Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 18
.18 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 Skoðun r>v Staðreyndir um málefni aldraðra Tinna Traustadóttír frambjóðandi D-listans Það er athyglisvert að skoða viljayfirlýsingu R- listans og heilbrigðisráð- herra í Ijósi vanefndra loforða R-listans við aldr- aða tvö síðustu kjör- tímabil. Þá er ekki síður athyglisvert að bera saman fjárfestingar í þágu aldr- aðra í valdatíð Sjálfstæðisflokkstas, 1987-1994, og fjárfestingar núverandi borgaryflrvalda, 1995-2002. Að þeim samanburði loknum ætti borgarbú- um ekki að dyljast hvor flokkurinn hefur lagt meira kapp á uppbyggingu í þágu aldraðra í borginni og er þar af leiðandi betur til þess fallinn að efna fyrirheit um átak í byggingu hjúkrunarrýma. Vanefnd loforð R-listans 1994 R-listinn lofaði í kosningun- um að leggja áherslu á uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða. 1998 R- listinn lofaði að byggja tvö ný hjúkr- unarheimili á kjörtímabilinu. R-list- inn bar ekki gæfu til þess að standa við þessi loforð, frekar en svo mörg önnur, og hefur ekkert frumkvæði haft að byggingu nýrra hjúkrunar- heimila fyrir aldraða á kjörtímabil- unum 1994-1998 og 1998-2002. Þvert á móti hefur R-listinn dregið stórlega úr fjárframlögum til uppbyggingar í þágu aldraðra frá því sem var þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd. Þannig voru fjárfestingar í þágu aldraðra sem hlutfall af skatttekjum að meðaltali 3,4% af skatttekjum í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. í valda- tíð R-listans hefur þetta hlutfall hins vegar lækkað niður í 0,4%. Heildar fjárframlög til uppbyggingar í þágu aldraðra námu 3,3 milljörðum þegar sjálfstæðismenn voru við vóld 1987-1994 en aðeins um 600 milljón- um í valdatíð R-listans 1995-2002. Þannig hefur R-listinn verið að lækka fjárframlög í þágu aldraða um 2,7 milljarða frá því sem var, þegar litið er yfir átta ára tímabil. Staöreyndir um fjárframlög í þágu eldri borgara Meðfylgjandi tafla sýnir áhuga- leysi R-listans á uppbyggingu í þágu aldraðra glöggt. I valdatíð sjálfstæðis- manna, á árunum 1987-1994, var rúm- lega 2,6 milljörðum (150-535 milljónir á ári) varið í þjónustuíbúðir og þjón- ustumiðstöðvar. Til samanburðar hefur R-listinn hins vegar aðeins lagt Sjálfstæoisflokkurinn Reykjavíkurlistinn Ár Þjónustuib. og miostöovar Hjúkrunarrými Samtals Ár Þjónustuíb. og mi&stöovar Hjúlcrunarrými Samtals 1987 152827983 68421769 50817745 221249752 336297674 1995 1996 127509605 66674688 27569865 155079470 1988 285479929 164756352 231431040 24216546 1989 1990 333439747 52872433 386312180 1997 5963347 18253199 280557894 38492637 319050531 1998 21073997 43810400 64884397 1991 475712355 105052498 580764853 1999 26245700 0 26245700 1992 536597793 110691741 647289534 2000 2001 15175820 0 15175820 1993 1994 322207935 105945630 428153565 366403791 20000000 0 20000000 255335300 111068491 2002 11000000 30000000 41000000 578032973 .Ssmtflls 26421.5893.6 . ......643362944,....... 3285521880 Samtals ........293643157 28438981.6....... um 300 milljónir (6-130 milljónir á ári) í þjónustuíbúðir og þjónustumið- stöðvar á síðustu tveimur kjörtímabil- um. Samsvarandi tölur vegna bygging- ar hjúkrunarheimila í valdatíð Sjálf- stæðisflokksins 1987-1994 eru um 640 mUhonir á móti 280 milljónum í tíð R- lista 1995-2002. Þar af var engum fjár- munum varið til þessa á yflr þriggja ára tímabili, 1999-2001, af hálfu R-list- ans. Málefni aldraora ekki á stefnuskrá R-listans Það margumtalaða vandræðástand sem nú rikir á stóru sjúkrahús- unum á hófuð- borgarsvæðinu má að hluta rekja til áhugaleysis R- listans