Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 DV Fréttir Tillögur starfshóps landbúnaðarráðuneytisins gegn salmonellu: Viðurlög við að láta dýra- hræ rotna á víðavangi - hert eftirlit í fjölmörgum þáttum og aukin vöktun Starfshópur landbúnaðarráöu- neytisins, sem unnið hefur að um- fangsmiklum athugunum á smiti salmonellu og camphylobacter á Suðurlandi, gerir m.a. að tillögu sinni að beitt verði viöurlögum við því að kasta dýrahræjum í skurði eða láta þau á annan hátt rotna á víðavangi. Einnig að komið verði á stöðugri umhverfisvöktun á yflr- borðsvatni i lágsveitum Suðurlands með sérstöku tilliti til sjúkdóms- valdandi örvera. Við sýnatökur og vettvangsrann- sóknir í lágsveitum Rangárvalla- sýslu og á nokkrum stöðum í Ámes- sýslu kom i ljós mikil salmonellu- mengun á tilteknum stöðum. í af- rennslisskurði frá rotþró við Hvols- völl mældist hún t.d. allt aö 80 pró- sent. Á mörgum þeirra staða þar sem sýni voru tekin virtist vera um mikla og samfellda mengun að ræða. Sýni voru tekin á 35 stöðum fjarri þéttbýli í Rangárvallasýslu og 3 stöðum í Ámessýslu. Þar reyndust 1,3 % sýnanna menguð. í Ámessýslu voru valdir 5 sýna- tökustaðir í Varmá í Hveragerði. Reyndust ca. 75-80% þeirra sýna já- kvæð fyrir salmonellu. Einnig voru vísbendingar um mikla og samfellda mengun af völdum salmonellu. Þá reyndust um 46,7 prósent sýna sem tekin vom úr frárennsliskerf- um þéttbýlisstaða, einkum Hellu og Hvolsvallar, jákvæð. Af vatnssýnum, sem tekin voru í yfirborðsvatni, bæði við og fjarri þéttbýli í Rangárvalla- og Árnes- sýslu, reyndust 25,7 prósent menguð af camphylobacter. Villtir fuglar voru einnig athugaðir með tilliti til camphylobacter- og salmonellu- mengunar. Ekki náðust nægilega mörg sýni til að fá mætti marktæka mynd af ástandinu. Hert eftirlit í ljósi þessara niðurstaðna bendir starfshópurinn enn fremur á nauð- syn þess að eftirlit með fóðurfram- leiðslu og fóðurflutningum verði hert. Landbúnaðarráðuneytið setji í reglugerö ákvæði um innra eftirlit fóðurblöndunarstöðva sem taki til reglubundinnar sýnatöku vegna salmonellu og annarra hættulegra örvera. Það eftirlit þurfl að hljóta vottun opinberra aðila. Eftirlit með fiskimjöli og öðru fóðri, innfluttu sem innlendu, skuli samræmt öðru opinberu eftirliti sem snýr að heil- brigði búfjár, búfjárafurða og mat- væla. Þá þurfl fóðurflutningar að Slæm umgengni hefur ~ fariö vaxandi Umfjöllun DV fyrir tveimur árum DV birti frétt og myndir af dýrahræjum á Suöurlandi fyrir um það bil tveimur árum. Sú umfjöllun varö til þess að við- mælandi blaðsins um málið varð að leita skjóls hjá lögmanni sínum og stétt- arféiagi vegna stöðugrar áreitni heii- brigðisnefndar Suðurlands sem dró í efa rétt hans til að tjá sig um málið í DV. Landbúnaðarráðuneytið hefur nú lagt lín- urnar um meöferð dýrahræja sem ætti að auövelda heilbrigðiseftirliti störf þess í héraði. vera með þeim hætti að smitdreif- ing geti ekki átt sér stað. Nefndin bendir á útigangsgripi skuli fóðra í jötur, stalla, á gjafagrindur eða palla. Fóður þarf einnig að verja fyrir ágangi varg- fugla og sUd skuli einungis gefa inn- andyra. Búfé beri að tryggja nægan og góðan aðgang að neysluhæfu drykkjarvatni, hvort heldur það er í beitarhögum eða í gripahúsum. Átak í frárennslismálum Sveitarfélög á Suðurlandi, eink- um þó á úttektarsvæðinu, geri með aðstoð ríkisins úttekt á frárennslis- málum á láglendi Suðurlands, með það að markmiði að þau verði kom- in í viðunandi ástand árið 2005. Frá- rennsli sveitabæja skulu vera lok- uð. Hætt