Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 48
V
56
Helcfarblað H>V LAUGARDACLUR I o. ÁGÚST 2002
ÚTBOÐ
F.h. SHS fasteigna ehf., Skógarhlíö 14, Reykjavík,
er óskað eftir tilboöum í dísilrafstöö.
Útboösgögn fást á skrifstofu okkar frá og meö
13. ágúst 2002.
Opnun tilboöa: 27. ágúst 2002, kl. 11.00,
á sama stað.
SHS 76/2
I INNKA UPASTOFNUN
I REYKJA VÍKURBORGAR
Fríkirkjuve&i 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang: isn@rhus.rvk.is
HOFÐABILAR
Bílasala/þjónustuverkstæði
Erum fluttir a6
Fosshálsi 27
Mjög góð aðstaða, 400 fm innisalur, malbikað,
upplýst útisvæði.
Getum bætt við okkur bílum, bæði inni og úti.
Tökum að okkur öll þrif, standsetningar og
smáviðgerðir á bílum, fellihýsum og vélsleðum.
Höfðabílar Fosshálsi 27
S. 577-1085 894-5899 892-4800
Laus störf
.IKEA
Ertu rösk(ur)?
Ertu jákvæð(ur)...?
Ertu sjálfstæð(ur)...?
Hefðurðu frumkvæði...?
Ertu komin(n) yfir tvítugt...?
Viltu vinna í góðum félagsskap...?
Hefur þú áhuga á fallegu umhverfi...?
Vildu starfa hjá traustu og spennandi fyrirtæki?
Ef þú svarar öllu játandi hér að ofan erum
við að leita að þér!
BtBMl ‘
-, . ’
,w«*
IKEA er fyrirtæki í örum vexti og vegna þess
vantar okkur duglegt fólk í ýmsar deildir á
breytilegum vinnutíma. Brennandi áhugi er
skilyrði!
Umsóknum skal skila á heimasíðu fyrirtækisins
www.IKEA.is eða til IKEA Holtagörðum fyrir
16. ágúst 2002.
IKEA er meira en „ venjulegur" vinnustaður.
Hjá IKEA gefst fólki tækifæri til að þroskast
í starfi, reyna á sköpunargáfuna, axla ábyrgð
og verða sífellt mikilvægari hlekkur
í kraftmiklu fyrirtæki. IKEA býður gott
starfsumhverfi alla daga, allan ársins hring.
A
Skákþátturinn
Umsjón
Sævar Bjamason
Skák
Skákin á vaxandi vinsældum að
fagna í Kína. Reyndar eru margar
útgáfur af töflum (borðspilum) til
þar. Ég fór til Kína fyrir um 13
árum að tefla og þekki því nokkuð
vel til skákmála þar. Skák var iðk-
uð í Kína eins og við þekkjum að
litlu leyti fram yfir' byltinguna
1949. Ólíkt Sovétmönnum þá lögðu
Kínverjar ekki mikla áherslu á að
ná fram góðum skákmönnum -
nóg verkefni var að brauðfæða og
auka menntun þessarar stóru
þjóðar. Ólæsi var að mestu útrýmt
og góður árangur náðist í heil-
brigðismálum og ýmsu öðru. Ekki
er ætlunin að lofsyngja kínversku
byltinguna hér - aðeins að drepa á
þær aðstæður sem hin „vestræna"
útgáfa á skák bjó við fyrir um 50
árum. Kínverjar voru t.d. ekki
með á ólympíuskákmótum fyrr en
1978 í Argentínu. Skákin var
bönnuð og fordæmd í menningar-
byltingunni og alls staðar í Kína
virtu menn þetta bann því nóg var
af öðru til að gæta.
Komu til að læra
Á einum stað í Suður-Kína er
borgin Chengdu, smáborg á kín-
verskan mælikvarða, með aðeins
um 10 milljónir íbúa (1985). Borg-
arstjóri var þar Deng Xiopeng
nokkur sem síðar tók við stjórnar-
taumunum þar á bæ. Hann hafði
áhuga á skák frá því að hann var
við nám í París (Svartaskóla?).
Þegar Deng svo var kominn í
innsta valdahring þá fóru Kínverj-
ar að láta að sér kveða í skáklist-
inni!
