Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 Sport i>v íslandsmótið í ^ SKEET; Úrslitin á mótinu Hér má sjá úrslitin á mótinu og heildarskor keppenda. Skotfé- lag Hafnarfjarðar sá um að halda mótið og var Ferdinand Hansen mótsstjóri. Dómari var ívar Erlendsson. Ellert Aðalsteinsson, SÍH .....136 Öm Valdimarsson, SÍH ..........132 Alfreð Karl Alfreðsson, SR.....131 Hákon Svavarsson, SFA .........129 Ævar Sveinsson, SR.............128 Hilmar Ámason, SR............. 128 Bragi Þór Jónsson, SR .........105 Hreimur Garöarsson, SÍH .......105 Guðmundur Ómarsson, SFA ... 104 Gunnar Gunnarsson, SFS ........103 Stefán Örlygsson, SKA .........102 Haraldur Ólafsson, SFA ....... 101 Friðþór Sigurmundsson, SFS . . 101 Kári Grétarsson, SÍH............97 Guömundur Hermannsson, SÍH . 97 Sigurþór Jóhannesson, SÍH .... 95 Ari Richardsson, SÍH............94 Halldór Helgason, SFS...........90 Sveinbjöm Másson, SFS ..........83 Aðalsteinn Tryggvason, SFA ... 83 Kristinn Rafnsson, SÍH..........81 Rafn Ingólfsson, SÍH............81 Arnþór Örlygsson, SFA ..........73 Siguröur Sigurösson, SFS .......70 Eiríkur Kristinsson, SR..........0 Hér á myndinni eru þrír efstu menn- irnir á mótinu. Talið frá vinstri: Al- freð Karl Aifreðsson, Ellert Aðal- steinsson, Örn Valdimarsson. DV-mynd GKG og félagar sigursælir íslandsmótið 1 SKEET var haldið að Iðavöllum 27. og 28. júlí þar sem Ellert Aðalsteinsson, SÍH, varð ís- landsmeistari í einstaklingskeppni og B-sveit SÍH varð íslandsmeistari í sveitakeppni. Það var hörð keppni, bæði í ein- staklings- og sveitakeppninni. I einstaklingskeppninni stóð keppnin lengi vel á milli Arnar Valdimarssonar, SÍH, sem leiddi með fjórum dúfum eftir fyrri daginn en viðsnúningur varð seinni dag- inn. Ellert sigráði með 136 dúfum en Öm, sem varð í öðra sæti, skaut 132 dúfur og Alfreð Karl Alfreðsson, SR, varð í þriðja sæti með 131 dúfu. B-sveit SÍH sigraöi Eins og áður sagði sigraði B-sveit SÍH með 315 dúfum, A-sveit SR varð í öðru sæti með jafnmargar dúfur og í þriðja sæti varð S-sveit SA með 312 dúfur. Einnig voru veitt verð- laun í öllum flokkum. -Ben Ellert í SÍH Krossá á Skarösströnd: Miklu betri laxveiði - en á sama tíma í fyrra „Veiðin héma í Krossá á Skarðsströnd gengur miklu betur en í fyrra, núna era komnir 30 laxar á land. Á sama í fyrra voru komnir sjö laxar,“ sagði Trausti Bjamason á bænum Á á Skarðsströnd í gærdag er staðan var könnuð. „Núna eru komnir 100 laxar í gengum teljarann en á sama tíma í fyrra vora þetta 25 laxar og fiskurinn er svakalega fallegur sem er að koma í ána. Maður hefur sjaldan séð svona fallegan flsk og feitan úr sjónum. Mest hefur veiðst á maðk en það eru alltaf að veiöast laxar á fluguna lika.“ Trausti, hvers vegna er svona góö veiði núna? „Ég held að það sé Hrauns- fjörðurinn sem hefur haft sitt að segja, það munar um hvern lax sem er tekinn og á að koma í laxveiðiámar. Það vita allir sem þekkja til. Starfsemin er oröin minni í Hraunsfirði en var og það hefur sitt að segja,“ sagði Trausti í lokin. Veiðin hefur verið fin í Búðardalsá og það eru komnir næstum 50 laxar, í Flekkudalsá hefur líka verið góð veiði. í Fáskrúð í Dölum era komnir á land 12 laxar og veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu veiddu 3 laxa rétt við gömlu brúna á þjóðveginum og einn þeirra var 13 pund. Regnið hefur hleypt lífi í laxinn og Dalina. -G.Bender Hörðudalsá í Dölum: Vænar bleikjur „Þetta er allt að koma hjá okkur í Hörðudalsánni, þetta fór rólega af stað. Silungurinn er líka vel vænn sem hefur veiðst," sagði Sigurður Sigurjónsson, annar af leigutökum árinnar, í gærdag. Veiðiskapurinn hefur verið seinn til í Dölunum eins og víða um land. „Bleikjan hefur verið að mæta og hún er væn sem veiöist, ungur veiðimaður veiddi meðal annars fjögurra punda bleikju fyrir nokkram dögum, fallegan fisk. Næstu dagar gætu orðið fínir,“ sagði Sigurður ennfremur. Svo virðist sem bleikjan sé seinni á ferðinni en oft áður en hún er væn sem kemur. G.Bender Það er ýmislegt sem veiðimenn veiða í sínum veiðiferðum. Guöráður Jó- hannsson og veiöifélagi hans náðu þessum feng á heiðum uppi, bleikjum og minkum, sem virðist vera aö finna víöa. DV-mynd JÖA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.