Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 17
16 + 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson Aðalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. í sambúð með álveri Hvorki heyrist hósti né stuna i umhverfisvemdarsinn- um vegna stækkunar álversins í Straumsvík ef miöaö er viö stóriðjuáform í öðrum landshlutum. Þar er þó ekki verið að tala um lítils háttar viðbót heldur þriðjungs stækkun á húsakosti og tækjum og nærfellt 300 prósenta meiri framleiðslugetu en nú er til staðar í Straumsvík. Skipulagsstofnun hefur nú fallist á þessa fyrirhuguðu stækkun fyrir sitt leyti með eðlilegum skilyrðum sem eru bæði ströng og afdráttarlaus. Forráðamenn ALCAN sem reka álbræðsluna suður í hrauni sjá fram á allt að 460 þúsund tonna ársframleiðslu eftir að fyrsta og öðrum áfanga stækkunarinnar er lokið, en verksmiðjan annar nú 170 þúsund tonnum á ári. Þetta eru stórhuga ráðagerðir og sýna að möguleikar margs konar stóriðju í orkuríku landi eins og íslandi eru mikl- ir. Þau sýna að útlendingar eru reiðubúnir að fjárfesta myndarlega hér á landi enda bjóðist þeim raforkuverð sem er fært við samkeppni úr hvaða átt sem er. Þegar fyrirhugað var að reisa 60 þúsund tonna álver við hliðina á Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga i norðanverðum Hvalfirði reis upp hópur manna og fór mikinn í fjölmiðlum. Óttast var að sól myndi sortna í firðinum langa og var ákafi mótmælenda slíkur að þeir voru reiðubúnir að járna sig fasta við vinnuvélar og berj- ast til síðasta manns. Umræðan um umhverfismál í Hval- firði er löngu þögnuð. Álverið er risið og mun ugglaust verða fimmfalt stærra á næstu árum - í kyrrþey. Umræðan um verksmiðju ÍSALs sem nú heitir ALCAN hefúr ekki fyllt margar síður á seinni árum. Hún hefur meira og minna legið í láginni. Ef til vill hentar það ekki umræðuefninu að vel hefur tekist til í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Þar stunda menn útivist á einhverjum feg- ursta golfvelli landsmanna í næsta nágrenni við afkasta- mesta og stærsta álver landsins. Þangað teygja sig nýjustu íbúðabyggðir bæjarins og er barist um lóðirnar. Álverið er fyrir margt löngu orðið snar þáttur í öllu bæjarlífinu. Segja má að nýtt 290 þúsund tonna álver risi í Hafnar- firði á næstu árum ef fram fer sem horfir. Það er næst- um fimmfalt stærra álver en núverandi verksmiðja Norðuráls í Hvalfirði. Viðbrögðin við þessum tveimur kostum í uppbyggingu iðnaðar í landinu eru vægast sagt ólik. Engum sögum fer af hópum fólks sem ætlar að jáma sig við vinnuvélar í Straumsvík. Engum sögum fer held- ur af hugsanlegu umhverfisslysi í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Umræðuefnið hentar ekki málstaðnum. Vitaskuld er það svo að sambúð álvers og íbúðabyggð- ar í Hafnarfirði hefur heppnast. Áratugareynsla sýnir að gamla grýlan er ágætur nágranni og ekki ófríðari en svo að menn vilja ólmir njóta útivistar í næsta nágrenni hennar og reisa sér og börnum sínum framtíðarheimili fast við hlið hennar. Þessi reynsla Hafnfirðinga ætti að nýtast íbúum annarra fjarða sem vonast eftir álveri í sína byggð. Hún sýnir að íbúðabyggð og álver eru engar andstæður eins og oft hefur verið haldið fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir