Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002
Fréttir 1OV
Lögmaður skoðar hvernig það má vera að haldlagður bíll fannst í Seláshverfi:
Fangi sektaður um van-
rækslu á aðalskoðun
- lögregla felldi málið niður - annar bíll í rannsókn afhentur til Vöku sem rukkar
Lögmaður manns sem situr í fang-
elsi út af hinu svokallaða stóra fikni-
efnamáli er að skoða hvernig staðið
getur á því að maðurinn var nýlega
sektaður fyrir vanrækslu á aðalskoð-
un á bU sem lögreglan tók af honum á
meðan rannsókn málsins stóð og hef-
ur ekki fengið síðan. Lögmaðurinn
segist m.a. vera að kanna hvernig það
megi vera að lögreglumenn fundu bU-
inn i Seláshverfi í júní, klipptu af hon-
um númeraplötur þar fyrir vanrækslu
á aðalskoðun, og sendu svo sektarboð
þrátt fyrir að talið hefði verið að bUl-
inn ætti að vera í vörslu lögreglunnar.
Eftir að athugasemdir voru gerð-
ar við sektarboðið fengust þau svör
hjá lögreglunni að ákveðið hefði
verið að fella málið niður. Lögmað-
urinn óskaði engu að síður eftir
gögnum sem hann er nú að skoða.
Umbjóðandi mannsins, sem er refsi-
fangi hjá Fangelsismálastofnun, er
enn skráður eigandi bUsins.
„Hvernig var hægt að rukka eig-
andann áður en málið var fellt nið-
ur?“ sagði lögmaðurinn við DV.
Vaka meö annan bíl
Annar lögmaður er að kanna mál
manns sem handtekinn var nýlega
fyrir innbrot en bifreið hans var
tekin af honum eftir það. Lögregl-
an gaf fyrst þær skýringar að hún
þyrfti að hafa bílinn í þágu rann-
sóknar sakamálsins. Eftir það
komu þær skýringar að lyklar
fyndust ekki að bílnum sem mun
hafa verið í porti lögreglunnar. í
síðustu viku sendi lögmaðurinn
svo bréf til lögreglunnar og krafð-
ist þess að bíll skjólstæðings hans
yrði afhentur. Eftir helgina barst
svo bréf frá Vöku, dagsett föstudag-
inn 26. júlí, þess efnis að billinn
hefði komið þangað daginn áður.
Meðfylgjandi var rukkun um að
eigandinn greiddi gjald til að leysa
bílinn út - ella verði bíllinn rifinn
niður eða seldur á uppboði fyrir
kostnaði.
Lögmaðurinn er nú að kanna
hvort rétt sé að fara í svokallað
innsetningarmál. Þess verði kraf-
ist að bíllinn verði afhentur án
kostnaðar. Sé slíkt gert er farið til
héraðsdóms og þess krafist að eig-
andanum verði afhentur billinn
með beinni aðför. Sé fallist á slíkt
með dómi er hægt að óska eftir að
sýslumaður framfylgi dóminum - í
þessu tilfelli að fá Vöku til að af-
henda bílinn.
-Ótt
F j ármagnsmarkaðurinn:
Reikna með
0,5% lækkun
stýrivaxta
DV-MYND KÖ
Árekstur við Holtaveg
Tvær jeppabifreiðir skullu saman við gatnamót Hoitavegar og Sæbrautar um hálftólfleytið í gærkvöld. Ekki urðu alvar-
leg slys á mönnum en annar bílstjóranna kvartaði undan eymslum í vinstri síðu. Málið er í rannsókn lögreglu.
Rannsakað sem tilraun til manndráps
Rit Seðlabanka íslands, Peninga-
mál, kemur út á morgun með endur-
nýjaðri greinargerð um stöðu og
horfur í peninga-
málum landsins.
Þann dag verða
blaðamenn boð-
aðir til fundar og
þeim þá væntan-
lega greint frá
því hvort vextir
verða lækkaðir
enn frekar. Mörg-
um í viðskiptalífinu finnst vaxta-
lækkun liggja i loftinu. Viðskipta-
blaðið í morgun vitnar í sérfræð-
inga á fjármagnsmarkaði sem spá
0,5% lækkun stýrivaxta bankans.
