Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 Utlönd •|iHik.iM> tjmf Frelslsstyttan í New York Frelsisstyttan og Brooklyn-brúin í New York eru hugsanlega næstu skotmörk hryðjuverkamanna. Frelsisstyttan hugsanlega næsta skotmark Abu Zubaydah, háttsettur foringi í al-Qaeda-samtökunum, sem hand- tekinn var i Pakistan í lok mars, hefur varaö bandaríska gæslumenn sína við þvi að næstu skotmórk hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum gætu hugsanlega orðið Frelsisstyttan, fjölmennar verslunarmiðstöðvar eða allt þar á milli. Bandarískir leyniþjónustumenn sem yflrheyrt hafa Zubaydah að undanförnu taka þessu þó með fyrirvara og segja að þetta kunni að vera blekkingaleikur hjá hryðju- verkaforingjanum, þar sem hann geri sér fulla grein fyrir spenntum taugum Bandaríkjamanna eftir hryðjuverka- árásirnar þann 11. september. Bandarísk stjórnvöld telja hann heldur ekki beint trúverðugan, en hafa þó gefið út viðvörun um hugs- anlegar árásir um helgina, sem er löng fríhelgi í Bandaríkjunum og mikið um að vera. Ströng öryggis- gæsla er því við hugsanleg skotmörk, en auk Frelsisstyttunnar hafa Brook- lyn-brúin og ýmsar byggingar í New York verið nefndar til sögunnar. Bush og Pútín funda í Kreml' Deilur um Iran skyggja á fund Stuttar fréttir VTadimír Pútín Rússlandsforseti og George W. Bush Bandaríkjaforseti hófu fundahöld sín innan glæsilegra Kremlarmúra í morgun. Þeir munu síðan undirrita tímamótasamkomulag sem kveður á um fækkun langdrægra kjarnaflauga um tvo þriðju hluta. Áður en leiðtogarnir settust niður í morgun var þó eitt ágreiningsefni þegar farið að varpa skugga sinum á viðræðurnar. Þar er um að ræða ásak- anir Bandaríkjamanna um að Rússar veiti stjórnvöldum í íran aðgang að hátækni. Bandaríkjamenn saka írana um að styðja við bakið á hryðjuverka- mönnum. Þeir Bush og Pútin ætla að ræðast við í fjóra daga og verður höfuðvið- fangsemi þeirra samningurinn um niðurskurð í kjarnavopnabúrinu. Sér- fræðingar segja hins vegar að samn- ingur þessi lykti af úreltum metingi ríkjanna tveggja frá því á timu kalda stríðsins. Samningurinn sé harla lítils virði í baráttunni gegn hryðjuverkum sem bæði Bush og Pútín lita á sem mestu hættuna sem steðjar að heims- byggðinni. „Velkominn til Moskvu, kæri vin- ur," sagði Pútín á ensku og ljómaði út að eyrum þegar hann tók á móti Bush í hinu glæsilega „græna herbergi" i Kreml. „En fallegt," svaraði þá Bandaríkja- forseti og virti fyrir sér gylltar klukk- ur, risastór málverk og glæsileg hús- gögn. Pútín notaði tækifærið og æfði sig enn frekar í enskunni og spurði Bush REUTERSMYND Forsetar stlnga saman nefjum George W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hófu fjögurra daga fundahöld sín innan glæsiveggja Kremlar í Moskvu í morgun. Forsetarnir munu meðal annars undirrita tímamótasamning um fækkun lang- drægra kjarnorkuflauga. Lögreglan í Rússlandi hefur mikinn viðbúnað vegna heimsóknar Bush og eru lögregluþjónar á hverju strái. hvort Evrópuferðin hefði ekki gengið vel. Bush kvað já við. Bandaríkjaforseti flaug til Moskvu frá Þýskalandi þar sem hann gaf til kynna að baráttan gegn hryðjuverk- um yrði meginþema vikulangrar heimsóknar sinnar til Evrópu. Hann sagði evrópskum bandamönnum sín- um að vikja ágreiningi sín í milli til hliðar og gera NATO að öflugu tæki i baráttunni gegn hryðjuverkum. Embættismenn í Washington sögðu ólíklegt að Pútín tækist að tryggja þær efnahagslegu tilslakanir sem hann sækist eftir, eins og að fá Rúss- land skilgreint sem land með mark- aðshagkerfi og að reglugerðir frá 1970 sem takmarka viðskipti milli land- anna verði felldar úr gildi. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ______farandi eignum:______ Aðalstræti 9, 0208, 8,5% 2. hæðar í miðhluta austurhliðar sunnan megin, 38,4 fm, Reykjavík, þingl. eig. Aðal- eign ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._______________________ Ásvallagata 31, 0201, 2. hæð og 1/3 kjaOari, Reykjavík, þingl. eig. Elín Bjðrk Bruun og Garðar Ólafsson, gerð- arbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Brautarholt 4, 0101, verslun og skrif- stofur á 1. hæð í V-enda m.m., Reykja- vík, þingl. eig. Sjófang hf., gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Brautarholt 24, 0101, 1. hæð og geymsla í kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Merking ehf., gerðarbeiðendur ís- landsbanki-FBA hf. og Lífeyrissjóður- inn Framsýn, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00.