1978 unnu íslendingar ágætan
sigur á Kínverjum á ólympíuskák-
mótinu. Enda sögðu Kínverjar,
með breiðu brosi, að þeir væru
komnir til að læra og það var ekki
fyrr en á næstu mótum að menn
fóru að gera sér grein fyrir því að
Kínverjar væru komnir til að vera
á skáksviðinu. Meira að segja ís-
lendingar hafa mátt þola tap gegn
þeim og það oftar en einu sinni á
þessum 24 árum sem þeir hafa
verið með.
Heimsmeistari kvenna
Englendingum, með Miles í
broddi fylkingar, var síðan boðið
til Kína í byrjun níunda áratugar-
ins og þóttu það mikil tíðindi.
Tefld var landskeppni sem Eng-
lendingar unnu, með hörmungum
þó. Samskipti okkar íslendinga og
Kínverja hófust fyrir utan ólymp-
íuskákmótin með því að unglinga-
meistari Kína kom hér í heimsókn
um 1982. Sá ágæti drengur, hvers
nafni ég hef gleymt (Ronggu-
yang?), flúði síðan til Hollands
1989 eftir hina hörmulegu atburði
á Torgi hins himneska friðar eða,
réttara sagt, sneri ekki aftur úr
skákferðalagi. Hann er nú orðinn
stórmeistari. Þróunin i skákmál-
um þarna austur frá hefur verið
hröð og markviss. Fyrst var
kvennaskákin í fyrirrúmi því kín-
verskar skákkonur náðu fljótar að
komast í fremstu röð en karlarnir.
Sú þróun náði hámarki þegar Jun
Xie varð heimsmeistari kvenna
um 1990 og nokkur ár liðu þar til
elsta Polgar-systirin, Zsusa, náði
titlinum af Jun Xie. Titlinum tap-
aði hún síðar án keppni. FIDE
hafði af visku sinni ákveðið að
einvígi þeirra skyldi fara fram í
Kína og Zsusa Polgar var ekki sátt
við það. Hún var orðin ólétt,
treysti sér ekki til Kína og bað um
frestun á einvíginu en fékk ekki
og titilinn var síðar dæmdur af
henni. Hún hætti að tefla upp úr
því og fór að sinna börnum og búi.
Ýmis önnur mál, eins og verð-
Kína
launafé, komu við sögu en of langt
mál er að rekja þá sögu alla.
Tapaði titlinum!
Síðar lenti Jun Xie sjálf í útistöð-
um við FIDE þegar Kirsan Iljums-
hinov kom með þessar hraðsoðnu
heimsmeistarakeppnir sínar. Hún
neitaði að vera með og tapaði FIDE-
titlinum líkt og Kasparov sjálfur
fyrir óþekkt og virðingarleysi við
FIDE. En önnur kínversk stúlka
náði hinum hraðsoðna heimsmeist-
aratitli um leið og Ruslan Ponom-
ariov á síðasta ári. Sú heitir Chen
Zhu og er ung að árum, liðlega tví-
tug. Kínverjar unnu nýlega Banda-
ríkjamenn í röð landskeppna í skák
í Kína og því ber að fagna. Þessar
tvær skákdrottningar, Jun Xie og
Chen Zhu, voru fengnar til að etja
kappi við 2 þekkta skákmenn frá
Vesturlöndum, Nigel Short frá
Englandi og Yasser Seirawan frá
Bandaríkjunum, og tefldu þau
nokkur einvígi i borginni Jinan í
norðurhluta Kína til útbreiðslu
skáklistarinnar og svo var sigurhá-
tíð vegna sigursins sæta.