Ingimundur Friðriksson, aðstoð-
arbankastjóri Seðlabankans, sagði í
gær að í júní hefði komið yfirlýsing
frá bankanum um að um þessi mán-
aöamót yrði skoðað hvort vextir
yrðu enn lækkaðir. Það kæmi hins
vegar ekki í ljós fyrr en á fimmtu-
dag hver niðurstaðan yrði - eftir að
verðbólguþróun og staða peninga-
mála hefði verið kynnt.
í Viðskiptablaðinu segir Bjöm R.
Guðmundsson hjá greiningardeild
Búnaðarbankans líklegt að vextir
lækkuðu um hálft prósent. Hann
segir vaxtalækkunina fara mikið
eftir verðbólguspá og sæi bankinn
verðbógumarkmið sitt í augsýn þá
yrðu vextir lækkaðir. -JBP-
Maður, sem grunaöur er um að
hafa stungið fyrrum sambýliskonu
sína 4 sentímetra djúpri stungu á
háls á sunnudagskvöld, var fyrir all-
mörgum árum dæmdur fyrir mann-
dráp. Hann hefur verið úrskurðað-
ur í 10 daga gæsluvarðhald. Með
hliðsjón af þeim áverkum sem kon-
an hlaut rannsakar Lögreglan í
Reykjavík málið sem tilraun til
manndráps. Hnífur fannst á vett-
vangi og styður það að maðurinn
hafi stungið konuna. Hann neitar
hins vegar sök. Konan býr i íbúð á
Boðagranda þar sem atburðurinn
átti sér stað. Manninum hafði verið
ekið þangað á sunnudagskvöld en
eftir það er talið að til deilna hafi
komið hjá fólkinu sem hefur verið í
óreglu.
Þegar konan hafði hlotið sár sín
gerði maðurinn, samkvæmt heim-
ildum DV, viðvart en þó ekki til lög-
reglu. Það var ekki fyrr en aðstand-
andi konunnar kom á vettvang sem
hringt var á sjúkrabíl. Meiðsl henn-
ar eru ekki lífshættuleg þrátt fyrir
að stungan hafi verið mjög djúp og
á eins hættulegum stað líkamans og
raun bar vitni. -Ótt
Salmonellan í nautgripum í Hegranesi:
Bændur gagnrýna hvernig
staðið var að málum í vor
DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON.
Bær í sóttkví
Séö heim að bæjunum Ási I og II. Farbann hefur verið sett vegna smits á
báða bæina, þeir eru í sóttkví.
Komin er upp salmonellusýking í
nautgripum á bænum Ási I í Hegranesi
í Skagafírði eins og greint var frá í DV
í gær. Sýkingin greindist í einni af 26
mjólkurkúm og hefur henni verið farg-
að. Nýbúið er að taka sýni úr hinum
kúnum og er beðið niðurstöðu þeirra.
Farbann er í gildi bæði á Ási I og
nærliggjandi bæ, Ási II, þar sem er fjár-
bú. Þar fannst smit í kind í vor auk
þess sem gerlar fundust í jarðvegi við
bæinn. Þá þurfti sem kunnugt er að
drepa á fimmta hundrað fjár á Ríp í vor
vegna salmonellusýkingar.
Magnús Jónsson, hóndi á Ási I, er að
vonum miður sín vegna ástandsins en
mjólkurfi*amleiðsla hefur verið stöðvuð
frá bænum og sýnt að hann verður að
hella henni niður næstu vikumar, en
um þessar mundir er nyt kúnna í há-
marki. Magnús er, eins og fleiri hænd-
ur í Hegranesi, ósáttur við það að ekki
var fastar tekið á málum i Hegranesinu
í vor, en það er altalað i Nesinu og stað-
reynd að um líkt leyti og féð fór að
drepast á Ríp hafði Einar Valur Val-
garðsson, bóndi á Ási II, misst á þriðja
tug fjár og lambadauði var óvenjumik-
ill. Dýralæknar sáu þó ekki ástæðu til
að rannsaka það mál til fúlls. Þá eru
girðingar í ólagi við bæinn og menn
álíta að farga hefði þurft fé á fleiri bæj-
um í Hegranesinu en Ríp.