í DV í gær að stækk- unin sé gríðarlega mikilvæg fyrir atvinnulífið í bænum. Vert er að minnast orða hans frá því í byrjun þessa mán- aðar þegar frestur til að skila inn athugasemdum vegna umhverfisáhrifa af stækkun álversins í Straumsvik var liðinn. Þar sagði hann að „mikil sátt ríki í Hafnarfrði og nágrenni“ um þessa stækkun. Sex athugasemdir bárust, „óvenjufáar“ að mati skipulagsstjóra ríkisins. Kannski er álverið ekki nógu langt úti á landi? Sigmundur Ernir DV MIDVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002_MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 Skoðun Vargöld í fjármálaheimi Kjaflari Hjörleifur Gutiormsson fyrrverandi alþingismaöur Ekki verður svo opnað fyr- ir útvarp nú um stundir eða flett dagblaði að ekki sé þar stútfullt af sögum um átök og ruðning fjár- málaspekúlanta. Heldur er þessi sundurlausi frétta- burður af stimpingum pen- ingamanna þreytandi, því að sjaldnast er reynt að setja hann í samhengi. Sé hins vegar skyggnst bak viö nöfn og númer í þessum hjaðninga- vígum kemur á daginn að inntakið er oftast hið sama: Þeir sem voru stórir og umsvifamiklir fyrir eru að gleypa þá sem minni eru. Þetta er kallað hagræðing og nánast helgi- spjöll að hafa á móti þeim drifkrafti i hagþróun. Óábyrg vinnubrögö Opinber stefna stjómvalda nú um stundir er að kasta fyrirtækjum sem verið hafa í sameign landsmanna um langan aldur inn á blóðvöll markað- arins. Fyrst er ríkisfyrirtækjum breytt í hlutafélög af því að það sé hið gjaldgenga rekstrarform. Vart er blekið þornað undir slíkum ákvörð- unum þegar krafan um einkavæð- ingu verður hávær. Það þarf vissu- lega ekki að vera goðgá að breyta rekstrarformi ríkisfyrirtækja eða leggja þau niður. Hitt er verra ef það verður trúarat- riði og menn neita sér um að spyrja til hvers leikurinn er gerður og láta vera að móta leikreglur um fram- „Sem flestir Islendingar œttu að gera þá kröfu til kjörinna fulltrúa að gœta al- mannahagsmuna, í stað þess að fóðra þá varga sem nú takast fyrirfram á um bankastofnanir og sameiginlega sjóði landsmanna. “ - Frá Alþingi. haldið. Sala ríkisbankanna og tog- streitan um sparisjóðina er dæmi- gerð fyrir vinnubrögð sem eru að engu hafandi og bera keim af mafíu- starfsemi I stað stjómvisku. Viðvaranir út ólíkum áttum Á Alþingi hafa vinstri-grænir ver- ið fremstir í flokki þeirra sem varað hafa við blindri einkavæðingar- stefnu. Talsmenn stjómarflokkanna hafa forðast að svara málefnalega þeim viðvörunum og kallað þær aft- urhald og þaðan af verri nöfnum. Nú bregður hins vegar svo við að Morg- unblaðið lýsir svipuðum viöhorfum og vinstri-grænir hafa staðið fyrir. í leiðurum hafa ritstjórar blaðsins ít- rekað varað við áformum og aðferð- um ríkisstjómarinnar um frekari einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans. „Að mati Morgun- blaðsins er ríkisstjórnin á mjög rangri leið í einkavæðingu bank- anna ... ,„ segir í ritstjómargrein 26. júlí sl. Ritstjórarnir vara þar við þeirri hættu að bankakerfinu verði skipt upp á milli tveggja eða þriggja við- skiptablokka og nú stefni í að ríkis- stjómin geri örlagarík mistök. Al- varan að baki orða blaðsins leynir sér ekki og óskandi að á þeim verði tekið mark. Hrunadans heima og erlendis Þörfin á aðgát