Kínverji vann Karpov
Ég ætla rétt að geta þess aö kín-
verskir karlmenn hafa náð frábær-
um árangri líka. Skemmst er að
minnast þess að það var Kínverji
sem sló út Anatolí Karpov í síðustu
heimsmeistarakeppni FIDE, þegar
Karpov ætlaði að ná titlinum aftur
til „móður Rússlands"! en hann
lenti á næsta bæ, Úkraínu, fyrir til-
stilll Ponomariovs. Jæja, víkjum
aftur að keppni skákdrottninganna
gegn skákkóngunum eins og
keppnin var kölluð. Fyrst tefldu
annars vegar Jun Xie og Nigel
Short og vann sú kínverska Short,
sem hefur teflt einvígi um heims-
meistaratitilinn 3-1, og hins vegar
tefldi Chen Zhu við Yasser Seiraw-
an sem vann 3,5-0,5 En þetta voru
atskákir allt saman og voru þessi
einvígi tefld hvert og eitt á einum
degi. Síðan tefldu Jun Xie og Yass-
er Seirawan og lauk þeirri rimmu
með jafntefli, 2-2. Nigel Short náði
að taka sig saman í andlitinu og
vinna Chen Zhu, 3,5-0,5, en Chen er
greinilega enn þá lakari skákmað-
ur en stalla hennar. Síðan var öllu
slegið saman í parakeppni og sam-
ráðakeppni og tefldu Chen Zhu
/Yasser Seirawan gegn Jun Xie
/Nigel Short og lauk þvi í ágætri
sátt, 2-2. Jun Xie sýndi þarna að
hún hefur svokallaðan ofurstór-
meistarastyrkleika og jók enn veg-
semd skáklistarinnar í Kína og er
það hið besta mál því í skákinni fá
keppendur að taka sjálfstæðar
ákvarðanir á eigin ábyrgð. Mörg
skákmót eru nú haldin árlega í
Kína og kínverskir skákmenn æ al-
gengari sýn á Vesturlöndum.
Hvitt: Nigel Short (2682)
Svart: Jun Xie (2562)
ítalski leikurinn.
Jinan, Kína (1), 21.07. 2002
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6
4. Rg5 d5 5. exd5 Ra5 6. Bb5+
Bd7. Hér er nú venjulega leikið 6.
- c6 en Short hefur góða reynslu
gegn því afbrigði svo sú kínverska
bryddar upp á einhverju minna
þekktu. 7. De2 Be7 8. Rc3 0-0 9.
0-0 Bg4! Short er þegar kominn í
vandræði - svona er að kunna
ekki aukaafbrigðin. Hann nælir
sér í peð en verður að láta biskup
af hendi fyrir nokkur peð sem síð-
an eru tínd af honum! 10. Dxe5
Bd6 11. Dd4 c5!! Æ, æ. Ef hann
drepur peðið í framhjáhlaupi fell-
ur drottningin eftir 12. - Bxh2+.
Tekinn í bólinu! 12. Dd3 a6 13.
h3 Bc8 14. Ba4 b5.
1
Ofurstórmeistari á villigötum.
Einhvern tímann var honum
kennt eins og öðrum byrjendum
að varast svona „gaffla" Enda
heitir þetta fórn en ekki afleikur!?
15. Rxb5 axb5 16. Bxb5 c4 Og
enn koma fleiri kínverskar brellur
- 17. Bxc4 Rxc4 18. Dxc4 Ba6 tapar
heOum hrók. 17. Dd4 Bb7 18. d3
Bxd5
Short er hér í miklum vandræð-
um: ef 19. dxc4 Bxc4 (hótar Bh2+)
20. Hdl Be5 og hvítur er með rjúk-
andi rústir. Og ekki fatast svört-
um úrvinnslan: 19. Be3 Dc7 20.
Hadl Bh2+ 21. Khl Be5 22. Dc5
Db7 23. f3 Hfc8. Hún kann að ná
sér í afgerandi leikvinninga
(tempo), sú Kínverska. 24. Db6
Dxb6 25. Bxb6
Eftir næsta leik svarts er útséð
um enskan sigur eða jafntefli. 25.
- Hcb8! 26. Bxa5 Hxb5! 27. Bc3
Bxc3 28. bxc3 h6 29. Re4 Bxe4
30. dxe4 Hxa2 31. Hd4 Hxc2 32.
Hxc4 Hbb2 Ekki nóg með að peð-
in séu tínd af hvítum - nú ryðjast
kínversku drekarnir inn fyrir og
mylja allt niður! 33. Hgl Rh5 34.
e5 Rg3+ 35. Kh2 Re2 36. Hel g5
37. Hg4 Kg7 38. h4 Kg6 39. hxg5
hxg5 40. Hal Rf4 41. Ha6+ Kh5
42. Hf6.
Hvilík hörmungarstaða. Maður
skyldi ætla að það sé óvinnandi
skákher í uppsiglingu í Kína.
Skynsamlegra að efla hann en allt
hernaðarbröltið og, nei, sleppum
þvi í skákþætti! 42. - Rxg2 43.
Kg3 Re3. 0-1.