir að lið- ið sem ég stDlti upp í leiknum kostar jafnmikið og önnur löppin á Kav," sagði Guðjón Þórðarson og vísaði til sölu stjórnar Stoke á miðjumanninum Graham Kavanagh til Cardiff fyrir 150 milljónir siðastliðið haust. -ósk Lokaúrslitapunktar Valsmenn hafa tekiA upp á því 1 úrslitakeppninni að hafa til- komumikla kynningu á leik- mönnum slnum að bandarískri fyrirmynd. Ljósin eru slökkt í húsinu og ljóskastari er notaöur og reykur liðast um gólfið þegar þeir hlaupa inn á völlinn og skapar þetta skemmtilega stemningu. t fyrri leiknum á móti Aftureld- ingu i undanúrslitunum um dag- inn fór þó brunakerfi hússins í gang en ekkert slíkt gerðist nú. Tónlistin sem spiluö var í Vals- heimilinu i gaerkvöldi var ekki beint ný af nálinni og halda hefði mátt að gömlum Tranz dans/Reif í fótinn disk frá vel- mektarárum Valsmanna, 199&-96, hefði verið skellt í. Kannski er i þessu fólgin von um aðra eins tíð og þá var og þetta sé meðvituð sköpun and- rúmslofts liðins tima, hver veit? Það er gaman að fylgjast með Jónatan Magnússyni, leik- manni KA, í leik. Hann hvetur sina leikmenn óspart og barátt- an er til fyrirmyndar þótt bráð- laetið sé á talsvert. Það liggur við að mann svimi og stundum er eins og maður sé að horfa á hraðspólaða biómynd. Það er gatnan að svona leikmönnum. Gamla brýnið Geir Sveinsson, þjálfari og leikmaður Vals, tók fram skóna að nýju í vetur en hann spilar aðallega i vörninni og er henni mikill styrkur. Það tók harðjaxlinn ekki nema átta- tíu sekúndur að næla sér í gult spjald 1 leiknum í gær. -SMS 13 sígrar í röð á Hlíðarenda Valsmenn unnu í gær sinn þrettánda heimaleik í röð í úrslitakeppninni og þar af hefur liðið unnið 12 síðustu heimaleiki sína á Hlíðarenda. Alls hafa Valsmenn leikið 33 heimaleiki í úrslitakeppni og unnið 31 þeirra. Valsmenn hafa ekki tapað heimaleik í úrslitakeppni síðan Afturelding vann í fyrsta leik liðanna í undanúr- slitaeinvigi, 19. mars 1996. Síðan þá hefur Valur unnið 13 heimaleiki í röð, tólf á Hlíðarenda og einn í Höllinni í lokaúrslitum vorið 1996. -ÓÓJ Valsmenn unnu fyrsta leikinn í framlengingu: Valsvörnin var geysisterk í gær, eins og sjá má vel á þessari mynd Einars Ólasonar. Hér reynir Halldór Sigfússon ao brjóta sér leiö í gegn en kemst lítiö áleiöis gegn þeim Snorra Steini Guöjónssyni og Sigfúsi Sigurössyni. Fyrir aftan er siöan Roland Eradze viö öllu búinn í markinu. DV-mynd E.ÓI. Þrjátíu skot - KA-manna enduðu á Roland Eradze í markinu eða á Valsvörninni Valsmenn tóku 1-0 forustu í lokaúr- slitum Essodeildar karla í handbolta þegar þeir unnu framlengdan leik gegn KA, 26-22, á heimavelli sínum á Hlíðarenda í gær. Spenna og skemmt- un þessa leiks bendir til að handbolta- áhugamenn eigi í vændum æsispenn- andi og stórskemmtilegt einvígi en næsti leikur er á Akureyri á morgun, laugardag, og hefst klukkan 16.00. Hvorugt liðanna hafði leik í úrslita- keppninni í ár og þegar KA-menn unnu upp þriggja marka forskot Vals- manna á lokakafla leiksins og tryggðu sér framlengingu benti margt til þess að þeir væru að endurtaka leikinn frá því i átta liða og undanúrslitum þegar þeir unnu fyrsta leik á útiveli i fram- lengingu. En svo varð þó ekki raunin, þökk sé Valsvörninni og markverði liðsins, Roland Eradze sem vörðu alls 30 skot frá KA-mönnum. Roland varði 16 skot og Valsvörnin tók önnur 