í fjármálum, jafnt þjóöa og fyrirtækja, ætti að blasa viö hveijum manni sem fylgist nú með hruni verðbréfa um allan heim. Þetta gerist í kjölfar þess að átrúnað- argoð hafa orðið uppvís að því að brjóta gegn einföldustu reglum um bókhald og endurskoðun. Sumir fréttaskýrendur taka svo djúpt í árinni, að fjármálakerfi Bandaríkjanna standi á brauðfótum. Dow-Jones vísitalan er nú fallandi þriðja árið í röð og slíkt hefur ekki gerst frá lokum síðari heimsstyrjald- ar. Hvert stórveldi viðskiptaheims- ins þar vestra af öðm fellur nú af stalli og forseti og varaforseti Banda- ríkjanna eru sjálfir sakaðir um að hafa brotið gegn settum reglum. Hérlendis ganga klögumálin mis- kunnarlaust á víxl, þótt ólíku sé sam- an að jafna. Sem flestir íslendingar ættu að gera þá kröfu til kjörinna fulltrúa að gæta almannahagsmuna, í stað þess að fóðra þá varga sem nú takast fyrirfram á um bankastofnan- ir og sameiginlega sjóði landsmanna. Upp Ijúkist auðcefi landsins Hannes * & Kjallari íslendingum hefur oft bæst liösauki þær ellefu aldir sem landið hefur veriö í sögulegri byggð. Bæði er um að ræða án- ingargesti á faraldsfæti og annað aðkomufólk sem sest hér að til lengri tíma einhverra hluta vegna. Á síðustu öld bættust til að mynda norskir símamenn við mann- talið upp úr aldamótum, þýskar hús- freyjur í sveitir eftir seinna verald- arstríð og fleiri nágrannar sem fall- ið hafa vel að þjóðfélaginu. Engum lifandi manni datt þó í hug aö aö- komufólkið leysti aldagamla menn- ingu íslendingá af hólmi hér norður undir ysta heimsins baug. Sesam, opnist þú! Ekki er vitaö betur en norsku símritarnir hafi samið sig að hátt- um fólksins í landinu og ornað sér við menningu heimamanna hvort sem þeim líkaði hún betur eða verr. Fóru ekki með ránshendi um arf- leifð þjóðarinnar eins og forfeður þeirra herleiddu bæði Leif Eiriks- son og Snorra Sturluson. Sama máli gegnir um þýsku frálænumar sem skUuðu löngu dagsverki með sóma og sann. Reyndu ekki að umpóla ís- lenskri menningu með því að skipta út Atla Heimi fyrir Wagner eða Eg- ils pilsner fyrir Ljónsbrá. En vilji menn vita hvorum megin þjóðhollusta þeirra aöfluttu liggur er knattspyman ágæt mælistika og upp kemst um strákinn Tuma þegar hann hvetur gamla ættarlandið sitt gegn gistilandinu á fótboltavellin- um. Menning er helsta auðkenni hverrar þjóðar og verður ekki breitt yfir nafn hennar og númer þótt út- lendingar flytji til landsins í lengri eða skemmri tíma. Aðflutt fólk hlýt- ur að laga sig að menningu gisti- landsins án sérstakrar kröfugerðar eða flytja burt ella. En öðru vísi mér áður brá: Varla líður sá vikudagur að „fjölmenning- arlegt þjóðfélag" sé ekki í fréttum einhvers staðar á köldu landi ein- menningar norður við baug. Stöðugt er sagt frá nýjum alþjóða mann- virkjum sem vígð eru fyrir nýlendur langt að kominna og hver miðstöðin á fætur annarri opnar dyr sínar um þvert og endilangt landið. Nafnorðið fjölmenningarþjóðfélag er nýtt lykil- orð á borð við Sesam, Sesam opnist þú, og upp ljúkast auðæfi landsins. Fámenni í fjölmenningu Her manns er bæði á þönum og launum umhverfis samfélög ný- fluttra svo gamaldags íslendingum dettur helst i hug aö nýbúavafstrið verði næsta stóriðjan í landinu þeg- ar menn heykjast endanlega á Kára- hnjúkum. Fer nú litlum sögum af „Menning er helsta auð- kenni hverrar þjóðar og verður ekki breitt yfir nafn hennar og númer þótt útlendingar flytji til landsins í lengri eða skemmri tíma. Aðflutt fólk hlýtur að laga sig að menningu gistilandsins án sérstakrar kröfugerðar eða flytja burt ella.