á bygg- ingu hjúkrunar- rýmis í borginni. Mörg dæmi eru um að sjúklingar liggi á göngum eða sé jafnvel holað niður á skolherbergjum og salernum á sjúkrahúsum í borginni. Hluti „Heildarfjárframlög til uppbyggingar íþágu aldraðra námu 3,3 milljörðum þegar sjálfstæðismenn voru við völd 1987-1994 en aðeins um 600 milljónum í váldatíð R-listans 1995-2002. Þannig hefur R-listinn verið að lœkka fjárframlög iþágu aldraðra um 2,7 milljarða frá því sem var, þegar litið er yfir átta ára tímabil." vandans er kominn tU vegna þess að ekki er unnt að útskrifa sjúkltaga, þar sem hjúkrunarrými skortir fyrir þá sem ekki hafa heUsu tU að snúa aftur tU síns heima eftir útskrift. Af- leiðingin er sú að margir liggja leng- ur á sjúkrahúsunum en þörf krefur, en vistun á sjúkrahúsi er langtum dýrari en á hjúkrunarheimUi. í stefnuskrá R-listans fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í ár, sem birt var í Morgunblaðinu 26. apríl sl., er ekki minnst á málefni aldraðra einu einasta orði. Sú staðreynd er í sam- ræmi við það áhugaleysi sem málefn- um aldraðra í borginni hefur verið sýnt á undanförnum átta árum. Af- leiðingar aðgerðaleysis síðustu ára endurspeglast í niðurstöðum skýrslu sem var gefin út af HeUbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í febrúar sL, þar kemur fram að algjörlega óviðunandi ástand hafi skapast hvað hjúkrunarrými í Reykjavík varðar. VUjayflrlýsingin um uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða í Reykjavík sem undirrituð var nýlega af borgarstjóra og heUbrigðisráðherra ber þess merki að vera unnin 10 dög- um fyrir kosningar og ljóst er að sú undirbúningsvinna sem fram þarf að fara áður en slík yfirlýsing er undir- rituð hefur ekki verið innt af hendi. Fyrir vikið er aðeins mn marklaust plagg að ræða. Hefði þeim áformum sem sjálfstæðismenn höfðu uppi á ár- inu 1994 um áframhaldandi uppbygg- ingu í þágu aldraðra ekki verið ýtt út af borðinu væri ástandið ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Komist Sjálf- stæðisflokkurinn tU valda í borginni á ný verður haldið áfram þar sem frá var horflð og mUljarði varið í bygg- ingu á hjúkrunarrými á kjörtímabU- inu sem nú fer í hönd tU þess að mæta þeirri brýnu þörf sem fyrir hendi er og R-listinn heíur átt sinn þátt í að skapa. Aldraðir í Garðabœ afskiptir Ragnar M. Magnússon framkvæmdastjóri Guöjón Ólafsson fulltrúi Sjálfstæöismenn á B-lista Oháðra og framsóknarmanna Kiallari Komin er út skýrsla frá v heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti, „Áætlun um uppbyggingu öldrunar- þjónustu 2002- 2007, 5 ára áætlun". - Þar er m.a. tafla sem sýnir áætl- un um fjölgun hjúkrunar- rýma í Garðabæ. Ekki er minnst á Garðabæ. Með öðrum orðum er ekki gert ráð fyrir neinni fjölgun þar þótt þar sé gert ráð fyrir búsetu 1000 eldri borgara árið •2003. Garðabær er með hæsta hlutfaU aldraðra íbúa aUra bæja á landinu og því hlýtur það að vera óþolandi hvernig sjálfstæðismeirUilutinn í bænum hefur sniðgengið eldri borg- ara sína - þá sem byggt hafa upp bæ- inn. Það er með ólíkindum hvernig málum aldraðra er aUtaf slegið þar á frest. Það var ekki fyrr en hjúkrunar- fræðingur kom inn í bæjarstjórn á núverandi kjörtímabUi að byrjað var að huga að þessum málum og komið var upp bráðabirgða-dvalarheimUi fyrir þá í Holtsúð - í fyrrverandi nunnuklaustri þar. Vífilsstaöaland Lítt hugsandi hópur fuUtrúaráðs sjálfstæðisfélaganna, undir forystu Jóns Guðmundssonar fasteignasala og Ásdísar HöUu bæjarstjóra, hrakti þennan hjúkrunarfræðing út af nú- verandi framboðslista sjálfstæðis- manna og varð það tU þess að hópur stuðningsmanna flokksins, sem annt er um mannorð sitt, hóf