Aðspurður sagðist Magnús, bóndi á
Ási I, fyrst hafa orðið var við veikindi
í kúnni jpegar hún var greind með júg-
urbólgu. Eitthvað fannst Magnúsi þó
vera óeðlilegt við kúna og kallaði aftur
eftir dýredækni. Var þá ákveðið að taka
sýni og greindist þá salmoneUusýking-
in. Ljóst er að húsbændur á Ási I verða
fyrir miklu tjóni, þó svo að ekki þurfi
að farga fleiri kúm úr fjósinu. Þegar
veikin kom upp á Ríp í vor var tekið
sýni úr hrossum á Ási I. Það sýni
reyndist neikvætt.
Síðustu dagana hafa flutningabUar
sem leið hafa átt í Hegranesið ekki far-
ið annað í héraðinu án þess að vera
hreinsaðir i miUitíðinni og bUstjórar
verið varðir sérstaklega. „Við erum
komin í einangrun," sagði bóndi einn i
Hegranesinu vegna þessa.
Yfirdýralæknir sagði í hádegisfrétt-
um í útvarpi í gær að ekki veitti af að
gera aUsherjarrannsókn á salmoneUu-
sýkingunni í Hegranesi.
ÞÁ
Rætt um SPRON og BÍ
Efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis
kom saman í gær tU
að ræða málefni
SPRON og yfirtökutU-
boð Búnaðarbanka ís-
iands. Formaður
nefndarinnar, VU-
hjálmur EgUsson,
sagði í samtali við RÚV að formleg ósk
Sambands íslenskra sparisjóða um að
ræða við nefndina um þessi mál hefði
legið fyrir um hríð.
Játuðu smygl á áfengi
Þrír skipverjar á Brúarfossi hafa ját-
að smygl á um 100 áfengisfiöskum. ToU-
verðir i Hafnarfirði fundu smyglið við
skyndUeit í skipinu en áður hafði skip-
ið verið toUskoðað i Reykjavíkurhöfn.
Málið hefur verið sent lögreglunni í
Hafnarfirði tU rannsóknar.
Rutningi OR frestað
Nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu
ReykjavUmr verða ekki teknar í notkun
í september eins og fyrirhugað var.
Ástæðan er sú að nýtt hús Orkuveitunn-
ar við Réttarháls er ekki tUbúið. Nú er
ráðgert að flytja starfsemina í nóvem-
ber.
Verðlaun á flugsýningu
Einar PáU Einarsson flugvélasmiður
hlaut á dögunum sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir flugvél sína, sem er af gerð-
inni Piper Cub J-3, á flugsýningunni í
OshKosh í Wisconsin í BandarUíjunum.
mbl.is greindi frá.
Boðið á kvikmyndahátíð
Kvikmyndinni
Reykjavík Guest-
house - rent a bike,
hefur verið boðið á
eina stærstu kvik-
myndahátíð N-Amer-
fcu, Montreal World
FUm Festival. Mynd-
in verður sýnd í
flokki mynda sem fjafla um samtímann.
Leikstjórar myndarinnar eru Unnur
Ösp Stefánsdóttir og Bjöm Thors. Með
aðalhlutverk fara HUmir Snær Guðna-
son, Kristbjörg Kjeld og Stefán Eiríks-
son.
Bensín lækkar vart
Bensín mun tæpast lækka verulega
um mánaðamótin. Aðstoðarforstjóri
Skeljungs segir í samtali við mbl.is að ef
einhverjar breytingar verði um mán-
aðamótin þá verði þær ekki miklar.
Komin til meðvitundar
Konan, sem var skorin á háls á
sunnudagskvöld, hefur verið tekin úr
öndunarvél og er komin tU meðvitund-
ar. Líðan hennar mun eftir atvikum.
Kvörtun hjá Barnaverndarstofu
Formleg kvörtun móður 11 ára
drengs vegna dvalar hans í sumarbúð-
um KFUM í Vatnaskógi er enn tU athug-
unar hjá Bamavemdarstofu. Eins og
DV greindi frá fyrir stuttu telur móðir-
in drenginn hafa orðið fyrir aðkasti í
búðunum og starfsemi hafa verið ábóta-
vant á fleiri sviðum.
Laxeldi í Reyðarfirði
Kvíaeldi í Reyðarfirði felur hvorki í
sér varanleg umhverfisáhrU' né veruleg
spjöU á umhverfinu sem ekki verði
hægt að bæta úr með mótvægisaðgerð-
um. Þetta er niðurstaða matsskýrslu
sem unnin var fyrir Samherja um um-
hverfisáhrif sex þúsund tonna laxeldis í
Reyðarfirði. RÚV greindi frá. -aþ