Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 Skoðun DV Frágangssök að ferðast um landið Spurning dagsins Áttu systkin? - spurt á teikjanámskeiði KR Nína Ólafsdóttlr, 7 ára: Já, bróöir minn heitir Þröstur og er 14 ára. Benedikt Már Kristinsson, 7 ára: Nei, bara fullt af frændsystkinum. Bergrún Ósk Jónsdóttir, 7 ára: Nei, en mig langar í systur. Hrafnhildur Olga Hjaltadóttlr, 8 ára: Já, eina yngri systur. Erla Gunnarsdóttir, 6 ára: Já, tvær systur. Þorvaldur Garöar Kvaran, 6 ára: Nei, en mig langar í bróöur. Björn Guömundsson skrífar: Þaö viðgengst okur í feröaþjón- ustu hér á landi. Við þekkjum hvemig það er að leggja upp í ferða- lag um landið þvert og endilangt og nota hótel og veitingaþjónustu, segj- um t.d. í 2-3 vikur með fjölskyld- una. Það yrði ofraun hverjum venjulegum manni að greiða þann reikning sem af því hlytist. Nú er ég ekki að halda því fram að ekki megi búast við neinum út- gjöldum af svona ferð þegar notuð er sú besta þjónusta sem hér er á boðstólum, þ.e. hótelgisting og mál- tíðir á sama stað. En fyrr má nú rota en dauðrota enda held ég að fáum, ef nokkrum, íslendingum dytti í hug að hafa þann háttinn á. Ég er nú einfaldlega að miða við þá þjónustu sem boðin er t.d. á hring- ferð um landið og að reynt sé að komast af með þá þjónustu sem sæmilega má kalla, án þess að miða við algjöra útilegu með tjald og til- heyrandi hafurtask. Ég tel það t.d. hreina ósvinnu að gistihús á landsbyggðinni bjóði gist- ingu fyrir þetta 13-14 þúsund krón- ur í tveggja manna herbergi, jafnvel þótt morgunverður fylgi. Með slíku háttalagi færi reikningurinn fyrir gistinguna eina langt á annað hundrað þúsund kr. á 10 daga ferða- lagi og væri þá eftir að kaupa mál- tiðir alla dagana. Hægt er að fá gist- ingu hjá bændum fyrir lægra verð en það er einnig farið að nálgast yf- irverð og alls ekki sanngjamt þar sem sú þjónusta er engan veginn sambærileg við það sem hótelin bjóða þó upp á - þótt ekki sé minnst Birgir skrífar:_______________________________ Tildrög þessa pistils eru þau að ég og konan mín ákváðum að fara í ró- legheita-gönguferð með börnin okk- ar, tveggja og þriggja ára, i gegnum Fossvogsdalinn og ákváðum við í upphafi ferðar að taka strætisvagn við Borgarspítalann, nánar tiltekið þristinn, og taka síðan leið 112 heim í Kópavoginn. Þetta gekk allt mjög vel þar til komið var í Mjóddina. Þar sem leið 112 átti að koma kl. 13.30 vorum við komin frekar tím- anlega, eða kl. 13.15, en þegar við vorum búin að bíða í 35 mínútur fórum við að ókyrrast. Vagninn hefði átt að vera kominn fyrir 15 mínútum. Við biðum. „Það gengur ekki lengur að hér miðist allt við að ná inn sem mestum gróða þessa fáu mánuði sem kall- ast háannatíminn. Þetta stuðlar að því að fæla landsmenn að fullu frá því að ferðast innanlands. “ á annað en rúmin sem eru oft ekki þægileg í bændagistingum. Þegar maður ber verð í ferðaþjón- ustu hér á landi saman við þá sem maður á kost á að fá í hinum sivin- sælu sólarferðum er ekki furða þótt fólk hér taki þann pól í hæðina að Það eru nú 10-15 ár síðan ég tók seinast strœtisvagn og þau verða vonandi fleiri þar til ég nota þessa þjónustu aftur.“ Ég ákvað þá að fara inn í af- greiðsluna og athuga hvað væri í gangi en enginn í afgreiðslunni vissi neitt, svo að ein stúlkan fór upp á skrifstofu til að kanna málið. Kom hún með þær fréttir að vagn- inn hefði bilaö og ferðin hafði verið felld niður! Nú voru góð ráð dýr. Þessi leið er bara á klukkutima fresti og meira en 30 mínútur í fara á suðlægar slóðir fremur en að nota þá kosti sem hér bjóðast í þess- um efnum. Það er ekki nóg að gera ályktanir og halda ráðstefnur um íslenska ferðaþjónustu, og það er ekki nóg að ferðamálaráð geri úttektir á fjölda ferðamanna hingað til lands. Það er komið að því að þeir sem þarna ráða ferð geri sér grein fyrir því að ísland er komið langt fram úr í verðlagningu flestra þátta í ferða- þjónustunni. Það gengur ekki leng- ur að hér miðist allt við að ná inn sem mestum gróða þessa fáu mán- uði sem kallast háannatíminn. Þetta stuðlar að því að fæla landsmenn að fullu frá því að ferðast innanlands. Og það er ekki góð stefna eða skyn- samleg, hvorki í bráð né lengd. Strætó næsta vagn og ekki hægt að treysta þeirri ferð frekar en þeirri fyrri eða hvað? Við gengum þvi heim með dauðþreytt bömin. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fyrirtæki leyfir sér. Það hefur greinilega engan áhuga á að vera með góða þjónustu við þá sem ekki nota einkabíla og virðist ekki hafa neinn áhuga á að laða farþega að. Það em nú 10-15 ár síðan ég tók seinast strætisvagn og þau verða vonandi fleiri þar til ég nota þessa þjónustu aftur. Það eina sem hefði þurft að gera var að fara með miða út og láta vita að ferðin hefði verið felld niður. En þessi þjónustuaðili hefur ekki áhuga á því. Raunasaga um Garri SÍON, sjóður alþýðunnar hver mánaðamót fram á nýtt ár. Þennan sama almenning skiptir engu þótt hann bæti við sig svo sem eins og 10 þúsund kalli á mánuði fram yfir hátíðamar og taki svo sem eins og 100 þús- Garri er gefinn fyrir vangaveltur, ekki sist þær sem virðast gera hann gáfulegan og marktækan í lifandi þjóðmálaumræðu. Þess vegna ber Garri sig eftir öllu því helsta sem er að gerast í þjóðfélaginu og reynir að hafa þó ekki sé nema einhverjar skoðanir á því sem er að gerast. Garri hefur verið með SPRON á heilanum á siðustu dögum. Hann hef- ur verið að reyna að setja sig inn í baráttu nokkurra stofnfjáreigenda sjóösins við stjómendur hans. Garri mun ekki segja frá því opinberlega en hann botnar ekkert i þessu máli. Út á við hefur hann hins vegar mót- aðar skoðanir á þessu svakaiega máli sem skekur mann og annan og fer mikinn í heita pottinum og spila- klúbbnum þegar málið ber á góma. Yfirtaka aiþýöunnar Garri er talsmaður þess að alþýðan yfirtaki sjóðinn. Það er tiltölulega einfalt mál. Meirihluti landsmanna er að fá á sig aukaálögur um þessi mánaðamót sem hann þarf að standa skil á við und landsmenn þátt í þessu létta og liðuga átaki er hann búinn að safna fimm milljörðum án þess að hafa mikið fyrir því. Með þessu auðvelda móti gæti al- þýða manna komist yfir Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis sem þar með gæti verið kallaður Sparisjóður íslands og nágrennis, skammstafað SÍON. Fimmtíu þúsund króna átak í fimm mánuði er náttúrlega ekki rass- gat miðað við öll þau völd sem í boði eru. Hafsjór hugmynda Það eru svona hugmyndir sem eru til marks um það hvað Garri er góð- ur til brúks í allri þjóðmálaumræðu. Hann er hafsjór hugmynda og hvenær sem ný mál ber á góma, jafn- vel þau allra flóknustu eins og SPRON-málið, þá er Garri til taks meö djúphugsaðar lausnir sinar á málunum sem þjóð hans mætti bera sig betur eftir en hún hef- ur gert um áraraöir. Já, SÍON er málið ... Frá Halló Akureyri Allir edrú og bærinn græddi. Ein með öllu - hvers vegna? Ein sextán ára skrifar frá Akureyri: Ég legg hér með fram kvörtun og vona að þeir sem standa fyrir „Einni með öllu“ á Akureyri lesi. Þessi hátíð þeirra er svo léleg að það hálfa væri alltof mikið. - Eitt ball fyrir 16 ára og eldri og tvö fyrir 18 ára og eldri, öll með sömu hljóm- sveitinni! Dagskráin niðri í bænum er heldur ekki upp á marga fiska. Ég spyr: Af hverju ekki Halló Akur- eyri aftur? Ég drekk ekki og hef eng- an áhuga á að liggja dauð einhvers staðar á hátíð en Halló Akureyri vil ég aftur, til að skemmta mér edrú. Þaö er ekki hægt að minnka unglingadrykkju, hún fer bara eitt- hvað annað, eins og til Eyja eða á Kántríhátíð. Er ekki bara betra að dreifa þessu niður á nokkra staði, svo auðveldara verði að ráða við fólkið? Akureyri græddi stórfé á að halda þessa hátíð en núna um versl- unarmannahelgina eru færri í bæn- um heldur en búa þar og því hlýtur að verða um stórtap að ræða af þessari hátið! - Halló Akureyri aft- ur! Takk fyrir! Loftsteinn og tungliö Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: í sjónvarpsfréttum nýlega kom fram að hugsanlega kunni loftsteinn að rekast á jörðina árið 2019. Auð- vitað yrði tjón vegna þessa geigvæn- legt. En jöröin myndi jafna sig. Verra væri ef loftsteinn þessi rækist skáhallt á tunglið, því þá byrjar tunglið að spinna aftur og áhriftn yrðu þau að mannkyn hér á jörð þurrkaðist út að fullu vegna jarð- fræðilegra breytinga um allan hnöttinn. Starfsmannasjóöur einkavæöist. Rétta bakhjörlum hjálparhönd. Ákall til starfsmanna Magnús Sigurðsson skrifar: Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Og hún er nærtæk í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis. Þar leynist nefnilega starfsfólk sem er tilbúið að rétta bakhjörlum sínum hjálparhönd. Já, bakhjörlunum. Hverjir eru þeir? Jú, eru þar ekki komin Kaupþingið góða, Sparisjóða- bankinn ásamt öðrum sparisjóöum! „Eftir því sem þörf er á“ segir svo í frétt um málið. Betra er að „mjólka“ starfsmannasjóð hjúanna fyrst. Þetta minnir nú óneitanlega á fyrri takta fallinna, sem lofðuðu góðu, já, gulli og grænum skógum og „buðu“ starfsfólki að gerast hluthafar. Flestir bregðast vel við svona ákalli. En venjulega er skammt i yfirtöku „bakhjarlanna" og hlutir starfs- manna gufa upp. Man einhver t.d. Amarflug sem fjallað hefur verið um í greinum að undanförnu vegna annarra mála, og fleiri fyrirtæki sem nú sjá ekki lengur dagsins ljós? Þar fóru víst hlutir starfsmanna fyr- ir lítið! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.