“ - Ný- búar halda hátíð. ellefu alda menningu þjóðarinnar ef fáeinir útlendingar ná að breyta arf- leifðinni í fjölþjóðlegar leifar á nokkrum gistinóttum og jafnvel þús- und og einni nótt. íslensk menning breytist ekki í suðlæga menningu framandi þjóða þótt fólk af erlendu bergi sofi hérlendis í fleiri eða færri nætur frekar en Þriðji heimurinn haggist þótt íslendinga beri þar stöku sinnum að garði. Fjöldi landsmanna hefúr numið og starfað í öðrum löndum og ekki merkt að menning þjóðanna lagi sig að íslenskum siðavenjum fyrir bragðið. íslendingar hafa mátt semja sig sjálfir að siðum gistilanda sinna og án frekara meðlætis frá hinu opin- bera. Þar standa ekki opnir Sesam hellar allan sólarhringinn og mæti íslendingar andúð hjá innfæddum bera menn harm sinn í hljóði. Þá er fjandinn laus Hérlendis er samvistum öðru vísi háttað: Segi einhver maður farir sín- ar ekki sléttar í samskiptum við að- komufólk rís þetta venjulega kommalið í Samfylkingunni upp á afturlappimar og leggur manninn í einelti. Gerist einhver maður svo djarfur að bera saman aðkomufólk og íslendinga er hann umsvifalaust dreginn fyrir dómstóla. Svo er nú komið réttindum ís- lendinga í eigin landi en það er önn- ur saga. Fólk má blóta káerringum, framsóknarmönnum og templurum norður og niður, en alls ekki útlend- ingum. Þá er fjandinn laus. Á með- an stendur Sesam opinn allan sólar- hringinn. Sandkom sandkorn@dv.is Vonbrigði Grein Jóns G. Tómassonar, stjórn- arformanns SPRON, í Morgunblaðinú í gær um „aðfor Búnaðarbankans að SPRON“ má telja næsta ótvírætt merki um að Jón hafi orðið fyrir miklum von- brigðum með forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Hann bendir á að „forystumenn fjögurra stjórnmálaflokka af fimm hafa lýst því, að þeir telji yfirtökutilraun Búnaðarbankans stangast á við vilja löggjafans," og jafn- framt að svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi kom- ið í veg fyrir að viðskiptaráðherra gripi í taumana. Jón rifjar upp að fyrsti stjómarformaður SPRON, Jón Þor- láksson, var jafnframt fyrsti formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hafi lifað eftir kjörorðinu „Gjör rétt - þol ei órétt“. Og Jón spyr eftir hvaða kjörorði forysta Sjálfstæð- isflokksins starfi í dag. Sannarlega hvöss kveðja og ekki síst merkileg í því ljósi að Jón G. Tómasson var sem borgarritari æðsti embættismaður borgarinnar og einn nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar alla valdatíð hans sem borgarstjóra ... Sami grautur Þótt góð vísa sé aldrei of oft kveðin og kjallaragrein Árna Bergmanns rithöf- undar um Bandaríkin og Evrópusam- bandið hafi verið með jafnmiklum ágæt- um og annað sem frá honum kemur, var það ekki af ásettu ráði sem DV birti greinina í annað sinn sl. mánudag. Árni og lesendur allir eru beðnir innilega vel- virðingar á mistökunum. Heiti greinar- innar er auðvitað óhrekjandi sönnun þess að örlögin eru kaldhæðin: „Sami grautur í tveimur