Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 1
173. TBL. - 92. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK ■ DAGLEGT LÍF í STRÆTÓSKÝLUM. BLS. 18 A5 lokinni handtöku I nógu var aö snúast hjá lögreglu í gærkvöld. Fyrst hleypti tvítugur maöur tvisvar af haglabyssu við íbúð í Álfheimum. Eftir þaö var lögreglan kvödd aö Sléttuvegi þar sem ungur maöur haföi ráöist, vopnaður hnífi, inn á heimili. Sjá baksíðu. Viðskiptamönnum Búnaðarbankans brugðið vegna leka á gögnum: Fingraför verði tekin - bankinn íhugar að kæra Sigurð G. fyrir aðild að þjófnaði Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur yfirheyrt fjölda starfsfólks Búnaðarbankans vegna þeirra skjala sem horfið hafa úr bank- anum að undanfornu. Um er að ræða annars vegar pappíra sem Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, hafði milligöngu um að birta opinber- lega og varðaði félag sem vildi sam- eina Norðurljós og Skjáeinn með gjaldþroti þess fyrmefnda en hins vegar var um að ræða skjöl sem sýndu áhuga Íslandssíma á samein- ingu við Tal. Forstjóri Norðurljósa hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu en hann neit- ar samkvæmt heimildum DV að upp- lýsa um það hverjir hafi látið hann hafa gögnin eða hvemig hann hafi komist yfir þau. Fingarfór hafa verið tekin af vett- vangi þar sem gögnin hurfu og til skoðunnar er að taka fmgrafór af öll- um þeim sem grunaðir eru um aðild að málinu. Þá íhugar bankastjórn Búnaðrbanka, samkvæmt heimildum DV, aö kæra forstjóra Norðurljósa, fyrir þjófnað eða aðUd að þjófnaði. „Sigurður G. Guðjónsson er enginn venjulegur kórdrengur úti í bæ. Hann er hæstaréttarlögmaður og sem slíkur ætti hann að vera meðvitaður um það hve alvarlegt er að eiga aðUd að því að stela slíkum gögnum," sagði heim- Udarmaður DV. Viðskiptavinum Búnaðarbankans er mjög brugðið vegna þessa þar sem svo virðist sem bankinn hripleki gögnum. Stjómendur Búnaðarbank- ans hafa mUdar áhyggjur af þessu þar sem traust á bankanum er i lágmarki. „Við munum gera aUt tU að upplýsa um lekann og fyrirbyggja að trúnaðar- gögn komist úr bankanum í framtíð- inni,“ sagði einn yflrmanna bankans við DV í morgun. Hann sagði jafn- framt að ekkert yrði tU sparað við rannsókn málsins og að beitt væri nýjustu tækni erlendis frá. Lögreglan yfirheyrði um helgina áUa þá sem að- gang höfðu að þeim staðþar sem papp- írarnir voru geymdir. Þar með er talið ræstingafólk. Rannsóknin miðast ekki síst að því að kanna hvort leiguþý hafi verið fengið tU að stela gögnum. Bankastjóm Búnaðarbankans hefur sent viðskiptamönnum sínum stöðug- ar upplýsingar um gang rannsóknar- innar. Verði af kærunni á hendur Sigurði G. Guðjónssyni fjölgar enn málaferl- um tengdum Norðurljósum. Skriðan hófst með því að DV sagði frá því að Búnaðarbankinn stefndi Norðurljós- um tU greiðslu á 350 milljóna króna skuldabréfi. Næsta vending var að Sigurður G. Guðjónsson birti umrædd gögn úr bankanum i Morgunblaðinu og kærði bankann fyrir brot á banka- leynd. Sigurður G. átti sjáffur næsta skref þegar hann hótaði að stefna Árna G. Tómassyni bankastjóra fyrir að hafa sagt i DV að Sigurður hefði leynt bankann skUyrðum sambanka- lánsins. Nú er væntanlega komið að Sigurði að sæta kæru Búnaðarbank- ans vegna aðUdar að þjófnaði úr bank- anum. -rt Áfrýjun Árna: „Óþolandi staða sak- bornings" Ámi John- sen hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. júlí sl. tU Hæstarétt- ar. Ámi var dæmdur tU að sæta 15 Arni Johnsen. mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, mútuþægni, rangar skýrslur tU yfirvalda og umboðsvik. Fjórir menn sem einnig voru ákærðir i málinu hlutu aUir sýknudóm. Lögmaður Áma, Jakob MöU- er, segir ákvörðunina til að tryggja að Ámi standi ekki höll- um fæti ef tU áfrýjunar ákæru- valdsins kemur. Hann segir jafhframt að Árni hafl talið refs- inguna mjög þunga og hann hafl verið sakfeUdur fyrir nokkra ákæruliði þar sem hann teldi að hefði átt að sýkna. Samkvæmt lögum um með- ferð opinberra mála hefur ákærði aðeins fjórar vikur frá birtingu dóms tU að taka ákvörðun um áfrýjun. Ákæru- valdið hefur hins vegar átta vik- ur tU að ákveða áfrýjun en þetta misvægi leiðir að mati lög- manns Áma tU réttaróvissu um hvort Hæstiréttur geti breytt sakfellingu í sýknu - hafi ákærði ekki áfrýjað sjálfur. Lögmenn sem DV talaði við taka undir þetta sjónarmið. „Þetta er óþolandi staða sak- bomigs en litið er svo á að dæmdur maður uni dómi sínum áfrýi hann honum ekki sjálfur. Þessu verður að breyta þannig að dæmdur maður fá frest tU ákvörðunar eftir að ákæruvald- ið hefur tilkynnt áfrýjun,“ sagði lögmaðurinn. Þeir lögfræðingar sem DV tal- aði við virðast sammála um að áfrýjun Áma muni ekki leiða tU veigamikUlar breytingar á dómi Héraðsdóms. Óliklegt sé að Hæstiréttur sýkni í þeim ákæruliðum sem þegar hefur verið sakfeUt í. Engin tíðindi eru af hvort rík- issaksóknari hyggst áfrýja dómnum en Ámi getur dregið áfrýjun sína tU baka fari svo að ríkissaksóknari aöhafist ekki frekar. -aþ ÞROTTARAR UNNU ÍR, 5-0: ALLT STEFNIR I MJOG GOTT BERJAÁR: Berin eru langt á undan áætlun GRURDIGH M72420 29" 100 riða sjónvarp með flötum og rykfrfum MEGATR0N myndlampa. 100HZ m Sjðnvarpsmiðstöðm RAFTÆKJAUERSLUIU • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 5B8 9090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.