Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 30
30 H elgct rblacf DV LAUOARDAGUR IO. AotJST 2002 ! \ í r í i I ! \ i » I I ! i 1 f i y Stelpur í / Rokkslæðunni eru stelpur sem spila rokktónlist eins og strákar. I dag troða þær upp á Hinsegin dögum íRegkjauík með sérstökum legnigesti. Þær buðu blaða- manni DV á æfingu fgrir stuttu og legfðu honum að verða uitni að lofsöng um rokkið. Ég er staddur á æfingu með kvennahljómsveit 1 ein- hverjum kjallara vestur í bæ.‘ Það et miðvikudags- ' 1 kvöld og klukkan er að ganga ellefu. í dag troða þær upp áHinsegin dögum í höfuðborginni.'-XJiggið verð- - ur áíngólfstorgi og þar leika þær með ekki ómerkari listámönnum en Stuðmönmifh, Rottveilér-hunddm og,- fleirum. Herbergið er dæmigert æfingahúsnæði: Marshall- magnarar, snúruþakið gólf og það er heitt, helvíti heitt. Á gólfinú standa fjórar stelpur og ein sítur. Söngkonan dimmraddaða Kriz, kynþokkafull en jafn- framt ógnvekjandi og óumdeilanleg stjarna bandsins; Kidda rokk, bassaleikari, sú Ilfsreynda; Dísá reaggie, hljómborðs- og slagverksleikari, sú hlédræga; Gréta gitarleikari, sú hæfileikaríka og svo situr éin slæða á bak. við trommusett. Hún er kölluð Gesta’slæðan og hún'er hlutlaus. Stór veggmynd af Che Guevara er uppi S vegg og skæruliðinn horfir umhyggjusahiur á hljómsveitina. Þær eru náftúrléga skæruliðar líka í vissum skilningi. Saman mynda þær Rokkslæðuna. Þær eru að gera strákahluti eins og kollegar þeirra í Grýlunum gerðu fyrir tuttugu árum síðan. Þær eru að taka það karl- mannlegasta sem til er, þ.e. þungarokk, og gera það með sínum hætti. Við þurfum bara að æfa okkur „Einn, tveir, þrír, fjórir!" öskrar Gestaslæðan og lag með bandarísku karlahljómsveitinni Bon Jovi hefst. Slæðumar virka svolitið stirðar enda í fyrsta skipti sem þær leika rafmagnað prógramm. í versunum vita þær ekki alveg hvað þær eru að gera en í viðlaginu springa þær út og ég hugsa með mér að þær „grúvi eins og moð- erfokkerar." Gréta spilar á fljúgandi vaff-gítar. Hún er í rauðum hlýrabol og gaUabuxum og grettumar og geifl- umar í gítarsólinu segja mér að þær kunni ekki ein- göngu lögin því þær kunni líka alla réttu taktana. Þótt slæðumar séu að herma eftir alvöru karlrokkumm er svitinn ekta. Laginu lýkur og sjálfsgagnrýnin hefst, Þær vUja spUa lögin vel og álit mitt á hljómsveitinni eykst. „Ættum við að vera með svona geðveiká keyrslu aUan tímann?“ spyr Gréta og bætir við einni markaðsvænni athugasemd: „Það verður fjölskyldufólk á staðnum og við verðum eig- inlega að reyna að þóknast þeim líka.“ Hinar taka undir en þó er eins og einhver efl riki um hvort þær eigi að þóknast markaðnum. „Ættum við að taka Shot Throught the Heart?“ sting- ur Dísa upp á. Hún er greinUega hrifln af Bon Jovi. „Nei, þá gubba ég inn í mig,“ svarar hin dimmraddaða söngkona og málið er útrætt. Ég er farinn að skynja ákveðinn valdastrúktur innan hljómsveitarinnar. „En hvað meö eitthvað með Pat Benatar eða I Love Rock and RoU?“ spyr Gestaslæðan en henni er svarað með þeim hætti að þetta séu bölvaðar klisjur og hver ein- asta sveitabaUahljómsveit á landinu sé búin að hópnauðga þeim. Hljómsveitin er í vanda. Fimm minút- ur líða og slæðumar eru ekki enn orðnar sammála um hentugt lag. ÖU lögin eiga þaö þó sameiginlegt að vera „maskúlín" þ.e. í anda rokksins. „Æi, tökum bara Bon Jovi aftur,“ segir Kidda þreytu- lega. „Við þurfum bara að æfa okkur.