Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Page 20
250
Helgarblað DV LAUGARDAGUR IO. AGÚST 2002
/ síðasta mánuði gekk Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur
og i/eðurfréttamaður með meiru, á tindinn Ortler ísuðurtgrólsku
Ölpunum, tæplega fjögur þúsund metra á hæð. Gangan er merkileg
fgrir þær sakir að árið 1934, eða fgrir tæpum sjötíu árum, fór faðir
Ara, Guðmundur frá Miðdal, á Ortler og ekki hefur íslenskum fæti
i/erið drepið þar niður síðan að bestu manna gfirsgn. Ari Trausti seg-
ir hér ferðasögu sína og föðurins.
Það er hlýtt sumar í Mið-Evrópu. Svalur vindur
blæs skýjaflákum af jökulþöktum tindum i Suður-
Týról: Konungsfjalli eða Königsspitze, Monte
Cevedale, og af Monte Zebrú eða Zufalltindi. Þrír
fjallamenn klífa rösklega norðvesturleiðina á hæsta
tindinn í klasanum, Ortler (3.905 metrar). Þeir eru
komnir upp fyrir löngu klettahryggina og háu, skörð-
óttu klettaþrepin og fikra sig upp brattar snjóbrekk-
ur og ísfláa. Þeir gæta þess vel að krækja fyrir svart-
ar og gapandi jökulsprungur en treysta síður snjó-
brúm yfir þær. Einn þeirra stansar og raular íslensk-
an lagstúf, meðan forgöngumaðurinn heggur spor i ís-
inn I brattasta jökulþrepinu, og hann horfir einu
sinni enn yfir glæsilega tindana í fjarska og
falljöklana í hlíðum Ortlers. Hann skrifar síðar í dag-
bókina sína:
„Tilkomumest var aö sjá tindana umhverfis, Kon-
ungstind og Zufalltind, sem báöir eru lítiö eitt lœgri en
Ortler með gínandi hengiflug á tvo vegu. Þaö er eins
og þessir risatindar hafi œtlaó aö halla sér upp aö
Ortler en hœtt við þaö áóur en þeir misstu jafnvœgið. “
Honum finnst þetta vera ein erflðasta fjallganga sem
hann hefur farið í. Kallar enda fjallið „bergrisa" í dagbók-
Fyrsti liópur fjallamanna á námskeiði. (Úr safni ATG)
inni. Ejórtán tímum eftir upphaf klif-
urferðarinnar hafa félagarnir náð
tindinum með krossmarkinu úr járni
og komist áfram niður af fjallinu i ör-
ugga höfn fjallaskálans Rifugio Payer.
Feðgar og fjöll
Árið er 1934 og einn fjallamann-
anna úr Ortlerferðinni sem sest
svangur og þyrstur aö snæðingi í
skálanum heitir Guðmundur Einars-
son, oft kenndur við fæðingarstaðinn
í Miðdal í Mosfellssveit. Félagar hans
eru ítali og Austurríkismaður. Hann
er tæplega fertugur, þekktur lista-
maður heima fyrir, en hér skiptir
það ekki máli, aðeins úthald og færni
í klifri. Hann eyðir drjúgum tíma í
að ferðast í enn eitt skiptið um
Alpana og Dólómítafjöllin til þess að
sigra fleiri tinda. Hann er yfir sig
hrifinn af landslaginu, fólkinu og
þeirri áskorun sem felst í að klífa
brött fjöll.
Sextíu og átta árum síðar er enn
hlýtt sumarveður í júlí í Evrópu. Nú
blæs ekki svalur vindur af tindum á
Ortlersvæðinu, heldur grúfir blýgrá
þokan yfir og fjarlægar þrumur bergmála í fjöllunum.
Það er súld á glugga. Ég sný mér að félögum mínum með
spurnarsvip. Hvað nú? Ég sit kannski ekki alveg á sama
stað og faðir minn fyrir nærri mannsaldri en er þó í
sömu hlýlegu skálastofunni og hann var á sínum tíma,
með radler fyrir framan mig (hálft mál bjórs og hálft af
sitrónugosi). Mér verður hugsað til löngu horfinna tíma.
Brosi í kampinn.
Tindinum náö
Við gengum á fjórum tímum frá stólalyftunni í
Sulden um Tabarettaskálann upp í Payerskálann og
höfum komið okkur fyrir í nærri tómu húsinu. Nú
eru góð ráð dýr. Við ræðum málin á blöndu af ís-
Orri, Árni og Ari Trausti við tindakrossinn á Ortler.
lensku, ensku og
þýsku: Árni Árna-
son tölvukall og
félagi til margra
ára, félagi Orri
Ólafur Magnús-
son sölumaður,
búsettur í Þýska-
landi, Kurt Bar-
tenschlager, verk-
fræðingur frá
Gaggenau og sam-
ferðamaður minn
á háfjöllum í
Pakistan og Tíbet,
og loks heima-
maður og vinur
minn Reinhold
Graf, atvinnu-
fjallamaðurinn sjálfur og kjötiðnaðarmaður í hjá-
verkum. Ætli við þrír séum ekki fyrstu íslendingar
hér uppi síðan fyrir síðari heimsstyrjöldina? Svei
mér þá. Við ákveðum að reyna við Ortler á morgun,
hvað sem öllu líður. Annað er ekki hægt. Tæp vika er
liðin frá síðustu ferð á tindinn.
Það tók okkur um fjórar klukkustundir að ná tindi
Ortlers. Við ákváðum að klifa eina klukkustund í
senn og sjá svo til. Það var dimmt veður, gekk á með
snjóhryðjum og skyggnið um fimmtíu til hundrað
metrar. Klettahryggjarleiðin er nokkuð brött og tæp.
Keðju hefur verið komið fyrir í hæsta þverhnípta
stálinu til að flýta fyrir þegar mikil umferð er á leið-
inni; þannig eru Alparnir orðnir. Við stönsuðum
stutt í litla Lombardiskýlinu efst á hamri einum og
Ari Trausti með fánann sein Guðmundur Einarsson
frá Miðdal notaði í ferðinni á Ortler 1934.
/ /o tspor
föðurins
Guðmundur Einarsson frá Miðdal
á leið á Ortler 1934.
Síðustu sporin á tind Ortlers (3.905 metrar), í þoku
f
og snjókomu.