14. Eradze fann sig ekki fyrir hlé og varði aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik en varði 13 skot eftir hlé, þar af þrjú víti og sex af 8 skotum KA-manna í fram- lengingu. Það má segja að uppkoma Eradze í seinni hálfleik hafi verið síðasta púslið í hina geysisterku Valsvörn en í hálfleik höfðu varnarmenn liðsins varið fjögur fleiri skot en Roland i markinu og höfðu betur allt þar til i framlengingunni er Roland lokaði. KA-menn byrjuðu leikinn betur og höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik ekki síst fyrir góðan leik Halldórs Sigfús- sonar en misstu niður tveggja marka forskot sitt á frekar klaufalegan hátt á síðustu tveimur mínútum fyrri hálf- leiks. Valsmönnum gekk betur gegn 3:3 vörn KA-manna eftir hlé og náðu mest fjögurra marka forskoti, 19-15, um miðjan hálfleikinn. KA-menn voru þó ekki á því að gef- ast upp og náðu að jafna leikinn og það að Egidfjus Petkevicius varði víti frá Valsmönnum hálfri mínútu fyrir leikslok gaf þeim tækifæri á að tryggja sér sigurinn i síðustu sókn- inni sem tókst þó ekki. Petkevicius varði mjög vel i venju- legum leiktíma, alls 19 skot, en átti ekkert svar við hnitmiðuðum skotum Valsmanna í framlengingunni. Auk Rolands voru þeir Sigfús Sig- urðsson og Geir Sveinsson sterkir í vörninni, Freyr Brynjarsson og Bjarki Sigurðsson voru lykilmenn í að leysa framliggjandi vörn norðan- manna og Markús Máni Michaelsson kom sterkur upp eftir hlé er hann gerði 5 mörk með glæsilegum lang- skotum og það úr aðeins sjö skotum. Hjá KA var Petkevicius góður í markinu og vörnin gekk lengstum mjög vel en í sókninni var það ein- ungis Halldór Sigfússon sem fann sína fjöl. Aðrir voru nokkuð frá sínu besta eða komust bara lítið aleiðis gegn Valsvörninni að þessu sinni. -ÓÓJ Veit ekki hvað gerðist hja okkur ,,Er ekki í lagi að ég fái mér sæti?" segir Heiðmar Felixson, leikmaður KA, og dæsir þegar blaðamaður DV nær tali af honum eftir leikinn. Hann var eins og gefur að skilja ekki sáttur með úrslitin né eigin spilamennsku og telur að bæði hann og liðið í heild eigi mikið inni, „Ég veit ekki alveg hvað gerðist í kvöld hjá okkur en við gáfumst þó aldrei upp frekar en venjulega en þó var lítið eftir af pústinu í framlengingunni og spurning hvort hungrið hafi verið nógu mikið hjá okkur. Þetta er þó langt frá því að vera búið enda eru þessi tvö lið mjög áþekk að styrkleika og spila bæði hraðan og skemmtilegan bolta og það er varla hægt að fá betri eða skemmtilegri úrslitaleiki," sagði Heiðmar Felixson. -SMS Eins og leikir eiga að vera „Þetta var eins og leikir eiga að vera, dramatík, læti, góð stemning og bara frábær handbolti og ég held að enginn verði svikinn af þessum leikjum," sagði Geir Sveinsson, leikmaður og þjálfari Vals, að leik loknum og bætti við: „Þvi miöur þurfti annað liðið að tapa hér í kvöld en svona er þetta og nú er það bara Akureyrin. Við ætlum að hafa gaman af þessu og njðta þessara leikja og að sjálfsögðu væri ekki verra að hampa þeim stóra og þessi leikur var stórt skref í áttina að því. Stemningin í hópnum er virkilega góð og ég held að við eigum talsvert inni og viö höfum sýnt geysilegan styrk í þeim tveimur framlengingum sem við höfum lent i hingað til og ég hef svo sannarlega trú á þessu liði," sagði Geir Sveinsson. -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.