“ Svona getur bara sú lífsreynda sagt og hinar verða að vera sammála. Sú hlédræga spyr hvort hljómborðssándið sé ókei fyrir lag- ið en það hljómar eins og orgeltónlist i gamaUi hryUings- mynd með Vincent Price. „Auðvitað!" hreytir Kriz út úr sér. „Við erum djöflarokkarar!" Og um leið og hún slepp- ir orðinu stígur inn um dymar frægasta og glæsUegasta diskódíva landsins. Hið ótrúlega gerist - þær fyUast auð- mýkt. Kunnuglegur fiðringur leUíur um mig þegar ég sé drottninguna. Innkoma dívunnar og reykpása Diskódívan er ekki sérlega diskóleg tU fara, í svartri flíspeysu og hvítum buxum. Hún er á hraðferð og því er drifið í sándtékki með tUheyrandi talningum upp í tvo (einn, tveir, einn, tveir o.s.frv.). Lagið er þekktur ástar- dúett úr frægri kvikmynd frá 1987. Sömu erflðleikar hrjá strákaleik Rokkslæðan (frá vinstri): Kriz, Kidda rokk, Gréta og Dísa. Síðati í mars hafa þær verið að gera strákahluti. Dv-mynd Ilari hljómsveitina í versunum eins og áðan og þær virka óþéttar. En þegar þær radda saman síðustu setninguna fyrir viðlagið er eins og aUt gangi upp. Emgöngu hund- rað prósent dauðyfli fengi ekki hroU: „This could be love!“ Síðan er viðlagið tekið með trompi og ekki væri hægt að smjúga pappírssnifsi á miUi þeirra - svo þéttar em þær. Karlmannleg túlkun Kriz er hnökralaus og dív- an er ekki síður sannfærandi sem undirgefin og ástfang- in stúlka. Hún og Kriz dUla bossunum í takt og hljóm- sveitin er öU komin í karakter. Ég sé engan mun á Grétu og gítarleikaranum í Scorpions. Einhvem veginn tekst þeim samt aö klúðra endinum en þær em sammála um að slíkir smámunir skipti ekki máli. Dívan kemur á óvart meö mjög ódiskólegri uppá- stungu, þ.e. að öskutunnuendir sé málið. Þær samþykkja undir eins, annaðhvort af þeirri ástæðu að þær þora ekki að vera ósammála goðsögninni eða, sem er líklegra, að slíkan endi sé mjög fljótlegt að útfæra. Gleymum ekki að tíminn er naumur. Dívan hverfur jafn skjótt og hún kom og stelpumar taka reykpásu. í henni segja þær mér frá grúppíunum sem sækja hverja einustu tónleika með þeim. Þær fá sér- stakar slæður ef þær gerast alvöru rokkarar í eina kvöld- stund t.d. með því að fara úr að ofan (eða neðan), sleikja tær hljómsveitarmeðlima, bjóða þeim í glas og margt, margt fleira. 1 stuttu máli: Aðdáendur sem þóknast Rokk- slæðunni með einhverjum hætti fá umbun. En þær sofa ekki hjá þeim. Ég læt það vera að segja þeim að mér finn- ist það ekki í anda rokksins en hve langt geta þær geng- ið í kaldhæðninni? Æflngin hefst aftur og þær virka afslappaðri en áðan. Eftir tvö rennsli í gegnum fyrsta lagið slútta þær æfing- unni enda steinliggur það. Vandræðagangurinn í byrjun er horflnn. í fyrsta sinn gera þær svolítið stelpulegt og fara að ræða um viðeigandi klæðnað fyrir giggið. „Það er verið að hanna svona mellukjól á mig,“ upp- lýsir Kriz ánægð með sig. „Hvað með okkur?“ spyr Dísa, örlítið móðguð yfir ein- staklingshyggjunni í söngvaranum. „Eigum við bara að vera eins og einhveijar druslur?“ „Það veit ég ekki, ég lét bara hanna kjól á mig,“ svar- ar hún, skúffuð yfir þessum aðfinnslum. Ekkert verður samt úr dæmigerðu hljómsveitarrifrildi og þær ganga sáttar inn í nóttina. Þær eru þegar komn- ar á ruslahaug rokksins og fila það vel. Slæðan hæðist að rokkinu en um leið lofsyngur hún það. Hljómsveitin er minnisvarði um hvað rokktónlist snerist eftir að hippa- áranum lauk. Stjömustælar, grúppíur og djöfladýrkun - allt er tekið fyrir. Hún virðist hins vegar taka spila- mennskuna alvarlega og ég er ekki frá því að ég hafi orð- ið var við talsverða einlægni í kvöld. Þess vegna nenna þær að æfa fram á nótt eins og venjuleg hljómsveit - þetta era jú stelpur þrátt fyrir allt saman og þær vanda sig. -JKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.