að kanna framboð eldri borgara í bænum. Það leiddi tU þess að úr varð framboð Óháðra og framsóknarmanna, undir merkjum B-lista. Við sem að þessu stóðum höfum m.a. átt langan og góðan fund með heUbrigðisráðherra og aðstoðar- manni hans um hugsanlega uppbygg- ingu Vifilsstaðalands tU að mæta þörfum þessa ört vaxandi hóps bæjar- búa. Þar yrði m.a. gert ráð fyrir bygg- ingu lítUla íbúða, bæði í einbýli og fjölbýli, sem og þjónusturýmum fyrir þá sem ekki gætu nýtt sér þessa að- stöðu. Við höfum lagt áherslu á að þeir eldri íbúar bæjarins, sem fljót- lega vUja minnka við sig í húsnæði, geti keypt sér þarna hentugar íbúðir, Fjöigun hjúkrunarrýmo í landinu: Reykjavík 236 Hafnarfjör&ur 30 Seltjarnarnes 30 Suournes Mosfellsbær 25 20 Akureyri Hella 20 12 Höfn í Hornafir&i 10 Selfoss 5 Kirkjubæjarklaustur 5 Eskifjörour 5 Hólmavík 2 Þórshöfn 2 Taflan sýnlr áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma í landlnu. jafnvel á mismunandi byggingarstig- um, því margir eru við hestaheUsu og vUdu gjarnan sjálfir geta tekið tU hendinni við að standsetja sínar íbúð- ir. Þannig gæfist mörgum tækifæri tU að komast í enn ódýrara hentugt hús- næði. Bryggjuhverfi Hið svokaUaða Bryggjuhverfi eða Strandahverfl, sem fyrirhugað er í Garðabæ, mun ekki þjóna eldri borg- urum vel. Fyrir því eru fjórar ástæð- ur: íbúðir þar verða dýrar, miklu dýr- ari en þær sem nú rísa í bryggju- hverfi Grafarvogs, en þar kosta íbúð- ir á mUli 22 og 30 mUlj. kr. Þarna verður enga þjónustu að fá. Þarna mun verða umferðaröngþveiti þegar yfir 3000 nýir íbúar bætast við á þetta litla svæði. Á þessum stað er veðrátt- an slæm - verri en á mórgum öðrum stöðu í bænum, þar sem staðurinn er opinn fyrir norðlægum hafáttum. Auk þessara atriða hefur bæði landsigi og hækkun yfirborðs sjávar verið spáð á næstu árum. Fjárfest- ingu í húsnæði á þessum stað tel ég vera vafasama vegna áhættu, nema því aðeins að fasteignasalinn leggi fram raunhæfa tryggingu vegna áður- nefndra atriða. Leggjumst á eitt Félag um nýtingu Vífilsstaðalands í framangreindum tUgangi verður stofnað fjótlega. Vonandi koma aUir flokkar og hagsmunafélög í bænum að þessu mikUsverða máli. Gamla spítalahúsið á staðnum gæti síðar komið inn í myndina og nýst í ýms- um tUgangi, svo sem fyrir stjórnsýslu staðarlns, sem húsnæði fyrir félags- og afþreyingarstarfsemi, húsnæði fyr- ir lækna og hjúkrunarfók, eftirlits- menn o.fl. o.fl. SkemmtUegra væri að þarna gæti byggð blandast saman með yngra og miðaldra fólki og orðið þannig með tíð og tima eins og hvert „Garðabær er með hæsta hlutfall aldraðra ibúa allra bæja á landinu og því hlýtur það að vera óþolandi hvernig sjálf- stæðismeiríhlutinn í bœnum hefur sniðgengið eldri borgara sína - þá sem byggt hafa upp bæinn." annað blandað hverfi í bænum, enda þótt sérstaklega yröu skapaðar að- stæður fyrir eldri borgara þar. Staðurinn býður upp á mikla nátt- úrufegurð, faUegan golfvöU, vatn fyr- ir veiðimenn, aðstöðu fyrir hesta- menn í næsta nágrenni og yfirleitt kjöraðstæður fyrir skjól í framtíð- inni, þegar meiri ræktun hefur átt sér stað. Staðurinn er í jaðri Heiðmerk- urinnar sem býður upp á endalausa möguleika tU gönguferða - aUt fjarri umferðinni. Auðvelt yrði að koma upp hæfilegri útisundlaug og heitum pottum á staðnum, án þess að kostn- aður yrði óhófiegur. Við Garðbæing- ar getum gert þetta að veruleika á allra næstu árum ef við leggjumst á eitt og ákveðum að hrinda málinu í framkvæmd. Komdu með bílinn -við græjum hann Verðfrá 29.900 2U% aJÆsJdJf uJ uJJujjj újJJjujuJu/ujjj .þegar M/ómtæki skipta máli < BRÆÐURNIR 5ÉORMSSON H L JOMTÆKI Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.