skálum" ... Ummæli Jafnvel ímyndin er óhrein „ísland er enn hreint land i heimi sem stöðugt verður mengaðri, en jafnvel þótt vatnsorka sé „hrein“ eru málm- bræöslur og iðnaður það almennt séð ekki. Jafnvel ímyndin er óhrein. Ég spyr sjálfa mig af hverju ísland kýs að innleiða iðnað og iðnaðarmengun á eyjunni. Af hverju ísland er tilbú- ið til að beita harðfylgi við að umbylta landslaginu og eyði- leggja viökvæm vistkerfi sín. Af hverju ísland kýs af fúsum og frjálsum vilja að byggja upp ónauðsynleg samfélagsleg mannvirki, þrátt fyrir að hafa orðið vitni að þeim óafturkall- anlega skaöa sem iðnaðarríki hafa kallað yfir umhverfí sitt og að lokum sjálf sig. Ég spyr sjálfa mig af hveiju íslending- ar, sem eru læs og vel menntuð þjóð, imyndi sér að þeim tak- ist að forðast þann skaða sem öðrum nútímamenningarheim- um hefur ekki tekist að forðast.“ Roni Horn í Morgunblaöinu 27.7. Lýðræöishalli nýjasta orðið „Lýðræðishalli er nýjasta orðið í íslenskum stjórnmálum. Reyndar hefur það einkum heyrst í sambandi við Evrópusam- bandið og segja menn þá ýmist að ESB geti bjargað íslending- um frá núverandi lýðræöishalla eða menn segja að ESB sé nú sjálft svo illa haldið af lýðræðishalla að það geti ekki bjargaö einu né neinu í þeim efnum. Þessi umræða er þeim eiginleik- um gædd að flestir hlusta ekki á hana; fyrir fólkið í landinu sem hefur um margt þarft að hugsa hljómar „lýðræðishalli“ eins og hvert annað óskiljanlegt tiskuorð sem stjórnmála- menn taka sér í munn til að virðast ekki einfaldir og banalir (en reyndar má deila um árangurinn af því). En hvað merkir lýðræðishalli? Jú, það merkir þaö aö fólkið í landinu fær ekki að ráða vegna þess að stjórnvöld vaða yfir alla á skítugum skónum og banna fólki að tala.“ Katrín Jakobsdóttir á murinn.is Iðrun og lof um endurbót „Það hefur vakið sjálfsagða athygli að forstöðukona Jafn- réttisstofu hafi gerst brotleg um jafnréttislög á meðan hún sinnti starfi sínu sem formaður Leikfélags Akureyrar. Síðan þá hefur Valgerður sýnt í einu og öllu hversu vel hún er að sér í orðræðu fyrrum andstæðinga sinna þegar kemur að því að veija brot á jafnréttislögum. Sömu rök eru notuð og áður og Valgerður notar tækifærið til að sýna að í öll þessi ár hef- ur hún í raun hlustaö og lært af gagnrýnisröddum. Eins og Graham Allison sagði „Where you stand depends on where you sit“ eða hvar þú situr ræður hvar þú stendur. Það er aug- Ijóst að Valgerður brást ekki við þessum úrskurði, eins og hún hefði óskað að aðrir atvinnurekendur í sömu stöðu gerðu; með einlægni iðrun og lof um endurbót." Svanborg Sigmarsdóttir á Pressan.is Slysaskot í Palestínu „Anginn litli, anginn minn, ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn“. - Þessi nöpru niðurlagsorð í kvæði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu, hafa væntan- lega farið í gegnum hugi margra þegar myndir birt- ust af seinustu hryðju- verkum ísraelsmanna gegn Palestínumönnum í Gazaborg 22. júií. sl. Þá drápu þeir 16 óbreytta borgara í aðför að skæru- liðaforingjanum Salah Shehade, þar af 11 börn, særðu yfir 140 manns og sprengdu heimili þeirra í loft upp. Peres utanríkisráðherra, um sólar- hring síðar, meðan verið var að draga lík níu ára gamallar stúlku upp úr rústum heimilis