Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 27
4- \ \ i ¦f FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 27 « Sport Roy Keane, fyrirliöi Manchester United og írska landsliösins, er skaphundur mikill. Þjálfari landsliösins fékk nóg af Keane og hann er kominn heim og leikur ekki á HM meö írum. Reuter McCarthy fékk nóg af Keane Landslið írlands varð fyrir mjög miklu áfalli í gær þegar fyrirliði liðs- ins, Roy Keane, var sendur heim til sín frá félögum sínum í landsliðinu. Keane mun því ekki leika með írum á heimsmeistaramótinu í Japan og Kóreu. Engum dylst hve Keane er snjall knattspyrnumaður þegar hann nær að hemja mikia skapsmuni sína. Hann er fyrirliði Manchester United og að sögn Sir Alex Fergusons, fram- kvæmdastjóra liðsins, besti leikmað- urinn í dag á Bretlandseyjum. Keane lenti í rifrildi við Mick McCarthy, landsliðsþjálfara íra, og lauk samskiptum þeirra með því að McCarthy sendi Keane heim til sín. Áður hafði Keane haft allt á hornum sér, sett út á allt og alla og þar á með- al æfingaaðstöðu írska liösins. Þessi kóngalæti Keanes munu líklega hafa þau eftirmál í för með sér að hann hafi nú þegar leikið sinn síðasta landsleik fyrir íra. Roy Keane, sem er sem kunnugt er fyrirliði Manchester United, hefur á ferli sínum skapað sér miklar óvin- sældir fyrir grófan leik og mikið skap. Enn einu sinni hefur skapið hlaupið með þennan snjalla leik- mann i gönur og hann situr heima og horfir á HM í sjónvarpinu. Áfall írska liðsins er mikið og ljóst að möguleikar liðsins á að gera góða hluti á HM hafa minnkað verulega. -SK HM Draumadeild Lífís og DV opnuð í dag verður Draumadeild Lífis opnuð en hún er í samstarfi við DV. Glæsileg verðlaun eru I boði fyrir þá sem eiga stigahæsta draumaliö- ið, ferð á enska boltann, keppnis- treyjur og sjúkrapúðar i bílinn úr öryggisverslun VÍS. Þátttaka er ókeypis. Þátttakendur skrá sig á vefsvæð- inu www.draumadeildin.is og eru reglurnar kynntar ítarlega þar en þær eru svipaðar þeim sem þekkst hafa í draumaleikjum. Þátttakendur velja sér sitt draumalið úr leik- mannahópi allra 32 þátttökuþjóð- anna, 3 leikmenn mest úr hverju liði, og fá til þess ákveðna hámarks- upphæð. Þátttakendur geta hafið leik hvenær sem en fá aðeins stig sem leikmenn vinna sér inn eftir að þátttakendur hafa skráð lið sin Þátttakendur geta farið inn á vef- svæðið og breytt liðum sínum, t.d. þegar útsláttarkeppnin hefst alveg fram að undanúrslitum. „Vefsvæðið draumadeildm.is er einkar vel hannað og notenda vin- samlegt. Kaup og sölur á leikmönn- um ganga greiðlega fyrir sig og öll tölfræði er einkar skemmtilega sett fram," segir Guðmundur Þór Frið- riksson hjá Lífís. „Þetta er mjög skemmtilegur leikur og vinningarn- ir eru glæsilegir og við vonum að fólk hafi gaman af aö taka þátt í þessum leik. Sérstaklega er vert að benda fólki á að hægt er að stofna einkadeildir þar sem vinnufélagar og kunningjar geta keppt innbyrðis. Við veitum þeim sem mynda 10 manna slíka hópa sérstök verðlaun auk þess sem fólk getur auðvitað bætt við sínum eigin verðlaunum til að auka enn á spennuna. Nú er að- eins rúm vika þar til HM hefst og því er um að gera að hafa hraðar hendur og fara að pæla í sinu draumaliði!" DV mun á næstunni flytja fréttir af gangi mála í Draumadeildinni auk þess sem daglega er hægt að fylgjast með merkustu fréttunum á dvsport.is og í Netboltanum á Strik.is þar sem hægt er að skrá sig og fá sent fréttabréf daglega. Rússland vann Italíu Rússland sigraði ítalíu, 2-1, í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu. Þjóðirnar leika í sama riðli og ísland og Spánn en þær mætast í Reykjavík 30. maí. Rússar eru efstir í riðlinum með 11 stig eftir 6 leiki, Spánn og ítal- ía 6 stig eftir 5 leiki og ísland 5 stig eftir aðeins 4 leiki. Vassell hættur hjá KR Samningi Keith Vassell hjá KR í körfuknattleik hefur verið sagt upp. Vassell hefur leikið stórt hlutverk með KR frá 1998. -JKS Kosningavaka á KR-velli Símadeild karla föstudaginn 24. maí kl. 19.15 KR-ingar! Fjöímennum á völlinn og styðjum okkar liö Domino's pizzur verða til sölu frá kl. 17.45 mitre *-v NOATUN OPNA NÓATÚNSMÓTIÐ verður haldið laugardaginn 25. maí hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Fyrirkomulag 18 holu punktakeppni með forgjöf. Rástímar frá 8:00 -10:20 og 13:00 -15:00. Glæsileg verðlaun fýrir 1-6 sæti og nándarverðlaun á 1/10 og 6/15 holu. &OU& 1 sæti úttekt. 35.000.- 2sætiúttekt. 25.000.- 3sætiúttekt. 20.000.- Mótsgjald 2.500.- 4sætiúttekt. 10.000.- 5sætiúttekt. 5.000.- 6sætiúttekt. 5.000.- Skráning í síma 5667415 KÁIÍ ^J r/ ( í) 'áníng er haíifí í Sokarí-skóla Relsbíia qangur 1988^1990 Hvert námskeið tekur tvær vikur frá mánudegi til fimmtudags tvo tíma í senn Námskeiðin hefjast mánudagínn 10. júní og eru á hálfsmánaðar fresti út ágúst. Fyrir hádegi. Kennsla frá kl. 9:30 -11:30 mán. - fim. Eftir hádegi. Kennslafrá kl. 13:30 -15:30 mán.-fim. Námskeiðið: Kennsla í akstri og meðferð gokartbíla. Farið er yfir öll öryggisatriði gokartsins og reisbrautarinnar. Kennt verður á virkni bílana og útskýrt hvernig bíllinn virkar í akstri. Kennt verður á 200cc Dino bíla 6,5 hestöfl. í fyrstu er farið rólega af stað. Nemendur aka í halarófu á eftir brautarstjóra sem fylgist vel með akstri nemenda, framúrakstur er bannaður í þessum hluta námskeiðsins. Þetta námskerfi eru brautarstjórar Reisbíla búnir að nota frá því að brautin var opnuð 8. júlí 2000 og hefur gengið vel. jfaðírfiemendur , iíífflgafskjalinn aðliafa lokið námskeiði í akstri og meðferð Gokartbíla á Reisbílabrautinni, gjafabréf upp á 50 mín. í Gokart, og boðið yierður upp á pizza-veislu og gos á útskriftardegi. Verð aðeins kr. 13.000.- Skráning er hafin í síma 893 1992 Stefán og 893 1993 Jóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.