Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 6
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002
it
Fréttir
JO'V'
Frumvarp um að sökkva megi skipum eftir að þau hafa verið hreinsuð:
Siórinn tekur ekki
endalaust við rusli
- segir Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður
Einar K. Guðfinnsson alþingis-
maður hefur lagt fram frumvarp
um að þau skip sem lagt hefur ver-
ið við hafnir landsins og liggur fyr-
ir að þurfi að eyða verði hreinsuð
af öllum mengandi efnum og þeim
siðan sökkt. „Gæta þarf að því að
skipin verði hreinsuð vel og ein-
ungis sökkt á vel merktum svæð-
um þar sem engin hætta stafar af
þeim fyrir sjófarendur. Ef þessi
skilyrði eru uppfyllt tel ég í lagi að
þetta sé gert,“ segir Einar.
Þessar aðgerðir eru löglegar til
ársins 2004. Eftir það verður að
finna aðrar leiðir til þess að eyða
þeim skipum sem ekki eru nothæf.
„Þetta er líklega gert til að koma í
veg fyrir misnotkun," segir Einar.
Þá segir Einar
að ástæða þess
að skip eru ekki
rifin sé einfald-
lega sú að það er
of dýrt. „Sveitar-
stjórnir hafa
sýnt þessu frum-
varpi mikinn
áhuga,“ segir
Einar og segir
jafnframt að sér
Kolbrún
Halldórsdóttir.
þyki líklegt að frumvarpið verði
samþykkt. „Þessi aðferð á ekki við
um öll skip, einungis þau skip sem
liggur fyrir að þurfl að eyða,“ seg-
ir hann.
Kolbrún Halldórsdóttir alþingis-
maður segir að hafnir landsins séu
að fyllast af ónýt-
um skipum og að
þeim þurfi að
eyða en telur
frumvarp Einars
skref aftur á bak.
„Um leið og
bannið við að
sökkva skipum,
sem tekur gildi
árið 2004, var
samþykkt átti að
gera áætlun um hvernig ætti að
farga skipum sem úreltust. Það var
ekki gert,“ segir Kolbrún. Þá segir
Kolbrún að sjórinn taki ekki enda-
laust við rusli og drasli og að í
langan tíma hafi sjórinn verið bú-
inn að taka við nógu. „Mér finnst
Einar K.
Guófinnsson.
lausn Einars lýsa skammsýni og
uppgjöf gagnvart þvi verkefni sem
við ætluðum okkur fyrir fjórum
árum, að takast á við ónýt skip á
annan hátt en að henda þeim í sjó-
inn,“ segir Kolbrún og segir að
skipin eigi að rífa niður í stað þess
að sökkva þeim.
„Fyrstu skrefm verða dýr en
þegar til framtíðar er litið er þessi
leið hagkvæmust og við verðum að
átta okkur á að umhverfismál snú-
ast ekki einungis um peninga,"
segir Kolbrún. Þá segir hún að þeg-
ar bílar eru seldir sé búið að setja
forgunargjald á þá. „Eins á að gera
með skipin," segir Kolbrún að lok-
um.
-ss
Samfylking
vill sporna
við vændi
Á fundi bæjarráðs Kópavogs í
gær lagði fulltrúi Samfylkingar-
innar, Sigrún Jónsdóttir, til að
bæjarlög-
manni yrði
faliö að und-
irrita tiUögu
að breytingu
á lögreglu-
samþykkt
Kópavogs
um bann við
einkadansi á
nektarstöð-
um á sambærilegan hátt og gert
hefur verið í Reykjavík og Akur-
eyri og þegar hefur verið sam-
þykkt af dómsmálaráðherra.
Tillaga Sigrúnar var ekki sam-
þykkt af meirihluta og sagði Sig-
rún í samtali við DV að henni
þætti ekki líklegt að einkadans
yrði bannaður í Kópavogi miðað
við viðbrögð meirihluta bæjarráðs.
„Allar þær upplýsingar sem hafa
komið erlendis frá og eðli einka-
dansins bendir til þess að hér sé
stundað vændi. Samfylkingin í
Kópavogi telur að með banni við
einkadansi verði m.a. spornað við
vændi þar sem með slíku banni
verði dregið úr beinu samneyti
sýnenda og gesta á staðnum," seg-
ir Sigrún. -ss
'
DV-MYND: -TEITlfR
Dansandi auglýslngar
Dansandi yngismeyjar hafa fangaö athygli vegfarenda um Miklubrautina í Reykjavík síöustu daga en þær hafa haft á
sér augiýsingaskilti þar sem vakin er athygli á smáauglýsingum DV. Þær eru tvímælalaust stærsta vöruhús iandsins
og hraöbraut viöskiptanna á íslandi, rétt eins og Miklabrautin er.