hennar. Per- es nýtur þess enn að hafa hlotið frið- arverðlaun Nóbels og er látinn tala heimspressuna til þegar gamli faut- inn hefur gert í nytina sína. Ég er í hópi þeirra sem hafa talið Símon Peres skárri stjómmálamann en Sharon, en þegar hann fór að tala um „slysið“, fann ég að ég hafði al- veg fengið nóg af honum. Var stofnun Ísraelsríkis slys? Ég á bæði bam og bamaböm á aldur við þau sem var fómað í um- ræddri árás og á ekki í neinum vandræðum með að setja mig í spor syrgjandi foreldra sem horfa upp á bömin sín myrt af ísraelsku her- námsliði annars vegar eða af palest- inskum uppreisnarmönnum hins vegar. Morð em ekki „slys“, nema í munni kaldrifjaðra stjórnmála- manna og hermdarverkamanna sem eru orðnir ónæmir á afleiðingar gerða sinna og ákvarðana. Reyndar bætti Peres því við að stærsta slysið væri stríðið sjálft og virtist eiga við uppreisn Palestínumanna sem hófst við valdatöku Sharons eins og fyrir- séð var. En í raun hefur ríkt her- námsástand í Palestínu frá stofnun Israelsríkis 1948 sem bæði hefur snúist upp í styrjaldarátök við ná- grannariki og borgarastríð eins og nú ríkir. - Var þá stofnun Ísraelsrík- is slys? „Frábærlega vel heppnuð að- gerð“, sagöi forsætisráðherrann, Ariel Sharon. „Slys“, sagði Símon Ábyrgð alþjóðasamfélagsins Þannig lít ég ekki á málið. En mér sýnist þegar sagan er skoðuð að sig- urvegaramir í heimsstyijöldinni síðari hafi hlaup- ist frá vandanum sem skapaðist þegar átti að bæta gyðingaþjóðinni aldalangar ofsókn- ir og stríðsglæpi með því að af- henda henni land sem var heim- kynni Palestinu- manna. Alþjóða- samfélagið svo- kallaða ber því þunga ábyrgð á þeim vitahring of- beldis og upp- reisnar sem ríkir í ísrael okkar daga og verður aö rekja til þess að aldrei hefur verið samið viö Palest- ínumenn né kom- iö fram við þá sem jafnréttháa síðari íbúum landsins. ísraelsmenn hrósuðu sigri í stríðinu ‘48, sem hafði í för með sér gríöarlegt flótta- mannavandamál, sem enn er óleyst. Enn fræknari sig- ur vannst ‘67 þeg- ar þeir stökktu herjum fimm arabaríkja á flótta og lögðu hald á Gólanhæðir, Vesturbakkann og „Heimastjóm Palestínu er lömuð, Hamas-menn, Jihad og aðrir ofstækishópar gera út sjálfsmorðssveitir til að myrða ísraelsmenn og ísraelsher er kominn langleiðina með að leggja samfélag Palestínumanna í rúst. Alþjóðasamfélagið stofnaði til þessa hildarleiks og verður að stöðva hann.“ Gaza, sjálfstjómarsvæði Palestínu- manna. Um þau landsvæði, land- töku innan þeirra og flóttamanna- vandamálið frá ‘48 hefur styrinn að mestu staðið síðan og er þó málið enn flókn- ara, því arabarík- in hafa ekki vilj- að viðurkenna Ísraelsríki fyrr en nú alveg undir það síðasta. Nauðsyn og rétt- mæti þess aö stofna sjálfstætt ríki Palestínu virðist æ fleirum ljós, en öfgamenn í röðum stríðandi aðila virðast geta komiö í veg fyrir hverja tilraun sem gerð er til þess að setjast að samningaborð- um. Heimastjóm Palestínu er löm- uö, Hamas-menn, Jihad og aðrir of- stækishópar gera út sjálfsmorðs- sveitir til að ísraels- menn og ísraels- her er kominn langleiðina með að leggja samfélag Palestínumanna í rúst. Alþjóðasam- félagið stofnaði til þessa hildarleiks og verður aö stöðva hann. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.