Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 20
250 Helgarblað DV LAUGARDAGUR IO. AGÚST 2002 / síðasta mánuði gekk Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og i/eðurfréttamaður með meiru, á tindinn Ortler ísuðurtgrólsku Ölpunum, tæplega fjögur þúsund metra á hæð. Gangan er merkileg fgrir þær sakir að árið 1934, eða fgrir tæpum sjötíu árum, fór faðir Ara, Guðmundur frá Miðdal, á Ortler og ekki hefur íslenskum fæti i/erið drepið þar niður síðan að bestu manna gfirsgn. Ari Trausti seg- ir hér ferðasögu sína og föðurins. Það er hlýtt sumar í Mið-Evrópu. Svalur vindur blæs skýjaflákum af jökulþöktum tindum i Suður- Týról: Konungsfjalli eða Königsspitze, Monte Cevedale, og af Monte Zebrú eða Zufalltindi. Þrír fjallamenn klífa rösklega norðvesturleiðina á hæsta tindinn í klasanum, Ortler (3.905 metrar). Þeir eru komnir upp fyrir löngu klettahryggina og háu, skörð- óttu klettaþrepin og fikra sig upp brattar snjóbrekk- ur og ísfláa. Þeir gæta þess vel að krækja fyrir svart- ar og gapandi jökulsprungur en treysta síður snjó- brúm yfir þær. Einn þeirra stansar og raular íslensk- an lagstúf, meðan forgöngumaðurinn heggur spor i ís- inn I brattasta jökulþrepinu, og hann horfir einu sinni enn yfir glæsilega tindana í fjarska og falljöklana í hlíðum Ortlers. Hann skrifar síðar í dag- bókina sína: „Tilkomumest var aö sjá tindana umhverfis, Kon- ungstind og Zufalltind, sem báöir eru lítiö eitt lœgri en Ortler með gínandi hengiflug á tvo vegu. Þaö er eins og þessir risatindar hafi œtlaó aö halla sér upp aö Ortler en hœtt við þaö áóur en þeir misstu jafnvœgið. “ Honum finnst þetta vera ein erflðasta fjallganga sem hann hefur farið í. Kallar enda fjallið „bergrisa" í dagbók- Fyrsti liópur fjallamanna á námskeiði. (Úr safni ATG) inni. Ejórtán tímum eftir upphaf klif- urferðarinnar hafa félagarnir náð tindinum með krossmarkinu úr járni og komist áfram niður af fjallinu i ör- ugga höfn fjallaskálans Rifugio Payer. Feðgar og fjöll Árið er 1934 og einn fjallamann- anna úr Ortlerferðinni sem sest svangur og þyrstur aö snæðingi í skálanum heitir Guðmundur Einars- son, oft kenndur við fæðingarstaðinn í Miðdal í Mosfellssveit. Félagar hans eru ítali og Austurríkismaður. Hann er tæplega fertugur, þekktur lista- maður heima fyrir, en hér skiptir það ekki máli, aðeins úthald og færni í klifri. Hann eyðir drjúgum tíma í að ferðast í enn eitt skiptið um Alpana og Dólómítafjöllin til þess að sigra fleiri tinda. Hann er yfir sig hrifinn af landslaginu, fólkinu og þeirri áskorun sem felst í að klífa brött fjöll. Sextíu og átta árum síðar er enn hlýtt sumarveður í júlí í Evrópu. Nú blæs ekki svalur vindur af tindum á Ortlersvæðinu, heldur grúfir blýgrá þokan yfir og fjarlægar þrumur bergmála í fjöllunum. Það er súld á glugga. Ég sný mér að félögum mínum með spurnarsvip. Hvað nú? Ég sit kannski ekki alveg á sama stað og faðir minn fyrir nærri mannsaldri en er þó í sömu hlýlegu skálastofunni og hann var á sínum tíma, með radler fyrir framan mig (hálft mál bjórs og hálft af sitrónugosi). Mér verður hugsað til löngu horfinna tíma. Brosi í kampinn. Tindinum náö Við gengum á fjórum tímum frá stólalyftunni í Sulden um Tabarettaskálann upp í Payerskálann og höfum komið okkur fyrir í nærri tómu húsinu. Nú eru góð ráð dýr. Við ræðum málin á blöndu af ís- Orri, Árni og Ari Trausti við tindakrossinn á Ortler. lensku, ensku og þýsku: Árni Árna- son tölvukall og félagi til margra ára, félagi Orri Ólafur Magnús- son sölumaður, búsettur í Þýska- landi, Kurt Bar- tenschlager, verk- fræðingur frá Gaggenau og sam- ferðamaður minn á háfjöllum í Pakistan og Tíbet, og loks heima- maður og vinur minn Reinhold Graf, atvinnu- fjallamaðurinn sjálfur og kjötiðnaðarmaður í hjá- verkum. Ætli við þrír séum ekki fyrstu íslendingar hér uppi síðan fyrir síðari heimsstyrjöldina? Svei mér þá. Við ákveðum að reyna við Ortler á morgun, hvað sem öllu líður. Annað er ekki hægt. Tæp vika er liðin frá síðustu ferð á tindinn. Það tók okkur um fjórar klukkustundir að ná tindi Ortlers. Við ákváðum að klifa eina klukkustund í senn og sjá svo til. Það var dimmt veður, gekk á með snjóhryðjum og skyggnið um fimmtíu til hundrað metrar. Klettahryggjarleiðin er nokkuð brött og tæp. Keðju hefur verið komið fyrir í hæsta þverhnípta stálinu til að flýta fyrir þegar mikil umferð er á leið- inni; þannig eru Alparnir orðnir. Við stönsuðum stutt í litla Lombardiskýlinu efst á hamri einum og Ari Trausti með fánann sein Guðmundur Einarsson frá Miðdal notaði í ferðinni á Ortler 1934. / /o tspor föðurins Guðmundur Einarsson frá Miðdal á leið á Ortler 1934. Síðustu sporin á tind Ortlers (3.905 metrar), í þoku f og snjókomu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.