__________________ Bugðulækur 1, 0201, 6 herb. íbúð á 2. hæð og 2/3 bflskúr f jær lóðarmörkum, Reykjavík, þingl. eig. Bragi Friðfinns- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembætt- ið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._________________________ Dofraborgir 13, Reykjavík, þingl. eig. Petra Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00.__________________ Engjasel 84, 0101, 4ra herb. íbúð á 1. hæð t.v. og bílskýli, merkt nr. 27, Reykjavík, þingl. eig. Hrafnhildur Ei- ríksdóttir, gerðarbeiðandi Leifur Árnason, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._______________________ Flétturimi 22, íbúð 0302, 83,60 fm íbúð á 3. hæð m.m. Reykjavík, þingl. eig. Ragna Sigríður Reynisdóttir, gerð- arbeiðendur íslandsbanki hf. og S24, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Flúðasel 81, Reykjavík, þingl. eig. Hanna Hannesdóttir, Bogi Baldursson, Steinunn Jónsdóttir og Baldur Jó- hannsson, gerðarbeiðendur Frjálsi líf- eyrissjóðurinn, Ibúðalánasjóður, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00.__________________ Garðastræti 40, 010201,141,3 fm íbúð á 2. hæð ásamt geymslu 0006, Reykja- vík, þingl. eig. Ingibergur E. Þorkels- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembætt- ið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._________________________ Garðastræti 42, Reykjavík, þingl. eig. Smári Arnarsson og Þuríður Þórðar- dóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraemb- ættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._________________________ Langahlíð 23, 0201, 68,4 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. db. Svövu Kristjánsd., b.t. Stefaníu Sæmundsd. hdl., gerðarbeið- endur Búnaðarbanki íslands hf., Hellu, Langahlíð 23, húsfélag, og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00.____________ Langirimi 21, 0201, sólbaðsstofa á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kristrún Kristinsdóttir og Pétur Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., þriðjudag- inn 28. maí 2002, kl. 10.00. Laufásvegur 17,0203,2ja herb. íbúð á 2. hæð án lóðarréttinda, Reykjavík, þingl. eig. Gæðakaup ehf., gerðarbeið- endur Tollstjóraembættið og Þyrnirós ehf., þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._________________________ Merkjateigur 4, 0101, aðalhæð, sól- skýli og bílskúr, Mosfellsbæ, þingl. eig. Bjarni Bærings Bjarnason, gerðar- beiðendur Mosfellsbær og Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._______________________ Miðtún 10, 0001, 2ja herb. kjallaraí- búð, Reykjavík, þingl. eig. Hjörtur Markússon, gerðarbeiðandi Byggða- stofmm, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Móri RE, skipaskrárnúmer 6665, ásamt vélum, tækjum, búnaði og öllu því sem fylgja ber skipinu eins og það verður framast veðsett, þar á meðal lausafjármunum og öllum veiðiheim- ildum, þingl. eig. Sigríður Hrefna Sig- urðardóttir, gerðarbeiðandi Byggða- stofnun, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._________________________ Möðrufell 11, 0202, 50% ehl. í 2ja herb. íbúð á 2. hæð í miðju m.m., Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Rúnar Kjartansson, gerðarbeiðandi Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis, úti- bú, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._________________________ Njarðargata 25, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Rakel Pálsdóttir, gerðar- beiðandi Leikskólar Reykjavíkur, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Rauðalækur 45, 0201, 2. hæð og bíl- skúr fjær húsi, Reykjavík, þingl. eig. Rósa Sigríður Gunnarsdóttir og Hann- es Kristinsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóraembætt- ið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._________________________ Reynimelur 84, 0101, 50% ehl. í 4ra herb. íbúð á 1. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Þorvaldur Baldurs og Hrafn- hildur Óskarsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Sólvallagata 33,0201,4ra herb. íbúð á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. íslenska kvikmyndastofan ehf., gerðarbeiðend- ur Sparisjóður Kópavogs og Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00._______________________ Starengi 20A, 0101, íbúð á 1. hæð, geymsla, merkt 0021, í kjallara á nr. 18 m.m. og bílastæði nr. 25, Reykjavík, þingl. eig. Jóhanna Lovísa Stefáns- dóttir, gerðarbeiðandi Selecta fyrir- tækjaþjónusta ehf., þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Unufell 21, 0202, 4ra herb. íbúð, 92,2 fm, á 2. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kristín Pálína Ingólfsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Víðimelur 34,0101,1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Valgerður Franklínsdóttir og Ingvar Jónsson, gerðarbeiðandi ís- landsbanki-FBA hf., þriðjudaginn 28. maí 2002, ki. 10.00._______________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- _____um sem hér segir:_____ Furubyggð 13, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hafdís Kristjánsdóttir og Jón Jónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 11.30. Merkjateigur 4, 0102, jarðhæð, Mos- fellsbæ, þingl. eig. Bjarni Bærings Bjarnason, gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 11.00._______________________ Stóriteigur 34, Mosfellsbæ, þingl. eig. Jóhanna Eysteinsdóttir og Pétur Steinn Sigurðsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður sjó- manna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Sparisjóður Kópavogs, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.30. Torfufell 50, 0402,4ra herb. íbúð, 92,2 fm, á 4. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Finnbogadóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 15.00._______________ Viðarhöfði 2, 0206, 528 fm eining, Reykjavík, þingl. eig. Global hf., gerð- arbeiðendur Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 28. maí 2002, kl. 10.00. Völvufell 50,0202,4ra herb. íbúð, 92,2 fm, á 2. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Ingibjörg Hauksdóttir, gerð- arbeiðendur Fróði hf., Ingvar Helga- son hf., Kreditkort hf., Tollstjóraemb- ættið og Völvufell 50, húsfélag, þriðju- daginn 28. maí 2002, kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK vajpayee i Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, ætlar að taka sér frí um helgina og dvelja við rætur Himalajafjalla. Ráð- herrann telur þaö óhætt þar sem held- ur hefur dregið úr ótta manna við stríö milli Indverja og Pakistana vegna deilunnar um Kasmír. Ind- verjar ætla að gefa Pakistönum tvo mánuði til viðbótar til að ráða nið- urlögum harðlínumúslíma. Öryggiö dýrara Öryggisráðstafanir í jarðgöngun- um í Færeyjum verða hehningi dýr- ari í framkvæmd en reiknað var með vegna nýrra krafha sem gengn- ar eru í gildi. Óttast um sextíu manns Óttast er að rúmlega sextíu manns hafi látið lífið í morgun þeg- ar ferja sökk á fljóti einu í Bangla- dess, að sögn lögreglu. 7~ Frakkar vilja loka Frönsk stjórnvöld stefna að því að loka flóttamannabúðum skammt frá Ermarsundi en þaðan flýja margir til aö reyna að komast yfir til Bretlands. Engin dagsetning hef- ur þó verið nefhd. Leitað að dauðaorsök Lögregla í Washington reynir nú að komast að því hvernig þinglær- lingurinn Chandra Levy lést. Lík hennar fannst á miðvikudag, rúmu ári eftir að hún hvarf. Duhalde hótar að hætta Eduardo Duhalde, forseti Argentinu, hefur hótað að segja af sér embætti vegna gremju yfir því að deilur stjórnmála- manna hafa tafið fyrir nauðsynlegum umbótum sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn fer fram á áður en hann veitir peningaaðstoð til að rétta af efnahagslífið. Erkibiskup greiðir fé Kaþólski erkibiskupinn í Milwaukee i Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa greitt fé manni sem sakaði hann um kynferðislega misbeitingu 1979. Chirac í vandæöum Bandamenn Jacques Chiracs Frakklandsforseta reyndu í gær hvað þeir gátu að vísa á bug ásökunum vinstrimanna um að þeir æluðu að hjálpa hægriöfga- manninum Le Pen og flokki hans til að ná mönnum kjörnum á þing í næsta mánuði til að tryggja meiri- hluta hægriflokkanna. Teknir vegna myndar Afgönsk yfirvöld hafa handtekið þrjá stuðningsmenn talibana fyrir að dreifa áróöri með myndum af Osama bin Laden. Aukinn skjálfti í fjalli íbúar og yfirvöld í vesturhluta Mexíkós eru mjög á varðbergi þessa dagana vegna aukirmar skjálfta- virkni djúpt í iðrum eldfjalls sem þar er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.