Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 34
42 Helqctrblctcf D V LAUGARDAGUR IO. ÁGÚST 2002 „Þettn er inikill átakapottur og lieitt í honum eins og alltaf er þegar mildð er á seyði. Við eruni að ögra sjálfuin okkur sem listamönnum; stíga inn á ókunn- ar slóðir.“ DV-mynd E.Ól. Ragnarök eru viðvarandi ástand I dag verður fyrsta sýning á Ragnarökum 2002 í Smiðj- unni, leikhúsi Listaháskóla Islands, við Sölvhólsgötu. Þaö er leiksmiðjan Lab Loki sem stendur fyrir þessu verkefhi þar sem ólíkir listamenn og ólíkar stefnur eru leiddar saman í eins konar leikrannsóknarstofú. í kynningarbæklingi um verkefnið segir enda: „Með því að leiöa saman sviðslista- menn sem koma úr ólíkum áttum en hafa sameiginlegan áhuga á rannsóknum á sviði leiklistar og menningar vill Lah Loki þróa nútímalega aðferð til að tjá og túlka okkar foma menningararf." 1 verkefninu mætast vestrænar leiktúlkunaraðferðir hinni austrænu Suzuki-aðferð, nútím- inn mætir goðsögninniog svo mætti lengi telja. Einn af stofhendum Lab Loka er Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og prófessor við Listaháskólann, en hann hefur frá árinu 1992 staðið í tilraunastarfsemi í leiklist í samstarfi við fjölmarga listamenn, bæði útlenda og íslenska. Rúnar og Steinunn Knútsdóttir bera mesta ábyrgð á verkefhinu Ragnarök 2002. „Hugmyndin kviknaði úti í Svíþjóð í fyrra- sumar," segir Rúnar, „en þar vorum við Steinunn á nám- skeiði. Þar kynntumst við Anne Lise Gabold Suzukikenn- Rúnar Guðbrandsson og Stein- unn Knútsdóttir eru listrænir stjórnendur Ragnaraka 2002 þarsem ólíktfólk og ólíkir straumar mætast ísuðupotti hugmgnda. Fgrsta stefnumót við áhorfendur er í dag. ara. Suzuki-aðferðin er mjög skýr vinnuaðferð fyrir leikara og nokkuð frábrugðin vestrænum leikaraleiðum. Okkur datt í hug að halda námskeið hér á landi. Síðan hefur sú hugmynd þróast frá litlu einangruðu námskeiði í heila sýn- ingu. Fljótlega kom upp hugmynd um að stefna Eddutextun- um og þessari austrænu leiktúlkunaraðferð saman en hún hefúr reynst haldgóð í vinnu með fomgrísk verk og vest- ræna klassík. Við höfum kafað í Edduna, endurskoðað skilning okkar; henni og velt henni fyrir okkur sem leikrænum efnivið. Vic höfum einnig notað aðrar aðferðir, dregið önnur elemen leikhússins inn í vinnuna og leikið okkur fram og til baka Margar spumingar hafa vaknað um leikhúsformið og vinni leikarans. Við höfum gert tilraunir með formið. Suzuki-kerf ið er stíihreint, formfast, agað og niðumjörvað að mörgi leyti, það þrengir mjög að leikaranum en veitir honum un leið mikið frelsi. Við höfum leyft okkur að fara yfir á hinr endann og nýtt okkur frjálsan spuna og gjömingalist. Úi þessu hefúr orðið til spennandi suðupottur sem við hellun síðan inn í sýningu.“ Og hvemig líður ykkur í suðupottinum? „Þetta er mikill átakapottur og heitt í honum eins o| alltaf er þegar mikið er á seyði. Við emm að ögra sjáifun okkur sem listamönnum; stíga inn á ókunnar slóðir," segh Rúnar. „Það eru mjög ólík element sem mætast í þessari vinnu,‘ segir Steinunn. „Ef við tölum um leikhús sem tungumál hef ur mikil ögrim falist í því að leiða saman ólíkar stefnm þannig að þær verði organískar. Við hefðum getað farið ú í að búa til hreina Suzuki-sýningu og forðast þannig þ; hættu að sú aðferð yrði eins og aðskotahlutur í sýningunn: en við vildum mæta þeirri ögrun. Þannig mætum við lík; efhi Völuspár" Stefnumót \ið áliorfendur „Við höfum verið sammála um að sprengja leikhús rammann," segir Steinunn, „en við gerum okkur kannsk: ekki grein fyrir því hvemig leikhús við erum að gera fyn en á síðasta stefnumótinu, þ.e.a.s stefnumótinu við áhorf endur. Það verður spennandi að sjá hvemig áhorfendm skynja þessa veröld okkar sem er að einhverju leyti einstök kannski svolítið póstmódemísk. Við nýtum okkur öll mögu leg tæki til að koma því á framfæri sem stendur okkm nærri. Þessi sýning fjallar að einhverju leyti um leikhúsic og okkur í leikhúsinu." Og hvemig haldið þið að áhorfendur bregðist við? „Það er síðasta skrefið í tilrauninni að mæta áhorfandan um,“ segir Rúnar. „Við nálgumst hann með svolítið öðrun hætti en hann er vanur. En það er hluti af rannsókninni 0£ hefur ekki komið í ljós enn þá. Sýningin fjallar mikið un þann sjóð sem við búum yfir og hvemig við virkjum orkun; sem skapast þegar ólíkir einstaklingar og ólíkar hugmyndh mætast. Suzuki-aðferðin og Völuspá em límið í sýningunn: og hvort tveggja er meira og minna jafn nýtt fyrir okkur öil um. Hvað gerist þegar Suzuki og Völuspá mætast, hvað ger ist þegar við mætumst og síðasta spumingin er hvemij. áhorfandinn mætir okkur.“ Hefur verið lítil tilraunastarfsemi í íslensku leikhúsi? „Það hefur farið alltof lítið fyrir tilraunum," svarar Rún ar. „Það hefúr reynst erfitt að skapa það svigrúm sem ei nauðsynlegt. Það er alltaf þessi krafa um sýningu. f þessi tilfelli hefðum við kosið að fá meira næði og tíma. En þettr er í anda þeirrar menningarpólitíkur sem er rekin hér í landi. Menn virðast ekki átta sig á nauðsyn þess að fólk spyrji sig spuminga um vinnu leikarans og reyni að bijót ast undan oki vanans og viðtekinna hugmynda.. Menning arpólitíkin viR kyrrstöðu - status quo. Við erum mef Ragnarökum 2002 frekar að varpa fram spumingum en at svara þeim.“ Er íslenskt leikhús íhaldssamt? „Já, það má segja það eða frekar kannski svolítið ein hæft,“ segir Rúnar. „Það á rætur að rekja til fámennisins Þeir sem fást við leikhús em að mestu leyti að fást við þaf sama.“ „Þær tilraunir sem gerðar hafa verið eru í raun aðeins til brigði við stef,“ segir Steinunn. „Það hefur aldrei veric gengiö langt í því að ögra og þar kemur til að sýningamai verða að standa undir sér fjárhagslega." Spegla sig í Völuspá „Völuspá er útgangspunkturinn í vinnunni," segir Rúnar „Við byrjuðum með allt undir en hringurinn hefúr smán saman þrengst og við notum Völuspá sem hryggjarsúlu sýn ingarinnar. í sögu heimsins er líka hægt að koma inn mörg um hliðarsögum. Við höfum reynt að skoða textana í nýji ljósi og jafnvel sett þá í nýtt samhengi. Við höfum reynt a£ losa okkur undan byrði menningararfsins." „Við höfum fært Völuspá nærri okkur," segir Steinunn „og spurt okkur þeirra spuminga sem era i kvæðinu, reym að lyfta henni upp þannig að hún segi okkur eitthvað sen manneskjum. Við höfum speglað okkur í Völuspá." Og það hlýtur að vera mjög magnað á þessum síðustu oé verstu túnum? „Já,“ svarar Steinunn. „Sumir halda því fram af ragnarök séu viðvarandi ástand.“ -sm FJÓRHJÓL/SEXHJÓL Vetur, sumar, vorog haustþá erþetta verkfærið. Þaulprófað við okkar aðstæður til margra ára sem vinnuvél, verkfæri og ekki sist leiktæki sem kemur þér á staði sem þig hefur ekki dreymt um að komast á. 77/ sýnis og sölu hjá POLARIS umboðinu í Lágmúla 9. BRÆÐURNIR POLARIS Lágmúla 9 • Sími 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.