verði með öllu að veita frá- rennsli einstaka bæja eða þéttbýlis- staða í opna skurði fyrir árslok 2005. Framfylgt verði lögboðnu mark- vissu eftirliti og rannsóknum á slát- urdýrum og búfjárafurðum til að koma í veg fyrir stórfellda matar- eitrun. Breyta þurfl lögum um bú- fjárhald til að auðveldara verði fyr- ir eftirlitsaðila að rækja skyldur sínar. Samræma þurfi ákvæði laga um dýravernd og búfjárhald og færa það undir einn aðila í stjómsýsl- unni. Koma þurfi í veg fyrir að ein- stakir aðilar geti fjölgað skepnum á bújörð, langt umfram beitarþol hennar og húsrými fyrir skepnurn- ar. -JSS DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Löggæsla fjarri mannabyggð Hér eru þeir Sigurður B. Baidvinsson lög- reglumaður og Sigurður Gunnarsson, sýslumaður í Vestur-Skaftafellssýslu. Lögreglan á Suðurlandi: Fylgjast grannt með hálendinu Á sameiginlegum fundi lögregluemb- ættanna á Suðurlandi í vor var ákveðið að lögreglan væri reglulega á ferð á há- lendinu sunnanlands í sumar. Embætt- in hafa í sameiningu mannað þetta eft- irlit og farið á óreglulegum timum inn á hálendið það sem af er sumri og að sögn Sigurðar Gunnarssonar, sýslumanns í Vík, verður því haldið áfram næstu vik- umar. Nú um helgina fer einn bíll með tveim lögreglumönnum sem ætla að ferðast um allt svæðið, þ.e. Eldgjá, Land- mannalaugar og Veiðivötn, með við- komu í öllum skálum og tjaldsvæðum. „Það er mikill straumur ferðafólks upp á hálendið, einkum um helgar. Það er því full þörf á löggæslu, ekki síst um helgar þegar flest er,“ sagði Sigurður B. Baldvinsson, lögregluvarðstjóri í Vík, í gær. „Munurinn á löggæslunni í hálend- inu og í byggð er nánast enginn en mörgum fmnst nærvera lögreglumanna á svæðinu af hinu góða.“ Sigurður segir að lögreglumenn frá Selfossi, Vík og Hvolsvelli hafi skipt störfum með sér í sumar og oft hafi nærvera þeirra komið að góðum notum fyrir ferðafólkið. -SKH Stæk brunalykt milli biksvartra veggja Sterk brunalykt og myrkar álmur mættu fréttamönnum þegar þeim var hleypt inn i bygginguna við Fákafen 9 i gær. Kjallarahæð byggingarinnar er svört af sóti og enn eru sjáanleg um- merki hnédjúps vatns sem huldi gólfið fyrir skemmstu. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, og Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri teymdu fjölmiðla- fólk um biksvartar geymslur byggingar- innar sem nú hefur að hluta verið tæmd af brunarústum. Þeir notuðu tækifærið til að hrósa eldvömum í byggingunni. „Steinullin hangir enn uppi enda hefur hún verið fest uppi með vírum. Þetta er mjög vel gert,“ sagði Jón Viðar. Greina mátti ógnarkraft eldsins í geymsluálmunum og enn eimdi eftir af því harðræði sem slökkviliðið mætti þegar eldurinn hafði tekið völd í bygg- ingunni. Vegna snöfurmannlegra við- bragða slökkviliðs og ágæts frágangs eldvama í byggingunni var reyndin sú að eldurinn hélst í geymslurými Teppa- lands og dreifðist ekki þaðan. Stórt gat var á veggnum milli Teppalandsgeymsl- unnar og geymslu listmuna og er með ólíkindum að eldurinn skyldi ekki náð þar á milli. Hrólfur slökkviliðsstjóri leiddi líkur að því að kvoða og kolsýra, sem slökkvilið dældi þar inn, hafi riðiö baggamuninn. Hrólfur lýsti raunum reykkafara fyrir fréttamönnum. Þeir mættu ógnarhita eldsins á kafi í reyk og þurftu frá að hverfa. Reykköfun fer fram án sjónar og verða menn að treysta á önnur skynfæri. Hættan er sú að reykkafarar villist í hnausþykkum reyknum og er þá voðinn vís. Slökkvilið hefúr nú lokið störfum í byggingunni og við taka trygginga- og