Jolli vill verða meistari með Hertu
Eyjólfur Sverrisson var leynigestur
Knattspymuskóla tslands sem Tinda-
stóU stóð tyrir á Sauðárkróki um versl-
unarmannahelgina. Sökum þess að
hann rifbeinsbrotnaði í deUdarbikar-
leik fyrir helgina fékk hann fjögurra
daga frí tU að skreppa tU íslands.
Krakkamir 50, sem mættu í knatt-
DV-MYND ÞÁ
Eiglnhandarárltun
Eins og títt erytra sækjast ungir íslendingar eftir eiginhandaráritun Eyjólfs.
spymuskólann, spurðu Eyjólf ýmissa
spuminga sem hann svaraði greiðlega.
„Við erum með mjög sterkt lið núna
og setjum markið hátt á komandi tíma-
bUi,“ sagði Eyjólfúr og hann vonast tU
að geta jafhvel unnið tU meistaratitUs
með Hertu í vor, á semasta ári sínu
með félaginu. Aðspurður sagði hann að
það hefðu verið vonbrigði að meiðast
núna í upphafi tímabUs, enda ljóst að
mjög erfitt yrði að vinna sér fast sæti í
liðinu í vetur.
„Ég verð þó ábyggUega þama ein-
hvers staðar," sagði JoUi, enda ljóst að
Hertumenn horfa tU þess hversu fjöl-
hæfur leikmaður Eyjólfur er. Hann var
t.d. núna á undirbúningstímabUinu að
spUa ístöðu miðheija að nýju og sagði
að það hefði eiginlega verið ems og að
leUia sér í samanburði við miðvarðar-
stöðuna og þá ábyrgð sem henni fylgdi.
Krakkamir í Knattspymuskólanum
spurðu Eyjólf að því hvort hann ætlaöi
að spUa á íslandi þegar hann kæmi
heim næsta vor. JoUi gaf litið út á það,
sló á létta strengi og sagði að það gæti
Eyjólfur á helmaslóð
Jolli, ööru nafni Eyjóifur Sverrisson,
gefurgóö ráö í heimabyggöinni. Ekki
verra aö eiga slíkan ráögjafa.
vel verið að hann spUaði með Tinda-
stóli. Hann hefði nefhUega vantað einn
leik upp i hundraðið þegar hann fór út í
atvinnumennskuna fyrir 13 árum. -ÞÁ.
Sólargan
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld
Sólarupprás á morgun
Síödegisflóó
Árdegisflóö á morgun
22.02
05.05
19.42
08.08
21.54
04.38
12.41
00.15
' HvE j y.ji JjJ
[8)V
V
—'10°
10°
Skýjað með köflum
Fremur hæg norðlæg eða breytUeg
átt og skýjað með köftum en þurrt
að mestu. Hiti 6 tfi 15 stig, hlýjast
inn tU landsins.
Veðríó á
Vlða úrkoma
Norðlæg átt, 3-8 m/s og dálitU
rigning eða súld norðan- og
austanlands, en skúrir suðvestan
tU. Hiti 6 tU 14 stig, hlýjast syðst.
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Hiti 7“
til 15”
ó'tta
Hiti 6°
til 15”
ó A A
Hiti 8°
til 16°
Vindur: Vindur: Vindur:
3-8«>/s S-10m/* 5-10 m/»
íltllt fyrir Breytlleg vindátt Breytileg vindátt
austlæga átt og væta víðast og væta víöast
með rigningu hvar. Hitastig hvar. Hitastig
sunnarv- og vestanlands. breytist lítiö. breytist lítiö.
* *
Logn Andvari Kul Gola Stlnningsgola Kaldi Stinnlngskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviðrí m/s 0-0,2 0,3-1,5 l,G-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7
AKUREYRI alskýjaö 9
BERGSSTAÐIR skýjað 8
BOLUNGARVÍK skýjaö 8
EGILSSTAÐIR skýjaö 14
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 13
KEFLAVÍK skýjaö 11
RAUFARHÖFN hálfskýjaö 10
REYKJAVÍK skýjaö 12
STÓRHÖFÐI alskýjaö 10
BERGEN hálfskýjaö 19
HELSINKI skýjaö 24
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 24
ÓSLÓ léttskýjaö 24
STOKKHÓLMUR 22
ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 12
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 23
ALGARVE léttskýjað 2
AMSTERDAM skýjað 22
BARCELONA skýjaö 22
BERLÍN hálfskýjað 25
CHICAGO heiöskírt 17
DUBLIN skýjað 15
HALIFAX hálfskýjaö 15
FRANKFURT skýjað 24
HAMBORG skýjaö 22
JAN MAYEN súld 7
LONDON skúrir 17
LÚXEMBORG rigning 17
MALLORCA léttskýjaö 30
MONTREAL heiöskírt 15
NARSSARSSUAQ hálfskýjaö 12
NEWYORK heiðskírt 21
ORLANDO alskýjaö 24
PARÍS súld 18
VÍN léttskýjaö 24
WASHINGTON hálfskýjaö 19
WINNIPEG þoka 20