hreinsunarmál. Enginn bilbugur Birgir Georgsson, eigandi Herrafata- verslunar Birgis í byggingunni við Fákafen, segir vinnu við að koma búð- inni aftur af stað þegar komna í gang. „Allt er á útopnu við að kippa þessu í liðinn og við vonumst til aö opna með brunaútsölu á þriðjudag," segir hann en hefur þann varann á að enn sé eftir að semja við tryggingafélag verslunarinn- ar. Þegar DV hafði samband við hann í gær var hann að rýma verslunina svo hægt yrði að byrja í málningarvinnu strax um helgina. Ljóst er að gríðarlegt tjón hefur orðið FILMIJR & FRAMKOLLUN STÆKKUM SETJUM A GEISLADISKA YFIRUTSMYt® í'Yl GIR FRÍTT MFD Gæða framköllun HEIMSMYNDIR mtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmummommmmmmmrAQFA ■ Smlöjuvegl 11,- gulgata 200 Kópavogur, slml 544 4131. í byggingunni og þrátt fyrir að fyrirtæk- in séu tryggð fyrir tjóninu verður þeim lokað um skeið, með tilheyrandi tapi á fé og viðskiptavinum. í ljós er komið aö flestir þeirra list- muna sem voru í geymslu Listasafns ís- lands sluppu við óbaetanlegar skemmd- ir. Skúlptúrar eítir Ásmund Sveinsson voru sumir hveijir huldir óbráðnu plasti sem gefúr til kynna að hitinn hafi ekki náð til þeirra. Einkennilegt and- rúmsloft ríkti í listmunageymslunni í gær þar sem abstraktverk og blautir pappakassar lágu á víð og dreif í bik- svartri geymslunni. -jtr DV-MYND HARI Listaverkin sluppu Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, við gripina í sótsvörtum kjallaranum. Flestir listmunanna, sem voru í geymslu, sluppu við óbætanlegar skemmdir. Bruninn í Fákafeni: Endurskoðum öll öryggismál - segir Ólafur Kvaran „Svona atburðir verða að sjálf- sögöu til þess að menn fara yfir öll öryggismál að nýju og endurmeta þau,“ segir Ólafur Kvaran, forstöðu- maður Listasafns íslands, í samtali við DV. Sem kunnugt er var fjöldi merkra verka eftir ýmsa vel þekkta listamenn, þar á meðal Ásmund Sveinsson, geymdur í húsinu viö Fákafen sem stórskemmdist í mikl- um eldsvoða á miðvikudaginn. Verkin eru í eigu Listasafns Reykja- víkur og segir Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður safnsins, þau vera ómetanleg menningarverðmæti. Betur fór hins vegar en áhorfðist í fyrstu og við skoðun í gær reyndust flest verkin vera heilleg aö sjá, utan hvað bókakostur eyðilagðist. í eigu Listasafns íslands eru um 8.000 listaverk. Meginþorri þeirra er geymdur í safnhúsinu við Fríkirkju- Ólafur Kvaran. Margrét Hallgrimsdóttir. veg en nokkur fjöldi í húsi Listahá- skóla íslands í Laugarnesi í Reykja- vík. Eru á síðari staðnum einkum stærri og umfangsmeiri verk. „Við höfum talið þessar geymslur okkar nokkuð tryggar en þessi bruni verð- ur þess valdandi að allar öryggis- reglur verða endurmetnar. Slíkt liggur í hlutarins eðli,“ sagði Ólafur Kvaran. Megingeymslur Þjóðminjasafns íslands eru í Vesturvör í Kópavogi og segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður þær uppfylla allar helstu öryggiskröfur, svo sem vegna leka, elds, innbrota og jarðskjálfta- hættu. Hún segir aö hins vegar hafi uppbygging geymsluaðstöðu hvers konar verið vanræktur þáttur í safnastarfi á Islandi og ónógar fjár- veitingar fengist. Mikilvægt sé að þessi mál séu í góðu lagi, enda sé varöveisluþátturinn ekki síður mik- ilvægur en beint sýningarhald. Raunar má segja að Þjóðminja- safnið sé sú safnastofnun hér á landi sem verst hafl farið út úr brunum, en fyrir um áratug eyði- lagðist bátasafn þess i Kópavogi þegar böm báru þar eld að. -sbs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.